Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 25

Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 Einar Olgeirsson ásamt þeim Hannibal Valdimarssyni og Eggerti G. Þorsteinssyni. á Hrefnugötunni umgirt bókum sem upp úr sprettur skógur minnismiða. Leiðir mig til sætis í stólnum við drekkhlaðið skrifborðið en tyllir sér sjálfur á bekkinn, beinn og bjartur. Svo eru krufin heims- og heima- mál. Og Einar dregur fram bækur til að sýna mér svart á hvítu hvern- ig í pottinn sé búið. Fyrir endanum fylgjast þeir með félagarnir Jón Sigurðsson og Karl Marx, persónu- gervingar frelsishugsjónanna: þjóð- frelsis og stéttfrelsis. Einar var athafnaskáld í þess orðs sönnu merkingu, sköpunarþrá- in var honum í blóð borin. Fyrir þannig mann er erfitt að vera alltaf í andstöðu. Því voru nýsköpunarár- in honum einkum hugstæð. En vort land var alltaf í dögun og í stað hins gamla borgaralega þjófélags með stéttum sínum og stéttaandstæðum skyldi rísa samfé- lag manna þar sem fijáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir fijálsri þróun heildarinnar — svo vitnað sé í þá Einar Ben. og Marx. Sovétríkin voru söguleg heppni sem bjargaði mannkyninu frá heimsyfirráðum fasismans. En auð- vitað hefði sósíalisminn átt að stíga sín fyrstu spor í Vestur-Evrópu, í þróuðum iðnaðar- og þingræðis- löndum og þá hefði ásýnd hans orðið önnur. Nú voru þau ekkert nema valdið. Og valdið spillir. Samt væri þetta vald stoð fyrir frelsis- hreyfíngar um heim allan. Einar var ritstjóri tímaritsins Réttar í vel sextíu ár. Kom ég ná- lægt nokkrum heftum af Rétti og ritstýrði m.a. einu. Alltaf verður mér minnisstæður laugardagurinn sem við gengum frá því hefti. Einar setti borð á mitt stofugólf og sett- umst við þar að verki hvor gegn öðrum. Unnum svo sleitulaust dag- langt. Var nokkuð af mér dregið þegar upp var staðið en Einar, sem bæði stýrði verkinu og þurfti jafn- framt að átta sig á uppsetningar- ætlunum mínum, geislaði sem fyrr af áhuga og lífskrafti. Var hann þó áttatíu og tveggja en ég hálfri öld yngri. Þau fímmtán ár sem ég þekkti Einar var vegið látlaust að hugsjón- um hans. Markaðsfrelsi hafið til vegs í stað mannfrelsis. Tímar sál- arlausrar sérhyggju runnu upp. En bjartsýni Einars var alltaf jafn óbil- andi. Undir það síðasta varð hann þó að hætta útgáfu Réttar og fylgj- ast með án þess að geta rönd við reist hvernig þjóðin er rekin inn í heimsvaldarétt Evrópubandalags- ins, atvinnuleysið gert landlægt á ný og þær umbætur sem kynslóð hans kom á með harðri baráttu skornar niður við einkavæðingar- torg. „Eigi víkja“ var kjörorð Jóns Sig- urðssonar og um Marx segði Eng- els: „Baráttan var eðli hans og eftir- læti.“ Hvort tveggja á einkar vel við um Einar. Ég minnist þess til dæmis að þegar við komum út af myndinni um Pella sigurvegara varð honum að orði að mikið hefði þetta verið góð mynd og kúguninni vel lýst, „en sennilega þora þeir ekki að kvikmynda seinni hluta sög- unnar, um uppreisnina gegn kúgun- inni“. Svo fengum við okkur súkkulaði og ijómapönnukökur og talið barst að fangelsisvistinni í Englandi en þangað var Einar fluttur eftir hernám Breta. Þjóðveijar létu sprengjum rigna yfír England og sprengjubrot lenti á fangelsislóð- inni. En