Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 23
1 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 T MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 23 Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla:. Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi A að afnema verð- tryggingu? Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra skýrði frá því í Morgun- blaðinu í gær, að væntanlegt væri frumvarp um afnám lögboðinnar verðtryggingar fjárskuldbindinga. Samkvæmt þessu frumvarpi verð- ur verðtrygging heimil, þótt hún verði ekki skylda. Hér er auðvitað stefnt að þáttaskilum í fjármálum þjóðarinnar á nýjan leik. Þótt verð- trygging hafi verið við lýði á spari- skírteinum ríkissjóðs í u.þ.b. þrjá áratugi varð hún þó ekki almenn regla í fjármálalífi þjóðarinnar fyrr en fyrir tæpum einum og hálfum áratug. Enginn vafi er á því, að verð- trýgging hefur haft margt jákvætt í för með sér. Með henni var kom- ið í veg fyrir, að sparifé þjóðarinn- ar brynni öllu lengur á verðbólgu- bálinu eins og gerzt hafði með ósæmilegum hætti á áttunda ára- tugnum. Eftir þá reynslu og kynni fólks af verðtryggðu sparifé og raunvöxtum verður að ætla, að óhugsandi sé um langa framtíð a.m.k. að sama ástand skapist og gerðist á fyrmefndu tímabili, þeg- ar verðbólgan fór ránshendi um sparifé landsmanna. Verðtryggingin hefur líka skap- að ákveðna kjölfestu í samfélag- inu. Hún hefur átt þátt í því, að peningar hafa verið dýrir, stundum mjög dýrir. Þótt það hafi tekið landsmenn langan tíma að átta sig á hvað í því felst verður að telja þá reynslu mikilvæga, þótt hún hafi orðið dýrkeypt bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Fólk hugsar sig um tvisvar að fenginni reynslu áður en það tekst á hendur fjár- skuldbindingar og það er alveg ljóst, að verðtrygging og háir raun- vextir aga fólk og fýrirtæki og 6NÚ ER MIKIÐ •talað um kvenna- baráttu. Mér er nær að halda að þær konur sem hugsa mest um hana gætu margt lært af þessari óvenjuvel hugsuðu bók Anne Morrows Lind- berg. Konan sem skrifar hana á að baki örlög sem eitt sinn voru einskon- ar reynsla af hvelvíti á jörð einsog allir vita. Þroskuð og mikil af sjálfri sér, en ekki frægum eiginmanni ein- göngu, heldur hún á vit hafsins og les í þau augu sem við blasa, skeljar, kuðunga og hvað þau nú heita öll þessi úthafsaugu sem fylla hana nýj- um hugmyndum um líf okkar og dauða. Ljóðlist er líklega einnig einskonar tilraun til að bijótast útúr einveru. En hún er fyrstogsíðast bókmenntir. Þær eru fyrir einstaklinga en ekki mergð sem hreyfir sig í stúkunni eins- og klapplið þýzka landsliðsins í knatt- spyrnu sem stendur upp á örlagarík- um augnablikum og bylgjast einsog vindhviða fari um Vatn, enda er þetta fyrirbrigði kallað þýzka bylgjan. Slík bylgja á fjöldasamkomum á ekkert skylt við Ijóðlist. Og samkoman í Laugardalshöll minnti ekki einu sinni á farandssöngvarana í gamla daga þegar þeir komu til fólksins með texta sína. Á tónleikum Cohens minnti Laugardalshöll meir á keppni í hand- knattleik en bókmenntir. Það lá ein- hver undarleg sefjun í loftinu. Hún getur verið ágæt útaf fyrir sig. Hún á mikið skylt við seið eða galdra. Og líklega var ljóðlist sama marki brennd meðan hún var enn kyijuð við trúar- athafnir. Sú ljóðlist sem flutt var konungum var bókmenntalegri en söngur Cohens og seiður galdra- manna. Hún var nær þeirri list sem farandsöngvarar fluttu almenningi og reis einna hæst í endingargóðum mansöngvum von der Vogelweides. Við