Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
ERLEIMT
INNLENT
Flugleiðir og
SAS semja
FLUGLEIÐIR og SAS hafa
gert með sér samstarfssamn-
ing og var hann undirritaður
í aðalstöðvum SAS í Stokk-
hólmi í upphafi vikunnar. Af
hálfu Flugleiða hefur samning-
urinn það að markmiði að opna
félaginu möguleika á flugi milli
landa innan Evrópu og er
stefnt að því að hefja það næsta
sumar. Samstarfssamningur
þessi var töluverðan tíma í
undirbúningi en einnig mun
hafa komið til greina af hálfu
Flugleiða að semja við KLM
eða Lufthansa.
Greiðslustöðvun EG ekki
framlengd
Greiðslustöðvun Einars Guð-
fínnssonar í Bolungarvík rann út
á föstudag og var ekki farið fram
á framlengingu hennar. Bærinn
og EG hafa farið fram á það við
Landsbankann að bærinn yfirtaki
togara EG og stofni um rekstur
þeirra sérstakt hlutafélag en und-
irtektir hafa verið dræmar.
Skuldir EG nema nú um 1,5 millj-
örðum króna.
Þrumuveður
Rafmagnslaust varð á SV-
horni landsins síðdegis á föstu-
dag í framhaldi af þrumuveðri
er eldingum sló ítrekað niður í
þtjár helstu dreifílínur Lands-
virkjunar. Aftakaveður gekk yfír
landið á föstudagskvöld en ekki
er vitað til að slys hafí orðið á
fólki, hins vegar varð eignatjón
á nokkrum stöðum. Einna mest
varð tjónið á Grundarfírði en þar
brotnuðu rúður í húsum og þök
lyftust.
ERLENT
Clinton lætur
Bosníumálið
tilsíntaka
WARREN Christopher, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði á miðvikudag að Banda-
ríkjastjóm hygðist í auknum
mæli taka þátt í tilraunum til að
koma á friði í Bosníu. Bill Clint-
on forseti hefði ákveðið að skipa
Reginald Bartholomew, sendi-
herra Bandaríkjanna hjá-Atlants-
hafsbandalaginu, sem fulltrúa í
friðarviðræðunum. Hann mun
starfa með Cyrus Vance, fulltrúa
Sameinuðu þjóðanna, og Owen
lávarði frá Evrópubandalaginu.
Þá ætla Bandaríkjamenn að herða
viðskiptaþvinganir gegn Serbum
og senda herlið til Bosníu til að
tryggja að staðið verði við friðar-
samninga. Ákvörðun Clintons
mæltist vel fyrir í Evrópu og leið-
togar hinna stríðandi fylkinga í
Bosníu voru almennt ánægðir
með hana.
Jeltsín reiðubúinn að falla frá
þjóðaratkvæði
Boris Jeltsín, forseti Rúss-
lands, Iýsti því yfír á þriðjudag
að hann værí reiðubúinn að hætta
við að halda þjóðaratkvæða-
greiðslu í apríl um stjórnskipun
ríkisins. Hann lagði til að forseta-
og þingkosningum yrði flýtt um
eitt ár og öllum meiriháttar póli-
tískum átökum frestað fram til
næsta árs. Hann stakk upp á við-
ræðum í sjónvarpi við Rúslan
Khasbúlatov þingforseta og Va-
leríj Zorkín, forseta stjórnlaga-
dómstóls Rússlands, þar sem
sverðin yrðu slíðruð.
Mitterrand vill rjúfa
einangrun Víetnams
Francois Mitterrand, forseti
Loðnufrysting hafin
Loðnufrysting hófst um síð-
ustu helgi og einkum er fryst í
Eyjum og á Austfjörðum. Loðn-
an sem berst í frystinguna er
stór og falleg en útlit er fyrir
að gott verð fáist fyrir loðnuna
á Japansmarkaði þar sem loðnu-
veiði hefur brugðist þriðja árið í
röð við Kanada. Mikil loðnuveiði
hefur verið á miðunum alla vik-
una og var heildaraflinn kominn
yfir 400.000 tonn í vikulokin.
Gæsluvarðhald framlengt
Ríkissaksóknari hefur höfðað
opinbert mál á hendur Banda-
ríkjamönnunum James B. Gray-
son og Donald M. Feeney fyrir
bamsrán og frelsissviptingu.
Samhliða þessu var gæsluvarð-
hald mannanna tveggja fram-
lengt þar til dómur fellur í mál-
inu en þó ekki lengur en til 3.
mars nk. Þessir gæsluvarðhalds-
úrskurðir voru kærðir til Hæsta-
réttar. Mennirnir tveir hafa verið
í haldi frá 27. janúar er þeir
reyndu að nema á brott 10 og 5
ára dætur Emu Eyjólfsdóttur.
