Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 háskólanám erlendis og síðan störf við hinar nýju „innréttingar" Ný- sköpunarstjórn arinnar. Þeir fengu myndarlega styrki til framhalds- náms í Ameríku og víðar erlendis. Sjálfur upplifði ég framkvæmdir Nýsköpunarstjórnarinnar við sum- arstörf á togurum. Á togaranum Tryggva gamla kynntist ég „and- rúmsloftinu" í káetu hásetanna. Tveimur árum seinna var ég orðinn háseti á nýsköpunartogaranum Ing- ólfi Arnarsyni. Þar var vinnuað- staða allt önnur og betri en á Tryggva gamla og í hæfilega stór- um hásetakáetum á Ingólfí var loft- ræstingin svo fullkomin að manni leið eins og svæfí maður í tjaldi á góðviðrisnóttu á Þingvöllum. Einar Olgeirsson sá fyrr á árum hina gróskufullu Weimarmenningu eyðilagða af nasismanum. Róttækir Tista- og vísindamenn, sem böðlar Hitlers náðu ekki til, flýðu til lýð- ræðisríkja vestursins, þar á meðal margir til Bandaríkjanna. Þar voru þeir hundeltir í annað sinn á ævinni af McCarty-mönnum kaldastríðs- ins. Eins og Einar hafði upplifað hrun Þýskalands og nýlenduveldis þess eftir fyrra heimsstríð sá hann breska nýlenduveldið hrynja eftir síðara heimsstríðið á þessari öld. Einar Olgeirsson lifði að fylgjast með hruni kommúnismans í Sovét- ríkjunum og Austur-Evrópu. Lokaorð Einars í bók hans um Rousseau eru þessi: „Meðan eymd og undirokun ríkja á jörðinni, með- an ijettur lítilmagans er einskis virtur, en auðurinn í hávegum hafð- ur, mun andi Rousseaus kveða lqark í hina hrjáðu og smáðu, en dauða- dóm yfír hveiju því þjóðfjelagi, sem ójöfnuður og ofbeldi hafa myndað og varðveitt. Andi Rousseaus mun lifa og vaka með komandi kynslóð- um og knýja þær áfram til karl- mennsku og dáða, uns dýpsta og kærasta hugsjón hans rætist. Sögum brautryðjendanna lýkur ekki, þótt þeir deyi.“ *~?Við Erla sendum Sigríði Þorvarð- ardóttur eiginkonu Einars og allri fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Ólafur Jensson. Einar Olgeirsson verður öllum minnisstæður sem honum kynntust. Hvort sem þeir voru samheijar hans eða andstæðingar í stjómmálum hlutu þeir að játa að hann var bú- inn óvenjulegum hæfíleikum; sem mælskumaður átti hann fáa sína líka; með afbrigðum snjall í sókn og vörn og með víðtæka þekkingu á flestum sviðum mannlegra sam- skipta. Á fyrsta kjörtímabili mínu á Al- þingi 1963-67 var Einar á loka- skeiði þijátíu ára þingmennskufer- ils. Við áttum mikið og gott sam- starf, en oft deildum við líka hart. Á milli okkar var töluvert bil kyn- slóða og skoðana. Hann var hertur í eldi örbirgðarinnar á ámnum milli stríða, en mín kynslóð bjó við þá lífskjarabyltingu sem hann átti sinn mikla þátt í á fimmta áratugnum. Einar hóf þátttöku í stjómmálum um það leyti sem rússneska bylting- in vakti glæstar vonir í bijóstum ungra manna um víða veröld, en ungir vinstrisinnaðir menn af minni kynslóð litu langflestir á fram- kvæmd sósíalismans í Sovétríkjun- um sem röð skelfílegra mistaka, er væm dragbítur á stjórnmálastarf jafnaðarmanna um heim allan. Það vantaði þó ekki, að Einar tæki ekki undir gagnrýni yngri manna á ástandið í Austur-Evrópu. Það var einmitt gmndvallarþáttur í lífsviðhorfí hans, að valdið spilli mönnunum. Hann var fræðimaður í eðli sínu og afar víðlesinn. í stór- merkilegu riti