Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 13
ir því sem ég fær best séð liggur
Alumax ekkert á, en íslenskum
stjórnvöldum hefur nú legið svo
lengi á að þeir halda að þetta sér
eðlilegur gangur mála.“ Regan
sagði í samtali við Morgunblaðið á
fimmtudag að álfyrirtæki bæru
fyrir sig orkuverð og annað slíkt
þegar samningum væri slegið á
frest, en í raun væri verið að bíða
þess að álmarkaðurinn rétti úr
kútnum. Kaiser á íslandi: er því
alvara? „Kaiser er í biðstöðu alls
staðar," sagði Regan og tiltók auk
íslands Venesúela: „Er því alvara,
eða eru þetta látalæti?" Hann
kvaðst hins vegar hafa haft á til-
finningunni að ein ástæðan fyrir
því að Alumax vildi reisa álver á
Islandi væri aðgangur að mörkuð-
um Evrópu, þar sem fyrirtækið
starfar einnig: „Ef svo er,“ spyr
hann, „hvers vegna liggur [Allen]
Borne [forstjóra Amax, sem á Al-
umax] ekki meira á? Sennilega
vegna þess að hann á ekki krónu.“
Tvö bandarísk fyrirtæki hafa
rætt við íslensk yfirvöld um að
reisa álver á íslandi. Þau eru Alum-
ax Incorporated, sem hefur átt í
samningum i um tvö ár, og Kaiser
Aluminum Corporation, sem kom
til skjalanna í haust.
Alumax er í eigu fyrirtækisins
Amax, sem var rekið með halla á
síðasta ári. Rekstrarhalli Amax var
284 milljónir dollara árið 1992, en
fyrirtækið var rekið með 30,2 millj-
óna dollara hagnaði árið áður, og
taplaust frá árinu 1985.
Erfiðleikar Kaiser og Alumax
í fréttatilkynningu, sem barst
frá fyrirtækinu um rekstrarafkom-
una, var haft eftir Allen Born að
Alumax hefði í fyrsta sinni verið
rekið með tapi í fyrra vegna kostn-
aðar af álveri í Quebec í Kanada.
Engu að síður vann fyrirtækið
meira ál en nokkru sinni áður.
Afkoma Ka-
iser var betri í
fyrra en hjá
Amax, en þó
lakari en árið
1991. Fyrstu
níu mánuði síð-
asta árs voru
tekjur Kaiser af
álviðskiptum
86,9 milljónir
dollara, en voru
á sama tíma árið
1991 163,2
milljónir dollara.
Þar fóru saman,
að sögn Step-
hens J. Hutc-
hcrafts, for-
stjóra Kaiser, of
miklar birgðir
af áli um allan
heim og minni
eftirspurn á
Alviðræður
Bond Evans hjá Alumax og John M.
í biðstöðu
Seidl hjá Kaiser Aluminium.
ákveðnum mörkuðum. Samdráttur
hefur til dæmis orðið í eftirspurn
í Japan.
„Eg er þeirrar hyggju að það
sé uppsveifla í Bandaríkjunum,"
sagði Bond Evans, forstjóri Alum-
ax, í samtali við Morgunblaðið á
föstudag. „Almarkaðurinn er hins
vegar alfarið alheimsmarkaður og
því þarf að líta á framboð og eftir-
spurn um allan heim fremur en
atvik á einum markaði til að leggja
mat á ástandið."
Vandi álframleiðenda um þessar
mundir á rætur að rekja til hruns
Sovétríkjanna. Rússar flytja nú út
bróðurhluta sinnar álframleiðslu,
en áður notuðu þeir hana í eigin
iðnaði og þá einkum í vopnafram-
Ieiðslu. Framleiðsla vestrænna fyr-
irtækja hefur hins vegar verið
nokkuð jöfn og myndu fyrirtæki í
áliðnaði ganga sýnu betur ef Rúss-
ar hefðu ekki sett strik í reikning-
inn. í Evrópubandalaginu hafa
meira að segja vaknað hugmyndir
um að setja
rússneskt ál.
innflutningshöft á
Evans sagði að annað hvort
myndi Rússavandi álmarkaðanna
leysast af sjálfu sér eftir því sem
framboð og eftirspurn jöfnuðust
út, eða gripið yrði til aðgerða í
Rússlandi. „Þeir eru alls ekki sam-
keppnishæfir, en þeir græða á því
að kostnaður þeirra ákvarðast ekki
af hinum frjálsa markaði,“ sagði
Evans. „Þeir þurfa áttfaldan
mannafla á við álver Vesturlanda
til að framleiða hvert tonn. Þeir
eiga hins vegar ekki margra kosta
völ því að þeir þurfa á gjaldeyri
að halda.“
Hann sagði að Rússar væru hins
vegar fimmtíu árum á eftir vest-
rænum framleiðendum: „Annað
hvort verða þeir að loka verksmiðj-
unum sínum eða endurbæta þær.“
„Hryggðarmynd áliðnaðar“
Hutchcraft flutti í september
tölu á ráð-
stefnu, sem
haldin var í ál-
iðnaði í Péturs-
borg, um
„hryggðarmynd
áliðnaðar".
