Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
SIÐWRÆÐI/Hejyrir einhver andardráttinn?
Smælingi
smælingjanna
BARN, nakið undir skuggaleg-
um himni, finnur vindinn næða
um sig. Það dregur andann af
veikum mætti, getur ekki leng-
ur grátið á kaldri jörðinni. Ekki
er von á neinum manni. Lungun
þenjast út og dragast aftur sam-
an...
Barn fæðist. Móðirin hatar það.
Hún var fangi í nauðgunar-
búðum í nokkra mánuði. Henni
var sleppt þegar þungun hennar
var orðin augljós. Dag eftir dag
var henni nauðgað af einkennis-
klæddum mönn-
um með númer
saumuð í jakka.
Enginn veit hver
faðirinn er. Hann
er aðeins gleymt
númer sem fékk
skipun um að
nauðga og þvinga
eftir Gunnar
Hersvein
konur til samfara með hömlulausu
ofbeldi. Glæpur gegn mannkyninu
var framinn á saklausri móður
barnsins. Getnaðurinn var skipu-
lagður af andlitslausum mönnum
sem sitja snauðir af ást bak við
skrifborð. Hatursfullum mönnum
sem beijast um völd og semja um
vopnahlé á viðurkenndum sýndar-
ráðstefnum. Karlmönnum í hrein-
um jakkafötum með flekkaðar
hendur. Morðingjum sem hafa
bæði tíma og frið til að drepa.
Osjálfrátt fyllir bamið lungun í
fyrsta sinn. Loftið er sama eðlis
og allir anda að sér á jarðkringl-
unni, en það er blandið mannleg-
um harmi. Faðirinn veit ekki af
fæðingunni. Hann er númer í hem-
um, leiksoppur stríðsherranna.
Hann var nauðgari í fangelsi hinna
saklausu. Eins og hræddur hundur
hlýðir hann skipunum. Bamið mun
aldrei njóta föðurhlýju. Það getur
ekki tekið hann sér til fyrirmyndar
eða verið stolt yfir afrekum hans.
Ástin hefur verið krossfest í land-
inu. Faðirinn er þó manneskja, en
ekki númer eins og honum er talin
trú um. Hann hefur verið skírður
nafni, nafni sem barnið mun aldr-
ei heyra nefnt.
Bamið grætur kröftuglega eins
og öll heilbrigð böm gera. Mjólkin
bíður volg í stórum bijóstum, en
móðirin vill ekki sjá barnið. Hún
er bitur. Hún var niðurlægð, barin
og pínd. Framtíð hennar hefur
verið eyðilögð. Hermenn komu í
þorpið, fluttu fólk í fangabúðir,
pyntuðu og drápu. Þeir brenndu
hús, myrtu menntamenn og
nauðguðu konum. Henni var mis-
þyrmt og hún send til baka með
barn undir kviði. Þegar heim kom
uppgötvaði hún að eiginmaður
hennar var enn á lífi, en hann
hrækti framan í hana. Hann var
smánaður. Hún bar ekki hans barn
og var óhrein í augum hans. Hann
barði hana, langaði til að drepa
hana en gat það ekki. Henni var
hafnað af þeim sem eftir voru af
ættinni. Hún fékk taugaáfall og
reyndi að fremja sjálfsmorð en það
mistókst. Lífið var orðið óbærilegt
og barn óvinarins var inni í henni.
Hún hafði verið sátt við lífið,
mennina og guð en nú var ekkert
eftir, ekkert nema ijúkandi rústir
sakleysisins. Hatrið er eina til-
finningin sem gefur henni kraft
til að lifa.
Naflastrengurinn er klipptur.
Bamið er skilið frá móður sinni.
Það er eitt í fjandsamlegum heimi
og á enga stuðningsmenn. Á jörð-
inni gæta hermenn friðarins með
drápstólum. Hermenn sameinaðra
LÆIiNISFRÆDlÆ/7/ vísindi bcebi tilgóds og ills?
Metsiníkov og Tolstoj
RÚSSNESKA Stórskáldið Lév
Tolstoj lét ekki við það sitja að
skrifa löngu snilldarverkin um
Önnu Karenínu og Stríð og frið.
Eitt hinna mörgu skáldrita hans
í smærra formi er sagan um
Ivan Iljitsj og dauða hans. Sá
ívan var ekki hugarfóstur
Tolstojs heldur maður sem lifði
og dó en banalega hans og dauði
varð skáldinu yrkisefni.
Bróðir ívans hét Ilja Metsjníkov
og var háskólamenntaður
dýrafræðingur en heillaðist
snemma af smásjánni og komst í
grúski sínu inn á nýjar leiðir. Hann
........ iimii !■! i M fæddist $ Úkraínu
árið 1845 og varð
prófessor í fræð-
um sínum við
Odessa-háskóla
28 ára gamall.
