Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 B 5 Morgunblaðið/Rúnar Þðr Guóridur og Gunnor. Hafa ekki fundið mun á því hvort þau eru að vinna við það sama eða ekki. Saiminna í 30 ár 0 ÞAU giftu sig fyrir þrjátíu árum og hafa unnið saman meira ■ og minna síðan. Guðríður Jóhannsdóttir og Gunnar Torfason Ovinna bæði hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, hún við snyrtingu og pökkun, hann við merkingu umbúða og pökkun. Svo kemur ■■ það fyrir að þau fara inn á starfsvið hvors annars, helstu hand- 3 tök við vinnsluna orðin þeim töm. ■■■ Guðríður og Gunnar eru bæði VI frá Drangsnesi á Ströndum þar J sem þau unnu hjá sama fyrir- Ztæki enda fátt annað að hafa. Yfirleitt unnu þau í landi en á sumrin brá Gunnar sér á sjó ef hann gat. Þau fluttu til Akur- eyrar fyrir sjö árum og fyrstu VI mánuðina vann Guðríður hjá ™ Lindu hf. Arnars hafa þau unn- “ ið við það sama. „Við höfum ekki fundið mun á því hvort við erum að vinna saman eða ekki. Nema hvað það er þægilegt að vinna á sama stað, við erum samferða í og úr vinnu." - Enginn faglegur ágreiningur um vinnuna? „Það kemur fyrir, okkur er ekki sama hvemig hlutimir em unnir. Vinnan er auðvitað oft rædd heima og þá niður í minnstu smáatriði." Guðríður og Gunnar segja það ekkert angra að vinna á sama stað. „Ef svo hefði verið hlytum við að hafa gert ráðstafanir til að skipta um vinnu fyrr. Tilbreytingin er ekki allt.“ 8amlceppnm ríklr SAMKEPPNIN ríkir á heim- ili fréttamannanna Sigríðar Árnadóttur og Helga Más Arthurssonar. Enda varla á öðru von, þau starfa hvort á sinni fréttastofunni, þar sem ekkert lát verður á kapp- hlaupinu um að verða fyrstur með fréttimar. „Samkeppni er af hinu góða, hún heldur manni við efnið. Ef annað okkar er með góða frétt seg- ir það ekkert. Ja nema Helgi, hann hringir stundum niður á Útvarp og spyr sisvona hvort það sé ekk- ert í fréttum ... Það er ótvírætt merki þess að hann hefur komist í góða frétt,“ segir Sigríður. Helgi og Sigríður kynntust ekki í gegnum vinnuna. Hún var þá þegar fréttamaður á Ríkisútvarpinu en hann hafði tekið sér frí frá blaða- mennsku. Eftir að kynni þeirra hóf- ust sneri Helgi sér aftur að frétta- mennskunni en segir það ekki hafa verið fyrir áhrif frá Sigríði. Hann starfar nú á fréttastofu Sjónvarps. Helgi og Sigríður segjast vera fréttastofum sínum trú hvað varði fréttir en þegar vinnunni sleppi ræði þau hana vissulega. „Við höfum bæði áhuga á fréttum og það gefur því auga leið að við ræðum allar hlið- ar frétta og fréttamennsku. Við sýn- um enga miskunn, gagnrýnum hvort annað og fréttastofurnar ef okkur þykir ástæða til,“ segir Helgi. „En það kemur einnig fyrir að við aðstoð- um hvort annað, til dæmis ef við erum að vinna að þáttagerð. Þá er Morgunblaðið/Þorkell Helgi eg Sigrióur. Gætum ekki hugsað okkur að vinna saman. þægilegt að geta rætt hugmyndir og auðvitað ræðum við vinnuna stund- um i trúnaði. Það er þó rétt að taka það fram að siðareglur blaðamanna er virtar á okkar heimili, við gefum hvort öðru ekki upp heimildarmenn." Þrátt fyrir sameiginlegan frétta- áhuga segjast Helgi og Sigríður tæp- lega geta hugsað sér að vinna sam- an. „Ekki það að