Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 8
8 B
-Sr.VA’fe WfiWÁVViMrýÚfe VttákrWfi&rólfitftNi' _
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR"7. MARZ 1993
1902 Sögufélagið stofnað.
1922 Ráðuneyti Sigurðar
Eggerz skipað.
1929 Einar Árnason skipað-
ur fjármálaráðherra.
1930 Útvegsbankinn stofn-
aður.
1933 d. Stefán frá Hvítadal.
1954 Áburðarverksmiðjan
tekur til starfa.
0 0 0 0
1274 d. Tómas frá Aquino,
ítalskur heim speking-
ur og guðfræð ingur.
Höfundur Summa Theo-
logiae og fremsti fulltrúi
skóla speki miðalda.
1714 Friðurinn í Rastadt (Ra-
statt). Austurríkis menn
og Frakkar kom ast að
samkomulagi og
staðfesta Utreecht-sátt-
málann, sem batt enda
á spænska erfða stríð-
ið.
1912 Frakkinn Henri Seimet
flýgur fyrstur manna í
einum áfanga frá Lond-
on til Parísar, á þrem-
ur klukkustund um.
1926 Fyrsta símtalið milli
New York og London.
1941 Bretar ráðast inn í
Abyssiníu (Eþíópíu).
1945 Bretar sækja til Mand-
alay í Burma.
1963 Fyrsta heimsókn opin-
bers fulltrúa Sovét-
stjórnarinnar í Páfa-
garði.
1971 Svissneskir karlar
sam-þykkja að veita konum
kosningarétt.
1974 Austur-Þjóðverjar og
Vestur-Þjóðverjar
ákveða að skiptast á
sendiherrum.
AFMÆLISDAGAR
Josephe Niepece 1765.
Franskur læknir og upphafs-
maður Ijósmyndunar. Varð
fyrstur manna til að festa mynd
á Ijósnæma plötu 1826.
Edwin Landseer 1802. Enskur
myndlistarmaður, kunnur fyrir
dýramyndir og stytturnar af
Ijónunum á Trafalgartorgi í
London.
Tómas Masaryk 1850. Aðal-
stofnandi og fyrsti forseti
Tékkóslóvakíu, 1919-1935.
Maurice Ravel 1875. Franskt
tónskáld, höfundur Rapsodie
Espagnole og Bolero.
Ernest Bevin 1881. Leiðtogi
Sambands brezkra flutninga-
verkamanna (TGWU) og verka-
lýðsmálaráðherra Churchills.
Utanríkisráðherra 1945-1951
og einn aðalforvígismaður vest-
rænnar samvinnu.
Helgi Þorgils Friðjónsson
1953. Listmálari sem hefurvak-
ið athygli fyrir sérstæðan og
afar persónulegan stíl.
Fær einkaleyfi
á talsíma
1876Uppfinningamaður af
skozkum ættum, Alexander
Graham Bell, fékk í dag einka-
leyfi á nýju tæki, sem valda
mun byltingu — svokölluðum
talþræði eða talsíma. Bell er
heyrnleysingjakennari í Boston
o g komst að lögmálum uppfínn-
ingar sinnar í fyrra. Síðan hef-
ur honum fyrstum manna tek-
izt að sýna fram á hvemig
Skothríd á
þakí heimsins
1989Kínverskar öryggissveitir
skutu á tíbezka munka og
borgara í borginni Lhasa á
„þaki heimsins" í dag. Tólf
voru felldir samkvæmt opin-
berum tölum, en mörg hundr-
uð að sögn vestræns heimild-
armanns. Hundruðum hefur
verið varpað í fangélsi. Skot-
vopnum hefur verið beitt gegn
andófsmönnum síðan þeir
efndu til mótmæla í fyrradag
og minntust uppreisnarinnar
gegn Kínveijum í Tíbet fyrir
30 árum. Átökunum er ekki
lokið. Kínverjar líta á Tíbet
sem kínverskt hérað, en Tíbet-
ar hafa barizt fyrir sjálfstæði
síðan 1985. Kínveijar hafa
aldrei brugðizt eins harkalega
við og nú og afstaða þeirra
lofar ekki góðu fyrir hreyfingu
lýðræðissinna í Peking.
nýta má rafstraum til þess að
flytja hljóð. Að hans sögn verð-
ur hægt að senda boð langar
leiðir með málmþráðum eða
símalínum. Hugsazt getur að
hægt verði að gera þetta nýja
tæki að verzlunarvöru og ef það
reynist rétt getur Alexander
Graham Bell orðið stórríkur á
uppfinningu sinni.