Dvölin þar varð
honum erfið,
skap hans var
stórt og sveiflótt
og oftar en einu sinni reyndi hann
að stytta sér aldur. Eftir áratug í
kennaraembætti lenti hann í deilum
við stjórn háskólans og hvarf á
braut. Leiðin lá til Ítalíu og í Mess-
ínu á Sikiley hófst frægðarferill
vísindamannsins. Þar dundaði hann
við að skoða í smásjá lirfur kross-
físka en þær eru gagnsæjar og því
auðvelt að fylgjast með því sem
fram fer inni í kvikindunum. Þegar
hann sá frumur á flakki fram og
aftur um lirfurnar kom honum í
hug að ef til vill væru þessar frum-
Mr vamarlið hins litla líkama. Hann
potaði örsmáum rauðum litarkorn-
um inn í lirfurnar og flökkufrum-
umar bragðu við skjótt og gleyptu
litinn. Hann gaf þeim nafnið át-
frumur og með margvíslegum til-
raunum komst hann að því að hvítu
blóðkornin í æðum og vefjum
manna og annarra lífvera eru líka
eftir Þórarin
Guónason
Tolstoj (t.v.) og Metsjníkov.
átframur sem gleypa í sig aðskota-
dýr eins og bakteríur og annað ill-
þýði. Ef maður stingur sig á þymi
eða særist af eggvopni komast
sýklar inn í holdið, það bólgnar og
eftir nokkra daga safnast gröftur
kringum þyrnisoddinn eða í skurð-
inn eftir hnífínn. Gröfturinn er
aragrúi af hvítum blóðkomum sem
liggja dauð í valnum eins og falln-
ir liðsmenn eftir orastu. Þau hlýddu
kallinu sem átfrumur, grönduðu
sýklum og fórnuðu lífi sínu fyrir
sigur föðurlandsins.
Þetta var stórkostleg uppgötvun
sem kom eins og fagnaðarboðskap-
ur í kjölfar uppljóstrana þeirra
Pasteurs, Listers, Kochs og ann-
arra stórspámanna bakteríuvís-
inda. Efnafræðingurinn Pasteur
kunni líka að meta framlag dýra-
fræðingsins Metsjníkovs og bauð
hann velkominn til starfa í stofnun
sinni í París. Þar vann hann til
dauðadags 1916 og stjómaði
Pasteur-stofnuninni þegar upp-
hafsmaður hennar var fallinn frá.
Árið 1908 hlaut Metsjníkov læknis-
fræðiverðlaun Nóbels ásamt Paul
Ehrlich sem bjó til sárasóttarlyfið
salvarsan.
Þegar Tolstoj var rúmlega átt-
ræður heimsótti Metsjníkov rithöf-
undinn aldna á aðalssetri hans
Jasnaja Poljana. Gesturinn lýsti
þeirri heimsókn síðar og gefur í
skyn að erindi hans hafí einkum
verið að ræða við skáldið um af-
stöðu þess til vísinda og þá ekki
síst þeirra sem snertu heilsu- og
læknisfræði. Tolstoj hafði á efri
áram talað og skrifað um læknis-
fræði af mikilli andúð og skilnings-
leysi á þeim tilraunum og rann-
sóknum sem að flestra dómi vora
að leiða lækningar út úr þoku
hindurvitna og fáfræði liðins tíma:
„Læknisfræði vorra daga,“ skrifar
hann í dagbók sína „gerir að líkind-
um meira tjón en gagn“. Hann tók
samt vel á móti Metsjníkov en
ræddi ekki við hann um alvarleg
málefni meðan aðrir heyrðu til
heldur bauð honum að aka með sér
í litlum hestvagni út í sveit og í
þeirri för losnaði um málbeinið á
skáldinu. „Þeir hafa mig fýrir
rangri sök,“ mælti hann „sem telja
mig hatast við bæði trú og vísindi.
Sannleikurinn er sá að ég er trúað-
ur en er á öndverðum meiði við
kirkjuna sem afskræmir sanna trú.
Sama máli gegnir um vísindi. Ég
dáist að sönnum vísindum sem
styðja að velferð manna og ham-
ingju en gef lítið fyrir hin sem
leggja allt kapp á að fræðast um
stærð og þyngd tunglanna um-
hverfís Satúmus og annað álíka
þarflegt." Vel fór á með þeim félög-
um og komust þeir að sameigin-
legri niðurstöðu um að annar væri
efnishyggjumaður en hinn trúmað-
ur, og þar við sat. Þegar heim kom
var tekin myndin sem fylgir þess-
um línum.
þjóða skjóta eftir
settum reglum
undir vissum
kringumstæðum.
