Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
21
standendum sendum við hjónin okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Borgþór S. Kjærnested.
Þegar Einar Olgeirsson fæddist,
réð Kristján IX. Danakonungur enn
ríkjum. Nikulás, dóttursonur Krist-
jáns, var keisari í Rússlandi, en
Alexandra, dóttir hans, var drottn-
ing á Englandi. Georg, sonur hans,
var þá konungur í Grikklandi. Nor-
egur var ennþá í konungssambandi
við Svíþjóð, en sonarsonur Kristjáns
varð nokkrum árum síðar konungur
Noregs og tók sér nafnið Hákon
VII. Franz Jósef sat á keisarastól
í Austurríki. Balkanskaginn var
púðurtunna Evrópu.
Neista var slegið í púðurtunnuna,
þegar Ferdinand erkihertogi og rík-
isarfi Austurríkis var myrtur í
Sarajevó 1914, og Evrópa stóð í
ljósum logum á æskuárum Einars.
Þegar hann lauk stúdentsprófi
1920, var Evrópa barnæsku hans
hrunin, og blómi æskumanna í
helztu ríkjum álfunnar hafði fallið
í tilgangslausum vígum ófriðarins
mikla. Ný ríki risu á rústum þriggja
keisaradæma. Frá Rússlandi bárust
mikil tíðindi um að bolsévikar hefðu
stofnað verkalýðsríki, — hið fyrsta
í veröldinni. Sá fáni, sem þar blakti
við hún, kallaði marga menn til
fylgis við öreigabyltinguna, og einn
þeirra var Einar Olgeirsson. Hann
fór til Berlínar til náms eftir stúd-
entspróf og var í hringiðu átakanna
þar. Einar varð einlægur kommún-
isti, og sá maður, sem kvaddi flesta
til fylgis við þá stefnu hér á landi.
Jónas frá Hriflu reyndi að kaupa
hann með því að ráða hann for-
stjóra Síldareinkasölunnar. Þetta
hafði Jónasi tekizt með nokkra aðra
róttæka menn. „Þeir róast allir,
þegar þeir komast á gras,“ sagði
Jónas eitt sinn við Benedikt Sveins-
son, alþingisforseta, þegar hann var
að útlista fyrir honum, af hverju
hann hefði veitt manni háembætti.
Og þeir urðu rólegri, — allir nema
Einar. Einar hélt áfram að beijast
fyrir málstaðinn, og notaði for-
stjórastól Síldareinkasölunnar
óspart til þess að styðja verkamenn
í vinnudeilum á Norðurlandi. Einari
var vikið úr forstjórastarfi 1930,
og 1931 flutti hann til Reykjavíkur
frá Akureyri.
Einar bjó á Akureyri eftir nám.
Þaðan var hann. Þar átti hann fylg-
ið. Kommúnistar voru þá í Alþýðu-
flokknum, og var Einar mjög virkur
þar. Góð og einlæg samvinna var
milli Einars og Erlings Friðjónsson-
ar. Þar studdi hvor hinn svikalaust.
Kommúnistar klofnuðu frá Alþýðu-
flokknum 1930. Þeim ráðum var
ráðið í Reykjavík, og þar var Brynj-
ólfur Bjarnason foringinn. íslands-
sagan væri önnur, hefði þessu verið
öfugt farið. Brynjólfur var fulltrúi
hinna hörðu sjónarmiða þröngsýn-
ustu kommúnista, en Einar átti lýð-
hyllina. Því hefur verið haldið fram,
að Alþýðuflokkurinn hefði aldrei
klofnað, ef Einar hefði verið í
Reykjavík en Brynjólfur á Akur-
eyri. Einar vildi ekki fara úr Alþýðu-
flokknum. Hann vildi beijast innan
hans, og mjög líklegt er, að hann
hefði haft þar sigur með mönnum
eins og Héðni Valdimarssyni. Ekki
til’þess að gera flokkinn að komm-
únistaflokki, heldur sveigja hann
lengra til vinstri, eins og Verka-
mannaflokkurinn í Noregi var. Ein-
ar dáðist að nafna sínum Einari
Gerhardsen, og Verkamannaflokk-
urinn í Noregi var mjög róttækur
á þessum árum, jafnvel örlítið vel-
viljaður Moskvu, þótt það breyttist
eftir síðara heimsstríð. Alþýðu-
flokksforustan sótti vit sitt og fyrir-
myndir til Danmerkur og Svíþjóðar,
þar sem vindar blésu mun meira
til hægri.
