Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 15 Stjórn Framtíðarinnar 1991-1993 F.V.: GUÐJÓN Leifur Gunnarsson meðstjórnandi, Dalla Ólafsdóttir, meðstjórnandi, Gauti B. Eggertsson, forseti Framtíðarinnar, Kristján Guy Burgess, ritari og skjalavörður og Stefán Pálsson, gjaidkeri. Tveir fyrrverandi f orsetar GUNNAR Thoroddsen og Svavar Gestsson tala á stjórnmálakynningu í MR árið 1971. að þeir rituðu öll sín bréf á íslensku fram yfir aldamót. Skærur Eins og gengur og gerist með unga ofurhuga er skapofsinn oft mikill. t>að þarf þess vegna ekki að koma á óvart að talsverðar deilur, klofningur og jafnvel slagsmál hafa orðið meðal félagsmanna þennan tíma. Enda er það sérstaklega tekið fram í fundarsköpum Framtíðarinnar að „fundarstjóra er heimilt að kveðja menn sér til aðstoðar til að halda uppi góðri reglu á fundum. Skulu þeir, að undangenginni aðvörun, varpa öllum óróaseggjum á dyr“. En oftast virðast sár hafa gróið. Pólitískar umræður hafa jafnan fylgt Framtíðinni enda hefur félagið lagt þunga áherslu á málfundahald. Á fyrri helmingi aldarinnar var yfirleitt teflt fram listum til kosninga í stjórn framtíðarinnar frá hverri pólitískri fylkingu skólans. Það gerðist meira að segja einu sinni að sitjandi forseta var velt úr stóli með vantrausti vegna pólitískra skoðana. Sá var Birgir Kjaran sem síðar varff alþingismaður en andstæðingar hans sögðu skoðanir hans fasískar. Hann segir svo frá atburðinum: „Þegar ég hafði setið við stjórnvölinn í tæpa þrjá mánuði, mynduðu andstæðingar mínir eina volduga þjóðfylkingu, sem saman- stóð af andfasistum, kommúnistum, jafnaðarmönnum og óháðum og báru upp vantraust á mig á fundi. Var það samþykkt með 8 atkvæða meirihluta og mátti ég bíta í það súra epli að hrökklast frá völdum. Ég man, þegar ég kom heim af þeim fundi, var Sigurður Eggerz staddur hjá föður mínum og er ég sagði þeim tíðindin. Þá sagði Sigurður, sá reyndi stjórnmálamaður: „Þér hafa orðið á mikil mistök, þú áttir ekki að láta af stjórn. Lög félagsins mæla svo fyrir, að stjórn sé kosin til eins árs, og árið áttir þú að sitja, hvaða samþykktir sem þeir svo gerðu!““ Konur taka völdin Ekki verður minnst á sögu Framtíðarinnar án þess að kvennaveldi Framtíðarinnar 1949 beri á góma. Þá var stjórn Framtíðarinnar aðeins skipuð stúlkum. Forsaga málsins er sú að stúlkum skólans fannst hlutur sinn heldur lítil í málfundahaldi. Enda Margir helstu for- ystumenn þjóðar- innar hafa stigið sín fyrstu spor í ræðustól Fram- tíðarinnar, félags nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík Fyrrverandi stjórnarmeim STJÓRN Framtíðarinnar 1955-1956; F.v.: Höskuldur Jónsson, Bernharð Guðmundsson og Ragnar Arnalds. fresti. í raun má segja að starf Framtíðarinnar sé nokkurs konar þverskurður áhugamála nemenda á hveijum tína. I dag eru starfandi innan Framtíðarinnar fimm félög. Þau eru Vísindafélagið, Skáldskaparfélagið, Róðrafélagið, Spilafélagið og Skák- félagið. Vísindafélagið var stofnað 1959 og hefur starfað undir mis- munandi nöfnum síðan. Félagið hefur gefið út vísindaritið De rerum natura árlega frá 1960 og er það eina tímaritið af því tagi innan framhaldsskólanna. Skáldskaparfél- agið var stofnað á síðasta ári og hefur án efa verið lyftistöng skáld- skapar í Menntaskólanum. Félagið gefur út bókmenntaritið Yggdrasil sem út kemur mánaðarlega. Árið 1929 gaf Jónas frá Hriflu nemendum Menntaskólans nokkra árabáta, en þá gegndi hann stöðu dómsmálaráðherra. Þau skilyrði fylgdu gjöfmni að þeir myndu stofna með sér róðrafélag sem þeir og gerðu. Starfaði félagið í nokkurn tíma en lagðist svo niður. í lok áttunda áratugarins tóku svo nokkrir menntaskól- anemendur sig til og endurreistu félagið og hefúr það starfað æ síðar undir vemdarvæng Framtíðar- innar. Þess má geta að áherslurnar í gerðu piltar