Morgunblaðið - 04.03.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
Siglingar og sjó-
mannamenntun
eftir Guðjón Ármann
Eyjólfsson
Um miðjan febrúar sl. birtist í
Morgunblaðinu auglýsing frá dönsk-
um sjóvinnuskóla (Nyborg söfarts-
skole). Síðan hafa nokkrir hringt í
Stýrimannaskólann og spurst frekar
fyrir um þetta nám og möguleika á
að taka það hér á landi.
Grunnmenntun
{ sjóvinnuskólanum (söfartsskol-
er) í Danmörku eða á dönskum
skólaskipum fer fram 5 mánaða
grunnmenntun og undirbúningur
ailra sem ætla í farmennsku á dönsk-
um skipum. Þeir sem ljúka námi
skipstækna (skibsassistenter) sem
er rúmlega tveggja ára nám (26
mánuðir), eru 8 mánuði í sjóvinnu-
skóla við bóklegt og verklegt nám.
í Danmörku eru 5 sjóvinnuskólar,
en einnig er hægt að ljúka grunn-
menntun um borð í skólaskipunum
Danmark og Georg Stage.
Til þess að fá skráningu á danskt
kaupskip verða menn að hafa lokið
grunnnámi skipstækna, nema þeir
hafi lokið handverksmenntun, t.d.
járnsmíðanámi og 6 vikna námskeiði
í sjómennsku.
Yfirstjórn danskrar sjómanna-
menntunar (Söfartsstyrelsen) gerir
ráð fyrir að á hvetju ári fram til
1996 ljúki 500 manns grunnnámi
sjómanna og 300 námi skipstækna.
Hinn 1. júlí sl. voru 615 skip skráð
í danska verslunarflotanum, þar af
473 í alþjóðaskráningu (DIS). Stærð
flotans er 5,4 milljónir brúttórúm-
lesta eða um 8 milljónir burðartonna
(DW).
Skipstæknir (skibsassistent)
Námi skipstækna er skipt í tvo
áfanga. Fyrsti áfangi er 5 vikna nám
eða samtals 200 kennslustundir í
öryggismálum og slysavörnum,
skyndihjálp, verklegri sjóvinnu og
hvernig eigi að standa vaktir.
Eftir fyrsta áfanga geta nemend-
ur sem ætla að ljúka námi skips-
tæknis farið á sjóinn í 6 mánuði sem
lærlingar (skibsassistentelev), áður
en þeir fara í 2. áfanga sjóvinnu-
skóla. Að honum loknum fara nem-
„Ef íslendingar ætla að
halda velli sem fisk-
veiði- og siglingaþjóð
verður að auka mennt-
un bæði undir- og yfir-
manna.“
endur aftur í siglingar í 18 mánuði.
Aðrir halda áfram námi í 2.
áfanga í 15 vikur eða tæpa 4 mán-
uði, en áfanginn er samtals 555
kennslustundir (kstd. 45 mínútur).
í 2. áfanga er haldið áfram kennslu
og þjálfun í öryggismálum, eldvörn-
um o.fl.: samtals í 120 stundir ásamt
kennslu í vinnuöryggi (auk 30 std.
í 1. áfanga).
í 2. áfanga er lögð mikil áhersla
á verkmenntun; vélsmíði og vélfræði
í samtals 150 stundir, verklega sjó-
vinnu 60 stundir og viðhald skipa
120 stundir. í siglingafræði, sigl-
ingareglum, stöðugleika og skyndi-
hjálp eru 75 kennslustundir.
Nemendur sem hafa lokið 1. og
2. áfanga og ætla ekki að læra til
starfa yfirmanns í brú, vélarrúmi eða
sem matsveinar og brytar eru skráð-
ir óreyndir skipstæknar (ubefaren
skibsassistent) í 18 mánuði. Námi
skipstækna lýkur með 3. áfanga sem
er rúmlega 3ja mánaða nám (13
vikur) og aðeins í boði við sjóvinnu-
skólann í Fredrikshavn. Nemendur
eru þá fullgildir skipstæknar (befar-
en skibsassistent).
Nám skipstæknis er því samtals
26 mánuðir, þar af 8 mánuðir á sjó-
vinnuskóla og 18 mánuðir sem lærl-
ingur á hinum ýmsu gerðum kaup-
skipa.
Störf skipstækna
Skipstæknar vinna bæði á þilfari
og í vélarrúmi. Mjög margir hafa
áður en þeir fóru til sjós reynslu og
menntun sem vélsmiðir. Skipstækn-
ar ganga sjóvaktir (útverðir í brú
verða að hafa vottorð um sjón og
litskyggni), vinna að viðhaldi og við-
gerðum, bæði í vélarrúmi og á þilf-
ari. Þeir sjá um landfestar við komu
og brottför skipsins og ganga í önn-
ur þau verk sem tilheyra störfum
sjómanna. Skipstæknar gegna sömu
störfum og hásetar og aðstoðarmenn
í vélarrúmi gegndu áður (matroser
og motormænd). í Noregi er svipað
fyrirkomulag á menntun undir-
manna á farskipum og nefnist starf-
ið á norsku „skibsmekaniker".
