Morgunblaðið - 27.04.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.04.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1,993 C 3 LIA er ekki eini aðilinn sem er að vinna í málinu, því að Rallíkross- klúbburinn, sem rekur rallíkross- brautina í Kapelluhrauni, er nú að vinna að því að koma upp Go-kart braut á svæðinu og fyrirhugar klúb- burinn að kaupa allt að 10 Go-kart bíla fyrir brautina. Þá eru menn víðar á landinu farnir að skoða möguleika á Go-kart brautum eins og t.d. á Akranesi. Ólafur segist vona að Go-kart mót verði allavega komin á að ári, en til að slík keppni verði leyfileg fyriryngstu ökumenn- ina þyrfti undanþáguheimilid frá umferðarlögunum. Yngstu keppendur 8 ára En hvað er Go-kart? „Go-kart er er aksturskeppni á lok- uðum brautum þar sem keppendur eru allt frá 8 ára aldri. Reyndar er lágmarksaldur nokkuð mismunandi frá einu landi til annars, t.d. er 8 ára aldurstakmark í Svíþjóð og Bretlandi, en í Noregi eru yngstu keppendur 14 ára. Keppnin skiptist í nokkra flokka eftir aldri keppenda og afli bílanna, en í hverjum flokki er ákveðin samanlögð þyngd fyrir bíl og ökumann, þannig að allir koma jafnir í brautina. í yngstu flokkunum, 8-10 ára, eru krakkamir að byija á beindrifn- um 70 kúbika bílum og keppnis- hraðinn er í kringum 60 km á klst. 14 ára eru þau komin á 100 kúbika bíla, eins og í Formula Nordic sem er einn algengasti flokkurinn á Norðurlöndunum. Þá má samanlögð þyngd bíls og ökumanns vera 130 kg fyrir 14 ára og 135 kg fyrir 16 ára og þau geta náð allt að 120 km hraða á klst. Stóra breytingin kemur svo eftir 16 ára (nema í Noregi þá þurfa menn að hafa náð 18 ára aldri), því þá er er verið að keppa á 250 kubika bflum með þremur til sex gírum, samanlögð þyngd má vera 180 kg og hraðinn getur orðið allt að 200 km á klst. Það sem ég býst við að við myndum byija með hér eru 100 kúbika bflar,“ segir Ólafur. Hann jánkar því að þama sé um að ræða talsverðan hraða, „enda fá menn yfirleitt áfall við tilhugsun- ina eina um að krakkar séu að keyra svo ekki sé minnst á að þau séu%á einhveijum hraða. En þetta er þró- unin og hún verður ekki stöðvuð. Og ef út í það er farið þá hlýtur að vera miklu gáfulegra að leyfa krökkunum að spreyta sig á keyrslu og kynnast hraða undir leiðsögn og inni á lokaðri braut þar sem ströng- ustu öryggisreglum er fylgt og grasflatir eru umhverfis brautina, fremur en að banna hluti sem við vitum að ekkert þýðir að banna. Það má benda á mótorhjólin í þessum sambandi og það að engir aðilar hafa barist eins hart fyrir því að fá hertari reglur um mótor- hjólaakstur en sjálft mótorhjóla- fólkið sem veit nákvæmlega um hvað það er að tala, þekkir aflið, kraftinn og umferðina og hryllir við tilhugsuninni um óreynda 17 ára gamla ökumenn á stórum hjólum. Svo við tölum nú ekki um yngri hópinn, því það er nokkuð um unga krakka á 125 kúbika torfæruhjólum þótt þau hafi ekki aldur til að vera með próf, hjólin eru hvorki skráð né tryggð og við megum ekki leyfa þeim að keppa á lokaðri braut af því ökumennirnir hafa ekki náð til- skyldum aldri. En við sjáum þá kannski koma á hjólunum til að horfa á keppnir," segir Ólafur. Boð og bönn duga skammt „Nú, fyrst við erum komin út í þessa umræðu má líka benda á að íslenskir krakkar eru að kynnast akstri og afli á jafnvel 125 hestafla snjósleðum hér uppi um öll fjöll. Það verður ekki framhjá því horft að boð og bönn duga skammt í þessum efnum, krakkar sem vilja ólm og uppvæg kynnast hraða og akstri gera það með einhveiju móti og þá er miklu betra að bjóða upp á þau taki sín fyrstu spor í akstri undir leiðsögn á lokaðri braut þar sem þau mega keyra,“ segir Ólafur. ve FRÉTTIR íslandsmótinu í vélsleðaakstri lýkur á ísafirði 9. maí og er áætlað að halda einskonar vélsleðahátíð í bænum. Er búist við miklum fjölda keppenda annars staðar af landinu, enda munu þar ráð- ast úrslit og meist- aratitlar í hinum ýmsu flokkum. Norðanmenn eru líklegir til að hljóta marga titla eins og síðustu ár. Valur Vífilsson er að smíða nýja spýmugrind fyrir kvartmíluna, en hann hefur