Það fór líka svo, að Brynjólfur
stóð fyrir hreinsunum skv. fyrir-
mælum frá Moskvu, og lét reka
fylgismenn Einars unnvörpum. Ein-
ar gat hann ekki rekið. Einar var
fylgi flokksins. Einar var í fram-
boði til Alþingis á Akureyri árið
1934. Hann fékk þá 33% atkvæða.
Þá var Akureyri rauðasti bær í
Evrópu -sagði Sverrir Kristjánsson
mér.
Einar Olgeirsson lifði fall komm-
únismans og hrun þess verkalýðs-
ríkis, sem hann trúði ungur, að
myndi verða upphaf betri heims.
Og enn á ný er ríkjaskipan Evrópu
að riðlast, og byijað að skara í glóð-
um haturs milli Evrópuþjóða. Balk-
anskaginn er á ný púðurtunna Evr-
ópu.
Haustið 1966 var ég ráðinn þing-
fréttaritari Morgunblaðsins, en ég
hafði lokið stúdentsprófi frá MA
um vorið. A þeim árum sátu þing-
fréttaritarar þingflokksfundi, og
vissum við því oft meira en aðrir
um það, sem í bígerð var. Þá var
ekki til siðs að fara á torg með
það, sem rætt var á þingflokksfund-
um. Er mér minnisstætt, að í októ-
berbyijun kynnti dr. Bjami Bene-
diktsson hugmyndir sínar um,
hvernig bregðast ætti við verðhruni
á íslenskum afurðum og síldar-
bresti. Þessar hugmyndir voru til
umræðu í þingflokknum í tvær til
þijár vikur, — en fullur trúnaður
var og lak ekkert út af fundum.
Þessi trúnaður og hollusta er því
miður ekki lengur aðal þingflokk-
anna.
Ég hafði ekki setið á þingpöllum
nema endrum og eins, og voru mér
flestir þingmenn ókunnir nema af
frásögnum.
Einar Olgeirsson hafði setið á
þingi frá 1937. Þingsiðir Einars
vom sérstakir. Hann fýlgdist mjög
vel með umræðum. Hann notaði oft
mál annarra til að koma að sjónar-
miðum sínum, og var fundvís á til-
efnin. Hann var ekki stuttorður, en
málsnjall og tók oft til máls. Mér
fannst mikið til um mælsku hans.
Ræður þingmanna voru raktar í
Morgunblaðinu, og fór ekki hjá
því, að mælska manna réði nokkru
um, hvemig sagt var frá umræðum,
þótt vitanlega væri sjálfstæðis-
mönnum gerð betri skil en öðrum.
Siður var að birta hálfsdálks mynd-
ir af þingmönnum með útdrættin-
um, og voru þeir flokksmerktir.
Þingmenn Alþýðubandalagsins
voru merktir K. Myndin af Einari
Olgeirssyni var vond. Hún var tek-
in, þegar hann rak út úr sér tung-
una, að því er ég held, þegar mót-
mælt var innrásinni í Ungverjaland
1956, og fólk safnaðist saman fyrir
utan sendiráð Sovétríkjanna 7. nóv-
ember að horfa á gestina, Einar,
Halldór Laxness, Hannibal og fleiri.
Engin grið voru gefin í þá daga,
og Morgunblaðið notaði ekki aðra
mynd af Einari.
