Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 1

Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 1
V Ibúða- stæró Meðalstærð íbúðarhús- næðis er mjög mismun- andi eftir löndum, ef marka má teikninguna hér til hliðar, sem byggð er á tölum frá 1990. Af þeim löndum, sem teikningin nær til, er meðal- stærðin mest í Bandaríkjunm eða 152 ferm, en þar hafa íbúðir almennt farið stækk- andi. Dæmigert nýbyggt bandarískt einbýlishús er núna enn stærra eða hvorki meira né minna en 175 ferm og hefur stækkað um 6% á fimm árum. Það er með þrem- ur svefnherbergjum og bíl- skúr fyrir tvo bíla. IMæst kemur ísland með 125 ferm, en sú tala er áætl- uð. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem blokkaríbúðir eru al- gengastar, er stærð íbúða væntanlega minni en þetta. Á móti kemur, að til sveita og í kaupstöðum og þorpum úti á landi eru einbýlishús yfir- gnæfandi og stærð þeirra gjarnan yfir þessum mörkum. Minnst er stærð íbúðarhús- næðis í Finnlandi eða 74 ferm. HEIMILI FOSTUDAGUR14. MAI1993 BLAÐ Stærð íbúðar- húsnæðis í nokkrum löndum fermetrar 74 -8s 107 Tölur fyrir ísland eru áætlaðar Heimild: Húsnæðisstofnun/ Rannsókna- og áætlanadeild Gler í ghiggum Veður eru það hörð hér á landi, að tvöfalt einangr- unargler þolir ekki álag vinds- ins. Límingin vill bila og rúðurnar verða óþétt- ar, móða myndast inni á milli þeirra og einangrun- argildið minnkar. Þá getur verið þörf á að endurnýja rúðurnar. Hið sama gildir um svokallað “mixað“ gler. Þetta kemur m. a. fram í smiðjuþætti Bjarna Ólafssonar í dag. Þar segir, að verð ein- angrunarglers sé hagstætt nú. Þar við bætist, að afgreiðslu- frestur á slíku gleri er óvenju stuttur nú. <| Stórhýsi í Míójiuini AArnarneshæð er nú risið stórt hús, sem stendur hátt og áberandi og blasir því við sjónum þeirra, sem aka Reykjanesbrautina. Þar er að verki Frjálst framtak hf., sem byggir þetta hús í samvinnu við byggingafyrirtækið Faghús hf. Húsið er fjórar hæðir og um 3.500 ferm og er ætlað fyrir skrifstofur og þjón- ustufyrirtæki. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.