Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 32
m.
■JflpRqTfflBLAQIÐ ATVIB
AUGLYSINGAR
Verslunarstjóri
Þekkt tískuverslun í borginni óskar að ráða
verslunar- og innkaupastjóra til starfa sem
fyrst.
Starfssvið: Dagleg stjórnun verslunar ásamt
innkaupum hér heima og erlendis.
Leitað er að drífandi og sjálfstæðum aðila á
aldrinum 25-30 ára. Starfsreynsla á þessu
sviði er nauðsynleg. Laun samningsatriði.
Umsóknareyðublöð (mynd þarf að fylgja)
og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okk-
ar til 19. febrúar nk.
GiidntTónsson
RAÐCJÓF &RAÐN1NCARÞJONUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Sfðumúla 39, 108 Reykjavik, simi 678500, fax 686270
Eftirtaldar stöður
félagsráðgjafa eru
lausartil umsóknar
1. Staða sviðsstjóra til að sjá um málefni
fatlaðra.
Um er að ræða nýja stöðu. Æskilegt er
að umsækjendur hafi reynslu af málefnum
fatlaðra og geti hafið störf sem fyrst.
2. Staða sviðsstjóra vistunarsviðs.
Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með vistunar-
málum barna og vinnur í nánu samstarfi
við starfsmenn á hverfaskrifstofum.
Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af
barnaverndarstarfi.
3. Staða félagsráðgjafa á vistunarsviði.
Auk þess að vinna að vistun barna mun
starfsmaður hafa umsjón með sumardvöl-
um og starfi tilsjónarmanna.
4. 75% staða félagsráðgjafa í móttökuhóp.
Um er að ræða stöðu á hverfaskrifstofum
í Breiðholti. Helstu verkefni eru móttaka
og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð
auk ráðgjafar.
Upplýsingar um allar stöðurnar gefur Anni
G. Haugen, yfirmaður fjölskyldudeildar, í
síma 67 85 00. Umsóknarfrestur er til 1.
mars nk.
Framkvæmdastjóri
NAMMCO
Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðið
(North Atlantic Marine Mammal Commissi-
on) óskar að ráða framkvæmdastjóra.
Ráðningartími er 4 ára með möguleika á
framlengingu.
Hlutverk framkvæmdastjóra er að veita for-
stöðu skrifstofu ráðsins, sem verður í
Tromsö í Noregi, annast fjármál þess og
ráðningu annarra starfsmanna, ásamt öðrum
verkefnum, sem honum kunna að verða falin
af ráðinu.
Umsækjandi skal hafa lokið prófi á háskóla-
stigi og hafa gott vald á tungum Norður-
landaþjóða og ensku. Þekking á sviði alþjóða-
samskipta og auðlindastjórnunar er æskileg.
Umsóknir, ásamt prófskírteini og upplýsing-
um um fyrri störf, sendist til formanns ráðs-
ins, Kjartans Hoydal, pósthólf 64, FR 110
Tórshavn. Á sama stað eru veittar upplýs-
ingar um starfið (myndsendir 90 298 14942,
sími 90 298 11095). Þá er einnig hægt að
fá nánari upplýsingar hjá sjávarútvegsráðu-
neytinu, Skúlagötu 4, Reykjavík, í síma
609670 eða á staðnum.
Umsóknarfrestur rennur út 8. mars nk.
Verkefnisstjóri
Átaksverkefni í atvinnumálum í vesturhluta
Rangárvallasýslu óskar eftir að ráða verkefn-
isstjóra.
Starf verkefnisstjóra felst í að vinna með
heimamönnum að framförum í atvinnumál-
um og aðstoða starfandi fyrirtæki á svæðinu.
Hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjendur
hafi menntun á sviði viðskipta og reksturs
fyrirtækja eða reynslu sem meta má á þessu
sviði, sýni frumkvæði og eigi gott með að
hafa samskipti við fólk.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1993.
Upplýsingar veitir Björn Sigurðsson í síma
98-75111.
Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri
störf skulu sendast til Björns Sigurðssonar,
Þrúðvangi 7, 850 Hellu.
Átaksverkefni í atvinnumálum
Vestur-Rangárvallasýslu.
Svæðisskrifstofa Suðurlands um málefni fatl-
aðra óskar eftir að ráða
sérmenntaðan
starfsmann
til ráðgjafaþjónustu Svæðisskrifstofunnar.
Starfið felst m.a. í ráðgjöf og stuðningi við
fatlaða og aðstandendur þeirra, ráðgjöf og
stuðningi við starfsfólk í þjónustueiningum
svæðisins og samstarfi við aðrar opinberar
stofnanir.
Forstöðumann
á nýtt vistheimili fyrir fjölfötluð börn, sem
tekið verður í notkun nk. haust. Starfið hefst
í júlí m.a. við undirbúning á stefnumótun
heimilisins og samstarfi við foreldra.
Umsóknir um bæði þessi störf skulu hafa
borist Svæðisskrifstofu Suðurlands, Eyrar-
vegi 37, 800 Selfossi, fyrir 1. mars nk.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma
98-21839.