höfum áður minnzt á almenn- ingsálit, þegar Sókrates og Þórberg bar á góma. Og nú þegar þjóðfélagið er til umræðu kemur Hume í hug- ann. Hann segir einhvers staðar, Kópandi múgurinn gieypir umhugs- unarlaust og af áfergju við öllu því sem seður furðufíkn hans og elur á forundran. Don Pedro í Tveim mæðrum eftir HELGI spjall Unamuno gefur okkur þetta heilræði þegar við hugsum um fjöld- ann og almenningsálit- ið: Maður verður að horfast í augu við slúðrið. Einkum ef það er tilhæfulaust með öllu. Mergð er ekki félgasskapur. Og andlit eru einungis myndasafn - án ástar eða kærleika, segir Francis Bacon í ritgerð sinni Um vináttu. En án vina er jörðin auð og tóm. Þessi heimska, kalda og tillitslausa mergð, getum við sagt. Það er á flötu tilfinningalífi hennar sem Félagi Napoleon nærist. 7ÉG HEF YNDI AF AÐ VERA •einn, segir Thoreau. Hef aldrei kynnzt betri sálufélaga en einveru. Við erum meira einmana þegar við förum til útlanda og erum á meðal fólks en þegar við erum heima í okk- ar eigin umhverfí. Hugsandi maður eða vinnandi er alltaf einn, ...bóndi getur unnið einn á akrinum eða í skóginum allan daginn... án þess að fínna til einmanaleika. Sólin er ein nema í þykku veðri þegar þær virð- ast stundum vera tvær saman... guð er einn — en djöfullinn, hann er langt frá því að vera einn; hann er í miklum félagsskap; hann er legion. „Ég er ekki meira einmana en kóngaljós eða fífill í haga eða baun á laufi eða súr- vættarblóm, eða hrossafluga, eða hunangsfluga. Ég er ekki meira ein- mana en... pólstjarnan eða sunnan- vindurinn eða' aprílskúrin eða janúar- þíðan eða fyrsta kóngulóin í húsinu.“ Segir Thoreau. 8SUMIR, Þ.Á M. BREZKI SÁL- •greinirinn Anthony Storr í Ox- ford sem hefur skrifað bókina So- litude: A Retum to the Self, telja ímyndunaraflið sé fijóast í einveru en um það má að sjálfsögðu deila, svo ólíkt sem fólk er. Það sem hæfír einum er öðrum til trafala. Banda- ríski landkönnuðurinn Richard Byrd fór til Suðurskautsins til að komast undan allskyns kvabbi, s.s. ræðum og ráðstefnuhaldi. Þótti honum ein- veran þar syðra endurnærandi. Norski lögfræðingurinn Erling Kagge sem gekk einn á Suðurpólinn segist finna meir til einveru í stórborgum koma í veg fyrir sóun og óarðbæra fjárfestingu. Þegar almenn verðtrygging var tekin upp á árinu 1979 var hún kynnt fýrir launþegum á þann veg, að greiðslubyrði af verðtryggðum lánaskuldbindingum yrði ætíð sama hlutfall af launum, vegna þess að laun voru þá líka vísitölu- bundin. Hins vegar var vísitölu- tenging launa afnumin á miðju ári 1983 og fótunum þar með kippt undan fjármálaákvörðunum heim- ilanna í landinu. Morgunblaðið var- aði við þeim aðgerðum á sínum tíma enda höfðu þær alvarlegar afleiðingar. Það fer heldur ekki á milli mála, að það tók atvinnufyrir- tækin langan tíma að gera sér ■grein fyrir áhrifum verðtryggingar og hárra raunvaxta á rekstraraf- komu fyrirtækjanna. Mörg þeirra gjaldþrota í atvinnulífinu, sem orð- ið hafa á undanförnum misserum og blasa við á næstu vikum, mán- uðum og misserum má að ein- hveiju leyti rekja til þessa. Kröfur um afnám verðtrygging- ar að einhveiju leyti koma nú ekki sízt frá fjármálakerfinu, sem telur verulegt óhagræði að því að reka í raun tvöfalt kerfi og talsmenn þess benda á, að eftir því sem tengsl okkar verði meiri við um- heiminn verði erfiðara að búa við tvöfalt kerfí og annað kerfi en tíðk- ast í nálægum löndum. Vafalaust er það rétt. Hitt fer ekki á milli mála, að verðtryggingin hefur skapað ákveðið