Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
39
TILBOÐÁ POPPIOG
COCA COLA
NEMÓUTLI
FRÁBÆR TEIKNIMYND MEÐ ÍSLENSKU
TALI OG SÖNG
Ævintýrið um Nemo litla er fjölbreytilegt.
Hann þarf að bjarga lífi konungs, sigra
volduga ófreskju og vinna hjarta göfugrar
prinsessu.
„EINSÖK MYND FYRIR ALLA FJÖL-
SKYLDUNA" ★ ★ ★ ★ Parent Film Rev.
„GÆÐAFRAMLEIÐSLA EINS OG HÚN
BEST GERIST" - VARIETY
SÝND Á RISATJ ALDI í
SFECTRiu. wcoRO>JG ._
mröö^sTEREoiiaa
SÝND KL. 5 og 7. - MIÐAVERÐ KR. 500
KRAKKAR
í KULDANUM
Það er fjör þegar almennur bankastjóri er
sendur til að stjóma glasabarnabanka.
Sýnd í B-sal kl. 5 og 7 - í A-sal kl. 9 og 11.
EIUFÐARDRYKKURINN
★ ★ Vi Al. MBL.
Mögnuð grín- og brellumynd með úrvalsleikurum.
Sýnd í C-sal kl. 5,7,9 og 11.
TÁLBEITAN
Sýnd kl. 9 og 11 í B-sal.
gg BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680
' LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Stóra sviö:
• RONJA
RÆNINGJADÓTTIR
eftir sögu Astrid Lindgren.
Tónlist: Sebastian.
Sun. 24. jan. kl. I4, uppselt, fim 28. jan. kl. 17, lau. 30.
jan. kl. 14, uppselt, sun. 31. jan. kl. 14, uppselt, mið. 3.
feb. kl. 17, örfá sæti laus., lau. 6. feb. örfá sæti laus, sun.
7. feb. uppselt, fim. 11. feb. kl. 17, lau. 14. feb.
Miöaverö kr. 1.100,- sama verö fyrir börn og fulloröna.
Stóra svið kl. 20:
• BLÓÐBRÆÐUR
söngleikur eftir Willy Russell
Frumsýning fostud. 22. janúar kl. 20, uppselt. 2. sýning
sun. 24. jan. uppselt, grá kort gilda, 3. sýn. fös. 29. jan.
örfá sæti laus, rauð kort gilda, 4. sýn. lau. 30. jan., blá
kort gilda, örfá sæti laus, 5. sýn. sun. 31. jan. fáein sæti
laus, gul kort gilda.
• HEIMA HJÁ ÖMMU
eftir Neil Simon
Lau. 23. jan., allra siöasta sýning.
Litla svið:
• SÖGUR ÚR SVEITINNI:
PLATANOV
eftir Anton Tsjékov
Aukasýning fim. 21. jan. kl. 20, uppselt, lau. 23. jan. kl.
17, uppselt, sfðasta sýning.
VANJA FRÆNDI
eftir Anton Tsjékov
Lau. 23. jan. kl. 20, uppselt, aukasýning sun. 24. jan. kl.
20, uppseit, síðasta sýning.
Verð á báðar sýningarnar saman aöeins kr. 2.400. - Korta-
gestir ath. að panta þarf miöa á litla sviðiö. Ekki er hægt
aö hleypa gcstum inn í salinn eftir að sýning er hafin.
Miöasalan er opin alla daga frá kl. 14—20
nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miöapantanir í síma 680680 alla virka daga frá kl. 10—12.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýningu.
Faxnúmer 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
LEIKHÚSLÍNAN sími 99 1015
MUNIÐ GJAFAKORTIN
- TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF.
Teflt í ungl-
ingaflokki
næstu tvo
dagana
KEPPNI I unglingaflokki
14 ára og yngri á skák-
þingi Reykjavíkur 1993
hefst laugardag 23. jan-
úar kl. 14 og lýkur laugar-
dag, 30. janúar. Tefldar
verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi og er um-
hugsunartimi 30. mín. á
skák fyrir hvern kepp-
enda.