Hann sagði í
ræðunni að ál-
verð væri fast í
1300 dollurum
tonnið án þess
að von væri um
að það hækkaði
á næstunni.
„Þegar verð-
lagið fer að
batna seint
undir lok ársins
1993 og styrkj-
ast 1994 og
1995 á ég von
á því að fram-
kvæmdir hefjist
við frumvinnu áls,“ sagði Hutc-
hcraft í ræðu sinni. „Athyglisvert
er að þessi viðbót framleiðslugetu
mun byggð á vatnsorku.“
Bob Ireland, talsmaður Kaiser,
kvaðst bölsýnn um horfur í álvið-
skiptum á þessu ári og vildi ekkert
láta hafa eftir sér um væntanlegar
álversframkvæmdir.
Ekki var bjartsýninni heldur fyr-
ir að fara í herbúðum fyrirtækisins
Maxxam, sem á Kaiser: „Hvaða
efnahagsbati?" spurði Liz Simon,
talsmaður fyrirtækisins Maxxam,
sem á Alumax. „Það er að minnsta
kosti engin bati á álmörkuðum."
Simon sagði að á meðan markaður-
inn væri í lægð hefðu álfyrirtæki
hægt um sig. - Áfram kæmi til
greina að reisa álver á íslandi, en
einnig væri horft annað. Nefndi
hún Mósambík sem dæmi og sagði
að þar myndi orkuverð ráða mestu.
Við annan tón kvað hjá John
M. Seidl, sem um áramótin vék úr
sæti forstjóra Kaiser fyrir Hutch-
craft. „Það er enginn vafi á því að
þegar álmarkaðir taka við sér verð-
ur Island ákjósanlegur staður fyrir
álbræðslu," sagði Seidl. „Efna-
hagsbatinn í Bandaríkjunum mun
flýta fyrir því, það er engin spurn-
ing. Eg er þeirrar hyggju að á
næstu tveimur til fimm árum verði
reist álver á íslandi og að minnsta
kosti ættu umsvif Alusuisse á ís-
landi að aukast svo um munar."
„Ef við metum væntanlegan
vöxt í álframleiðslu og gætum
ítrustu varkárni má segja að til
loka áratugarins þurfi að reisa tíu
til tólf álbræðslur þótt við gerum
aðeins ráð fyrir tveggja prósenta
aukningu í þjóðarframleiðslu Vest-
urlanda," sagði Evans. „Nýtt ver
verður án efa reist á íslandi, en
ógerningur er að segja hvenær. Það
hafa orðið tafir vegna Rússanna,
en þær forsendur, sem við gáfum
okkur um starfsemi á íslandi hafa
ekki breyst í neinum grundvallar-
atriðum. Ýmsir kynnu að vilja fjár-
festa í Rússlandi, en þar ríkir óvissa
og ég hygg að menn leiti fremur
þangað, sem öryggi er að finna.“
Evans kvaðst af og til ræða
óformlega við íslensk yfirvöld, þótt
ekki væri mikil hreyfing á álmálum
um þessar mundir: „Við höfum lagt
vinnu í þetta, sem veitir okkur sex
til tólf mánaða forskot þegar hjólin
fara að snúast ... Við höfum engu
tapað, en við höfum lagt í fjárfest-
ingar. Það er góð ástæða til að
reiða sig á að af þessu verði. Eng-
inn vill kasta því á glæ. Ég er ekki
að reyna að víkja mér undan, enda
er ástand álmarkaða ekkert leynd-
armál, það blasir við. Þegar hægt
verður að fara af stað verður farið
af stað.“
Blaðamaðurinn Regan kvaðst
setja sig í spor Marsbúans og
spurði: „Hvers vegna eru íslending-
ar alltaf að slægjast eftir iðnaði,
sem ekki er hægt að hagnast á?“
>
>
5
Við kynnum þér sumarlerðirnap okkan (immtudaginn 18. febnúar
í nýjum og glæsilegum ferðabæklingi.
Auvitað er BENIDORM alltaf ofarlega á lista, BENIDORM með sínar hvítu strendur og
heitu sumarsól. En það er svo sannarlega ýmislegt fleira sem býðst.
NÝR ÁFANGASTAÐUR
COSTA DORADA er nýr og spennandí valkostur, lestu um hann í bæklingnum eða
spjallaOu við okkur á staðnum.
BARCELONA svíkur engan, stórkostleg borg, menning og listir
eru þar ofarlega á blaði.
FLORÍDA, Sólskinsfylkið eins og heimamenn kalla það og ekki af ástæðulausu. Hvíld og
rólegheit, eða fjör á strönd eða golfvelli, þitt er valið!
FERÐASKRIF^TOFA
REYKJAVIKUR
AÐALSTRÆTI 16 • SÍMI 621490
'erðabæklingur 1993 kemur út
finnntudaginn 18. febrúar
VIÐ BJÓÐUM VERD
SEM FÆR ÞIG TIL AÐ BROSA
ALLT FRÍIÐ!