öryggi fyrir spariíjáreig- endur og sennilega líka ákveðna festu fyrir lántakendur. Þótt við höfum náð miklum árangri í að endurskipuleggja efnahagsmál þjóðarinnar, standa þau ekki á svo traustum grunni, að óhætt sé að kasta í burtu öllum öryggisnetum. Það skiptir því verulegu máli að farið verði hægt og varlega í afnám verðtryggingar. Ella getur skapast órói í fjármálakerfinu, sem gæti orðið landsmönnum dýr. eða í samkvæmum en á pólnuml! Margir fijóustu einstaklingar sög- unnar hafa sótt í einveru þarsem þeir hafa getað ræktað hugmyndir sínar og ýtt undir ímyndunaraflið. í slíku umhverfí hafa þeir getað ein- beitt sér bezt. Þýzki heimspekingur- inn Immanuel Kant vann einn að mestu en sótti samkvæmislíf á kvöld- in og naut sín í samtölum við annað fólk, auk þess sem hann hafði áhuga á ýmsu utan heimspeki. Ludwig Wittgenstein vann einnig útaf fyrir sig en þótti afar sérvitur. Mér skilst þrír bræðra hans hafí fargað sér og sagt er að oft hafí legið við hann fremdi einnig sjálfsvíg. Hann sóttist eftir að vera á afskekktum stöðum í Noregi eða írlandi og margir telja sumar beztu hugmyndir hans hafí kviknað þar. Það er einnig alkunna að rithöf- undar sækjast eftir einveru. Matthías Jochumsson var undantekning. Sr. Matthías orti innanum börnin í eld- húsinu norður á Akureyri, að mér skilst, og naut sín vel í margmenni. Franski sakamálahöfundurinn Ge- orges Simenon sem hefði átt að fá nóbelsverðlaun, svo mikill rithöfund- ur sem hann var, fór til læknis þegar bókarefni sótti á hann og lét mæla hækkandi blóðþrýstinginn. Sara Lid- man segir rithöfundar verði hafandi einsog konur sem verða ófrískar. Það má víst til sanns vegar færa um Sim- enon. Að læknisskoðun lokinni hreiðr- aði hann um sig þarsem hann gat verið í friði við skriftir og lauk sögu sinni á nokkrum vikum. Þá kom hann aftur heim, fór til læknis og lét mæla blóðþrýstinginn sem hafði fallið í eðlilegt horf og sóttist eftir félags- skap. Reynsla Arthurs Koestlers sem reit Myrkur um miðjan dag er al- kunn. Hann var settur í fangelsi á Spáni og hafður í einangrun. Sá egg- hvassa öxi dauðans blasa við. Það reyndi á þanþolið, að sjálfsögðu. En síðar sagði hann þessi reynsla hefði hjálpað honum til að komast í sam- band við undirdjúpin í eigin sál. Það hefði hann ekki getað án slíkrar þol- raunar. En ólíklegt er unnt sé að alhæfa þegar slík reynsla er annars vegar. M. (meini næsta sunnudag) IGÆR, FÖSTUDAG, BIRTIST frétt hér í Morgunblaðinu, sem hófst með þessum orð- um: „Frumvarp um neytenda- lán, sem viðskipta- og efna- hagsnefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, miðar, að sögn Vilhjálms Egilssonar, formanns nefnd- arinnar, að því að tryggja að neytendur séu nægilega vel upplýstir um þau láns- kjör, sem bjóðast á markaði. Slíkt auð- veldaði fólki að gera samanburð á sam- bærilegum grundvelli milli mismunandi lánstilboða, hefði áhrif á samkeppnina og gæti því jafnvel haft áhrif til lækkun- ar lántökukostnaðar. Vilhjálmur sagði sérstaka áherzlu lagða á, að fólk væri upplýst um heildar lántökukostnað með því að reikna út sérstaka hlutfallstölu lántökukostnaðar, sem sýndi heildar- kostnaðinn í einni prósentutölu ... Frumvarpið hefur þann tilgang að full- nægja skilyrðum EB-tilskipunar vegna aðildar íslands að Evrópska efnahags- svæðinu." Þessi frásögn er eitt dæmi af fjöl- mörgum um þá þjóðfélagsbyltingu, sem er að verða á Islandi án þess að við veitum því sérstaka eftirtekt í því sam- hengi, sem vert er. Upplýsingaþjóðfé- lagið