Umferðartaflan er þannig
að á laugardag 23. janúar
kl. 14-18 verða 1.-4. um-
ferðir og laugardag, 30. jan-
úar kl. 14-17 verða 5.-7.
umferðir. Verðlaunagripir
og bókaverðlaun verða fyrir
að minnsta kosti fimm efstu
sætin. Þátttökugjald er 400
krónur.
Keppni í unglingaflokki
skákþingsins fer fram í fé-
lagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur í Faxafeni 12
og er sérstök athygli vakin
áþví að öllum unglingum
(bæði drengjum og telpum)
14 ára og yngri er heimil
þátttaka.
(Fréttatilkynning)
"(*) SINFONIUHUOMSVEITIN 622255
TÓNLEIKAR - rauð áskriftarröð
í Háskólabíói fimmtudaginn 21. janúar kl. 20
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einleikari: Jean-Philippe Collard
EFNISSKRÁ:
Jón Leifs: Forleikur og Sorgarlag
úr Galdra Lofti
Claude Debussy: Jeux
Maurice Ravel: Konsert fyrir píanó G-dúr
Maurice Ravel: Daphnis og Cloe, svíta nr. 2
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS
HÁSKÓLABÍÓI V/HAGATORG - SÍMI622255
Miðasaia á skrifstofu hljómsveitarinnar i Háskóiabíói aiia
virka daga frá ki. 9-17.
Greiðslukortaþjónusta.
Samningnr um kaup Ingvars Helga-
sonar hf. á Jötni hf. undirritaður
SAMNINGUR um kaup Ingvars Helgasonar hf. á bíla-
deild Jötuns hf. ásamt tilheyrandi starfsemi varahluta-
deildar og bílaverkstæðis var undirritaður í síðustu viku,
og hefur Ingvar Helgason hf. stofnað nýtt fyrirtæki til
að annast rekstur þessarar starfsemi.
Samningurinn sem undir-
ritaður hefur verið nær enn-
fremur til véladeildar fyrir-
tækisins, en sá hluti samn-
ingsins bíður endanlegrar
staðfestingar þar til í lok
þessa mánaðar. Að sögn Sig-
urðar Á. Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra Jötuns hafa
engar ákvarðanir verið teknar
varðandi sölu raftæknideildar
fyrirtækisins, en viðræður
hafa verið við Fálkann hf. um
kaup á henni.
Jötunn hf. og Sambandið
hafa um áratuga skeið haft
umboð á íslandi fyrir sölu
bifreiða frá General Motors
sem framleiddar eru í Banda-
ríkjunum, og ennfremur Opel-
bíla frá Þýskalandi og Isuzu
frá Japan. Meðal helstu um-
boða véladeildar eru Massey
Ferguson traktorar,
Furukawa-gröfur, Linde-
vörulyftarar og ýmiskonar
heyvinnslutæki. í fréttatil-
kynningu frá Jötni hf. og Ing-
vari Helgasyni hf. kemur
fram að samningar Ingvars
Helgasonar hf. við hina ýmsu
erlendu birgja standi nú yfir,
og stofnað hafí verið nýtt fyr-
irtæki til að annast þennan
rekstur. Það fyrirtæki mun
fyrst um sinn verða rekið á
sama stað og Jötunn hf. hefur
verið til húsa, og verður hluta
starfsliðs Jötuns boðið að
starfa í hinu nýja fyrirtæki.
Samninginn undirrituðu
þeir Ingvar Helgason og Helgi
Ingvarsson fyrir hönd kaup-
enda og Guðjón B. Ólafsson
og Sigurður Gísli Björgvins-
son fyrir hönd seljenda. Sam-
band íslenskra samvinnufé-
laga er meirihlutaeigandi að
Jötni hf. og lýsti stjórn Sam-
bandsins sig samþykka samn-
ingsgerðinni á fundi fyrr ,L
þessum mánuði.