Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 33

Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. F :JAR 1993 33 RIKISSPITALAR Reyklaus vinnustaður LYTALÆKNINGADEILD Yfirlæknisstaða Staða yfirlæknis við lýtalækningadeild Land- spítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. júlí 1993. Umsækjendur þurfa að hafa sérfræðiviður- kenningu í lýtalækningum á íslandi. Umsókn- um skal fylgja greinargerð um nám og fyrri störf (curriculum vitae). Einnig upplýsingar um vísindalegar rannsóknir og ritskrár. Umsóknir sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir 1. maí 1993. Nánari upplýsingar veitir Jónas Magnússon, prófessor, í síma 601330 og Árni Björnsson, yfirlæknir, í síma 601339. BARNASPITALI HRINGSINS Aðstoðarlæknar Eftirfarandi aðstoðarlæknisstöður á Barnaspít- ala Hringsins eru lausar á næstu mánuðum: 1. 2 stöður 1. maí. Önnur til 6 mánaða (2. aðstoðarlæknir) og hin til 1 árs (1. aðstoðarlæknir). Umsóknarfrestur til 15. mars. 2. 2 stöður 1. aðstoðarlæknis (til 1 árs) frá og með 1. júní. 3. 2 stöður 1. ágúst. Önnur til 6 mánaða (2. aðstoðarlæknir) og hin til 1 árs (1. aðstoðarlæknir). 4. 1 staða til 6 mánaða eða 1 árs frá og með 1. september. Aðstoðarlæknar sinna venjubundnum störf- um og ætlast er til virkri þátttöku í rann- sóknastarfsemi deildarinnar. Þeir taka til skiptis bundnar vaktir samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Æskilegt er að umsækjendur um stöðu 1. aðstoðarlæknis hafi reynslu af starfi á barnadeild. Þeim eru falin ábyrgðarmeiri störf, eftirlit með yngri aðstoðarlæknum, kennsla lækna- nema og annarra heilbrigðisstétta. Um getur verið að ræða námsstöðu í barna- lækningum eða starfsþjálfun til stuðnings öðrum sérgreinum. Nánari upplýsingar gefur prófessor Víkingur H. Arnórsson í síma 601050. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni. Ljósrit af prófskír- teini og lækningaleyfi fylgi. Ennfremur upp- lýsingar um starfsferil ásamt staðfestingu yfirmanna. Umsóknarfrestur um stöðurnar 1. júní, 1. ágúst og 1. sept. er til 20. apríl. SKÓLADAGHEIMILIÐ MÁNAHVOLL Fóstra óskast sem fyrst til afleysinga í 50% stöðu á skóladagheimilið Mánahvol v/Vífilsstaði. Nánari upplýsingar veitir Sigfríður L. Marin- ósdóttir, forstöðumaður, í síma 602877. RÍKISSPIT AL AR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Framleiðslustjóri sjófrystingar Við leitum að dugmiklum og drífandi starfs- manni er hefurtil að bera frumkvæði, reynslu af fiskvinnslu úti á sjó, stjórnun og sjálfstæð- um vinnubrögðum. Góð tungumálakunnátta og þekking á sjávarútvegi nauðsynleg. Æskileg menntun á sviði sjávarútvegs en haldgóð reynsla mikils metin. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, gott starfsumhverfi, sanngjörn laun og fjölbreytt verkefni. Starfssvið: • Framleiðslu- og gæðastjórn. • Dagleg samskipti við framleiðendur og söluskrifstofur. • Umsjón með framleiðslusamningum. • Útgáfa vinnsluleiðbeininga. • Áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason, ráðningastjóri Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um fyrir 19. febrúar 1993 á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. I abendi RAÐGJOF 0G RAÐNINGAR I LAUGAVEGI 178 • 105 REYKJAVIK • SÍMI. 689099 • FAX: 689096 General Systems & Software á íslandi hf. Vegna þess að við teljum viðskiptavini eiga eingöngu það besta skilið, þá viljum við ráða mjög reynda sérfræðinga í eftirfarandi störf: Sérfræðing á vélbúnaðarsviði með langa reynslu af uppsetningum og við- gerðum á DEC PDP og VAX tölvum. Þekking á stýrikerfinu VMS er nauðsynleg og hann hafi til að bera mikla þjónustulund. Sérfræðing á hugbúnaðarsviði sem hefur góða þekkingu á DEC VMS stýri- kerfi ásamt Pathworks nethugbúnaði