er að halda innreið sína. Þær þjóð- félagsumbætur, sem fylgja upplýsinga- þjóðfélaginu eru að bijótast fram hér og þar. Þegar einstök tilvik eru sett í samhengi við önnur, verður ljóst, að við búum í allt öðru samfélagi en fyrir einum áratug og mörg af þeim deilu- málum, sem upp koma, smá og stór, verða til vegna þeirrar viðleitni þjóðfé- lagshópa, einstaklinga, hagsmunaaðila eða annarra að beijast gegn framförum og umbótum upplýsingaþjóðfélagsins. Fyrir nokkrum árum var ítrekað spurt hér í Morgunblaðinu, hvers vegna ekki væri hægt að fá sundurliðaða símareikninga hér eins og í mörgum öðrum löndum. Póstur og sími sendi regluiega frá sér lærð svör um það, hvers vegna þetta væri ekki hægt. Nú getur fólk, sem þess óskar, fengið þessa þjónustu frá Pósti og síma, þótt hún sé takmörkuð við ákveðna tegund af símanúmerum. Það er skref í þá átt að leggja af þann ósið að senda símnot- endum reikninga með einni tölu, sem þeir hafa enga möguleika á að sann- reyna, hvort sé rétt eða röng. Þetta er þáttur í umbótum upplýsingaþjóðfé- lagsins. Fyrir nokkru sátu forráðamenn fyrir- tækis hér í borg á fundi til þess að ræða nauðsyn þess að breyta reikning- um, sem fyrirtækið sendir viðskiptavin- um sínum til þess að upplýsingar, sem fram koma á reikningunum verði auð- skiljanlegri og aðgengilegri fyrir þá, ■ sem eiga að borga. Þetta er þáttur í umbótum upplýsingaþjóðfélagsins. Fyrir u.þ.b. þremur mánuðum birti Morgunblaðið upplýsingar um kostnað við svonefnd bílakaupalán. Það kostaði blaðamenn Morgunblaðsins ótrúlegt erfiði að safna þessum upplýsingum saman og fá það á hreint, hver þessi kostnaður væri og viðleitni blaðsins til þess að upplýsa þetta mætti takmörk- uðum skilningi hér og þar. Nú verður það hins vegar skylt lögum samkvæmt, eins og vikið var að hér að framan og raunar ætti slík lagaskylda einnig að ná til banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, því að ef rétt er skilið nær þetta frumvarp ekki til þeirra. Þetta er þáttur í umbótum upplýsinga- þjóðfélagsins. Þegar lyf eru keypt í lyfjaverzlun nú orðið fylgir með prentaður verð- miði, sem sýnir kaupandanum, hver raunverulegur kostnaður við lyfíð er og hvað hann sjálfur greiðir mikinn hluta þess kostnaðar. Með sama hætti er eðlilegt að sá, sem notfærir sér þjón- ustu læknis eða annarra aðila í heil- brigðisþjónustu fái reikning, sem sýnir hver heildarkostnaður er og hvað hann greiðir mikinn hluta þess kostnaðar. Þegar sjúklingur útskrifast af spítala er eðlilegt, að hann fái í hendur sundur- liðað yfirlit um kostnað, sem fylgdi sjúkrahúsdvölinni. Hann veit þá í hvað skattar hans fara. Þegar námsmenn fá í hendur yfiriit frá Lánasjóði um skuldir þeirra við lána- sjóðinn er ekki úr vegi að með fylgi upplýsingar um, hvað lánið væri hátt og hver kostnaður væri við það, ef al- mennir vextir væru reiknaðir af láninu. Þeir sjá þá hvert framlag samfélagsins er til námskostnaðar þeirra. Þegar nem- andi lýkur námi í grunnskóla eða fram- haldsskóla eða greiðir skólagjöld í há- skóla er ekki úr vegi að hann fái yfir- lit, sem sýnir hver raunverulegur kostn- aður við nám hans hefur verið eða verð- ur og hver hlutur hans eða foreldra hans í þeim kostnaði er. Þá vita menn í hvað skattamir fara. Meiri kröfur eru gerðar til þess að fólk sé upplýst um, hvað er í matvör- um, sem það kaupir. Betur má ef duga skal. Það er ekki óalgengt að spurt sé í fiskbúð eða við fiskborð í stórmark- aði: hvað er þetta gamall fískur? Það á ekki að þurfa að