Það er fætt í heim
græðginnar og hatursins. Það
skynjar enga ást, aðeins harm, þó
er það saklausara en hið saklausa
og langar aðeins til að sjúga bijóst.
Það langar til að drekka dísæta
mjólkina en móðurtilfínningin hef-
ur verið troðin undir jámhæl valds-
herranna miklu. Móðurástinni var
eytt í nauðgunarbúðum heimsins
og ættfólk bamsins trúir í blindni
á siðareglur og boð og bönn trúar-
setninganna. Ástin á engan stað
í hjörtum mannanna. Hatrið ríkir
eitt.
Hijúfar og ókunnar hendur taka
barnið og einhver gengur með það
undir viðsjárverðan himin.
Barnið er kalt og
hungrað í mjólk
ástarinnar. Það er
einmana undir af-
skiptalausum
himni. Það hefur
numið óttann, ugginn og
angistina. Það grætur af öll-
um lífsins og sálarkröftum en
eyru mannanna era lokuð fyrir
sakleysinu. Barnið reynir að sjá
hver ber það út en augun láta
ekki að stjórn og skothríð í fjarska
truflar athygli þess. Og það sér
ekki heldur sjónvarpstökumann-
inn sem festir það á fílmu til
að flytja heiminum nýjar og
ferskar fréttir af sigurgöngu
mannskepnunnar á jörðinni.
Bamið skelfur. Utburðar-
maðurinn gengur með það
hæfilega langt til að hinn
óþægilegi grátur berist
ekki neinum til eyrna.
Það er skilið eftir á ör-
æfum mannlegrar um-
hyggju. Hulið blindum
augum. Krafa bamsins
er þó einöld og skýr: Að
fá að drekka mjólk í heitu
móðurfangi. Enginn réttir því
hjálparhönd. Morðingjar skipu-
lögðu dauða þess í smáatriðum og
út um víða veröld horfa mennimir
þegjandi á.
Máttur bamsins fer þverrandi.
Gráturinn fjarar út. Myrkrið grúf-
ir yfír. Tómið er móðir þess og
myrkrið faðir. Sterkur ljósgeisli
beinist skyndilega að barninu og
það sér stjörnu í huganum. Það
ímyndar sér að það sé meðal vina
og brosviprar sjást andartak á
andliti þess. Ástin bærist í smáu
bijóstinu. Það langar til að gefa,
þiggja og þakka. En sjónvarp-
stökumaðurinn slekkur á ljóskast-
aranum og flýtir sér í burtu.
Stjarnan hrapar og í morgunskím-
unni kemur e.t.v. einhver og gref-
ur litla holu.
m
Félagsmálapakki
VALS
Vilt þú vera virkur í íþróttafélagi
án þess að svitna mikið?
Knattspyrnufélagið Valur býður upp áýmsa valkosti:
BRIDGE:
Hið árlega Valsmót í tvímenningi í bridge verður haldið í mars;
tveggja kvölda mót, sem verður nánar auglýst síðar. Áhuga-
menn um reglulegar bridgeæfingar á vegum félagsins skrái
sig hjá húsvörðum. Nú er bara að láta slag standa og vera með.
DANS:
Á hverju þriðjudagskvöldi kl. 21.00 er dansæfing þar sem
Henný Hermanns kennir samkvæmisdansa. Henný hefur það
á orði að það sé gaman að kenna Vals-mönnum vals...
GETRAUNIR:
Á laugardögum frá kl. 10.00-13.00 er tilvalið fyrir tippara lýð-
veldisins að mæta á Hlíðarenda, því þá starfar getraunanefnd
félagsins. Enska knattspyrnan, tölvukerfi, kaffi og kökur.
PÍLUKAST:
Á mánudagskvöldum frá kl. 20.00 er stundað pílukast undir
stjórn íslenska pílukastfélagsins. Samhæfing hugar og handar
er allt sem þarf. Skemmtilegt sport.
TÓNLIST:
Einu sinni í viku eru opnir tónfundir með Valsbandinu. Hljóð-
færaleikarar, söngvarar og áheyrendur eru velkomnir. Fyrst
var það Guðjón, svo Ragga. Hvaða óslípaði demantur verður
uppgötvaður næst?
SKÁK:
Fyrsta fimmtudagskvöld í hverjum mánuði eru skákæfingar
undir leiðsögn traustra manna. Taktu taflið og skákklukkuna
með.
KÓR:
Næsta haust hitnar enn í kolunum, því þá fer Valskórinn af
stað. Fylgist vel með frekari auglýsingum um málið.
ALLAR ofangreindar uppákomur
eru í Valsheimilinu að Hlíðarenda.
ÞÆR ERU OPNAR ÖLLUMl
Knattspyrnufélagið Valur,
simar 12187 og 11134.