Svo var það, að Lyndon B. John-
son Bandaríkjaforseti tilkynnti, að
hann myndi ekki sækjast eftir end-
urkjöri. Það voru mikil tíðindi, og
ég, sem þá vann almenn blaða-
mannsstörf á Morgunblaðinu, var
látinn hringja að eigin vali í nokkra
þjóðkunna menn og spyija þá,
hvern þeir vildu fá sem næsta for-
seta Bandaríkjanna. Ég hringdi í
Einar. Hann hló og sagði, að sá,
sem hann vildi, yrði aldrei forseti
Bandaríkjanna. En af þeim, sem til
greina kæmu, sagðist hann vilja
Robert Kennedy. „Þeir bræður hafa
vakið til lífsins í Bandaríkjunum,"
sagði hann, „þær gömlu hugmyndir
um réttlæti, sem Abraham Lincoln
barðist fyrir.“ Skömmu síðar var
Robert myrtur.
Ég notaði tækifærið, þegar ég
birti svarið og lét gera góða klisju
af Einari, sem tekin var af þeirri
mynd, sem Þjóðviljinn notaði.
Einar var óvenjulega ljúfur í
kynningu. Ég naut vináttu hans við
föður minn. Hann spjallaði oft við
mig í þinginu, og sagði mér sögur
frá liðnum tíma. Það leyndi sér
aldrei, hversu stoltur hann var af
Nýsköpunarstjórninni og hlut sín-
um í myndun þeirrar stjórnar. Hann
dreymdi um, að slík samvinna gæti
tekizt af nýju. Honum var ekki um
stjómarsamstarf við Framsókn.
„Það er svo einkennilegt með fram-
sóknarmenn," sagði hann mér. „Þá
skiptir engu, hvort þeir styðja mál
eða ekki. Ef þeir hafa það á tilfinn-
ingunni, að aðrir flokkar leggi
áherzlu á málið, gera þeir það óð-
ara að verzlunarvöru.“
Einar flutti á þessu þingi, eins
og oft áður, tillögu um uppsögn
varnarsamningsins. Þegar sú um-
ræða hófst, hafði ég einhvern veg-
inn á tilfinningunni, að nú yrði hörð
umræða. Þá voru nokkrir ungir
menn í Sjálfstæðisflokknum og
Vöku orðnir andsnúnir varnarliðinu,
m.a. Ellert B. Schram. Menn töldu
nægjanlega vörn í aðildinni að Atl-
antshafsbandalaginu. Þessi sjónar-
mið hurfu, þegar ráðist var inn í
Tékkóslóvakíu 1968.
Einar flutti langt mál og snjallt.
Bjarni Benediktsson svaraði honum
í löngu máli og snjöllu. Þessi um-
ræða snerist að litlu leyti um varn-
arsamninginn. Það var tekizt á um
veraldarsöguna. Báðir töluðu þeir
blaðlaust og skeikaði ekki í tilvitn-
unum í atburði sögunnar. Þeir
deildu ekki eftir það um stórmál á
Alþingi. Síðan hefur ekki verið fjall-
að um utanríkismál með þessum
hætti.
Einar Olgeirsson var afskiptalítill
um opinber stjómmál eftir að hann
hætti á þingi. Hann sat þó í banka-
ráði Landsbankans. Hann var þar
þegar sögu hf. Kveldúlfs var að ljúka.
Einar var á móti því að láta gera
Kveldúlf upp. Hann sagði mér að svo
miklum þætti í atvinnusögu landsins
mætti ekki ljúka með gjaldþroti.
Kveldúlfur ætti að fá að Ieggjast til
hinztu hvílu með sæmd og virðingu.
Einar Olgeirsson var mikill sögu-
maður. Hann bar mikla virðingu
fyrir því, sem hann kallaði þróun
sögunnar. Hans verður minnst í
sögunni sem eins merkilegasta
stjórnmálaforingja Islendinga á
þessari öld.
Haraldur Blöndal.
í nóvember 1941 kom ég, að
boði Guðmundar Árnasonar, í les-
hring Einars Olgeirssonar, þá ný-
komins frá Englandi, með nokkrum
menntaskólanemum í matstofu
móður Björns Th. Björnssonar í
Hafnarstræti. Fór Einar yfir
Kommúnistaávarpið og hina efnis-
legu söguskoðun Marx og Engels.