Ný tónlist
frá Nýja
heiminum
1917Ný tónlist með „sveiflu"
varð til í Bandaríkjunum í dag.
Hún nefnist jazz og er hljómlist
blökkumanna, en Dixieland-
jazz frá New Orleans sam-
kvæmt nákvæmari skilgrein-
ingu. Victor-fyrirtækið hefur
gefið út fyrstu grammófóns-
plötuna með músík af þessu
tagi. Platan var tekin upp í New
York, nefnist The Dixieland
Jazz Band One-Step og flytj-
endur eru Nick La Rocca og
hljómsveit hans, Original Dixie-
land Jazz Band. Tónlistarmenn-
irnir eru frá New Orleans og
allir hvítir, en hafa lært að spila
með aðferð, sem þeir hafa
lært af blökkumönnum borgar-
innar. Marzakóngurinn John
Philip Sousa telur að þessi
nýstárlega tónlist eigi framtíð
fyrir sér. „Jazzinn mun stand-
ast tímans tönn,“ segir hann,
„svo lengi sem menn hlusta á
hann með fótunum, en ekki
heilanum." Nokkur bið verður
á því að svartir tónlistarmenn
geti spilað tónlist sína inn á
grammófónsplötur, því að til
þess verða þeir að fara til New
York eða Chicago.
án orða -- er ekki úr bók og
fylgir sérstaklega.
Rfnarhér-
Hðin á valdi
Hitlers
1936 Hitler hefur sent herlið
inn á vopnlausa svæðið á aust-
urbakka Rínar í trássi við Ver-
salasamninginn 1919 og ibú-
arnir fagna komu þýzku her-
mannanna. Frakkar vilja taka
í taumana til þess að varðveita
jafnvægi í Evrópu í samræmi
við Locarno-sáttmálann, en hik
hamlar aðgerðum. Stjórn
Baldwins í Bretlandi vill ekki
styggja Þjóðverja eftir nýgerð-
an flotasamning, sem heimilar
þeim að koma á fót öflugum
sjóher. Bretar og Frakkar hafa
verið með allan hugann við árás
ítala á Abyssiníu og vilja halda
vinfengi Mussolinis, sem hefur
reiðzt refsiaðgerðum Þjóða-
bandalagsins. Bretar segja að
Þjóðverjar hafi aðeins „skropp-
ið út í bakgarðinn“ og líkur á
franskri íhlutun dvína stöðugt.
Þjóðabandalagið er máttlaust
og Frakkar setja traust sitt á
Maginot-línuna. Hitler hefur
styrkt vesturlandamærin og
getur snúið sér í austur.
Astandið er ótryggt.
1 JRMgtUlMlllNO'
1,0.0 II. ikl. - r. n«... IIU rnmtmmUt, M..f»kUU«.
5jón l'órðarson frambjóbandi álfstæðisfíokksins i Dalasýslu ..’XDAnMCNN .( (ilM!U.mlðk Slil(UK<i.m.nn. 1 Dalatfalu (J.lr ikSmmn íkv.aui (r.mboJ (lokk. iln, | Mrtlmu vll . .IblnfkikoMiinf.r. Var bar nmbjkkl nð (.>• bcu i ■4 rrWfa Mríaiwn töff.mðlnf. .0 fcl. luMiiir til Inm- Kr(ur huw 0,6,4 vM bcirri tek. — A«u> h.(4> ba»Ulnn rinuon .ý.lunuSur, >■ uin lanft >kc,4 v.r binfmaiur D.I.- Malenkoi i eftirmoður Stulins Miklar breytin&ar gerð- ar á stjórn Rússlands 1 Hnkata.jU III Mkl. Iri NT»-Wrr.: /nOSKVV, C man: — Klukkan (IJ* 1 daf rtUr tai. tbna tUkjltatl rifharr. Rúmta.d. MUr ttalta.: Mmltatta kMa >mmr •tMur hlnnar .>]. tajinúr. Vwta»ll« nnnkitaK tal« mm mm.
