Morgunblaðið - 14.05.1993, Side 18
(018 ÍB
S'MORGUNBLAÐIÐ,
FASTEIGNIRToítTiv
GUR 14./MAI 1)993
KAUPMIÐLUN
FASTEIGN ASALA
AUSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 62 1 7 00
Lögm. Ásgeir Pótursson,
Róbert Árni Hreiðarsson.
Opið á laugardögum
kl. 10-14
Laugavegur
áv,
Falleg og sórstök rúml. 90 fm íb. í uppg.
húsi. Parket á öllu. Stórar svalir. Mikil
lofthæð.
Skúlagata
Sérlega glæsil. íb. á efstu hæö fyrir
eldri borgara í þessu nýja húsi. Stæði (
í bílageymslu. Stórir gluggar. Þrennar'
svalir á hæðinni.
Klapparstígur
Glæsil. 3ja herb. ca 90 fm íb. á
4. hæö í nýju fjölbhúsi á Völund-
arlóðinni. Glæsil. innr. og útsýni.
Stæði í bílageymslu. Áhv. 5,3
millj. byggsj.
Vesturgata
2ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt rými
fyrir 2 herb. í kjallara. Áhv. húsbréf 1,4 j
m. Hagst. verð.
Sýnishorn úr söluskrá
Tjarnarmýri Seltjn. ný 2ja h.
Baldursgata. 2ja h.
Vogatunga - Kóp. 2ja-3ja h.
Engihjalli. 3ja herb. Mikið áhv.
Efstaland. 3ja-4ra h.
Rauðás. 3ja h. jarðh. Mikið áhv.
Hraunbær. 3ja h. m/aukah.
Hverfisg. 3ja h. + kj. Hagst. verð. |
Rimahverfi. Sérl. glæsil. 3ja h.
Ljósheimar. 4ra h. m./útsýni.
Miðhús. 116 fm sérh. Mikið áhv.
Víðiteigur Mos. 3ja h. raðh.
Breiðv. Hf. 140 fm raðh. |
m/bflsk.
Vesturberg. 145 fm parhús
+ bflskúr.
Stekkir. Rúml. 300 fm einbh.
Lindarsmári. 200 fm parh.
Tilb. u. trév.
Vantar einbhús í Gbæ.
Sumarbúst. i Eilífsdal. Mikil'
rækt. V. 2,0 m.
Erum með fjölda
sumarbústaða og
sumarbústaðalönd á
söluskrá.
VALIÐ ER
AUÐVELT
— VELJIÐ
FASTEIGN
iP
Félag Fasteignasala
Hlíðasmári 8.
— Húsið er fjórar hæðir og um 3.500 ferm. Það stendur við Hlíða-
smára 8 í Kópavogi á horni Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar.
Húsið er nú tilbúið til innréttinga en hæðir grófmálaðar. Húsið
er hannað af teiknistofunni Kvarða. Búið er að stilla þarna upp
skrifstofu til sýnis því, hvernig skrifstofa muni líta út í þessu
húsnæði.
3.500 ferm ■ Fjórar hæóir ■ Hámarksnýtlng
ílýjar leióir í byggmga
starfsemi liafa skil-
að árangri I Tliójiiiini
— segir Magnús Hreggvlðsson, stjórnarformaóur Frjáls framtaks
Á Arnarneshæð er nú risið stórt hús, sem stendur hátt og áberandi
og blasir því við sjónum þeirra, sam aka Reykjanesbrautina. Þar er
að verki Fijálst framtak, sem byggir þetta hús í samvinnu við bygg-
ingarfyrirtækið Faghús hf. Húsið er fjórar hæðir og um 3.500 ferm.
og er ætlað fyrir skrifstofur og þjónustufyrirtæki. Það hefur þegar
verið auglýst til sölu, en allar hæðir þess eru tilbúnar til innrétting-
ar. Á næstu árum eiga eftir að rísa mörg hús af svipaðri gerð á
þessu svæði. Enn stendur þetta hús því eitt og sér líkt og miðheiji
á miðju vallar í leikbyijun, sem bíður þess, að aðrir liðsmenn sínir
raði sér upp.
Húsið stendur í Smárahvamms-
landi í Kópavogi á homi
Reykjanesbrautar og Arnarnesveg-
ar. Það hefur á sér hefðbundið yfir-
bragð, er byggt úr steinsteypu, en
holplötur eru milli
hæða, þannig að
engar súlur
ákvarða stærð her-
bergja. Að innan
er hver hæð því
eins og stór víðttu-
mikill salur enda
eftir Magnús 760 fermetrar.
Sigurðsson Húsið er með hefð-
bundinni einangrun að innan en
klætt að utan með marmarasalla,
sem er varanlegt efni og viðhaldsf-
rítt. í því er eitt stigahús og ein
lyfta mjög hraðgeng og öflug. Að-
koma og inngangur er að austan-
verðu.
Tjarnarmýri,
Seltjarnarnesi
Mjög glæsileg ný 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Engar
tröppur. Sérbílastæði. Bílageymsla. 8 fm sérgeymsla.
Fallegar innréttingar. Flísalagt bað. Til afhendingar
núþegar. Suðurgarður.
Borgartúni 31, 105 Reykjavík
FJÁRFESTING Sími 62 42 50
FASTEIGNASALA? Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl.
