Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI - ■ •g iwBbM 1 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 a B 25 uu Morgunblaðið/RAX „Ólíkt hafast þau að...“ Nú, eftir að snjóa fór að leysa, má búast við að þeim fjölgi á götum bæjarins sem stunda skokk sér til heilsubótar. Þó hafa ekki allir látið ófærð hamla því að þeir sinni þessari iðju sinni, því í hríðarbyl og frosti mátti stundum sjá fólk hlaupandi með veðrið í fangið. Enn aðrir stunduðu skíði og svo var skautasvellið á Tjörninni vel nýtt, jafnt af ungum sem öldnum. En áhugamál manna eru jafn misjöfn og þeir eru margir og sumir láta bara fara vel um sig og aðra sjá um erfiðið. Sendibréf frá blindri konu Frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur: HEILIR og sælir hollvinir mínir. Hugur minn gleðst ætíð þegar ég minnist ykkar. Ég er aiin upp í faðmi norðlenskra fjalla, unnandi landi og þjóð líkt og þið munduð gera. Ég hefí nú dvalið þijú ár og fimm mánuðum lengur á aðhlynn- ingarheimilinu Skjóli hér í Reykja- vík. Notalegt er að vita að hér er hjúkrunarlið sem leysir hlutverk sitt af höndum með hlýju og skiln- ingi. Við Skjólveijar eigum hér líka prest sem fylgist með okkur á gleði- og alvörustundum líkt og góðar mæður gera. Margbreytileg glað- værð drepur hér oft að dyrum, telja má að fimmtudagar séu hér aufúsu- gestir. Þá eru ýmist sýndar kvik- myndir eða skuggamyndir til skemmtunar, ellegar aldraða fólkið í húsinu mælir sér mót til við- ræðna. Þar fjúka oft kviðlingar og kímnir bragir, hlegið dátt og sagðar furðusögur, en þið megið nú ekki anda, líkt og á sér stað á dansleikj- um nútímans? Það má vera skemmtilegur glymjandi eða há- reisti svo ég taki það fram yfir þagnar- og kyrrðarstundir. Vinur minn, ef þú ert þjáður af áhyggjum og lífsleiða þá gakktu á fund þagnarinnar. Ef einlægur bænarandi umvefur þig þar örmum sínum þá er þér borgið. Hann er fær um að tengja þig við orkustöð lífsins, gefa þér gleði og ljós inn í sálina sem getur lýst þér á öllum vegum og leiða þig fram hjá mörg- um torfærum. Einu sinni fyrir mörgum árum lá ég magnþrota á gólfí í svefnherbergi mínu að nóttu til. Ég bað um hjálp og mér var lyft upp í rúmið mitt svo ég dó ekki úr kulda. Þannig getur andi bænarinnar bjargað okkur. Ég ætla annars að segja þér frá nokkru öðru sem gleður mig. Blindrafélagið hér í Reykjavík hefur í hyggju að hefjast handa á næst- unni með útgáfu hljóðsnældutíma- rits. Það verða aðeins þtjár hljóð- snældur gefnar út á ári í sambandi við sumarmál, vetrarkomu og jól. Þar fáum við að kynnast hugsunum þroskaðra innlendra og erlendra mannvina sem vilja að við lifum líf- inu lifandi. Þar verða frásagnir um menn sem unnið hafa sigra á sjálf- um sér. Þetta tímarit verður okkur bæði til gagns og gamans. Gerið sjálfum ykkur og blindrafé- laginu greiða með því að gerast áskrifendur. Það er nauðsynlegt fyrir væntanlega útgefendur að vita sem fyrst vilja landsmanna í þessu máli. Ég þakka þér fyrir komuna hingað vinur minn og megi það besta sem býr í þér og þínum vaxa til blessunar fyrir land og lýð. INGIBJÖRG JÓHANNSDOTTIR frá Löngumýri, Skjóli, Reykjavík. Útveggir - erum við á réttri leið? Á ráðstefnunni um útveggi munu heistu sérfræðingar flytja erindi um málefnið. Hún verður haldin að Holiday Inn, 11.-12. mars nk. Þeir sem tengjast byggingum og byggingariðnaði á einhvem hátt láta ráðstefnuna og sýninguna um útveggi ekki fram hjá sér fara. Útveggir, nýbyggingar, viðhald endurbygg- ingar, verkefni næstu ára. Sjá nánar aug’lýsingu á bls. 11B FAGOR FE83 Magn af þvotti 4,5kg Pvottakerfi 17 Þeytivinda 850/500 Afgangsraki 63% Hitastillir *-90°C Rúmmál tromlu 42 1 Hraðþvottur o Áfangaþeytivinda o Sjálfvirkt vatnsmagn o Hæg vatnskæling o Bamavemd o Hljóðlát o FAGOR KYNNINGARVERÐ GERÐ FE83 - STAÐGREITT KR. 45900 KR. 47990 - MEÐ AFBORGUNUM RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMl 68 58 58 Blessuð laugin halda að við séum með nein ólæti héma, því við hegðum okkur yfir- leitt heldur skikkanlega. Vikulega era hér helgistundir á þriðjudögum hjá prestinum okkar og bænastund- ir á föstudögum í kapellunni fyrir þá sem það kjósa, glæða vissu okk- ar um að tvöfalda kærleiksboðorðið er þýðingarmest allrar kenningar. Þess vegna biðja hér öldruð bæna- böm á hljóðum stundum öllum blessunar sem í húsinu dvelja. Viltu sýna mér þá vinsemd lesari góður að bregða þér í andlegt ferða- lag um stund og heimsækja