löngum þótt einn snjall- asti bílasmiðurinn meðal aksturs- íþróttamanna. Hann er nú hálfnaður með grind, sem keppa mun í öflugasta flokknum, þar sem hann mætir margföldum kvartmílu- og sand- spyrnumeistara, Sigurjóni Har- aldssyni á Ford Pinto. Svo kann að fara að Stilling-rallið, sem er á keppnisdagsskránni 6. júní verði búið að fá annað nafn þegar þar að kem- ur. Stilling á nú í viðræðum við Mi- litec-fyrirtækið, framleiðanda Mi- litec-1 smurbæti- efnisins sem m.a. er notað í kappakstursvélar og eru góðar líkur á að Militec muni kosta rallið. Fimmtudaginn 29. apríl nk. verður opnuð bilasýning Kvartmílu- klúbbsins, sem að þessu sinni er haldin í Faxafeni 10. Á þessari ár- legu sýningu verða sýndir hinir ýmsu keppnisbflar úr kvartmílunni og fleiri greinum akstursíþrótta, auk þess sem ýmsar uppákomur verða alla keppnisdagana. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. maí og verður hún opin til miðnættis alla sýningardaga. Og áfram um kvartmíluna. Kvartmiluklúbburinn, sem er einn elsti íslenski akstursíþróttaklúbbur- inn á stórafmæli fyrstu helgina í júlí, 1995, þegar klúbburinn verður 20 ára. Undirbúningur fyrir afmæl- ið er þegar hafinn og er í ráði að fá hingað til lands Norðurlanda- meistaramótið í kvartmílu það ár og láta keppnina fara fram á af- mælishelginni. Góðar líkur eru á að af slíkri alþjóðlegri keppni verði. Ævbtýpaferl arsins i juli! Fimm daga ævintýraferö á vegum tfmaritsins 3T veröur farin til Engiands þann 8. júlí. Fyrst verður farið á heimsmeistara- mótiö í Formula 1 kappakstri og frægustu kappaksturslið heims skoðuð í návígi. Þá verður brennt á stærstu go-kart akstursbraut Englands, þar sem Formula 1 ökumenn halda sér í æfingu og ferðalangarnir etja kappi hvorn við annan á tveggja véla go-kart bílum í skipulagðri samkeppni með ^lheyrandi verðlaunum. Breski meistarinn í rally cross tek- ur síðan menn í bíltúr á sérútbún- eppnisbíl. Þá ild Ford og Fyrir utan allf vænlega veitingastað diskótek London ko ekki af einstöku tækifærij þú getur getur framlengt ferðina aö vild. Upplýsingasími 67 77 66 HREYSTI USAG styrkir Ferrari kappakstursliöið og þessa íslensku rallökumenn á Lancia Delta 4x4,16 ventla, túrbó. Lancia Delta 4x4 nú á íslandi meö íslenskum ökumönnum. Nú er hann kominn til landsins, þessi bíll sem er draumur rallökumanna og hefur gert garðinn frægan í keppnum þeirra bestu um víða veröld. Bíllinn sem er árgerð 1991 og ekinn 10 þúsund kílómetra náði þeim árangri að sigra Ástralíurallið árið 1991. USAG bíllinn er skráður til keppni í öllum rallkeppnum sumarsins á íslandi, og verða ökumennirnir Ævar Sigdórsson, Ægir Ármannsson og Örn Stefánsson við stjórnvölinn. Hamingjuóskir frá USAG umboöinu á íslandi. "Það er okkur heiður að fá taekifæri til að styrkja þessa íþróttamenn til keppni í sumar. Bíllinn er frábær og ökumennirnir til alls líklegir. I rallakstri má ekkert út af bera svo sigur vinnist, þess vegna hafa þeir valið USAG handverkfærin sem notuð eru af ekki ómerkari ökumönnum en þeim sem aka í hinu virta Ferrari liði í Formúla eitt kappakstrinum. Við óskum ykkur til hamingju með nýja bílinn og hlökkum til samstarfsins í sumar." t « Óttar B. Ellingsen Framkvæmdastjóri Ellingsen hf. -Orugg viö hendina. Lancia Delta Integrale HF 4x4, 16 ventla túrbó árgerö 1991. Sigurbraut: Ástralíumeistari árið 1991. Tegundin: Heimsmeistari í flokki óbreyt- tra og breyttra bíla árið 1992. Útbúnaður: breytt til rallaksturs samkvæmt reglum fyrir gengi N. Vél: endursmíðuð af Mountune. Hestöfl: 280 Ekinn: 10 þús. km. Gírkassi: endursmíðaður hjá Abarth. Fjöðrun: frá Bilstein. Drif: læst framan og aftan. Kúpling: frá Valeo. Pústkerfi: frá Tony Law í Bretlandi. Bremsukerfi: klossar frá Ferodo. Felgur: úr magnesíum frá Automotive. Dekk: Michelin 15". Öryggisbúnaður: veltigrind og keppnis- stólar frá Sparco. Öryggisbeltiin eru 5 punkta frá Sabelt. Halon slökkvikerfi er í bílnum. Bíllinn er til sýnis þessa viku hjá aojiaoaaao Nú standa yfir USÁG tiiboösdagar hjá EÍIingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.