Óðar runnu upp fyrir mér megin-
þættir sögulegrar framvindu, sem
ég hafði ósjálfrátt verið að skyggn-
ast eftir. Látleysi og lítillæti í fram-
komu, en eldmóður i málflutningi,
einkenndu þá Einar Olgeirsson, og
höfðu ungir sósíalistar fyrir satt,
að málflutningur Einars hefði í
Reykjavík ráðið úrslitum um kjör
bæjarfulltrúa 1934 og þingmanns
1937 og ári áður um stofnun Þjóð-
viljans.
Með þessum nýju félögum mínum
gekk ég í fámennum hópi sósíalista
í janúar 1942 í nokkra kjörklefa í
Miðbæjarbarnaskólanum til að fylg-
ast með borgarstjórnarkosningun-
um, en alla gátum við ekki mann-
að. Minnist ég enn fagnaðar okkar
næstu nótt, er úrslitin boðuðu
straumhvörfin miklu 1942. — í les-
hring með okkur í menntaskólanum
næstu tvo vetur, eitt kvöld á viku
í hálfan annan mánuð eða þar um
bil, fór Einar Olgeirsson yfir Þróun
jafnaðarstefnunnar og Uppruna
fjölskyldunnar, enn óþýddan. Af
leiftrandi gáfum og innsæi setti
hann fram skýringar sínar (en ekki
ávallt af fullri yfirvegun eins og
lesendur Ættasamfélags og ríkis-
valds í þjóðveldi íslendinga munu
þekkja). Varð ég Einari vel kunnug-
ur, jafnvel handgenginn, og kom
nokkrum sinnum á heimili hans. í
bekk með mér var Adda Bára, dótt-
ir Sigfúsar Sigurhjartarsonar, og
kom ég alloft á heimili hans í Mið-
stræti, og málkunnugur varð ég
Brynjólfi Bjarnasyni, en kunnings-
skapur okkar hófst nokkrum árum
síðar, og vel kunnugur Áka Jakobs-
syni, sem helst forystumanna
flokksins fylgdist með Æskulýðs-
fylkingunni.
Ræða Einars Olgeirssonar, í út-
varpsumræðum á Alþingi, um þjóð-
stjórn um atvinnulega nýsköpun
1944, greip hugi landsmanna, þótt
áður hefði verið orðuð í Þjóðviljan-
um (og Morgunblaðinu?). Naut Ein-
ar mikilla vinsælda eftir myndun
nýsköpunarstjórnarinnar. Vildum
við nokkrir ungir flokksmenn, að
hann yrði boðinn fram, er fyrsta
sinni stóð til að kjósa forseta, en
því var vísað á bug með þeim rök-
um, að framboð af hálfu flokksins
mundi veikja nýsköpunarstjórnina
og að Sveinn Björnsson væri vel
að embætti forseta kominn. Kunna
Sósíalistaflokknum þá að hafa orðið
á fyrstu miklu mistök sín. Vart mun
fjarri lagi, að Einar hefði hlotið
fast að þriðjungi atkvæða og þann-
ig styrkt mjög stöðu Sósíalista-
flokksins á eftirstríðsárunum.
Á þingi Sósíalistaflokksins haust-
ið 1946 voru herstöðvakröfur
Bandaríkjanna ekki á dagskrá, að
mig minnir. Á meðal fulltrúanna
var þó ekki um annað meira rætt,
en Einar Olgeirsson var þá erlendis
í opinberum erindagerðum. Þótt
hann og ráðherrar flokksins legðust
gegn því, rauf miðstjórnarfundur
stjórnarsamstarfið vegna her-
stöðvakröfunnar, að nokkru fyrir
forgöngu Sigfúsar Sigurhjartarson-
ar og Kristins E. Andréssonar (að
mér sagði Ásmundur Siguijónsson,
sem fundinn sat).