Stýrimanna- og
vélstj óramenntun
Stærstu skipafélögin (t.d. A.P.
Möller) bjóða æskumönnum, sem
ætla að leggja fyrir sig sjómennsku
hagstæðan starfssamning og náms-
styrki. Félögin og samtök útgerðar-
manna gefa út vandaða bæklinga
til kynningar á starfi félagsins, sjó-
mannamenntuninni og tækifærum
ungs fólks til starfa við siglingar og
sjómennsku.
Margir nemendur sjómannaskól-
anna (sjóvinnuskóla, stýrimanna- og
vélskóla) gera því starfssamning við
skipafélögin. Menntun yfirmanna á
dönskum skipum veitir auk sér-
menntunar möguleika á fjölbreyti-
legum störfum í landi. Skipafélögin
standa við bakið á fólki og styrkja
nemendur fjárhagslega til náms í
sjóvinnuskólum, stýrimanna- og vél-
skólum og tryggja þeim starfsþjálf-
un og atvinnu að loknu námi.
Að loknu 5 mánaða grunnnámi
sem hér hefur verið lýst eru stýri-
mannsefni skráð sem lærlingar (asp-
iranter) og sigla í 12 mánuði áður
en þriggja ára bóklegt nám hefst í
stýrimannaskóla (skólaárið er 42
kennsluvikur; önnin 21 vika; hér á
landi er námsönnin 13-14 vikur).
Þeir sem ætla að verða vélstjórar
taka fyrst 12 mánaða verkstæðis-
skóla og fara síðan á sjóinn. Að lokn-
um 6 mánaða siglingatíma hefst
bóklegt og verklegt nám í vélskóla.
Þegar prófum á fyrsta ári lýkur fara
vélstjóranemar aftur á sjóinn í 12
mánuði áður en þeir ljúka námi, sem
er 3 ár eins og hjá stýrimönnum.
Siglingaþjóð
Alþjóðaskráning skipa (DIS) hef-
ur verið dönskum og norskurri sigl-
ingum mikil vítamínsprauta og veit-
ir útlendingum heimild til allra starfa
nema skipstjórnar á dönskum skip-
um.
Þrátt fyrir það leggja dönsku
skipafélögin í verulegan kostnað til
Guðjón Ármann Eyjólfsson
að laða að sér ungt og vel menntað
fólk í Danmörku, en í dönskum stýri-
manna- og vélskólum eru gerðar
kröfur sem eru langt fram yfir al-
þjóðlegar lágmarkskröfur.
Reynslan hefur sýnt að vel mennt-
aðir sjómenn eru þegar til lengri tíma
er litið besta fjárfesting skipafélag-
anna sem kemur fram í betri og
hagkvæmari rekstri. Útgerðarfélög-
in vilja því helst hafa Dani sem yfir-
og undirmenn á skipum undir dönsk-
um fána.
Störf sjómanna og dönsk skipafé-
lög njóta velvilja stjórnvalda og vin-
sælda hjá almenningi. Danir eru
stoltir af að vera siglingaþjóð. Sigl-
ingar eru einn af aðalatvinnuvegum
þjóðarinnar og danski verslunarflot-
inn meðal þeirra stærstu í heimi og
sá fjórði stærsti í Evrópu. Við sigl-
ingar þar í landi starfa um 35.000
manns, þar af eru 11-12 þúsund
farmenn. Heildarveltan árið 1991
var um 45 milljarðar danskra króna.
Stærsta skipafélagið, Rederiet A.P.
Möller A/S, sem hér hefur oft verið
vitnað til, hefur mörg járn í eldinum,
rekur m.a. flugfélag, olíuborpalla
o.s.frv., en það er eftirtektarvert að
í kynningarriti félagsins (A.P. Möller
uddannelse) er alltaf talað um félag-
ið sem Útgerðarfélagið og það með
stórum starf — Rederiet — til þess
að leggja enn frekar áherslu á hver
er undirstaða og upphaf þessa öfluga
atvinnufyrirtækis. Hér á landi þykir
fínna að nota flutningafyrirtæki en
skipafélag.
Danskir framhaldsskólar taka
iðulega að sér sérstök skip (adop-
tivskib) og nemendur skrifa bréf og
senda pakka til áhafna skipanna.
Framhaldsskólanemendur fá með
þessu starfi lifandi áhuga á sigling-
um og sjómennsku og kynnast því
Afmæli lýðveldiskrónunnar
eftir Önund
Ásgeirsson
íslendingar jafnt sem útlendingar
eru algjörlega andvígir verðbólgu.
