Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
Danslagakeppni
Félag harmónikuunnenda heldur skemmtifund í dag kl. 15.00 í Templ-
arahöllinni við Eiríksgötu.
Bragi Hlíðberg leikur sex lög í danslagakeppni F.H.U. í Reykjavík
og gestir velja bestu lögin.
Hilmar Hjartarson og Guðmundur Samúelsson leika dúetta.
Félagar úr Félagi harmónikuunnenda ó Suðurnesjum leika nokkur lög.
Sigurbjörn Einarsson leikur einleik ó tvöfalda harmóniku.
Þorleifur Finnsson leikur einleik.
Síðast var uppselt - mætið tímanlega!
Allir velkomnir Skemmtinefndin
Tíu ára afmæli Gerðubergs
MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg varð 10 ára 4. mars sl. og var
þeim tímamótum fagnað með sérstökum hátiðartónleikum og útgáfu
nýs tvöfalds geisladisks, „A Ljóðatónleikum Gerðubergs III“.
Mánudaginn 8. mars kl. 20.30
verða afmælistónleikarnir endur-
teknir þar sem söngvarar, sem prýtt
hafa efnisskrá Ljóðatónleika Gerðu-
bergs, koma fram: Anna Júlíana
Sveinsdóttir mezzosópran, Bergþór
Pálsson baritón, Elsa Waage
kontraalt, Erna Guðmundsdóttir
sópran, Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir mezzosópran, Ingibjörg Guð-
jónsdóttir sópran, John Speight
baritón, Ólöf Kolbrún Harðardóttir
sópran, Signý Sæmundsdóttir sópr-
an, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Sigríður Gröndal sópran, Sverrir
Guðjónsson kontratenór og Jónas
Ingimundarson píanóleikari. Á
þessum tónleikum eru eingöngu
flutt sönglög eftir íslensk'tónskáld
og er aðgangur ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Á geisladisknum „Á Ljóðatón-
leikum Gerðubergs 111“ syngja eft-
irtaldir söngvarar: Anna Júlíana
Sveinsdóttir mezzosópran, Bergþór
Pálsson baritón, Ema Guðmunds-
dóttir sópran, Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir mezzosópran, Marta
Guðrún Halldórsdóttir sópran, Ólöf
Kolbrún Harðardóttir sópran, Signý
Sæmundsdóttir sópran, Sigríður
Jónsdóttir mezzosópran, Sverrir
Guðjónsson kontratenór og Viðar
Gunnarsson bassi. Meðleikari er
Jónas Ingimundarson píanóleikari.
Ríkisútvarpið hljóðritaði á tónleik-
um og tónmeistari var Bjarni Rúnar
Bjarnason. Á forsíðu diskbæklings
er mynd af verkinu „Höfði og Mið-
garðsormurinn" eftir Huldu Hákon v
en ljóðaþýðingar eru eftir Reyni
Axelsson.
(Fréttatilkynning.)
-----» ♦ ♦----
Fer ðamálafélag
A-Húnvetninga
Fallið verði
frá að skatt-
g 4 0 L2 3
NííLL^Uo
.jssbss^
Hefurðu hugleitt hvemig það er
að handleika þínar eigin tíu
milljónir.
Með skynsemi, þolinmæði og
fyrirhyggju gæti það orðið að
veruleika.
Hafðu Sþarisjóð Hafnarfjarðar
með í ráðum þegar þú leggur
drög að bjartri framtíð.
UPPSKRIfT AÐ
TIU MILUONUM
Þú leggur 15 þúsund krónur á mánuði
í skipulagðan spamað í Sparisjóði Hafnarfjarðar
og átt rúmar 10 milljónir að raungildi efdr 25 ár,
m.v. 6% raunvexti. Þar af eru um 5,6 milljónir
sem þú hefur fengið í raunvexti.
Komdu í Sparisjóð Hafnarfjarðar og
kynntu þér hvaða spamaðarmarkmið henta þér.
SPARISJÓÐURINN
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR
leggja ferða-
þjónustuna
HALDINN var á Hótel Blönduósi
aðalfundur Ferðafélags Austur-
Húnvetninga 18. febrúar sl.
Fundurinn var vel sóttur. Fóru
þar fram málefnalegar umræður
um ferðamál í héraðinu ásamt
hefðbundnum aðalfundastörfum.
Formaður félagsins, Erlendur
Eysteinsson, Stóru-Giljá, var endur-
kjörinn og Ásrún Ólafsdóttir, hótel-
stjóri Hótels Blönduóss, var kjörin
í stjóm í stað Elízu Guðmundsdótt-
ur. Ferðamálafulltrúi, Heiðar Ingi
Svansson, hefur verið starfandi hjá
félaginu í fullu starfi frá því í lok
maí og í hálfu starfi frá 1. septem-
ber á sl. ári. Flutti hann ársskýrslu
félagsins og bar fram reikninga
þess ásamt rekstraráætlun fyrir
árið 1993. Rekstur félagsins gekk
nokkuð vel á síðasta ári og unnið
var að ýmsum verkefnum. Vonast
er til að á þessu ári fari að skila
sér áþreifanlegur árangur af starfi
félagsins t.d. munu niðurstöður úr
stefnumótunarverkefni í ferðamál-
um héraðsins sem unnið hefur verið
að í u.þ.b. ár verða kunngerðar í
lok mars nk. og farið að vinna eft-
ir tillögum sem þar koma fram á
árinu.
Nokkrar ályktanir voru sam-
þykktar á fundinum og m.a. harð-
orð ályktun til stjórnvalda varðandi
skattlagningu á ferðaþjónustu.
Ályktunin er eftirfarandi:
„Aðalfundur Ferðamálafélags
Austur-Húnvetninga haldinn á Hót-
el Blönduósi þann 18. febrúar 1993
skorar eindregið á stjórnvöld að
falla frá hugmyndum um virðis-
aukaskatt á gistingu og fólksflutn-
inga. Slík aðgerð er vanhugsuð og
myndi hafa alvarlegar afleiðingar á
aflcomu ferðaþjónustu í landinu sem
og veikja samkeppnisstöðu íslend-
inga sem ferðamannalands."
(Fréttatilkynning)
......♦ ♦ ------
Harður árekst-
ur á Akureyri
HARÐUR árekstur varð milli
tveggja bíla á gatnamótum Hlíða-
brautar og Merkigils á Akureyri á
áttunda tímanum á fimmtudags-
kvöld. Var ekið aftan á bifreið sem
ætlaði að beygja inn í Merkigilið
og skemmdust báðir bílarnir mjög
mikið við áreksturinn en engin slys
urðu þó á fólki, samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar.
tneð frönskum og sósu
=995.-
TAKIÐMEÐ
- tilboð!
TAKIDMED
- tilboð!
Jarlfnn