II
Vaxandi ítök Bandaríkjanna hér
á landi áleit Einar Olgeirsson marka
lok aldarskeiðs vaxandi pólitísks og
efnalegs sjálfstæðis landsmanna frá
endurreisn Alþingis, og ganga jafn-
vel gegn sjálfu eðli þjóðarsögunnar.
í Ættasamfélagi og ríkisvaldi reit
hann:
„Mannkynið bjó við ættasamfé-
lag í einhverri mynd margfalt lengri
tíma en það hefur þekkt stéttaþjóð-
félagið og ríkisvald þess: þrælaríki
fornaldar, aðalsríki miðalda, auð-
valdsríki nútímans... aðeins
1000-2500 ár. (84) ... Á íslandi
fær því ættasamfélagið á síðasta
stigi sínu að þróast um nokkurt
skeið við einstakar aðstæður, sem
raunverulega voru hvergi annars-
staðar til í Evrópu. (72) ... Þau
öfl, sem leiða til myndunar ríkis-
valds og þar með endaloka ætta-
samfélagsins, þróast hér mjög
hægt. (73) ... Saga íslands eftir
1262 er saga arðrændrar nýlendu,
sem ríkisvald yfirstéttar heldur í
klóm sínum. (280) ... Það kemur
í vorn hlut að finna jörð þá hina
iðagrænu, er fornar kynslóðir litu
í hillingum endur fyrir löngu ...
(314).“
í þjóðlegri baráttu 1946-47 til
1952-53 styrktist Sósíalistaflokk-
urinn, þótt í varnarstöðu væri kom-
inn.
m
Sumarið 1952 bauð Einar 01-
geirsson mér til sín í kaffi síðdegis.
Þakkaði hann mér fyrir greinar um
alþjóðamál frá London veturinn
áður og ræddi við mig á þriðja tíma
um innlend og útlend mál. Áhyggj-
ur hafði hann af komu bandarísks
herliðs á ný. Fannst honum Ráð-
stjórnarríkin sýna of mikla stirfni,
þannig að Bandaríkin ættu ekki
alla sök á kalda stríðinu, þótt ekki
segði hann það berum orðum, og
taldi hann hættu á stórveldastyijöld
ekki hjá liðna. Sósíalistaflokkurinn
þyrfti að ná samstarfi við menn í
öðrum flokkum um breytta stjórn-
arstefnu, en eftir atvikum virtist
mér hann ánægður með flokksstarf-
ið sjálft.
Svo atvikaðist, að ég fylgdist vel
með flokksstarfi Einars Olgeirsson-
ar næstu ár, fram til 1961. Sat ég
vikulega fundi framkvæmdanefnd-
ar flokksins sem áheyrnarfulltrúi
Æskulýðsfylkingarinnar 1953-55
og var um leið formaður efnahags-
málanefndar flokksins. Minnist ég
fundarins á heimli Snorra Jónsson-
ar, er samningar um samstarf tók-
ust við Hannibal Valdimarsson og
samhetja hans, meðan þing Alþýðu-
sambandsins sat. — I sumarleyfi
Jóns Rafnssonar 1956 sat ég á
skrifstofu Sósíalistafélags Reykja-
víkur, meðan samið var um vinstri
stjórn, og leit Einar Olgeirsson nær
daglega inn. Þegar stjórnarmyndun
tókst, var sem hann hefði himin
höndum tekið.
Meðan vinstri stjóm Hermanns
Jónassonar sat, var ég aðeins örfá-
um sinnum kvaddur á fundi í nefnd-
um eða stofnunum flokksins, en
sumarið 1958 fann ég, að stuðning-
ur Einars Olgeirssonar við ríkis-
stjórnina dvínaði. Snemma um
haustið hafnaði miðstjórn Sósíal-
istaflokksins tillögum um niður-
færslu verðlags, sem Jónas Haralz
útfærði síðan í vetrarbyijun fyrir
minnihluta ríkisstjórn Emils Jóns-
sonar. Með ályktun í Sósíalistafé-
lagi Reykjavíkur tók Einar Olgeirs-
son af skarið um stjórnarslit.
SJÁ BLAÐSÍÐU 24