Okkur hefír verið sagt, að verðbólga
sé hér nú minni en í viðskiptalöndum
okkar, og vei sé þeim sem Iætur
annað í ljós. Þess vegna sé krónan
okkar nú alltaf að hækka í verði,
eins og við öll hljótum að sjá og
skilja. Útflytjendur telja það raka-
laust ósannindi, ef einhver skyldi
halda öðru fram.
Fljótlega eftir stríðslok komst á
það jafnvægi í gjaldeyrismálum
helztu viðskiptalanda okkar, að um
2 þýzk mörk voru jafngildi dollars
og um 2 dollarar jafngildi sterlings-
punds, eða um 4 mörk í pundi. íslend-
ingar eru stöðugt að ræða um að
það sé mjög bagalegt í alþjóðavið-
skiptum, að stærsti gjaldmiðill heims,
dollarinn, sé háður endalausum
sveiflum, og er þá oftast miðað við
hina staðfestu íslenzku krónu. Þann-
ig lækkaði dollar í fyrradag um 33
aura, sem sýnir að krónan var að
hækka í verði, en svo gleymum við
því bara, að doilarinn hækkaði í gær
um 44 aura. Við gerum auðvitað
ekkert með það, þar sem útgerðar-
menn og útflytjendur sjávarafurða
segja okkur að þetta bæti hag lands-
ins, og því sé það einskonar þjóðem-
„í þessum óraunhæfa
draumaheimi höfum
við nú lifað í hálfa öld
eða meir. Sex prósenta
gengisfellingin 23. nóv-
ember í fyrra var þar
engin nýlunda. Hún var
sama rökleysan og allar
hinar sem á undan
gengu.“
isást, að þegja um það að innfluttar
neyzluvörur hækki til almennings. í
þessum óraunhæfa draumaheimi
höfum við nú lifað í hálfa öld eða
meir. Sex prósenta gengisfellingin
23. nóvember í fyrra var þar engin
nýlunda. Hún var sama rökleysan
og allar hinar sem á undan gengu.
Gullfóturinn
Áður var verðmæti gjaldmiðla
miðað við verð á gulli, og nefndist
gullfótur. Þegar íslendingar stofnuðu
til lýðveldis 1944, með stuðningi
Bandaríkjanna, Breta, Sovétmanna
og annarra Bandamanna í síðari
heimsstyijöldinni, kostaði únsa af
gulli um 240 dollara, á þáverandi
gengi kr. 6,50 eða 1.560 GKR úns-
an. Síðar gerðist það, að birtar voru
í Financial Times myndir af sterlings-
pundinu, þar sem það flaut niður
Themesá með brezku þinghúsin, The
Houses of Parliament, í baksýn, og
fylgdu margar víxlverkanir á erlend-
um gjaldmiðlum í kjörfarið. En krón-
an okkar var alltaf jafn staðföst, og
fylgdi jafnan þeim gjaldmiðli, sem
mest felldi gengið, þegar hún féll
ekki sjálf upp á sitt eindæmi. Nú
kostar únsa af gulli um 360 dollara.
Miðað við gullfót hefir dollar þannig
lækkað um 50%. Hlutföll helztu
gjaldmiðla eru nú þannig, að dollar
kostar um DDM 1,50, og sterlings-
pund um USD 1,50. Pundið kostar
því nú um 2,25 þýzk mörk í stað um
4,00 áður. Hækkun þýzka marksins
er því um 78% miðað við sterlings-
pund.
Brauðfóturinn
Við lýðveldisstofnunina var verð-
gildi krónunnar 6,50 fyrir dollar. Hún
féll ört vegna sífelldra gengisfell-
inga, og 1. janúar 1981 var hún
ekki talin nothæf lengur og nefnd
gamla krónan, GKR. Var nú strikað
yfír tvö núll og gefín út ný króna,
með verðgildinu NKR 6,25 jafnt doll-
ar. Nú er sá dagur upp runninn að
verðgildi dollars hefír náð 65 NKR,
þannig að verðgildi nýju krónunnar
er nú 1/1000. hluti eða 1 pró mill
af gömlu lýðveldiskrónunni miðað við
dollar, en 1/1500. hluti miðað við
gullfót. Stöðumælagjald er nú 50.000
GKR á klukkustund. Jafnt gamla
sem nýja krónan hafa staðið á brauð-
fótum allan lýðveldistímann. Fjár-
málastjóm lýðveldisáranna er mikil
raunasaga.