strax spratt blóm undan brotinu. Svona er nú lífið seigt, sagði Einar. Hermann Þórisson. Þegar mér barst andlátsfregn Einars frænda míns hrönnuðust minningarnar upp. Þegar ég var lítil stúlka norður á Sauðárkróki var það alltaf tillilökkunarefni þeg- ar von var á honum í heimsókn. Ætíð var hann fræðandi og sagði svo skemmtilega frá að unun var á að hlýða. Hann var sannkallaður mannvinur og vildi öllum vel. Ferðir hans norður voru jafnan í tengslum við pólitísk fundahöld. Faðir minn, Haraldur Júlíusson, föðurbróðir Einars, var honum alls- endis ósammála um stjórnmálin; var raunar einarður sjálfstæðis- maður. Þetta skyggði þó ekki á vináttu þeirra frændanna. Hún var hafin langt yfír allt pólitískt þras. Raunar held ég að þessi eigin- leiki Einars hafi mótað hann sem stjórnmálamann. Það hafa margir vitnað í hið einstæða vináttusam- band þeirra Ólafs Thors fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og hvernig það markaði stór spor í stjórnmálasögu okkar eftir seinna stríð. Þar réð örugglega miklu þessi lyndiseinkunn Einars og sá hæfí- leiki hans að líta fremur á mann- kosti einstaklingsins en hinar póli- tísku skoðanir hans. Ég er sjálf ekki í vafa um að einmitt þessi þáttur í fari hans laðaði fólk að honum og átti ekki lltinn þátt í vinsældum hans, þó að um stjóm- málaskoðanir hans stæði jafnan styrr. Árin liðu og ég hélt sem ung stúlka suður til Reykjavíkur, til náms og starfa. Á þeim tíma var ég tíður gestur á heimili þeirra Einars og Sigríðar Þorvarðardóttur konu hans. Þar voru þá börnin að vaxa úr grasi, Sólveig_ sem nú er búsett í Astralíu og Ólafur Rafn sem dó, langt um aldur fram, frá konu og ungum sonum. Var hann öllum mikill harmdauði. Á þessum árum átti ég þess kost að fara til Bandaríkjanna. Ein- ar hvatti mig mjög til fararinnar. Um það leyti æddi svokallaður McCarthy-ismi yfír og voru um- sóknir um tímabundið landvistar- leyfi í Bandaríkjunum skoðaðar ofan í kjölinn. Einar frændi óttað- ist að vegna skyldleikans við hann og mikils samgangs við heimilið kynnu að verða vandkvæði á því fyrir mig að fá inngöngu í landið. Því hvatti hann mig til þess að ganga í Heimdall, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Einnig að fá mæta sjálfstæðismenn til þess að skrifa upp á sem eins kon- ar ábyrgðarmenn, vegna umsóknar minnar um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þessum ráðum hans hlýddi ég að sjálfsögðu. Hafði ég samband við velgjörðarkonu mína frú Guðrúnu Jónasson sem þá var borgarfulltrúi í Reykjavík. Eins og hennar var von og vísa tók hún málið að sér og ábyrgðarmenn- irnir urðu, auk hennar, þeir Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen. Og til Banda- ríkjanna fór ég án frekari fyrir- stöðu. Við frændsystkinin hlógum oft að því að hann, af öllum mönn- um, skyldi hafa hvatt mig til inn- göngu í Heimdall! Eftir að ég fluttist til Bolungar- víkur hélt ég sambandi við þessi elskulegu hjón, Einar og Sigríði. Það mátti heita að komið væri við hjá þeim á heimili þeirra á Hrefnu- götu 2 í hverri Reykjavíkurferð. Ymist fór ég ein eða með fjölskyld- una. Börnin höfðu ekki síst, gaman af þessum heimsóknum, því ætíð voru viðtökurnar innilegar og margt spjallað. Einar var hreinasti hafsjór