sínu, Ættarsamfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga, er það meginviðfangsefni hans, hvemig spillt ríkisvald stórhöfðingj- anna eyðilagði þjóðveldi Islendinga. Honum duldist ekki, að hliðstæð þróun var að eiga sér stað í Sovét- ríkjunum, þótt aðstæður væm ólík- ar. Deilur þessara ára stóðu fyrst og fremst um framtíð vinstrihreyf- ingar á íslandi. Sósíalistaflokkurinn sem Einar hafði stjómað af miklum skörangsskap í meira en tvo ára- tugi stóð á örlagaríkum vegamót- um. Einmitt á þessum ámm rétt fyrir og eftir 1960 vom kommúnistar í flestum nálægum ríkjum á miklu undanhaldi og vom víða að einangr- ast með öllu í fámennum söfnuðum. Á Islandi er þróunin þveröfug; hér flykktust fjöldamargir vinstrimenn sem aldrei höfðu talið sig til komm- únista til náinnar samvinnu við vinstri jafnaðarmenn og kommún- ista undir merkjum Alþýðubanda- lagsins. Það má skýra þessa séríslensku þróun með margvíslegum hætti. Islenskir kommúnistar undir for- ystu Einars Olgeirssonar urðu snemma mjög sterkir innan verka- lýðshreyfíngarinnar. Þeir vom raunsæir, hirtu lítt um gamlar teor- íur en létu verkin tala og lögðu mikið af mörkum til uppbyggingar íslensks atvinnulífs í samvinnu við pólitíska andstæðinga. Ásókn Bandaríkjamanna til áhrifa og hemaðaraðstöðu á íslandi ýtti um leið undir, að íslenskir sósíalistar og aðrir vinstrimenn fylktu liði til varnar sjálfstæði landsins. Og þó er meginskýringin eftir: náið sam- starf Alþýðuflokksmanna við Sjálf- stæðisflokkinn í verkalýðshreyfing- unni kallaði á sem mesta samstöðu á vinstri væng stjómmálanna. Einar Olgeirsson var einn helsti hvatamaður þess í Sósíalistaflokkn- um að samfylkja með öðmm vinstri- öflum. Þegar ég kom árið 1963 í þingflokk Alþýðubandalagsins vom fímm þingmenn þess í Sósíalista- flokknum: Bjöm, Eðvarð, Geir og Lúðvík auk Einars, en fjórir utan hans: Hannibal og Alfreð frá Mál- fundafélagi jafnaðarmanna og Gils úr Þjóðvamarflokknum; sjálfur var ég óflokksbundinn en hafði einkum starfað með íjóðvarnarmönnum. Samfylkingarstefna Sósíalista- flokksins undir forystu Einars hafði vissulega borið ríkulegan ávöxt. En Sósíalistaflokkurinn var í upplausn þegar hér var komið. Hörð og lang- vinn átök urðu nú um skipulagsmál hreyfíngarinnar sem lauk með því að ákveðinn meginkjami hennar ákvað 1968 að stofna nýjan form- legan stjómmálaflokk er bæri nafn hins gamla kosningabandalags, Al- þýðubandalagsins, og í þeim flokki yrði beinlínis bannað að vera í öðr- um stjómmálaflokki eða flokkspóli- tískum samtökum. Um svipað leyti ákváðu Hannibal og Bjöm Jónsson að stofna annan stjómmálaflokk. . í Sósíalistaflokknum höfðu átök- in snúist um það, hvort og hvenær flokkurinn yrði lagður niður. Eng- inn vafí er á því, að hefði formaður- inn lagst á sveif með þeim sem vildu framlengja líf flokksins, en þeir vom meðal annars í meirihluta í Reykjavík, hefði mikil flækja hlotist af sem orðið hefði vinstrimönnum fótakefli ámm saman. Einar var að draga sig út úr stjórnmálum um þetta leyti og var hættur á þingi. Nú lauk hann sínum merka stjóm- málaferli með því að hvetja íslenska sósíalista til að sameinast í Alþýðu- bandalaginu, —_ og meirihlutinn fylgdi honum. Ýmsir þeirra sem vildu viðhalda Sósíalistaflokknum reyndu að vísu í