mig? Jæja, þú ert þá kominn, það er ágætt. Ég býð þig velkominn og vísa þér til sætis annað hvort á stóli við hliðina á mér ellegar þá á gamla koffortinu sem hún amma mín átti sem stendur hér við skrifborðs- endann. Ég veit að okkur mun báð- um finnast leiksviðið litbrigðaríkt þar sem mannsbamið teflir sína örlagaleiki. Kaldur vetrarvindur æðir um fasmikill úti fyrir og kveð- ur við raust en við látum það okkur engu skipta og göngum rakleitt í sólvermda sumardaga liðinna ára. Hvað hafa þessir dagar fært þér? Þú íhugar svarið. Ég er á þessum dögum þakklát fyrir gjafir þeirra fyrir alla fegurðina, sem þeir hafa sýnt mér bæði í ríki náttúrunnar og fögmm listaverkum huga og handa en hvaða gjafir flytur okkur hinn dimmi dagur þá rökkva tekur? Mér hefur aldrei fallið illa við skammdegið þar hefur að baki mér staðið sólskin frá liðnu sumri en framundan beðið blessunarrík ljós jólanna sem ég hlakkaði til að sjá. Myrkrið getur líka fært mér mikla fegurð í tali og tónum og andlega snertingu við hugsanir göfugra manna. Heldur þú að maður geti hugsað nokkuð annað en yfirborðs- hugsanir í mikilli háreisti eða glymj- Frá MaríuSkagan: Á SÍNUM tíma skrifaði ég nokkrar greinar í dagblöð. Fjölluðu þær um brýna nauðsyn þess að byggð yrði sund- og æfingalaug hér við hús Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Enn- fremur skrifaði Kristín Ema Guð- mundsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, hér afbragðs góða grein um sama efni í Sjálfsbjargarblaðið. Birtist út- dráttur úr þeirri grein einnig í dag- blöðum. Þessu ákalli um utanað- komandi hjálp var ótrúlega vel tek- ið af öllum almenningi þar með talinni Hjálparstofnun kirkjunnar. Hófst þegar mikil almenn söfnun í byggingarsjóð laugarinnar, sem vissulega var til staðar, enda hug- myndin ekki ný og áður búið að steypa gmnn, er reyndist alltof lít- ill þegar til framkvæmda kom. Tókst söfnunin svo vel að 22. mars árið 1981 var blessuð laugin vígð. Verður gefendum, sem gerðu þennan draum að veraleika, aldrei þakkað svo sem vert væri. Bið ég þeim öllum allar blessunar og gæfu. Við eram allnokkur hér í húsinu, sem með dyggri og góðri aðstoð getum notað laugina tvisvar í viku okkur öllum til blessunar og bóta. Verður starf hjálparfólks og sjúkra- þjálfara aldrei metið að verðleikum. Eg segi fyrir mig, að það sem ég þó er, á ég lauginni að þakka, án hennar væri ég vísast komin í kör. En sem betur fer eiga ótal margir aðrir lauginni mikið að þakka. Er einkar ánægjulegt til þess að vita, að fjöldi fatlaðra barna viða að úr skólum kemur að staðaldri í laugina og nýtur þeirra möguleika, sem vatnið gefur hreyfihömluðum. Einnig nýtur dagvistarfólk laugar- innar svo og fjöldi fólks utan úr bæ, sem á við ýmsa líkamlega kvilla að stríða. í fáum orðum sagt; laugin er fjölda fólks lífselexír og verður gef- endum aldrei fullþakkaður þeirra skilningur og gjafmildi. Bið ég þeim enn og aftur allrar gæfu og velfam- MARÍA SKAGAN, Hátúni 12, Reykjavík. Pennavinir Frá Ghana skrifar 26 ára stúlka með áhuga á matargerð, ljósmynd- un, ferðalögum og safnar póstkort- um; Patricia Mensah, P.O. Box 49, Oguaa Capital, Ghana. Belgískur piltur sem safnar póst- kortum með landslags eða borga- og bæjamyndum: Luc Vanbegin, Deschuyffeleerdreef 61, 1780 Wemmel, Berlgium. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum o.fl.: Aki Tsuchimoto, 516-10 Shikano-cho, Nishiwaki-shi, Hyogo 677, Japan. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ljósmyndun, tónlist, skokki og ferðalögum: Stella Andrews, . P.O. Box 1183, Oguaa Capital, Ghana. Landsbanki íslands auglýsir nú fjórða árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. 0] Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. H[ Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1993 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. f§ Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1993 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkirtil háskólanáms á íslandi, 2 styrkirtil náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkirtil fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms. ]U Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtiðaráform, skal skilað til Lands- banka Islands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. § Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Gunnbjörns Þórs Ingvarssonar Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.