óspart gys að lítilli pontusókn skólasystra sinna. Í kjölfar málfundar um kvenfrelsi var stúlkunum nóg boðið og stofnuðu Málfundafélag Menntaskórastúlkna. Fóru þar fremstar í flokki Ingibjörg Pálmadóttir (kennari), Ragnhildur Helgadóttir (fyrrv. alþingismaður og ráðherra) og Vigdís Finnbogadóttir (forseti íslands), svo einhveijar séu nefndar. Ári síðar blésu stúlkur skólans enn í herlúðra og tóku Framtíðina með herhlaupi. Sat Ingibjörg Pálmadóttir_ á forsetastóli 1949 fyrst kvenna. í kjölfar þess lagðist Málfundafélag Mennta- skólastúlkna niður. Ekki var laust við að þá hafi hlakkað í sumum piltum skólans. Þar má nefna einn höfuðandstæðing félagsins Sigurð Líndal, síðar lagaprófessor, en hann skrifaði grein í Skólablaðið og stráði salti í sárin. En stofnun félagsins var þó ekki tilgangslaus. Sést það best á frásögn eins piltsins um málfund í Skólablaðinu: »Það hefur ekki skeð svo árum skiptir að stúlkur hafi mætt eins frábærlega vel. „Miklum tíðindum þótti sæta, að margar þeirra tóku til máls.“ Svo kemur rúsinan í pylsuendanum: „En mesta undrun vakti það, er í ljós kom að sumar þeirra fluttu mál sitt vel og af skynsemi." Starfið Framtíðin hefur löngum beitt sér fyrir málfundahaldi og ræðu- mennsku. Það er þó síður en svo það eina sem félagið gerir. Mikil útgáfa er t.d. á vegum félagsins, nægir að nefna Skinfaxa, fréttabréf, sem nefnt er eftir ástsælum húsverði skólans Hannesi, og Söngbók menntaskólanema. Þá hefur Framtíðin brugðið sér í allra kvikinda líki í gegnum árin. Stundum í gervi leikfélags og Útilegumennirnir sem Matthías Jochumsson samdi í 5. bekk hafa verið settir upp tvisvar, fyrst þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins 1962. Þá fóru piltar með öll hlutverkin líkt og þegar leikritið var sýnt fyrst. í seinna skiptið 1973 á 90 ára afmæli Framtíðarinnar. Þá fóru stúlkur með öll hlutverk eða .jhið kvartandi kyn“ eins og Mörður Ámason forseti félagsins kallaði skólasystur sínar. Framtíðin hefur og staðið fyrir útgáfu úrvalsljóða menntaskólanema á u.þ.b. 10 ára Róðrafélaginu hinu nýja eru nokkuð breyttar. Nú er þungamiðja starfsins ekki aðeins hinn hefðbundni róður heldur stundar félagið hvers konar áróður, undirróður og skrílslæti. Vettvangur þessa er þá einna helst í hinni ýmsu ræðukeppni Fram- tíðarinnar. Róðrafélagsmenn telja félagið að sjálfsögðu til meiri menn- ingarafreka Jónasar frá Hriflu. Framtíðin í nútíð Sem fyrr skipar Framtíðin veigamikinn sess í félagslífi Menntaskólans. Fyrstu áratugina var hún eina félag nemenda en svo er þó ekki lengur því að Skólafélag menntaskólans hefur starfað frá því um miðja öldina. Þar gegnir inspector scholae forystu. Félögin eru þó algerlega aðskilin. Allir nemendur í Menntaskólanum eru félagar í Skólafélaginu um leið og þeir skrá sig í skólann en í Framtíðina þurfa menn að ganga sérstaklega og greiða henni sérstök félagsgjöld. Þess má geta að um 98% nemenda eru í Framtíðinni í ár og hafa víst sjaldan verið fleiri. Af stórviðburðum í starfi félagsins má nefna MR-Verslunarskóladaginn. Eins konar ástarhatur hefur ríkt milli skólanna um áratuga skeið og er þessi dagur stórhátíð rígsins. Þetta er árviss atburður á vegum Framtíðarinnar og Nemendafélags Verslunarskóla íslands þar sem Verslunarskólinn er „tekinn í karphúsið“ í hinum ýmsu greinum. Hápunkturinn er að jafnaði ræðukeppni að kveldi. í ár vann Menntaskólinn í áttunda skiptið í röð. Að keppni lokinni fóru nemendur skólanna saman á danshús í stakasta bróðerni og skemmtu sér hið besta. Ræðukeppni hefur skipað æ stærri sess í starfí félagsins og sendir Framtíðin lið í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna á Islandi. Þær viðureignir eru með stærri viðburðum í félagslífinu. Einnig fer fram einstaklingskeppnin Orator scholæ og Orator minor og loks má nefna