næstu kosningum að endurvekja flokkinn, en það mis- tókst með öllu. Einar Olgeirsson lauk því ferli sínum sem áhrifamaður í stjómmál- um, samtímis því sem núverandi Alþýðubandalag var stofnað. Við Alþýðubandalagsmenn minnumst hans sem eins skeleggasta baráttu- manns sem íslensk verkalýðshreyf- ing hefur eignast og við þökkum honum jafnframt fyrir ómetanlegt framlag hans til samfylkingar ís- lenskra vinstrimanna. Ég færi Sigríði konu hans, Sól- veigu dóttur hans og öðmm að- standendum samúðarkveðjur okkar hjóna. Ragnar Arnalds. í marsmánuði 1924 kom Einar Olgeirsson, þá rúmlega tvítugur, heim til Akureyrar eftir langa úti- vist. Leið hans hafði legið um Menntaskólann í Reykjavík og há- skóla í Kauppmannahöfn og Berlín. Hugur hans hefur vafalaust staðið til frekara náms og fræðistarfa en verkefnin sem biðu hans norðan heiða gripu huga hans allan. Enda var tekið til hendinni. Einar gerðist á skömmum tíma helsti for- ystumaður í verkalýðsbaráttu, flokksstarfí og blaðaútgáfu vinstri manna og virðist, þegar sagan er skoðuð, sjaldan hafa verið langt undan þar sem þjóðfélagsmál vom á dagskrá. Þegar sumarið 1924 stofnuðu Einar og ellefu aðrir Jafnaðar- mannafélagið á Akureyri og Einar var kosinn fyrsti formaður þess. Síðan rekur hver atburðurinn ann- an. í apríl 1925 er Vekalýðssam- band Norðurlands stofnað á Akur- eyri. Einar Olgerisson á sæti í fyrstu stjórn sambandsins sem ritari. 1931 tekur Einar við formennsku. 1. maí er minnst í fyrsta sinn á Akureyri vorið 1925. Einar Olgerisson er fyrsti ræðumaður á fundi í fullskip- uðum stóra sal samkomuhússins. 1. janúar 1926 tekur Verkalýðs- samband Norðurlands við útgáfu Verkamannsins og stjórnarmenn í sambandinu taka að sér að ritstýra blaðinu. 1931 tekur Einar formlega við sem ritstjóri, en hann hafði allt frá heimkomunni 1924 ritað lang- mest allra í blaðið. Árið 1928-1931 er Einar formaður Verkamannafé- lags Akureyrar. Sem sagt, það er sama hvar bor- ið er niður, Einar er í fremstu vígl- ínu verkalýðs- og stjómmálabarátt- unnar á vinstri vængnum. Hann ferðast um Norðurland og aðstoðar við að koma á fót verkalýsðfélögum og jafnaðarmannafélögum. Hann kennir fulla kennslu í Gagnfræða- skólanum, sem þessi árin er að beijast fyrir viðurkenningu sem menntaskóli og að fá að útskrifa stúdenta. En kennslan þar er ekki nóg. Haustið 1925 stofna Einar og Steinþór Guðmundsson kvöldskóla í nafni Einars og sama ár ræðst Einar í að semja ævisögu Rousse- aus. Eitthvað varð undan að láta. í ljós kemur að Einar er með lungna- berkla og varð hann rúmfastur um tíma en fór seinna suður á Vífíls- staði til lækninga. Það segir svo sína sögu um eldmóðinn að tímann á Vífílsstöðum notaði Einar til að undirbúa kaup á tímaritinu Rétti af Þórólfi í Baldursheimi og safna að sér efni í útgáfuna. Sumarið 1927 tekur Einar, sem aldrei hafði nálgæt verslun komið, að sér að áeggjan nokkurra helstu síldarútgerðarmannanna á Siglu- fírði, að fara utan og reyna að ná samningum við Rússa um sölu á saltsíld. Þá vom erfíðleikar á hefð- bundnum saltsíldarmörkuðum ís- lendinga í Svíþjóð og stefndi allt í verðfall. Einar hafði gagnrýnt í Verkamanninum dugleysi síldarút- vegsmanna við að útvega nýja markaði og þeir tóku hann á orð- inu. 30. ágúst nær Einar í