Vatnsflóð í Ólafsvík
Mikið vatnsveður gerði í Ól-
afsvík á þriðjudag og flæddi inn
í nokkur hús í bænum og varð
af talsvert tjón. Vatn komst inn
í eina spennistöð RARIK og urðu
af þeim sökum rafmagnstraflan-
ir. Niðurföil í nokkram húsum
höfðu ekki undan vatnselgnum
sem kom í kjölfar sunnan storms
og slagveðurs. Þannig var allt
að tíu sentímetra djúpt vatn á
gólfum í húsum við Ólafsbraut
og í vöruflutningastöð Arnars
og Birgis mældist vatnið 22
sentímetra djúpt.
Mitterrand í Hanoi. Reuter
Frakklands, heimsótti Víetnama
f vikunni sem leið og hét því að
beita sér fyrir því að Bandaríkin
afléttu viðskiptabanni á Víetnam.
Mitterrand er fyrsti vestræni
þjóðhöfðinginn sem heimsækir
Víetnama og lofaði að tvöfalda
fjárhagsaðstoð Frakka við þá.
Bretadrottning greiðir skatta
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, skýrði á fimmtudag
frá því að afnema ætti skattfríð-
indi Elísabetar Bretadrottning-
ar og Karls prins ríkisarfa. Þau
eiga að greiða tekjuskatt, eigna-
skatt, skatt af fjármagnstekjum
og erfðafjárskatt.
Þýskri farþegaþotu rænt
Afríkumaður með eþíópískt
vegabréf rændi Airbus A310-300
farþegaþotu þýska flugfélagsins
Lufthansa á fímmtudag og gafst
upp án mótspyrnu þegar þotan
lenti á Kennedy-flugvelli í New
York eftir átta stunda flug frá
Hannover í Þýskalandi. Flugræn-
inginn kom fyrst til Frankfurt frá
Ósló þar sem honum hafði verið
synjað um pólitískt hæli. Flugrán-
ið olli deilum um öryggismál á
flugvellinum í Frankfurt, en þar
var sprengju smyglað um borð í
bandaríska breiðþotu, sem
splundraðist á flugi yfir skoska
bænum Lockerbie árið 1988.
Frá Mirníj, miðstöð demantaiðnaðarins í Jakútíu. Þrátt fyrir auðæfin sem þar er að finna þrauka
íbúarnir við þröngan kost og margir búa í timburkofum.
Fátækt hérað í Rússlandi
vill ráða demöntum sínum
Fullveldi sjálfstjórnarhéraða dregur dilk á eftir sér
GÍFURLEGUR demantaauður stærsta og líklega auðugasta sjálf-
stjórnarhéraðs Rússneska sambandslýðveldisins, Jakútíu, hefur
orðið íbúunum til lítils gagns þar til nú á síðasta ári að sögn
fréttaritara New York Times.
Níutíu og níu af hundraði þeirra
demanta, sem framleiddir eru í
Rússlandi, og fjórðungur heims-
framleiðslunnar er frá Jakútíu,
svæði í Síberíu sem er á stærð við
Indland, nær frá íshafí til útjaðra
Austur-Asíuhéraða Rússlands og
er byggt rúmlega einni milljón
manna.
Demantarnir fundust 1957, en
aðeins fímm ár eru síðan vinna
við lagningu slitlags á götum hófst
í Mimíj, miðstöð demantaiðnaðar-
ins og fjórum tíundu þess verks
er ólokið. Margir búa enn í timbur-
kofum þrátt fyrir 40 stiga frost
og fá ekki rennandi vatn fyrr en
snjó leysir.
Fyrir rúmum tveimur árum var
lýst yfír fullveldi Jakútíu og yfír-
völd vona að hægt verði að nýta
auðæfín í iðrum jarðar til þess að
gera héraðið að öðru Kúveit. En
mörgum fínnst Iíkingin fráleit, því
að þrátt fyrir auðinn era atvinnu-
vegimir skammt á veg komnir og
íbúamir örsnauðir og búa við
frumstæð skilyrði.
Demantar hafa verið bitbein
stjómarinnar í Moskvu og Jakútíu,
þar sem gull, silfur og fleiri málm-
ar eru líka fólgnir í jörðu auk olíu,
jarðgass og kola. Eins og önnur
sjálfstjómarhéruð reynir Jakútía
að nota fálm og óðagot valda-
manna í Moskvu til þess að tryggja
sér yfírráð yfír náttúraauðlindum
sínum og rétt til að semja eigin
lög og stjórnarskrá. Moskvuherr-
amir hafa líka neyðzt til að afsala
sér nokkrum völdum til þess að
halda friðinn.
Mikil þjóðarvakning á sér stað
I Jakútíu og nafni héraðsins hefur
verið breytt í Sakha eins og það
hét endur fyrir löngu. Jakútar era
þriðjungur íbúanna og tala mál
af tyrkneska málaflokknum.
Tunga þeirra og trúarbrögð hafa
verið endurvakin og barátta hafin
fyrir endurheimt veiðilenda sem
hurfu þegar fljótið Viljuí var látið
flæða í uppistöðulón raforkuvers,
sem var reist fyrir demantaiðnað-
inn.
