Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
31
Hugbúnaðargerð
Gamalgróið og traust hugbúnaðarfyrirtæki
óskar eftir kerfisfræðingi og forritara til
starfa. Óskað er eftir starfsmönnum með
þekkingu á hlutbundnum aðferðum við hönn-
un og forritun.
í boði er spennadi starf fyrir réttan aðila.
Upplýsingar um reynslu og menntun sendist
auglýsingadeild Mbl., merktar: „Hlutb. -901“.
Fullum trúnaði heitið.
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ
I f
Óskum eftir módelum/leikurum til þess að koma fram í djarfri, erótískri
fræðslumynd. Fullur trúnaður gildir og góð laun eru í boði.
Vinsamlegast sendið Ijósmynd með umsókn.
Óskum einnig eftir efni varðandi „fantasíur" og kynferðislega drauma.
Verður hugsanlega notað í fræðslumyndina.
Efni og/eða umsóknir sendist til:
Kvikmyndafélagið ÚTÍ HÖTT - innímynd,
Fræðslumynd/,, Fantasía ",
pósthólf3065,
123 Reykjavík.
Skrifstofustarf
Innflutningsfyrirtæki á sviði vinnuvéla óskar
eftir að ráða starfskraft á skrifstofu tíma-
bundið vegna fæðingarorlofs.
Starfið felst m.a. í erlendum bréfaskriftum á
þýsku og ensku, símsvörun, tollskýrslugerð
og útskrift reikninga (TOK).
Vinnutími frá kl. 8.00-16.00.
Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild
Mbl. fyrir fimmtudaginn 18. febrúar nk.,
merktar: „S - 14081".
Öllum umsóknum verður svarað.
Tækjamaður
Óskum að ráða tækjastjóra með vinnuvéla-
réttindi til starfa hjá fyrirtæki í Reykjavík.
Æskilegur aldur 25-30 ára.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir
ásamt Ijósriti af réttindaskírteini til Ráðning-
arþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Tækjastjóri 30“, fyrir 17. febrúar nk.
Hagva ngurhf
L7 Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarrádgjöf Skoðanakannanir
Farskóli Norðurlands vestra
Skipulagsstjóri
Stofnaður hefur verið Farskóli Norðurlands
vestra. Aðild eiga allar héraðsnefndir kjör-
dæmisins, Siglufjarðarkaupstaður, Iðnþróun-
arfélag Norðurlands vestra, Menningar- og
fræðslusamband alþýðu og Fjölbrautaskóli
Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Skólanum
er ætlað að sinna margvíslegu námskeiða-
haldi víðs vegar um kjördæmið. Aðsetur og
lögbeimili skólans er Fjölbrautaskóli Norður-
lands vestra á Sauðárkróki.
Laus er til umsóknar hálf staða skipulags-
stjóra skólans. Æskilegt er að umsækjandi
hafi þekkingu á íslensku atvinnulífi og skóla-
kerfi, hafi reynslu af leiðbeinandastörfum og
sé samstarfslipur. Til greina kemur að starf-
ið aukist síðar meir í fullt starf.
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Ráðning-
artími er frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar
eru veittar í síma 95-36400.
F.h. Farskóians,
Jón F. Hjartarson, skólameistari.
AUGL YSINGAR
Hjúkrunarfræðingar
Jafnréttisráð
- lögfræðingur
Á Skrifstofu jafnréttismála er laus staða lög-
fræðings. Um er að ræða fullt starf, tíma-
bundið til 1. september 1994. Nauðsynlegt
er að viðkómandi geti tjáð sig á einu Norður-
landamáli.
Umsóknum ber að skila til skrifstofu jafnrétt-
ismála, Laugavegi 13, pósthólf 996, 121
Reykjavík, eigi síðar en 24. febrúar nk.
Heilsugæslustöð
Ólafsvíkurlæknishéraðs
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu-
stöðina f Ólafsvíkurlæknishéraði er laus til
umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi sé sérfræðingur
í heimilislækningum.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu land-
læknis. Staðan er laus frá 15. maí eða eftir
nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Umsóknum skal skilað til formanns stjórnar.
Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir í vinnu-
síma 93-61225 og heimasíma 93-61380.
Stjórn Heilsugæslustöðvar
Olafsvíkurlæknishéraðs.
BORGARSPÍTALIMN
Sérfræðingur
75% staða sérfræðings í bæklunarlækning-
um með undirsérgrein í handarskurðlækn-
ingum er laus til umsóknar á slysa- og bækl-
unarlækningadeild Borgarspítalans.
Starfið felst m.a. í að taka þátt í mótun og
þróun nýstofnaðrar handareiningar ásamt
almennum störfum á slysa- og bæklunar-
lækningadeildinni.
Umsóknarfrestur er til 31. mars.
Staðan veitist frá 1. júní eða síðar eftir sam-
komulagi.
Upplýsingar veitir Brynjólfur Mogensen, yfir-
læknir slysa- og bæklunarlækningadeildar
Borgarspítalans.
Fóstra
Fóstra óskast á leikskólann Birkiborg.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri
í síma 696702.
Matreiðslumaður
Óskum að ráða rekstrarstjóra/matreiðslu-
mann til starfa hjá Veitingaskálanum Brú,
Hrútafirði. Ráðningartími frá 10. maí til 15.
sept.
Starfssvið: Yfirumsjón með grilli og eldhúsi.
Innkaup, daglegt uppgjör, skipulagning og
framkvæmd sölu og markaðssetningar.
Starfsmannahald o.fl.
Við leitum að lærðum matreiðslumanni.
Reynsla af rekstri veitingaskála æskileg.
Húsnæði til staðar.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Matreiðslumaður 29“, fyrir 20. febrúar nk.
Hasva: ngurhf ■
— - . Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Hjúkrunarforstjóra vantar að hjúkrunar-
heimili aldraðra, Hulduhlíð, Eskifirði, frá
1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Hulduhlíð er nýtt, notalegt hjúkrunarheimili,
þar sem eru um 20 sjúklingar og skiptast
þeirá hjúkrunardeild, vistdeild og leiguíbúðir.
Greiðum flutning og útvegum húsnæði.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
97-61200 (hs. 97-61322) og framkvæmda-
stjóri í síma 97-61205 (hs. 97-61129).
Hönnun - umbrot -
útprentun
Við óskum eftir að ráða starfskraft í hönnun,
umbrot og útprentun fyrir viðskiptavini okk-
ar. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á
Macintosh og Windows umhverfinu og hafa
næmt auga fyrir góðri hönnun.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
föstudaginn 19. febrúar merktar:
„K - 10470“.
Dreifingaraðili
óskast
Við erum að leita að dreifingaraðila á íslandi
til að dreifa hinni heimsþekktu 24 binda
„Collier’s Encyclopedia".
Fyrirtækjum sem eru að leita eftir nýrri vöru
með góða hagnaðarvon er bent á að afla nán-
ari upplýsinga hjá: P. F. Collier, Inc., 1315
West 22nd Street, Suite 250, Oak Brook, IL
60521, Bandaríkin. Spyrjið eftir J. C. Dunholter.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Stuðningsstarf
Fóstra, þroskaþjálfi eða starfsmaður með
aðra uppeldismenntun óskast í stuðnings-
starf í leikskólann Lækjarborg.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í
síma 686351.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Innheimtu- og
markaðsfulltrúi
Fyrirtækið er sérhæft þjónustufyrirtæki í
Reykjavík.
Innheimtu- og markaðsfulltrúi hefur umsjón
með innheimtumálum, samningagerð, mark-
aðsöflun ásamt því að annast tengsl við
núverandi og tilvonandi viðskiptavini fyrir-
tækisins.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með
haldgóða þekkingu og reynslu af sölu- og
markaðsmálum, séu ákveðnir og fylgnir sér
auk þess að vera hæfir í samningamálum.
Áhersla er lögð á sjálfstæð og markviss
vinnubrögð. Reynsla af innheimtu er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar
nk. Ráðning verður sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
%%
LO QÞlí'lQB
Guðný Harðardóttir
Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavík
Sími 91-628488