spyija. Á verzlunar- stað eiga að vera upplýsingar um, hve- nær sá fískur var veiddur eða hvenær komið var með hann að landi, sem á boðstólum er. Upplýsingar um hvers konar kjöt fólk er að kaupa, þ.e. hversu gamalt o.sv. frv., eiga líka að vera fyr- ir hendi. Allt er þetta þáttur í nýjum kröfum upplýsingaþjóðfélagsins á hendur opinberum aðilum og þjónustu- aðilum, kröfur sem eru að breyta sam- félagi okkar og stórbæta það. Aðhald upp- lýsingaþjóð- félagsins HIÐ NYJA UPP- lýsingaþjóðfélag, sem er að ryðja sér til rúms á Is- landi, þótt það sé svolítið seinna á ferðinni hér en víða annars staðar í nálægum löndum, hefur í för með sér stóraukið aðhald fyrir marga aðila. Sl. haust tilkynntu skipafélögin 6% hækk- un á flutningsgjöldum. Þótt tvö helztu skipafélög landsmanna tilkynntu sömu hækkun og stæðu þess vegna saman um hana, þótt ekki hafí verið um sam- ráð að ræða, sáu þau sig tilneydd að draga mjög úr henni skömmu seinna. Ástæðan var ekki sú, að þriðji aðili eða erlendur samkeppnisaðili ógnaði stöðu þeirra á markaðnum heldur hin, að hið upplýsta umhverfí skipafélaganna tók þessum hækkunum af slíkri vanþóknun, að þau töldu sér ekki stætt á að halda fast við þær. Hér var upplýsingaþjóðfé- lagið á ferð. í desember og byijun janúar hækk- uðu lánastofnanir útlánsvexti með til- vísun til nýrra spádóma Seðlabanka um verðbólgu. Skömmu seinna gjörbreytt- ust forsendur fyrir þessum spádómum til lækkunar. Þá kom á óvart, að því var haldið fram, að ekki væri tilefni til sambærilegrar vaxtalækkunar. Nokkr- um vikum seinna er staðan sú, að víð- tæk samstaða er að skapast um vaxta- lækkun. Að baki þessum breyttu við- horfum liggja margar og flóknar ástæð- ur en ein er sú, að hið upplýsta við- skiptaumhverfi lánastofnana sá, að hér hafði verið farið yfir strikið. í áratugi hefur þjóðin látið forystu- menn sína á hveijum tíma um ákvarð- anir um erlendar lántökur og hversu R EYKJAVÍ KURBREF Laugardagur 13. febrúar Börn í ísaksskóla. langt væri hægt að ganga í þeim efn- um. Þessi viðhorf hafa breytzt á ör- skömmum tíma. Ástæðan er Færeyjar. íslenzkur almenningur hefur fylgzt með því, hvemig færeyskir stjórnmálamenn hafa brugðizt færeysku þjóðinni. Þeir forystumenn í þjóðmálum hér á landi, sem enn boða erlendar lántökur eiga ekki eins greiðan aðgang að kjósendum og þeir áttu, fyrir aðeins örfáum mán- uðum. Hér er aðhald upplýsingaþjóðfé- lagsins á ferðinni. Við ætlum ekki að fara sömu leið og Færeyingar. í áratugi hefur ítalskt stjórnmála- kerfi verið eitt það spilltasta í Evrópu. Nú falla stórmenni ítalskra stjórnmála, hvert á fætur öðru vegna þess, að hið upplýsta samfélag kyngir ekki lengur spillingunni, sem hefíir þrifízt á þeirra vegum. Fyrir nokkrum vikum sagði ráðherra í þýzku ríkisstjóminni af sér vegna þess, að bréfsefni ráðuneytis hans hafði verið notað í þágu einka- hagsmuna. Hér var aðhald upplýsinga- þjóðfélagsins á ferðinni. Þess verður ekki langt að bíða, að ýmsir ósiðir islenzks samfélags verði lagðir af vegna aðhalds upplýsingaþjóð- félagsins. Hvort sem um er að ræða alltof fjölmennar sendinefndir opin- berra aðila til útlanda hingað og þang- að á kostnað skattgreiðenda, dagpen- inga fyrir maka ráðherra, sem engin rök em fyrir, peningaaustur úr vösum skattgreiðenda vegna þröngra kjör- dæmishagsmuna einstakra þingmanna eða ráðherra eða annað af því tagi, sem árum og áratugun saman hefur farið fyrir brjóstið á almúgamanninum, mun þetta háttalag heyra til liðinni tíð innan mjög skamms tíma vegna