ADVH llR DALASfSLU „buUUf i r.lU.tr4nd, h,n wuar tr,4 IKS. Er tuiu, þ, •«• |,rltufur .6 .Idri. kui THo III Englands 16. man TilM til Eniland*. 1 boðl ciuku NTB-Reutcr. Heimsækja Washinglon .VASHINOTON. C. nurx — Ad- | ny (ALCNKOV, hinn .jtklb>i alda taun úntraUaUlaltakk, riu.nl 1M3 o, hrlur .tanli Hcnn trhnr vlf tankmtu U NikWal Sv.rnUÍ., Matatar taknr d* »(l.r vtf tann f.mta rniWtU - ta**n gUatlktarífmrrx. Bmta 'taknr vtf.mhmtll Innanrtkta/iahrrr. H («r J.I.Inml ml NJ*r» ————————“• VCICAMINNI J Greinarffokkuc KM^.!tah^7»^í£^J um friðormálin 'u™ vuuSS taw u •mMrttl utanriktarifk.tr. na I DAG blrttat i bta. 1. innur vrrfur |tan> 1 MnS tUUtu- J..UU 1 frvtaannkkl tan ,Lu,i,|taltar,i «f__ta(n- ilrfnur". — H.fundtan b*rf nnnn. Bulfanta mankiUinn ura luiraduin, rn 1 ft.taum Í'/.T n Udfnfur afalrltarl bruum neilr hann frlf jntcln ndtata rikta. . lllLu kTbktara m ÍT.f; UMI. *° rUNDARLOKUM
Fridjón og Malenkov á forsíbu
1953 Á forsíðu Morgunblaðsins fyrir fjörutíu árum, 7. mars
1953, eru tvær myndir, annars vegar af Friðjóni Þórðarsyni
lögfræðingi og hins vegar af Andrei Malenkov, eins af helstu
forystumönnum sovéska kommúnistaflokksins. Myndin af Frið-
jóni fylgir frétt blaðsins um framboð Sjálfstæðisflokksins í
Dalasýslu þar sem Friðjón hafði ákveðið að gefa kost á sér,
en hann átti síðan eftir að sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn um árabil. Hins vegar greinir Morgunblaðið einnig frá því
á forsíðu að Malenkov hafði verið skipaður eftirmaður Stal-
íns, sem þá var nýfallinn frá-og raunar eru fleiri fréttir á
forsíðunni þennan dag tengdar andláti Stalíns.
Her Bandamanna
sækir yfir Rín
1945Nákvæmlega níu árum eftir að Hitler hernam Rinarhéruð-
in og gerði heimsstyijöld óumflýjanlega hafa Bandaríkjamenn
náð á sitt vald hemaðarlega mikilvægri brú yfír Rín fyrir hreina
tilviljun og hafið sókn inn í Þýzkaland. í fyrradag sótti 1. banda-
ríski herinn til Kölnar og þegar skriðdrekasveit kom til Remagen
í dag reyndist Ludendorff-brúin óhreyfð- Þjóðveijar höfðu verið
of seinir að átta sig á því að bandarískir skriðdrekar nálguðust
og tvær tilraunir til að sprengja brúna í loft upp fóru út um
þúfur. í kvöld streymdi herlið Bandamanna yfír brúna við Re-
mag en og reynt er að tryggja yfirráð yfir fleiri stöðum, þar
sem auðvelt er að komast yfir fljótið. Um leið sækir sovézkt
herlið til Berlínar, en Bandaríkjamenn einbeita sér að því að
ná undir sig Suður-Þýzkalandi, þar sem talið er að nazistar
muni veijast til síðasta manns í fjöllunum.