Kaup- mannahöfn samningum við sovéska verslunarsendinefnd um sölu á 25 þúsund tunnum af saltsíld og verð- falli var afstýrt. Þannig hófust af- skipi Einars af þessum málum, sem urðu mikið starf hjá honum næstu árin og þannig hófust síldarvið- skipti í austurveg sem mikil saga er orðin af. Hér læt ég staðar numið þó íjöl- margt sé ótalið af því sem Einar Olgeirsson tók sér fyrir hendur frá því hann kom til starfa á Akureyri að afloknu námi 1924 og þar til hann fluttist sumarið 1931, ásamt Sigríði konu sinni, búferlum suður til Reykjavíkur. Það var ekki fyrr en ég hafði kynnt mér sögu verkalýðs- og stjómmálabaráttu á Norðurlandi á þessum áram að ég skildi hvers vegna enn, fullri hálfri öld síðar, lék ijómi um nafn Einars Olgeirssonar og ár hans fyrir norðan, þegar ég kom þar á sviðið. Fyrir hönd norð- lenskra verkalýðssinna og vinstri manna vil ég færa honum þakkir fyrir brautryðjendastarfíð þó síð- búnar hljóti að teljast. Að öðm leyti er ég þess fremur vanbúinn að minnast Einars 01- geirssonar. Okkur skildi rúm hálf öld og persónuleg kynni urðu ekki mikil. I huga mér stendur hann fyrst og fremst sem eldhuginn og hugsjónamaðurinn sem barðist samkvjemt sannfæringu sinni og vegna hennar en sóttist ekki eftir vegtyllum persónulega. Ymislegt af því sem Einar 01- geirsson stóð fyrir sem stjórnmála- maður sjá menn nú í nýju ljósi. Birtan fellur á atburði sögunnar úr annarri átt en lýsti samtímamönn- unum. En jafn skylt og það er að hlýða á dóm reynslunnar um tíma- bil og atburði er hitt nauðsynlegt til skilnings á hinu sama, að minn- ast þeirra aðstæðna sem atburðina skópu. Einar Olgeirsson gaf frekara nám og fræðimennsku upp á bátinn þegar baráttan fyrir brauði norð- lenskrar alþýðu átti orðið hug hans allan. Þökk sé honum. Steingrímur J. Sigfússon. Þegar einstakur félagi og mann- vinur er kvaddur, sækja mörg minn- ingarbrot á hugann. Minningin um einstakan forystumann í áratuga baráttu fyrir bættum kjömm alþýð- unnar og þar með betra þjóðfélagi fyrir fjöldann. Þó að ekkert hafí verið fjær Einari en hástemmdar lýsingar á kostum hans, get ég ekki látið hjá líða að drepa á fáein atriði. Fyrst er til að taka stóran hlut Einars í þeim stórstígu umbót- um alþýðufólki til handa, sem urðu á fjórða og í byijun fimmta áratug- arins. Það sýndi því framsýni Ein- ars, sem manna best gerði sér grein fyrir, að til þess að bæta lífskjör fjöldans enn frekar, varð að vera stórátak í endursköpun og framþró- un íslenskra atvinnuvega. Framtak og stórhugur Einars naut sín í þess- um efnum best, þegar sósíalistar tóku höndum saman við sjálfstæðis- menn, undir forystu Ólafs Thors, að ráðast í stórfellda endursköpun í kjölfar seinni heimsstyijaldar. Það varð því miður ógæfa Islendinga, að til þessara hluta fengu þeir allt of skamman tíma og einungis litlum hluta áætlana þeirra var hmndið í framkvæmd. Við tók síðan kalda stríðið, sem því miður klauf þjóðina upp í andstæðar fylkingar. Ef þeim félögum, Ólafi og Einari, hefði auðnast að vinna saman að þeirri uppbyggingu atvinnulífsins sem nauðsynlegt var til að standast samanburð við nágranaþjóðirnar, hefði jafnframt með skynsamri efnahagsstjórn mátt fyrirbyggja þá háu verðbólgu sem lengstum hefur einkennt íslenskt efnahagslíf eftir stríð. Þar með hefði uppbygging getað orðið í iðnaði, samhliða þróun sjávarútvegs og Iandbúnaðar. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast í örfáum orðum ferðar sem við Einar fómm saman til Minsk í Hvíta Rússlandi 1975. þar var hald- inn hátíðarfundur á vegum Heims- friðarráðsins til að minnast að 30 ár vom liðin frá stríðslokum. Einar var heldur tregur til ferðarinnar. Meginástæðan var sú að hann kærði sig alls ekki um móttöku opinberra aðila í Moskvu. Ég hvatti hann eindregið til fararinnar og sagði sem svo, að við myndum hafa einhver ráð með að snúa af okkur opinbera embættismenn. Mikil var gleði Einars, þegar í ljós kom við komuna til Moskvu, að engir opin- berir aðilar tóku á móti okkur. Það var sannast sagna einstök lífs- reynsla að eiga kvöldstund með Einari í Moskvu, þar sem hann lýsti sögu Sovétríkjanna í smáatriðum. Á ráðstefnunni í Minsk varð ég síð- an vitni að einstökum yfirburðar- hæfíleikum Einars í að flytja mjög athyglisverða ræðu, þannig að allur hinn stóri þingheimur var sem berg- numinn. Einar útlistaði í ræðu sinni, hvemig draga mætti úr ófriðar- hættu með gagnkvæmri afvopnun. Hann lagði fram ákveðnar tillögur að svæðum, þar sem kjamavopn yrðu bönnuð á. Hugmyndir sem þessar hlutu ekki stuðning sovéskra ráðamanna fyrr en rúmum áratug síðar, með tilkomu Gorbatsjovs. Mér em ekki síður minnisstæð þögul mótmæli okkar Einars, þegar við, sem heiðursgestir á nokkmm hátíðarfundum með íbúum Hvíta Rússlands, sátum undir þeim ósköp- um að hlusta ítrekað á fulltrúa Tékkóslóvakíu þakka veittan „stuðning“ Sovétríkjanna 1968. Ekki fór hjá því að þessi andstaða okkar vekti athygli, þar að við sát- um ævinlega á mest áberandi stöð- um, frá áhorfendum séð. Þegar á þetta er minnst, er vert að hvetja þá aðila, sem skrá vilja sögu liðinna atburða og þátttöku einstakra manna þar í að fylgja því viðhorfi Ara fróða að leitast af fremsta megni að „hafa það held- ur, er sannara reynist“. 75 ár sem ritstjóri og eini útgefandi Réttar, segja meira en mörg orð um afköst og dugnað Einars. Ég sendi að lokum Sigríði og Sólveigu innilegar samúðarkveðjur. Sveinn Aðalsteinsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. JÓNSSON frá Dynjanda f Arnarfirði, A • Hlfðarvegi 5A, Kópavogi, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 10.30. Kolbrún Guðmundsdóttir, Hilmar Lúthersson, Svavar Guðmundsson, Dagný Jónsdóttir, Sigurður A. Guðmundsson, Súsanna Hilmarsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Valgarð Guðmundsson, Áróra Hlfn Helgadóttir, Jón Guðmundsson, Ágústa Magnúsdóttir, Ólafur A. Guðmundsson, Magnea Svavarsdóttir, Sigríður A. Guðmundsdóttir, Sigurður Guðbjörnsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Bragi Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, STEFÁN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður, Vesturgötu 23, Akranesi, lést 8. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin’fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 14.00. Erla Gísladóttir. Útför móður okkar, t GUÐRÚNAR JÓNÍNU PÉTURSDÓTTUR frá Viðvfk, er lést 5. febrúar, febrúar kl. 15.00. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. Vignir G. Jónsson, Úlfar Hinriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.