við óttumst að verða leið á hvort öðru, fréttamaðurinn er mikið einn og með sínum viðmælend- um. Ástæðan er fyrst og fremst sam- keppnin sem ríkir á milli okkar. Svo gæti ég ekki hugsað mér að vera undirmaður Sigríðar og hún gerði formlegar athugasemdir við vinnu mínn Þetta viðhorf hefur ekkert með karlrembu að gera,“ segir Helgi. Fjölskylda fréttamanna er sér meðvituð um starf þeirra og segir Sigríður það margoft hafa komið fyrir að í ijölskylduboðum gæti menn tungu sinnar, taki sérstaklega fram að ákveðin umræðuefni eigi ekki er- indi í fjölmiðla eða þagni hreinlega í miðri setningu. „Margir af okkar sameiginlegu vinum eru í stéttinni en svo eigum við einnig vini sem koma ekkert nálægt starfinu. Það er nauðsynlegt að hitta þá öðru hveiju og láta vinnuna lönd og leið.“ - Ef einhver missir út úr sér áhugaverðar upplýsingar eða frétt þar sem þið eruð bæði, hvað þá? „Við reynum hvort um sig að kom- ast að því hvort hitt hafi tekið eftir nokkru. Hafi athyglin verið í lagi hjá báðum kemur fréttin væntanlega bæði í Útvarpinu og Sjónvarpinu." ^auðsplegl aó ræóa starfió IU „Kennslan er geysilega krefjandi starf og því er gott að hafa einhvern til að ræða við um það sem upp kemur i kennslunni. Þegar verst lætur kostar hún andvökunætur," segir Sigurður Lyngdal kennari í Hólabrekkuskóla en kona hans, Magnea Ant- onsdóttir, er kennari við Fossvogsskóla. Bæði Sigurður og Magnea eru kennarar af lífi og sál, þau sinna alls kyns auka- og trúnaðarstörfum í tengslum við kennsluna og því er oft anna- samt á kennaraheimilinu i Fossvogi. Sigurður og Magnea kynnt- gerðust skólastjórar grunnskólans. „í upphafi unnum við mikið, vorum að byija í kennslu, vorum barnlaus og sjónvarpslaus. En samstarf okk- ar gekk vel og varð til þess að við urðum samhentari fyrir vikið,“ segir Magnea. Sigurður og Magnea sneru til Reykjavíkur eftir tvo vetur á Borg- arfirði og hófu kennslu. Þau segja það ekki skipta höfuðmáli hvort þau kenni við sama skóla eða ekki. „Við SE ust í Kennaraskólanum í lok sjöunda áratugarins. Þá voru nem- endur skólans heldur yngri en nú og var stofnað til margra sambanda í skólanum. „Við þekkjum til all- margra kennarahjóna. Einn grunn- skóli borgarinnar er meira að segja kallaður „kærleiksheimilið", því þar kenna svo mörg hjón.“ Að loknum námi héldu þau til Borgarijarðar eystri þar sem þau hefðum ekkert á móti því að vinna saman þó að margir hræðist það. í kennslunni er maður sjálfs síns herra og mestan hluta tímans inni í stofu með nemendum. Samkennar- ana hittum við í stuttum kaffihléum og þá er aðalumræðuefnið kennslan og nemendurnir. Kennarar þurfa mikið að ræða starfið og í starfs- mannahófum er það stór kostur ef makinn getur tekið þátt í umræð- unni, sem oft vill snúast um skóla- mál.“ - En hvað með verkföll sem nú vofa yfir? „Við fórum í verkfall 1984 og vorum lengi að rétta fjárhags- stöðuna af eftir það. Sú staðreynd að við erum í sama stéttarfélagi dregur ekki úr baráttuþrekinu, styrkir það fremur en hitt.