Afleiðing gengisfellinganna
Vegna samfelldrar rýrnunar krón-
unnar reiknar ríkisskattstjóri árlega
samkvæmt skattalögum svonefndan
verðbreytingarstuðul, til leiðrétting-
ar á verðmæti eigna til skatts. Verð-
breytingarstuðull ársins 1992 er
ákveðinn 1,17%, þrátt fyrir 6% geng-
isfellinguna 23. nóvember sl. Verð-
breytingarstuðlar undanfarandi ára
sýna hina opinberu verðlagsþróun,
mælt í hundraðshlutum fyrir hvert
ár:
1976 25,43 1985 28,68
1977 28,15 1986 28,43
1978 48,15 1987 17,95
1979 45,51 1988 18,48
1980 54,91 1989 22,24
1981 53,49 1990 19,16
1982 53,78 1991 6,18
1983 71,67 1992 1,17
1984 26,72
Mest er þetta afleiðing gengisfell-
ingarstefnunnar. Þrjár gengisfelling-
ar 1988 námu alls 18% og níu gengis-
fellingar 1989 námu alls 21,32, sem
sýnir samhengið.
á hveiju þjóðin lifir. Þeim er síðan
boðið sérstaklega um borð í þau fáu
skipti sem skipin koma til danskra
hafna, en 90% af siglingum danskra
skipa eru á milli erlendra hafna
(cross trade).
Sjómannaskólar í Sveinborg
í Sveinborg á Fjóni eru tveir sjó-
vinnuskólar, stýrimannaskóli og vél-
skóli, hvor tveggja glæsilegar
menntastofnanir.
Handan við götu við Vélskólann
(Svendborg Maskinmesterskole) eru
sérstakir nemendabústaðir, samtals
110 íbúðir (A.P. Möller kollegiet) en
skipafélagið A.P. Möller (Mærsk-
Line) studdi myndarlega við bakið á
Vélskólanum og fleiri aðilum í Svein-
borg, þegar þeir stóðu fyrir bygg-
ingu námsmannaíbúða fyrir um 20
árum. Síðan hafa verið byggðir fleiri
námsmannagarðar í Sveinborg og
nú eru um 400 íbúðir fyrir náms-
menn í sjómannaskólunum og öðrum
sérskólum þar í borg, en í stjórn
nemendaíbúðanna sitja m.a. skóla-
stjórar og nemendur sjómannaskól-
anna. Verkstæðisskóli Vélskólans er
í eigu A.P. Möller-skipafélagsins,
sem er stærsta skipaútgerð á Norð-
urlöndum, en vélskólinn hefur á
hendi allan rekstur og skipulag
kennslunnar.
Skipafélagið Lauritzen átti og rak
lengi á eigin kostnað sjóvinnuskól-
ann í Kogtved, sem er rétt við Svein-
borg. Fyrir nokkrum árum gaf félag-
ið sjóvinnuskólann sem var gerður
að sjálfseignarstofnun og er nú rek-
inn með 50% framlagi frá yfirstjórh
dönsku sjómannaskólanna (Söfarts-
styrelsen) og námskeiðsgjöldum
nemenda sem útgerðirnar greiða að
stórum hluta.
Á 100 ára afmæli Lauritzen árið
1984 gaf félagið sjóvinnuskólanum
1.000 fermetra byggingu, sem kost-
aði þá 10 milljónir danskar, en á
eirplötu í byggingunni er m.a. ritað:
„Gjöfin er viðurkenning á mikilvægi
skólans fyrir menntun verðandi sjó-
manna í Danmörku.“
íslensk viðhorf
L
Í
i
f
I
I
Þetta jákvæða viðhorf til sjó-
manna og farmannamenntunar til
þess að efla með því siglingar í hönd-
um íslendinga sjálfra finnst mér að
vanti hér á landi.
Þetta viðurkennir að sjálfsögðu
enginn þeirra sem er málið skylt.
En þegar erlendir sjómenn eru t.d.
teknir fram yfir unga menn á skip
í eigu íslendinga, þó að þeir hafi
lokið farmannaprófi frá Stýrimanna-
skólanum með svo góðum vitnis-
burði að þeir voru hæstir á prófinu
og fengu sem viðurkenningu svo-
nefndan farmannabikar, sem ber
nafn Eimskipafélags íslands er gaf
hann á sínum tíma, þá tala verkin
Önundur Ásgeirsson
Gengisfellingar rýra allar eignir
landsmanna, þar með talið inneignir
manna hjá bönkum og innlánsstofn-
unum, einnig spariskírteini og önnur
skuldabréf ríkissjóðs. Bankar verða
þannig íjárvana við hveija gengisfell-
ingu og sömuleiðis fyrirtæki lands-
manna. Bankar megna því ekki að
veita fyrirtækjum nauðsynlega fyrir-
greiðslu vegna fjármagnsskerðingar
við gengisfellinguna, og verða að
leita til Seðlabankans um aukið
lánsfé. En Seðlabankinn býr ekki til
neitt fé. Hann á aðeins um tvær leið-
ir að velja, erlend lán eða aukið seðla-
i
i
i