Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 17
B 17 ____________________________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Þar sem Melvin David Rees var dæmdur fyrir glæpi í einu ríki komst hann undan dauðadómnum í Virginíu. Hann var því dæmdur í ævilangt fangelsi og var þegar síðast fréttist í fangelsi skammt frá Springfield í Missouri-ríki. KVENNAMORÐIN Á ÞJ ÓÐVEGINUM SVO virðist sem kynferðisleg brenglun hafi leitt Melvin David Rees út á glæpabrautina, en hann skildi eftir sig blóði drifna slóð um austurströnd Bandaríkjanna, þar sem konur urðu einkum fyrir barðinu á honum. Aðferðin var yfirleitt sú sama: Hann þvingaði bifreiðir á þjóðvegum til að stöðva, og neyddi svo konur, sem í þeim voru, til samræð- is við sig, og myrti þær síðan. Melvin David Rees með dans- meynni Patriciu Routt, en reyndar kemur hún ekkert við sögu i morðmál- um Rees. Melvin David Rees, sem stundað hafði nám í Maryland-háskóla árið 1953, var handtekinn 12. mars 1955, sakaður um líkamsárás eftir að hafa reynt að neyða 36 ára konu upp í bíl sinn. Konan féll síðar frá ákæru. Rees settist síðan að í kjallara í mannlausu húsi í nánd við Anna- polis í Maryland-ríki í Bandaríkjun- um. Hann þakti veggina með klám- myndum, og hengdi þar einnig upp mynd úr árbók Maryland-háskóla af Wanda Tipson, sem lauk loka- prófí frá háskólanum árið 1955. 26. júní 1957 var Rees á ferð í grænni Chrysler-bifreið skammt frá Annapolis og fór þá fram úr bifreið sem Margaret Harold var farþegi í. Rees neyddi ökumann bifreiðar- innar til að aka út af, og með skammbyssu að vopni ruddist hann inn í aftursæti bifreiðarinnar. Þegar Margaret missti stjórn á sér af hræðslu skaut Rees hana í höfuðið. Okumaður bifreiðarinnar, liðþjálfí úr hernum, stökk í flýti út úr bif- reiðinni og hljóp á brott eftir króka- leiðum til að forðast að verða fyrir skoti. En Rees skaut ekkert á lið- þjálfann. Eftir nærri tveggja kíló- metra hlaup kom liðþjálfinn að bóndabæ þar sem hann kom við til að hringja í yfirvöld í Annapolis. Lögreglan kom á vettvang og fann lík Margaret Harold í bílnum. Hálfu öðru ári síðar var Rees akandi í Virginíuríki. Hann stillti á háu ljósin og ók rétt á eftir öðrum bíl. Þegar hinn bíllinn, sem vörubílstjórinn Carroll Jackson ók, jók ferðina eða hægði á sér gerði Rees það einnig. Svo jók Rees ferð- ina og ók upp að hlið bifreiðar Jack- sons. Jackson, sem var 29 ára, dró úr ferðinni og Rees ók fram fyrir Jackson og neyddi hann til að nema staðar. Jacksoh fór út úr bílnum, en skildi konu sína, Mildred, og dæturnar Susan, fjögurra ára, og Janet, átján mánaða, eftir í bílnum. Rees kom út úr bifreið sinni og hljóp til Jacksons vopnaður skamm- byssu. Rees skipaði fjölskyldunni að koma út úr bílnum, batt hand- leggi Jacksons með herrabindi, og skipaði fjölskyldunni að fara inn í skottið á bíl sínum. Daginn eftir fann ættingi Jacksons, frú H.M. Ballard, bíl Jacksons og gerði Will- is E. Proffitt lögreglustjóra viðvart. Bremsuför eftir bifreið Rees fund- ust, og þar hjá veski Mildred Jack- sons, bíllyklar og dúkkur. 4. mars fannst lík Carrolls Jack- sons á vegabrún nálægt Fredericks- burg í Virginíu. Jackson hafði verið skotinn í höfuðið, og dóttir hans Janet hafði kafnað eftir að Rees hafði stungið henni undir lík föður hennar. Nokkru síðar voru tveir piltar að leik skammt frá árásar- staðnum og fundu þar hárlokk. Þeir létu lögregluna vita, og hún fann lík Susan Jacksons, sem hafði verið höfuðkúpubrotin. Móðurinni, Mildred Jackson, hafði verið nauðg- að, og hún síðan kyrkt og barin til bana. Lögreglunni tókst að rekja morðin til kjallarans í Annapolis, en þar höfðu fundist samskonar hnappar og voru á kjól frú Jackson. Eftir mikla umfjöllun í fjölmiðlum fékk lögreglan margar ábend- ingar frá borgurum sem höfðu tek- ið eftir dularfullum náunga í grænni eða