ræðukeppni milli bekkjardeilda. Ekki má gleyma málfundunum sem hafa verið nokkrir það sem af er. Þess verður þó að geta að umfang hinna ýmsu viðureigna í ræðumennsku hefur aukist svo mjög að það hefur óhjákvæmilega bitnað á málfundahaldi. I ár var reynt að vekja upp gamlan sið sem nefnist kaffikvöld. Á þeim eru ýmsir andáns menn fengnir til að lesa úr verkum sínum og vísir menn spurðir spjörunum úr. Félagið hefur beitt sér fyrir námskynningu og hafa háskólaprófessorar verið narraðir niður í Menntaskóla til að skvetta úr koppum visku sinnar. Að sjálfsögðu hefur svo verið reynt að hlúa að ræðumennsku og hefur eitt námskeið í orðsins list farið fram og er annað fyrirhugað. Loks má geta þess að Framtíðin gekkst í ár fyrir spurningakeppni bekkjardeilda í fyrsta sinn. Af því sem framundan er má nefna að fyrirhuguð er endurútgáfa hinnar sívinsælu Söngbókar menntaskóla- nema en hún kom fyrst út 1960 í tíð stjómar Ólafs Ragnars Grímssonar, hún hefur æ siðan verið ómissandi þáttur í sönglífi skólans. Loks er fyrirhugað að halda á Akranes og etja kappi við heimamenn í hinum ýmsu greinum. Árshátíð og afmæli Menn grípa hvert einasta tækifæri til að reyna að lyfta sér upp og gleyma amstri hvunndagsins. Svo er einnig um Framtíðarmenn. Kjörið þykir að lífga upp á grámyglu hins daglega streðs. I ár er tvöfalt tilefni, hin árlega árshátíð Framtíðarinnar verður haldin 24. febrúar og félagið verður 110 ára 15. febrúar. Mun samfelld dagskrá vera báða þessa daga og ekki síður hina rúmu viku sem þá skilur. Dagskráin verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 15. febrúar. Það er einmitt 110 ára afmælisdagur félagsins. Munu þá nemendur Menntaskólans „færa hvert annað upp“, líkt og gert var fyrrum. Þá færðu skólapiltar stúlkur Reykjavíkur upp, þ.e. buðu þeim á aðaldansleik skólans sem var sá allra fínasti í bænum. í samræmi við jafnréttishugsjónir nútímans er stúlkunum nú að sjálfsögðu fært að ^gjalda líku líkt. Af fleiru sem er á dagskránni í þessari árshátíðar- og afmælisviku er ræðukeppni milli gamalla forseta Framtíðarinnar annars vegar og þeirra sem gegnt hafa stöðu inspector schoale hins vegar. En þetta eru tvær helstu virðingarstöður skólans. Margur kann að velta fyrir sér hvað haldið hafi lífi í Framtíðinni öll þessi 110 ár og skipað henni á bekk meðal allra elstu félaga landsins. Ef til vill má einna helsta rekja langa lífdaga til þeirrar ofurástar sem skólapiltar fengu fljótt á félaginu. Strax um aldamót gerir þessi gífurlega væntumþykja vart við sig eins og sést best á einu kvæðinu þar sem Framtíðarskáldið virðist beinlinis telja félagið fegursta fýrirbæri veraldarinnar: „Fraratíðin“, drottning vors frostkalda lands fegurst af öllu í tímanna ríki. Sjálfsagt hefur þetta skáld tekið full stórt upp í sig. Er eflaust við hæfí að fá hlutlausara mat. Að lokum skal vitnað í dóm „sögunnar", — vitnað í Heimi Þorleifsson sagn- fræðing úr aldarsögu Framtíðar- innar: „Framtíðin er nú með allra elstu félögum á íslandi og skipar veglegan sess í félagsmálasögu íslendinga. Það er án efa elsti stjórnmálaskóli landsmanna og hefur verið eins konar þjálfunarmiðstöð forystumanna þjóðarinnar í ræðu- mennsku og fundarstörfum um langan aldur. Munu allir stjórn- málaflokkar, sem komist hafa til áhrifa í þessu þjóðfélagi, geta bent á „sína menn“ í forystuliði Fram- tíðarinnar fyrr og síðar. Þá hafa verðandi skáld, rithöfundar og fræði- menn áratugum saman birt fyrst verk sín í blöðum Framtíðarinnar." En ekki þýðir að velta sér einungis upp úr fornri frægð. Félagið verður aldrei annað en fólkið sem í því er á hverjum tínma. Framtíðarfélagar verða að leggja rækt við sjálfa sig til þess að geta borið nafnið með rentu, menn „Framtíðarinnar“. Höfundur er nemi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.