Míkhaíl Níkolajev og flestir aðr-
ir leiðtogar Iýðveldisins eru gamlir
kommúnistar. „Hér er engin
stjómarandstaða," segir embætt-
ismaður nokkur. „Flokkar þeir
sem til eru vinna ekki saman og
sameinast ekki í bandalag gegn
leiðtogum lýðveldisins."
Þrátt fyrir ágreining um dem-
anta eru samskipti Jakútíu og
Rússlands alls ekki slæm. í Jakú-
tíu var þess minnzt í haust að 360
ár vora liðin síðan samskiptin við
Rússland hófust. „Við eram ólíkir
íbúum Kákasus," sagði Vítalíj P.
Artamonov utanríkisráðherra.
„Við eram rólyndir og friðsamir.
Við lítum ekki á Rússa sem and-
stæðinga. Við köllum Rússland
enn „litlu móður“. Munurinn er
sá að við erum fullorðnir."
Margir vora sendir I útlegð til
Jakútíu á árum keisaranna. Á
dögum Stalíns voru vinnubúðir
starfræktar og fangamir lögðu
vegi í hörkufrosti. Kröfur um auk-
ið fullveldi valda þó áhyggjum í
Moskvu, þar sem gamlir kommún-
istar, rússneskir þjóðemissinnar
og jafnvel hófsamir leiðtogar ótt-
ast að Rússland leysist upp í frum-
parta sína eins og Sovétríkin sál-
ugu.
I orði kveðnu eru allir fylgjandi
valddreifingu, þótt hún sé fram-
andi í augum flestra Rússa. Til
þess að allt fari ekki úr skorðum
hefur Borís Jeltsín forseti skipað
nefnd landshlutaleiðtoga, sem
eiga að samræma störf sambands-
ríkisins og einstakra héraða. „Við
skulum gera okkur grein fyrir því
að við getum ekki varðveitt Rúss-
land án ósvikinnar valddreifingar,
ef við reynum aftur að stjórna
öllu frá Moskvu,“ sagði hann.
Erfiðleikar era í sambúðinni,
þar sem mikið fé er í húfi. Talið
er að tekjur Rússlands og Sovét-
ríkjanna sálugu af demantaiðnað-
inum hafi numið 1,4 milljörðum
dollara á ári í hörðum gjaldeyri.
Aðalkaupandinn hefur verið de-
mantafyrirtækið DeBeers í Suður-
Afríku. Rússar selja einnig slípaða
eðalsteina, um 530.500 karöt fyrir
567 milljónir dollara 1991.
Fyrir tæpu ári tryggði Jakútía
sér rétt til að halda 20 af hund-
raði demanta sinna og annarra
málma og auk þess 45% tekna í
erlendum gjaldeyri af demanta-
sölu til útlanda. Þessar tekjur
dugðu til' að greiða 65 af hund-
raði ríkisútgjalda Jakútíu miðað
við 4 af hundraði áður.
Um leið hefur verið tekið fyrir
ríkisstyrki frá Moskvu og Jakútíu-
menn verða að annast þróunar-
verkefni sjálfír. Vegna nýfengins
auðs hafa meðalárslaun verið
hækkuð í 10.000 rúblur, sem eru
helmingi hærri laun en annars
staðar í Rússlandi, og komið á fót
rokdýru kerfi almannatrygginga
handa þeim sem þess þurfa.
Fá framfaramerki er að sjá í
höfuðborginni Jakútsk og de-
mantabænum Mirníj. Nú hefur
verið komið á fót hluthafafyrir-
tæki Rússlands og Jakútíu til þess
að stjórna demantaiðnaðinum og
skiptast hlutabréfín jafnt. Langur
aðdragandi hefur verið að stofnun
þessa einokunarfyrirtækis.
Leiðtogar Jakútíu hafa staðið í
hörðum deilum við þingmenn í
Moskvu, sem hafa viljað varðveita
yfirráð sambandslýðveldisins yfír
iðnaðinum á einhvern hátt og veija
rússnesk fyrirtæki sem stunda
demantaskurð og hafa verið ann-
ars staðar en í Jakútíu þar til nú.
Talið er að arði fyrirtækisins verði
skipt jafnt.
Mesti sigur Jakútíu er sá að
héraðið hefur tryggt sér áhrif í
atvinnugrein, sem var til skamms
tíma undir strangri stjórn
sovézkra valdhafa. Hagur Rússa
af nýja fyrirtækinu er sá að þeir
geta haft eftirlit með viðskiptum
Jakútíu á heimsmarkaði, sem hafa
farið fram hjá þeim upp á síðkast-
ið.
Undirrót tortryggninnar í sam-
búð Jakútíu og Rússland er
DeBeers-fyrirtækið, sem gerði
fimm ára samning 1990 um rétt
til að kaupa og markaðssetja rúm-
lega 95% óunninna demanta Sov-
étríkjanna sálugu. DeBeers hefur
gert annan samning við Jakútíu
um einkarétt til að kaupa sinn
hluta óunnu demantanna og lið-
sinna við stofnun fyrstu verk-
smiðju Jakútíu sem stundar-
demantaskurð. í Rússlandi er sagt
að samningurinn við DeBeers
verði líklega tekinn til endurskoð-
unar.