©
Góð bflastæði verða bæði fyrir
framan húsið og bak við það. Lóð
verður afhent frágengin og götur
og bflastæði verða malbikuð og hell-
ur lagðar meðfram húsinu. Þarna
verður einnig lögð snjóbræðsla og
gengið frá niðurföllum og grænum
svæðum á lóðinni ásamt lýsingu.
Mikið og gott útsýni er frá hús-
inu, til suðurs yfír Garðabæ og
Hafnarfjörð en til vesturs yfir Álfta-
nes, út á Faxaflóa og til Snæfellsjö-
kuls. Til norðurs sést yfir Kópavog
til Reykjavíkur og Esjunnar og síðan
til austurs til Bláfjalla. Vegna þess
hve húsið stendur hátt, mun útsýnið
skerðast lítið í framtíðinni af öðrum
byggingum, sem eiga eftir að rísa í
nágrenninu.
Miðja höfuðborgarsvæðisins
— Þetta byggingasvæði er land-
fræðilegur miðpunktur höfuðborg-
arsvæðisins, sagði Magnús Hregg-
viðsson, stjórnarformaður Fijáls
framtaks í viðtali við Morgunblaðið.
— Þegar ákveðið var í að finna þessu
svæði heiti, en það heitir auðvitað
Smárahvammsland, var valið nafnið
Miðjan, sem nota má með sama
hætti og Mjóddin er notuð fyrir
mjóddina og BYKO notar heitið
Breiddin. Við köllum -þetta svæði
okkar því Miðjuna og ætlun okkar
er að vinna þessu heiti fastan sess
í framtíðinni.
Frjálst framtak og Faghús gerðu
með sér samning um byggingu
þessa húss og fjármagna bygging-
una að öllu leyti saman. Byijað var
Horft niður eftir sameign húss-
ins, sem er máluð í mildum en
nútímalegum litum.
á smíði hússins í aprílmánuði í fyrra
og voru áætluð byggingarlok 15.
apríl á þessu ári. — Sú tímasetning
hefur staðizt fullkomlega, segir
Magnús. — Byggingarkostnaður er
53.000-58.000 kr. á fermetra, sem
verður að teljast hagkvæmt. Við
hönnun hússins var það haft að leið-
arljósi að ná fram hámarks nýtingu
með lágmarks tilkostnaði, án þess
að það bitni á gæðum. Þetta bygg-
ist á svoköllaðri mátlínu, sem er 1,2
metrar. Hefðbundin skrifstofuher-
bergi eru 2,4, 3,6 og enn stærri 4,8
m á breidd, allt eftir óskum kaup-
andans. Þetta skiptir höfuðmáli,
hvað varðar nýtingu á húsnæðinu,
þegar til innréttinga kemur. Með
þessu má spara mikið húsnæði mið-
að við það, sem tíðkazt hefur.
Auk byggingarstarfseminnar á
Fijálst framtak einnig útgáfufyrir-
tækið Fróða hf., sem hefur með
höndum umfangsmikla tímarita- og
bókaútgáfu. — Eg hef oft notað það
sem viðmiðun, að starfsemi Fróða
hf. kemst nú fyrir í 1.100 fermetra
húsnæði. Ef henni yrði komið fyrir
í húsnæði eins og þessu, þá kæmist
hún fyrir á 800 fermetrum. Þannig
mætti spara 300 fermetra húsnæði.
Magnús var spurður að því, hvort
hann hygðist flytja starfsemi Fróða
í þetta hús og svaraði hann þá: —
Það er ekki búið að taka endanlega
ákvörðun um það, en það gæti farið
svo og sú ákvörðun yrði þá vænt-
anlega tekin síðar á þessu ári.
Vönduð sameign
Sameign hússins er máluð í mild-
um en nútímalegum litum og- mjög
slitsterkar steinflísar eru þar á gólf-
um. — í allri hönnun þessa húss var
lögð áherzla á góða og vandaða
sameign, segir Magnús ennfremur.
— Með því fær viðskiptavinurinn,
sem kemur inn í bygginguna, góða
tilfínningu gagnvart þeim fyrirtækj-
um, sem í byggingunni eru. Vandað-
ur frágangur á sameign skiptir nú
æ meira máli.
Við hliðina á þessu húsi er þegar
kominn grunnur að öðru húsi, sem
Fijálst framtak byggir í samvinnu
við Faghús. — Allt skipulag á þessu
svæði byggist á tveimur stærðum
af húsum, sem báðar miðast við það
að fá fram sem bezta nýtingu á
húsnæðinu, segir Magnús. — Minni
húsin, eins og það sem grunnur
hefur verið lagður að hér við hlið-
ina, verða 3ja hæða og hver hæð
450-470 fermetrar hver hæð og
húsið því alls 1.400-1.500 ferm.
Áformað er að ljúka smíði þess fyr-
ir lok þessa árs. Þriðja húsið verður
svo af stærri gerðinni. Stefnt er að
byggingu þess á næsta ári og að
því verði lokið vorið 1995.
Sá samstarfssamningur, sem
Fijálst framtak hefur gert við bygg-
ingafyrirtækið Faghús, gerir ráð
fyrir stórfelldum byggingafram-
kvæmdum á þessu svæði á næstu
árum. Samkvæmt honum verða
byggðir 20.000-22.000 fermetrar
af skrifstofu-, þjónustu og verzlun-
arhúsnæði, 1.500-3.000 ferm á ári
fyrstu þijú árin og síðan 5.000-
6.000 ferm á ári eftir það, unz upp-
byggingu svæðisins er fulllokið.