EIMSKIP
Tölvari/
tækniþjónusta
EIMSKIP leitar nú að áhugasömum starfs-
manni til starfa í tækniþjónustu tölvudeildar.
Upplýsingakerfi EIMSKIPS eru notuð bæði á
íslandi og erlendis. Tölvuumhverfið er byggt
upp af IBM AS/400 tölvum, sem tengdar eru
saman með X-25 gagnaflutningsnetinu og
einkatölvum á neti. Útstöðvar eru um 350
talsins. Nettengdar einkatölvur eru vaxandi
þáttur í rekstrinum.
Óskað er eftir starfsmanni, sem hefur
reynslu og menntun á tölvusviði; þekkingu á
AS/400 umhverfi, Lan Manager netstýrikerfi
ásamt Windows eða OS/2, fjarvinnslu og er
jafnframt reiðubúinn að leggja sig allan fram.
í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf.
Með allar umsóknir verður farið með sem
trúnaðarmál og öllum umsóknum verður
svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröf-
ur, sem að ofan greinir, er boðið að senda
inn umsókn fyrir 19. febrúar nk. til:
Sinna hf.
Rekstrar- og fjármálaráðgjöf
Bæjarhrauni 12
220 Hafnarfjörðúr
Ráðgjafarsvið: Stefnumótun
Rekstur og fjármál
Upplýsingakerfi
SDSDDSD
UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI
auglýsir eftir starfsfólki:
Vegna aukinna umsvifa og nýrrar þjónustu,
leitum við að eftirtöldum starfsmönnum í
þjónustudeild:
ritara
þjónustumanni fyrir VMS og
samskiptahugbúnað
þjónustumanni fyrir Digital vélbúnað
þjónustumanni fyrir nærnet, LanManager,
Unix, VMS Pathworks.
Við leitum að hæfu fólki sem hefur þægilega
framkomu og staðgóða tungumálaþekkingu.
Starfsreynsla og þekking á viðeigandi sviðum
er forsenda fyrir ráðningu.
Við bjóðum góða starfsaðstöðu og góð laun
fyrir gott starfsfólk.
Umsóknum skal skilað fyrir 19. febrúar 1993.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun
okkar í Skeifunni 17. Nánari upplýsingar veit-
ir Jón Kristinn Jensson, deildarstjóri þjón-
ustudeildar.
Örtölvutækni er innflutnings-, sölu- og þjónustufyrirtæki á tölvu-
sviði. Hjá því starfa meira en 50 manns og hefur fyrirtækið umboð
fyrir Digital Equipment Corp. auk annarra tölvuframleiðenda og
ýmissa hugbúnaðarframleiðenda. Við leggjum áherslu á heiðarleika,
jákvæðni, umhyggju og þjónustulund.
ÞEKKING - ÞRÓUN - ÞJÓNUSTA
M ÖRTÖLVUTÆKNI jj
Tölvukaup hf. • Skeifunni 17 •Síml 687220
SVÆÐISSTJORN MALEFNA FATLAÐRA
REYKJANESSVÆÐI
Atvinna
á Suðurnesjum
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja-
nessvæði óskar Suðurnesjabúum til ham-
ingju með nýja þjónustustarfsemi sem er í
uppsiglingu á Suðurnesjum. Um er að ræða
svokallaða hæfingarstöð sem gerir fötluðum
kleift að taka þátt í atvinnulífi auk þess að
veita þeim þjálfun í athöfnum daglegs lífs.
Tilgangur hæfingarstöðvarinnar er að gera fatl-
aða eins sjálfbjarga í lífi og starfi og kostur er.
Starfsemi hæfingarstöðvarinnar getur skipt
sköpum í lífi þeirra Suðurnesjabúa sem
þarfnast þjónustu af þessu tagi. Þjónustan
getur orðið þeim stökkpallur til innihaldsrík-
ara lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Til
að tryggja árangur þessarar starfsemi er árang-
ursrík samvinna við Suðurnesjabúa lykilatriði.
Svæðisskrifstofan auglýsir hér með eftir fólki
til starfa við hæfingarstöðina. Óskað er eftir
þroskaþjálfum og öðrum með menntun á
sviði uppeldisfræða og félagsvísinda. Einnig
er óskað eftir áhugasömu ófagmenntuðu
starfsfólki.
Um er að ræða spennandi brautryðjenda-
starf þar sem starfsfólki verður veittur öflug-
ur faglegur stuðningur. Þetta starf byggir á
framsæknum hugmyndum sem gefið 'hafa
góða raun víða erlendis.
Ennfremur vill Svæðisskrifstofa hvetja at-
vinnurekendur og fyrirtæki á Suðurnesjum
til að hafa samband hvað varðar þátttöku í
verkefnum sem hæfingarstöðin getur tekið
að sér. Með því gæti þessi nýja starfsemi
orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf Suðurnesja.
Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Nánari upplýsingar gefa Sigríður Daníels-
dóttir í síma 92-12362, Þór Þórarinsson og
Ævar H. Kolbeinsson í síma 91-641822.