af sögulegum fróðleik. Það var því unun að hlýða á frásagnir hans af stjórnmálasögu þessarar aldar bæði hérlendis og erlendis og heyra af kynnum hans af ýmsum þeim er settu svip sinn á samtím- ann. Þó að árin færðust yfír fannst glöggt að hér talaði sami eldhuginn og kveikt hafði sterkar tilfínningar hjá fólki með ræðum sínum fyrrum. Oftar en ekki voru liðnir tímar rifj- aðir upp og ómæld var ánægjan af því að heyra Einar segja frá uppvaxtarárunum fyrir norðan. Sú gáfaða kona, María amma okkar í Barði, kom þar ósjaldan við sögu, enda hafði Einar átt hjá henni gott atlæti I uppvextinum. Hafði hann þá stundum yfír vísu sem hún hafði ort og hann mat mikils: Þó að standi stoðin ber, stikla ég á gijótum. Margar tylftir tára hér, tréð ég undir fótum. Var ekki örgrannt um að okkur þætti vísan segja okkur mikla sögu um líf ömmu okkar, sem við bárum svo hlýjar kenndir til. Þegar tvö af bömum mínum, þau Haraldur og Guðrún Kristín, héldu til menntaskólanáms til Reykjavík- ur, fetuðu þau í fótspor mín og heimsóttu frænda sinn og Sigríði. Þar tókust líka með þeim kynni við barnaböm þeirra sem vom á líku reki. Þótti okkur vænt um að svo tókst til. Þau eiga margs að minn- ast frá þessum tíma. Sérstaklega er mér minnisstæð frásögn sem Guðrún hafði eftir frænda sínum, frá þeim tíma er hann sat í bresku fangelsi á stríðsárunum. Hann hafði orðið vitni að endurteknum sprengjuárásum Þjóðveija og sprengjubrotin og gígar vom alls staðar. Dag einn er íslensku fang- arnir gengu saman um fangelsis- garðinn kvaðst Einar hafa komið auga á lítið blóm, sem náð hafði að skjóta rótum í moldarörðu í einu sprengjubrotinu. Á þeirri stundu kvaðst hann hafa orðið þess fullviss að á hveiju sem dyndi myndi hið góða ætíð hafa betur. í haust fómm við Einar Kristinn sonur minn í heimsókn til þeirra Sigríðar og Einars og var tíu ára sonarsonur minn, Guðfinnur Ólaf- ur, með í för. Þetta var skemmtileg stund fyrir okkur öll. Ég rifjaði þá upp við frænda minn að ég hefði sagt við hann þegar Einar sonur minn var kjörinn á þing árið 1991, að einkennilegt væri að sækjast eftir öðm eins og þingmennsku, starfi sem einatt væri svo erilsamt og erfítt. Þá svarði Einar mér: „En elsku Mæja mín, pólitín, það er líf- ið“ og kvaðst ánægður með að frændi sinn og nafni hefði kosið sér þetta hlutskipti. Nú á þessari stundu sendum við Guðfinnur, Bjarni bróðir minn á Sauðárkróki og fjölskylda okkar, Sigríði og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) María Haraldsdóttir. Þegar félagi Einar Olgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, lauk ferli sínum í stjórnmálastarfínu ól- um við margir samheijar hans þá ósk í bijósti, að honum auðnaðist heilsa í ellinni til að skrifa sem mest um viðburðarríka ævi sína. Kannski var þetta óþörf ósk og ti- lætlunarsemi, þar sem hann hafði alla ævina verið sískrifandi um hug- sjónamál sín og hafði komið flestu þvi til skila, sem hann vildi sagt hafa. Nú þegar þessi kunnasti forystu- maður ökkar sósíalista á þessari öld er fallinn frá er tilefnið mikið að rifja upp helstu lærdómsríku minn- ingarnar, sem við eigum um hann og viðburði í lífí okkar, sem tengj- ast honum sérstaklega. Einar réð sig til kennslustarfa á Akureyri 1924 strax