aðhalds upp- lýsingaþjóðfélagsins. Morgunblaðið/Kristinn Allt það, sem hér hefur verið nefnt em þjóðfélagslegar framfarir. Sumir kunna að segja, að þetta séu framfarir í hversdagslegum málefnum og það má rétt vera að einhveiju leyti. En þetta em framfarir, sem skipta máli fyrir fólk. Þetta eru breytingar, sem endurspegla gjörbreyttan hugsunar- hátt, ný viðhorf. Helztu þátttakendur í okkar daglega samfélagsleik komast ekki upp með það, sem þeir áður kom- ust upp með. Þeir verða að laga sig að nýjum leikreglum eða yfirgefa sviðið. Þúsund ára ríkin falla ÞAÐ ERU ENG- in þúsund ára ríki til og þau verða aldrei til. Fyrir nokkrum mánuð- um var forstjóri eins stærsta fyrirtækis í_ heimi, General Motors, settur af. Ástæðan var sú, að hann hafði ekki skilað þeim árangri í starfi, sem var nauðsynlegur til þess að tryggja fram- tíð fyrirtækisins. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir örfáum árum með sama hætti og enginn hefði trúað því fyrir áratug, að General Motors gæti riðað til falls með þeim hætti, sem fyrirtækið gerir nú. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti aðal- forstjóri IBM, að hann mundi láta af störfum. Ástæðan var hin sama og í fyrra tilvikinu: hann hafði ekki skilað þeim árangri í rekstri fyrirtækisins, sem nauðsynlegur var til þess að tryggja framtíð þess. Fyrir áratug hefði þótt óhugsandi, að forstjóri IBM færi frá með þessum hætti, hvað þá að fyrirtæk- ið gæti riðað til falls. Fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti aðalforstjóri hins þekkta ameríska greiðslukortafyrirtækis, American Ex- press, að hann mundi láta af störfum en fyrirtækið hefur átt við vaxandi samkeppni að stríða og hagnaður stórminnkað. Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt, að sami maður mundi þrátt fyrir fyrri yfírlýsingu halda áfram vald- amiklum stöðum í fyrirtækinu. Við- brögð hluthafa og markaðarins urðu slík, að forstjórinn tilkynnti nokkrum dögum seinna, að hann mundi láta af öllum störfum hjá fyrirtækinu. Hið upplýsta viðskiptaumhverfí American Express var ekki tilbúið til að fallast á, að sá sem ekki hafði staðið sig í starfi, tæki ekki afleiðingum þess. Fyrir áratug hefði enginn trúað því, að saga Sambands ísl. samvinnufélaga yrði öll á síðasta áratug þessarar ald- ar. En það er engu að síður staðreynd. SÍS er ekki lengur til, sem risi í ís- lenzku atvinnulífí. Fyrirtækið er horfið af sjónarsviðinu. Ástæðan er auðvitað sú, að forráðamenn þess höfðu á löngu tímabili ekki fylgzt með gjörbreyttum viðhorfum og nýjum kröfum. Það sem á við um General Motors, IBM og SÍS á við um alla aðra, bæði fyrirtæki, sem hafa verið ráðandi á sínu sviði, forystumenn í atvinnulífí, stjórn- málaflokka, sem hafa haft yfírburða- stöðu og stjórnmálamenn, sem hafa komizt til mikilla valda: þeir, sem ekki átta sig á þeirri þjóðfélagsbyltingu, sem orðin er með innreið upplýsingaþjóðfé- lagsins á íslandi, geta búizt við því að hverfa af leiksviðinu. Þeir verðá utan- gátta af því, að þeir kunna ekki hinar nýju leikreglur, hafa ekki áttað sig á því, að þær eru orðnar til eða geta ekki lært þær. „Þessi frásögn er eitt dæmi af fjöl- mörgum um þá þjóðfélagsbylt- ingu, sem er að verða á Islandi án þess að við veitum því sérstaka eftir- tekt í því sam- hengi, sem vert er. Upplýsinga- þjóðfélagið er að halda innreið sína. Þær þjóðfé- lagsumbætur, sem fylgja upplýs- ingaþjóðfélaginu eru að brjótast fram hér og þar.“ -h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.