“ Morgunbladið/Ami sæberg Siguróur og Magnea. Kostur í starfsmannahófum ef makinn getur tekið þátt í umræðunni. Morgunblaðið/Þorkell Erlingur og Gréta Marin. Skilningur á erlinum og álaginu. Samvtnna í sól «i STARF fararstjóra á sólarströnd er umfangsmikið og getur reynt á taugarnar. „Fararstjórinn er í raun alltaf á vakt og því er starf- ið ótvíræður kostur fyrir pör. Álagið á sambandið getur orðið mikið en sjálfsagt hvorki betra né verra en hjá öðrum pörum,“ segir Gréta Marín Pálmadóttir en hún er fararstjóri með sambýlis- manni sínum Erlingi Karlssyni á sumrin. Yfír háveturinn vinna þau hins vegar ólík störf, sem þau segja ágæta tilbreytingu. Gréta Marín og Erlingur kynnt- talað um það sem kemur upp á og flE ust á Costa del Sol, þar sem þau voru bæði fararstjórar. Þau hafa starfað saman síðan þá, “ hafa reyndar flutt sig um set ^ til Benidorm. „Við erum ekki ||i saman öllum stundum í vinn- unni því við skiptum með okkur verk- um. En við berum sameiginlega ábyrgð á hópum og það getur verið erfitt að setja mörkin á milli vinnu og einkalífs þegar vinnan er svo stór hluti þess. En það er gott að geta að það sé skilningur á stöðugum erlinum og álaginu," segir Erlingur. Á vetuma hefur Gréta starfað hjá ráðningarþjónustunni Liðsauka en Erlingur verið kennari við íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni. „Til- breytingin er af hinu góða en vissu- lega er minni skilningur á störfum hvors annars yfir vetrartímann," segir Gréta Marín. „Með fararstjóm- inni er þetta hins vegar góð blanda." Engar (réttir að hafa úr eldhúsimi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guóloug og Karl. Ekkert franskt eldhús heimafyrir, heldur hefbundinn íslenskur matur. 2 HANN var eldri nemi þeg- 5! ar hún hóf verklegt nám á Z Hótel Sögu fyrir tæpum Rll fimm árum. Karl Ásgeirs- 5 son tók nýliðanum Guð- J laugu Jónsdóttur vel, raun- J ar svo vel að þau hófu sam- búð fyrir þremur árum og ■W starfa enn á Hótel Sögu. Q| „Þetta hefur gengið stór- ■■■ slysalaust,“ segir Guðlaug J en þau hafa unnið nær ■6 sleitulaust saman síðan þau I" kynntust, þar sem þau ^ ganga yfirleitt sömu vakt. Eina frávikið frá þessu var í fyrrasumar en þá rak Guðlaug veitingaskálann á Brú í Hrútafirði. Guðlaug og Karl segja að það sé ekki síst hinn óreglulegi vinnu- tími starfsfólks hótela og veitinga- staða sem leiði fólk saman, það eigi oft frí þegar aðrir séu í vinnu. Karl vinnur í Grillinu og að hluta til á annarri hæð, vinnustað Guð- laugar. Þau vinna yfirleitt á sömu vöktum og eru samferða í og úr vinnu, sem þau segja mikinn kost. Á móti kemur að það sem gerist í dagsins önn berst þeim báðum til eyrna. „Við segjum engar frétt- ir þegar við komum heim, vinnan hefur þau áhrif að við ræðum smáatriðin í sambandi við vinn- una, fagleg og önnur, eða þá að við reynum að tala um eitthvað allt annað,“ segir Guðlaug. í eldhúsinu heima skipta mat- reiðslumennirnir með sér verkum, hún bakar og hann eldar. „Og það er ekki franskt eldhús, vel að merkja. Við viljum hefbundinn ís- lenskan mat.“ - En verkaskipting í vinnunni? „Okkur finnst gott að vinna saman, við gjörþekkjum vinnu- brögð hvors annars," segir Karl. „Að öðrum kokkum ólöstuðum tre- ysti ég Guðlaugu best, enda var hún valin nemi ársins þegar hún útskrifaðist."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.