eftir háskóla- nám í bókmenntum í Berlín Weim- arlýðveldisins. Með kennslu, rit- störfum og starfi í Alþýðuflokknum bar hann menningarstrauma Weim- arlýðveldisins til Islands. Sagt var, að á þessum árum hefðu áhrif af kenningum sósíalisma og róttækri baráttu alþýðu komið að norðan til Reykjavíkur. Einar lét einnig til sín taka í stóriðjubænum Siglufírði, þar sem síldarverksmiðjur og síldarsölt- un möluðu gull og félagar Einars, Bjarni Jósefsson efnafræðingur og Brynjólfur Bjarnason fyrrverandi ráðherra, voru við gæðaeftirlit á síld. Frá þessu er sagt í hinu stór- fróðlega fyrra bindi bókarinnar „Brauðstrit og barátta" eftir Bene- dikt Sigurðsson. Óx þarna fyrir norðan úr grasi mikið einvalalið róttækra verkalýðssinna, sem hafði þegar tímar liðu mikil áhrif á kjör allrar alþýðunnar í landinu. Sterkir árgangar af ungum sós- íalistum létu að sér kveða á árabil- inu 1942-1946. Við sem fengum andann yfír okkur á þessum tíma vorum sárþyrstir í allt sem gat sval- að þorsta okkar um byltingar, en ekki var mikið um slíka texta á móðurmálinu. Einar Olgeirsson hafði þegar 1924 reynt að bæta úr skortinum með þýðingum á Komm- únistaávarpinu og fleiri öndvegisrit- um sósíalismans. Hann samdi bók um Jean Jacques Rousseau og rit hans 1925 og er hún enn í dag undirstöðurit á íslensku um aðal- hugmyndafræðing frönsku stjóm- arbyltingarinnar og amerísku bylt- ingarmannanna eins og Tómasar Jeffersons Bandaríkjaforseta og fleiri landsfeðra hans tíma. Hrifnastur var Einar af Stefáni G. Stephanssyni skáldi í Kanada og vitnaði löngum til hans þegar hann þurfti að skýra og upptendra fræðslu og ádeilu í ræðu og riti. Einar hélt sambandi við Pál Bjarna- son ritstjóra og skáld í Vancouver meðan hann lifði, en Páll var vinur og samheiji Stefáns G. Sonur Páls, Emil Bjamason, sem lengi var hag- fræðingur hafnarverkamanna í Vancouver hefur nokkmm sinnum komið til landsins á undanförnum árum og alltaf heimsótt Einar. Ég hef verið á vinafundum þeirra og ég skildi eftir það miklu betur hve sambandið við kanadísku sóslalist- ana af íslenskum ættum hafði verið Einari mikils virði. Einar var tekinn fastur af Bret- um og fluttur til Englands 1941 ásamt Sigfúsi Sigurhjartarsyni al- þingismanni og Sigurði Guðmunds- syni ritstjóra Þjóðviljans. Þeim fé- lögum gafst knappur tími til að velja þörfustu hluti fyrir þá ferð. Einar valdi sér Andvökur Stefáns G. og það gerði Sigurður líka. Stef- án G. var því mest lesni höfundur I Brixton-fangelsi meðan þeir félag- ar voru þar. Þrátt fyrir miklar annir á tíma Nýsköpunarstjórnarinnar 1944- 1947 gaf Einar sér tíma til að kenna okkur róttækum menntaskólanem- um I leshring um þjóðfélagsfræði. Vegna þessarar fræðslu helguðum við okkur mörg fremstu stórskáldin: Jónas Hallgrímsson, Stefán G. 25> Stephansson, Þorstein Erlingsson, að ekki sé talað um skáld okkar samtíma Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinar og Guðmund Böðvars- son. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson hafði ort Alþingi hið nýja. Þar stoð: „Bera bý bagga skoplítinn / hvert að húsi heim / en þaðan koma ljós / hin logaskæru / á altari hins göfga guðs. Þetta var þannig útlagt hjá Einari í leshringnum, að Jónas væri I kvæðinu að tala um alþýðuna og hver vinnandi maður legði skop- lítinn skerf til þjóðarauðsins og hann ætti að nota I þágu alþýðunn- ar til að göfga líf hennar. Áuðvitað bjó maður lengi að þessari pólitísku bókmenntafræðslu, sem var sann- kallað sálarbalsam við leiðindunum af setningarfræðistaglinu I íslen- skutímunum. Einar Benediktsson skáld gat varla verið annað en okkar maður, þegar hann orti fegurstu og hljóm- mestu hvatningu til æsku íslands sem heyrst hafði frá nokkru skáldi á okkar tíma: Sjá hin ungborna tíð / vekur storma og stríð / leggur stórhuga dóminn á feðranna verk / heimtar kotungum rétt / og hin kúgaða stétt / hristir klafann og sér / hún er voldug sterk. Við heyrð- um að vísu að athafnaskáld og fjáraflamenn gætu líka grátið aij hrifningu yfír glæsikvæðum þjóð- skáldsins um auð landsins og barna þess. En auðvitað þóttumst við á þessum árum eiga mestan hluUý" þeim auði, þótt hann væri hvergi skráður á bréf banka eða kauphalla., En Einar fræddi okkur líka um efnahags- og viðskiptaöfl okkar tíma. Eftir nám I Þýskalandi og meira en tveggja áratuga stjóm- málastörf og stöðuga fræði- mennsku hafði Einar yfírburða- þekkingu á alþjóðlegum auðhring- um og valdi þeirra. Með fræðslu sinni I leshringjum og greinum reyndi hann að sanna að þjóðríki — að ekki sé talað uy77 smáríki — stæði meiri hætta af al- þjóðlegu auðhringavaldi en nokkru öðru. Það vald tryggði hagsmuni sína með nýlendukúgun, furstavaldi og einræði. Þótt hann hefði kosið völd vinnandi fólks yfír öllum stærstu og þýðingarmestu atvinnu- fyrirtækjum landsins var honum það án efa næstbesti kostur að geta stofnað til samvinnu atvinnu- rekenda og verkalýðs um framfarir, svo mögulegt væri á þjóðlegum grundvelli að standast ásókn auð- hringa og vernda þannig þjóðfrels- ið. Eftir lýðveldisstofnun 17. júní 1944 tóku að birtast I Þjóðviljanum greinar Einars Olgeirssonar un stórfelldar áætlanir I atvinnulifi landsins til að styrkja efnahags- grundvöll lýðveldisins. Þetta vakti hrifningu hjá ungum sósíalistum, þótt mikilla efasemda gætti um að allt mundi ganga eftir af þeim stór- huga verkefnum, sem hrinda þurfti I framkvæmd. Ræða Einars 01- geirssonar á Alþingi 11. september 1944 tók öllu fram I ræðumennsku og stórhug, sem maður hafði heyrt frá honum fram að þeim tíma. Við vissum ekkert um að félagi Einar og Brynjólfur Bjamason höfðu ver- ið á sífelldum leynifundum með pólitískum andstæðingum okkar allt sumarið I stjórnarmyndunarti^ raunum. Það kom okkur því mikið á óvart þegar samkomulag náðist og Nýsköpunarstjórnin var mynduð undir forsæti Ólafs Thors 21. októ- ber 1944. í bréfi Ólafs Thors forsætisráð- herra 1. nóvember 1944 til Thors Thors sendiherra I Bandaríkjunum stendur: „Var framkoma þeirra (komma) I þessum samningum mín- um frá upphafi til enda hin ákjósan- legasta og get ég sérstaklega lofað og prísað Einar Olgeirsson fyrir lip- urð hans og hugkvæmni í öllum samningatilraunum, frá því I vor' og til söguloka." (Ævisaga Ólafs Thors bls. 403.) Á árunum um og eftir stúdents- próf 1946 upplifðum við nýstúdent- ar áhrifin af framkvæmdum Ný- sköpunarstjórn ar með ýmsum hætti. Margir nýstúdentar sáu bjarta framtíðarsýn hvað snerti. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.