Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ
iw
fTTTT
ATVINIMA/RAÐ/Sr
, .7 i,«g*
1UR, 14. FEBRUAR 1993
iruyÍCT.l/l
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Stuðningsstarf
Fóstra, þroskaþjáifi eða starfsmaður með
aðra uppeldismenntun óskast í stuðnings-
starf í leikskólann Austurborg.
Um er að ræða 50% starf.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í
sima 38545.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Stuðningsstarf
Fóstra, þroskaþjálfi eða starfsmaður með
aðra uppeldismenntun óskast í stuðnings-
starf í leikskólann Ægisborg.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í
síma 14810.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Heilsugæslustöðin á Raufarhöfn
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu-
stöðina á Raufarhöfn (H1) er laus til umsókn-
ar og veitist frá og með 1. júní 1993. Sér-
menntun í heimilislækningum er æskileg.
Laun eru samkvæmt almennum kjarasamn-
ingum lækna. Að auki er í gildi staðarsamn-
ingur um starfskjör og samstarf um vinnu
og vaktir við nágrannahéruðin Þórshöfn og
Kópasker.
Nánari upplýsingar veita Hilmar Ágústsson,
stjórnarformaður, hs. 96-51173, og Guðjón
Birgisson, læknir, vs. 96-51145, 96-52109
og hs. 96-52166.
w
HÚSNÆÐIOSKAST
Húsnæði í Kópavogi
Einbýli, parhús, raðhús eða sérhæð óskast
til leigu í Kópavogi.
Leigutími æskilegur 3-5 ár. T raustar greiðslur.
Lysthafendur skili tilboðum til auglýsinga-
deildar Mbl. merkt: „B-10809".
3ja-4ra herbergja íbúð
óskast til leigu, helst í Laugarneshverfi.
Leigutími sem lengstur.
Upplýsingar veittar í síma 96-27389 milli
kl. 19 og 21.
Gott íbúðarhúsnæði
Gott 80-120 fm íbúðarhúsnæði óskast á
leigu á stór Reykjavíkursvæðinu fyrir barn-
laus hjón. Öruggar greiðslur í boði og fyrir-
fram ef óskað er.
Lysthafendur leggi inn tilboð á auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „Öruggt-3927“.
Sumarhúsaeigendur
athugið!
Starfsmannafélag óskar eftir vel útbúnum
sumarbústað til leigu í 3-4 vikur í sumar.
Vatn og rafmagn verður að vera til staðar.
Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir
24. febrúar, merkt: „Sumarhús - 10195“.
Tilkynning til þeirra, sem
eiga að skila skattframtali
til Bandaríkjanna
Hinn 16., 17. og 18. febrúar 1993 mun full-
trúi frá bandarísku skattyfirvöldunum (Inter-
nal Revenue Service), David Morris, vera til
viðtals í Menningarstofnun Bandaríkjanna,
Laugávegi 26. Fulltrúinn mun veita svör við
spurningum, er varða bandarísku skattalög-
gjöfina. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma
fyrir viðtal.
Notice to U.S. citizens
and resident aliens
To provide assistance in matters relating to
U.S. Federal tax laws, the U.S. Internal Re-
venue Service will send to Reykjavík Mr.
David Morris, a Taxpayer Assistance Spec-
ialist. Mr. Morris will be available to answer
questions regarding U.S. Federal Income
Taxes on February 16th, 17th and 18th at
the American Cultural Center at Laugavegur
26. Assistance will be available on a non-
appointment basis.
AUGLYSINGAR
Fiskiskiptil sölu
70 rúmlesta yfirbyggður stálbátur, byggður
í Noregi 1986, aðalvél Mitsubishi 500 hö.
Báturinn selst með eða án aflahlutdeildar.
28 rúmlesta frambyggður eikarbátur, byggð-
ur á Fáskrúðsfirði 1972, aðalvél Scania Vab-
is 290 hö., árgerð 1983. Báturinn selst án
aflahlutdeildar.
Höfum kaupanda að 200 til 300 rúmlesta
skipum.
Fiskiskip - skipasala,
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu,
sími 91-22475.