frá DEC. Einungis kemur til greina maður með langa reynslu í þjónustu á viðkomandi bún- aði. Við bjóðum góðum mönnum gott tækifæri til að takast á við mörg og krefjandi verkefni hjá ungu og framsæknu fyrirtæki sem hefur það að markmiði að þjóna viðskiptavinum á tölvumarkaði umfram væntingar þeirra. Laun og aðrar greiðslur eru samkvæmt reynslu og samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Vinsamlegast hafið samband við Guðmund Hólmsteinsson eða Hrafn Haraldsson hjá GSS á íslandi, Mörkinni 6, sími 91-681900. Markmið GSS er að bjóða hátækniþjónustu á tölvumarkaði. General System & Software á íslandi er hluti af keðju sem stofnuð var í Bandaríkjunum fyrir 12 árum og starfar í 10 löndum Evrópu. GSS á ís- landi er í eigu starfsmanna þess og GSS (USA) Ltd. Fyrirtækið þjónustar og selur vél- og hugbúnað frá Digital Equipment Corporation, CorPRO frá Corstar, GSStaion UNIX vinnustöðvar ásamt net- og jaðarbúnaði frá virt- um framleiðendum. DEC, PDP, VAX, VMS og Pathworks eru skrásett vörumerki Digital Equip- ment Corporation. CorPRO er skrásett vörumerki Corstar Busiqess Computing Co. Inc. Sölustarf Við leitum að fólki, sem hefur hæfileika til þess að starfa sjálfstætt og getur skipulagt sinn vinnutíma; fólki, sem vill starfa í hressum hópi og ráða sínum tekjum. Til stendur að bætavið 8 aðilum. Starfið byggist á kynningum til heimila, fyrir- tækja og í mörkuðum. Björk Þorleifsdóttir, sölustjóri, mun veita upplýsingar um starfið mánudag og þriðju- dag í síma 676869. Alþjóða verslunarfélagið hf., Fákafeni 11, Reykjavík. Tölvunarfræðingar Vegna mikilla verkefna óskar Strengur hf. að ráða tölvunarfræðinga/verkfræðinga eða aðila með sambærilega menntun í tvö störf. 1. Forritun og hugbúnaðarvinna tengd við- skiptakerfinu FJÖLNI. Leitað er að aðila, sem hefur unnið við viðskiptakerfi. 2. Forritun í INFORMIX og SQL. Reynsla af UNIX nauðsynleg. í boði eru sjálfstæð störf og góð laun. Hægt er að bíða eftir réttum aðilum. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Márkússon hjá Ráðgarði í síma 679595. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Strengur", fyrir 20. febrúar. Strengur hf. er 10 ára hugbúnaöarfyrirtæki þar sem starfa nú 30 manns, við hönnun, uppsetningu og þjónustu á hugpúnaði. Helstu verkefni Strengs hf. eru m.a. vinna við viðskiptakerfið FJÖLIMi (sem áður hét Bústjóri), sala og þjónusta á INFORMIX gagnagrunnskerf- inu, rekstur á upplýsingabankanum HAFSJÓ ásamt öðrum sérhæfð- um tölvuverkefnum. RÁÐGAKÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Sölufulltrúi Framsækið og öflugt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða sölufulltrúa. Fyrirtækið er deildaskipt, hefur góð við- skiptasambönd og markaðsstaða þess er sterk. Sölufulltrúinn starfar í nánum tengsl- um við markaðsstjóra. Við leitum að ungum og metnaðargjörnum manni til að annast sjálfstæða sölu á vörum fyrirtækisins til arkitekta, verktaka, fyrirtækja o.fl. Viðkomandi þarf að hafa til að bera eftir- talda eiginleika og þekkingu: ★ Rekstrar- og tæknimenntun. ★ Reynslu og þekkingu af sölustörfum. ★ Þekkingu á byggingavörum. ★ Tungumálakunnáttu. ★ Aldur 25-35 ára. ★ Stjórnunarhæfileika. ★ Frumkvæði og þor. ★ Samstarfshæfileika. í boði er krefjandi og ögrandi starf, sem gefur kost á auknum starfsframa og ábyrgð í starfi. Byrjunartími samkomulag. Upplýsingar veitir Katrín S. Ólafsdóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð- um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merktar: „Sölufulltrúi 007“, fyrir 23. febrúar nk. Hagva ngurM Skeifunni 19 Reykjavík Sími 8136óó Ráöningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoöanakannanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.