blárri Ford-bifreið. Lögreglan fékk einnig bréf frá manni 'í Nor- folk í Virginíu, sem sagði að Rees hefði myrt Jackson-fjölskylduna og Margaret Harold. Með fylgdi lýsing á Rees. Bréfritari kvaðst hafa verið með Rees þegar Margaret Harold var myrt, og að Rees hefði verið á amfetamíni. Þegar bréfritarinn fékk síðar bréf frá Rees póststimplað í West Memphis í Arkansas lét hann lögreglu vita. Lögreglan fann Rees þar sem hann var að selja píanó í hljómtækjaverslun. Rees var hand- tekinn sakaður um flótta undan ákæru um morðið á Margaret Har- old. Rees varstillt upp til sakbending- ar ásamt fleirum hjá lögreglunni, og þar þekkti liðþjálfinn, sem ekið hafði Margaret Harold, hann. Full- trúar Alríkislögreglunnar gerðu húsleit heima hjá foreldrum Rees og fundu þar skammbyssu í kassa undan saxófóni uppi á háalofti. Þeir fundu einnig mynd af Mildred Jackson, sem klippt hafði verið út úr dagblaði, og áfast við myndina var texti sem hljóðaði svo: „Gripin á fáförnum vegi ... eftir að hafa stöðvað þau var miðað á þau byssu og þeim skipað að fara út úr bílnum og inn í skott á bíl sem eiginmaður- inn opnaði og bæði bundin ..." Frek- ari rannsókn tengdi Rees við morð- in á Shelby Jean Venable, 16 ára, og Mary Elizabeth Fellers, 18 ára, en lík þeirra höfðu fundist í ám í Maryland. Hann tengdist einnig lík- amsárásum og morðum á Ann Ry- an, 14 ára, og Marie Shomette, 16 ára, skammt frá Maryland-háskól- anum. Eftir að Rees hafði verið fundinn sekur og dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar árið 1961 í Balti- more, var hann sendur til Virginíu til að svara til saka varðandi morð- in á Jackson-fjölskyldunni. Þar var hann einnig fundinn sekur og dæmdur til dauða. Þar sem Rees var dæmdur fyrir glæpi í fleiri ríkj- um komst hann undan dauðadómn- um í Virginíu. Síðast þegar fréttist var hann í fangelsi skammt frá Springfield í Missouri-ríki. Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Hafinn er barómeter með þátttöku 34 para. Staðan eftir 5 umferðir: HallgrimurHallgrimsson - Sveinn Sigurgeirss. 107 Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þ. Bergsson 101 Júlíus Thorarensen - Ingvi Guðjónsson 69 AlbertÞorsteinsson-KristóferMapússon 63 Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorsteinsson 49 Sævin Bjarnason - Hjördís Siguijónsd. 45 Jón ViðarJónmundsson - EjjólfurMagnússon 42 Sturla Snæbjörnsson - Helga Bergmann 39 Bridsfélag Reylgavíkur Nú er búið að spila í fimm kvöld af sex í aðalsveitakeppninni og hefir Tryggingamiðstöðin nokkuð vænlega stöðu, hefir hlotið 197 stig af 250 mögulegum og 16 stigum meira en sveit Glitnis sem er í 2. sæti. Staðan: Tryggingamiðstöðin 197 Glitnir 181 Hrannar Erlingsson 176 Símon Símonarson 176 Gunnlaugur Kristj ánsson 170 Landsbréf 170 í elleftu umferð spila m.a. saman: Tryggingamiðstöðin gegn Gunnlaugi Kristjánssyni. Glitnir gegn Símoni Símonarsyni. Hrannar Erlingsson gegn Landsbréfum. Utsala — Utsala Traktorsvagnar - sturtuvagnar 5 tonna. Verð aðeins kr. 239.600 m/vsk. Örfáir vagnar. Hannaðir og smíðaðir fyrir íslenskar aðstæður. Varahluta- þjónusta fyrir alla okkar framleiðslu. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Veljum íslenskt. VÍKUR- VA GNAR, Dalbrekku 24, símar43911 og 45270. Fyrirlestur um UMHVERFISMAT - framkvmd og próun - Briatl D. Clark, framkvæmdastjóri CEMP (Miðstöð fyrir umhverfisstjómun og skipulag) í Aberdeen verður með opinn fyrirlestur í Odda, stofu 101, kl. 2030 mánudaginn 8. mars. Skipulag ríkisins Umhveifisráðuneytið Hefur bú skoðað afsláttarstandinn í Pelsinum? 40% afsláttur DÆMI UM ÞESSA VIKU: Minkapelskápur og jakkár, pelsfóðurkápur og jakkar, kasmírkápur, ullarkápur, leðurkápur og jakkar. Greiðslukjör við allra hæfi. Fallegur fatnaður frá PEISINN Kirkjuhvoli • sími 20160 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.