Skarphéðinn Bjarnason, sölustjóri,
Gunnar I. Hafsteinsson, hdl.,
Magnús Helgi Árnason, hdl.
Fullvinnsla - Útflutningur
Af sérstökum ástæðum er til sölu fyrirtæki
á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða fyrir-
tæki í fullvinnslu sjávar- og eldisafurða til
innanlandssölu sem útflutnings. Fyrirtækið
hefur verulega umfram afkastagetu í núver-
andi framleiðslutækjum.
Áhugasamir leiti upplýsinga í síma 672621
eða 985-24611.
Sumarbústaðir - sumar-
bústaðaland - til sölu
Um 8 ha sumarbústaðaland (eignarland) við
vatn í 100 km fjarlægð frá Reykjavík er til
sölu. Á landinu eru 2 sumarhús 50 fm og
30 fm. Landið er ræktað að stórum hluta.
Stangaveiðiréttur í vatninu. Kalt vatn og raf-
magn. Miklir möguleikar sem útivistarsvæði
(trjárækt, golf o.fl.).
Skriflegar beiðnir um frekari upplýsingar
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. febrúar
merktar: „Sumarbústaðir - 10469“.
Hótel til sölu í Noregi
Mjosvang Hótel í Vang í Valdres er til sölu.
Hótelið hefur 70 rúm með tveggja og eins-
mannsherbergjum. Einnig sumarhús til sölu.
Hótelið hefur verið fjölskyldurekið, var byggt
1955 og endurnýjað 1989. Hótelið hefur
veitingastað, ráðstefnuaðstöðu ásamt kafé-
veitingastað.
Staðsetning: Liggur við Evrópuveg 16, aðalveg
milli Ósló og Björgvinjar, 230 km til Ósló, 350
km til Björgvinjar og 160 km til Lillehammer.
Upplýsingar veitir Sigurður Garðarsson í
síma 90 47 6254800 eða 90 47 67582180.
Heimilisfang: Fjordveigen 59c, 1322 Hpvik,
Noregi. Fax. 90 47 62 57333.
Sumarbústaður -
Biskupstungum
40 fm fullfrágenginn með svefnlofti, raf-
magni og vatni, stórri verönd í landi Efri-
Reykja. 2500 fm leiguland til 22 ára. Leiga
lands þegar greidd. Stutt í alla þjónustu.
Heitt vatn í landinu.
Fasteignasalan 641500
EIGNABORG sf. JZ
Hamraborg 12 - 200 Kópavogur *■
E
wm ' , m m ■
Verslunarhúsnæði -
Hamraborg
60 fm verslunarhúsnæði til leigu í Hamra-
borg - Kópavogi. Mjög góð staðsetning.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „ H-10196".
Verslunarhúsnæði óskast
Verslunarhúsnæði við Laugaveginn eða aðr-
ar aðalverslunargötur miðbæjar Reykjavíkur
óskast til leigu eða kaups.
Upplýsingar í símum 622998 og 19130.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er mjög gott 147 fm húsnæði á
2. hæð við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Góð
staðsetning og næg bílastæði.
Upplýsingar í símum 653155 og 654355.
Atvinnuhúsnæði óskast
Traust fyrirtæki óskar eftir að taka á leigu
200-400 fm atvinnuhúsnæði undir veitinga-
rekstur. Húsnæðið þarf að vera nálægt
helstu umferðaræðum borgarinnar og með
næg bílastæði. T.d. Austurbær, Skeifan.
Hafið samband við Birgi í síma 33859.
Grafarvogur - apótek
Til sölu er 215 fm húsnæði fyrir apótek í frá-
genginni verslunarmiðstöð í Grafarvogi. Heilsu-
gæslustöð er í húsinu ásamt ýmsum öðrum
rekstri. íbúar hverfisins eru um 8 þúsund.
Nánari upplýsingar veitir Jón Guðmundsson,
arkitekt, í síma 53766.
Atvinnuhúsnæði
fvesturbænum
Til leigu eru 150-180 fm á 1. hæð með inn-
keyrsludyrum og góðri lofthæð. Á 4. hæð
er allt að 600 fm skrifstofuhúsnæði, sem er
ný standsett.
Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 621983.