Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.05.1993, Qupperneq 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 2ja herb. Þangbakki. Einstakl.íb. ca 40 fm á 7. hœð. Fallegt útsýni. Stórar svalir. Qóð lán áhv. Verð 4,2 rtiillj. Krummahólar. 2ja herb. góð 45 fm íb. á 2. hæð í lyftu- húsi ásamt stæði í bilskýli. Góð lán áhv. Verð 4,9 millj. Þingholtsstrætl. 2ja herb. ib. 46 fm. Nýtt gler og gluggar. Rafm. Verð 2,8 millj. Hraunbær. 2ja herb. íb. 55 fm á 2. hæð. Góð lán áhv. Verð 5,4 millj. Laugavegur. 3ja herb. íb. á 4. hæð ca 85 fm. Öll ný stand- sett, nýl. innr. Parket. Verð 6,5 millj. Breiðvangur. 3ja herb. góð ib. á 1. haeö 1 f 5 fm auk 25 fm bílsk. Áhv/ húsbr. 4,5 millj. Verð 7,9-8 millj. Lyngmóar — Gb. 3ja-4ra herb. falleg íb. ca 92 fm auk bilsk. Parket. Fallegt útsýni. Áhv. húsbr. 4,9 millj. Ákv. sala. Verð 8-8,1 millj. 4ra herb. og stærri Valtarás. Falleg 2ja herb. fb. á 3. hæð, 53 fm. Góð lán áhv, Laus. Hverafold. 2ja herb. íb. ca 60 fm auk bilskýlis. Góð lán áhv. Parket. Sérgarður. Verð 5,9 millj. Næfurás. 2ja herb. rúmg. ib. 78 fm á 1. hæð. Stórar svalir. Fallegt útsýni. Góð sameign. Laus. Bergstaðastræti. 2ja herb. ib. i kj. 73 fm. Sérinng. Góð lán áhv. Laus. Barmahlíð. 3ja herb. íb. 77 fm auk bílsk. á tveimur hæð- um. Góð lán áhv. Verð 6,5 millj. Vesturberg. 3ja herb. fb. 74fm. Góð lán áhv. Verð6míilj. Norðurbraut — Hf. 2ja- 3ja herb. íb. 50 fm á 1. hæð auk 18 fm vinnuherb. Góð lán áhv. Laus. Skarphéðinsgata. 3ja herb. falleg íb. ca 60 fm. Mikið endurn. Parket. Verð 5,9 millj. Austurberg. 3ja herb. fal- leg ib. 78 fm auk bilsk. Suðursv. Góð lán áhv. Verð 7 millj. Seilugrandi. 3ja herb. íb. 87 fm auk bilskýlis. Stórar svalir. Áhv. byggsjóður 3,8 millj. Verð 7,9 millj. Kleppsvegur. 3ja herb. falleg íb. 84 fm á 2. hæð i lyftubl. Suðursv. Parket. Nýl. gler. Laus. Boðagrandi. 4ra herb. fal- leg ib. 92 fm auk bítskýliE. Lyfta. Húsvörður. Gervihnattasjónvarp. Fráb. útsýni. Gutubað í sameign. Áhv. húsbréf 4,7 mlllj. Garöhús. Glæsil. efri sérh. í tvíbýli um 155 fm með tvöf. bílsk. Innr. í sérfl. Garðstofa. Parket á gólfum. Fallegt útsýni. Víöimelur. 4ra herb. efri sérh. 80 fm í tvíbýli auk sérherb. í kj. Góð lán áhv. 4,2 míllj. Sér- ínng. Grettisgata. 4ra herb. fal- leg íb. á 3. hæð 140 fm auk 2 herb. í risi. Suðursv. Fallegt út- sýni. V. 8,2 m. Miðhús. Neðrlsérh. 117 fm í tvíbýlish. Áhv. rúmar 5 millj. i Byggsjl. Verð 9 millj. Selvogsgrunn. Sérhæðá 1. hæð 110 fm auk bílsk. Suð- ursv. Sérinng. Góð lán. Gnoðarvogur. Glæsil. sérhæð á 1. hæð 160 tm auk 26 fm bílsk. Rúmg. stofur með park- eti, 4 svefnherb. Nýl. innr. Sér- Inng. Sérhiti. Fallegur garður. Góð lán áhv. um 4,1 millj. Verð 11,9 millj. Krummahólar. Falleg „penthouse" íb. 165 fm auk bíl- skýlis. Stórar svalir. Fallegt út- sýni. Laugarásvegur. Glæsil. efri sérh. 126 fm auk 35 fm bílsk. Vinkilsvalir. Góð lán áhv. Fallegt útsýni. Fálkagata. Parhús á 2 hæðum, 129 fm. Kleppsvegur. 4ra herb. íb. á 1. hæð 94 fm. Góðar suð- ursV. Verð 7,8 millj. Hjallavegur. Hæð og ris. t tvib., 102 fm. Garðhús. Mlkíð endurn. Góð lán áhv. Verð 8,7 millj. Dalhús. Raðhús á tveimur hæðum 162 fm auk 34 fm bilsk. Húsið selst tilb. u. trév. að innan og fullb. að utan. Áhv. 6,0 millj. húsbr. Til sölu matsölu- og vinveitingastaður. Vegna per- sónul. ástæðna er til sölu matsölu- og vínveitíngastaður i Austurborginni. Reksturinn er í elgín húsnæði. Einnig er Ib. á efrl hæð. Góðlr greiðslu- mögul. Tifvalið tækifæri til að skapa sér sjálfstæða atvinnu. Sumarbústaður — Vatnaskógi. Til sölu glæsil. sumarbúst. 45 fm m. stórri sólverönd. Landið allt skógivaxið, tæpur ha. að stærð. Afgirt á eignarióð. Skemmtil. innr. Frábær staður. Myndir á skrifst. Gunnar Gunnarsson, FASTEI6NASAIA lögg. fasteignasali, hs. 77410. VALIÐ ER AUÐVELT — VELJIÐ FASTEIGN Félag Fasteignasala Viðbyggíng við Bernhöftstorfu Þessi viðbygging eftir arkitektana Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon er dæmi um viðbygg- ingu þar sem allt er gert á nútímalegan hátt en þó þannig að andrúm gömlu bygginganna er flutt í þá nýju. Viðbyggingin er í hlutföllum í samræmi við eldri húsin og þau sem voru þarna fyrir og eru eins og afkvæmi móðurbyggingarinnar. ARKITEKTÚR Vlöbyggingar — Viðbygging Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts er góð vegna þess að hún tekur fullt tillit til stúkubyggingar Einars Sveinssonar án þess að apa eftir henni. Viðbyggingin er áberandi en kurteis gagnvart mannvirki Einars Sveinssonar. Það vekur oft athygli og umræðu manna á milli hvemig byggt er við hús. Dæmi eru til um viðbyggingar sem eru byggðar í framhaldi af því sem fyrir er þannig að ekki sést að byggt hafi verið við húsið. Önn- ur dæmi eru til um viðbygging- ar sem eru í fullkominni and- stæðu við það sem fyrir var og í þriðja lagi eru til viðbygging- ar sem eru af allt annarri gerð og stíl en móðurbyggingin en samt í samræmi vð hana eins og um afkvæmi hennar sé að ræða. Möguleikarnir eru svo margir að segja má að viðbygg- ingar eigi aðeins eitt sameigin- legt og það er að yfirleitt eru þær allar umdeildar. Dæmi um illa gerðar viðbygg- ingar eru mörg og óþarfi að fjalla um þær hér en ástæða til að nefna nokkrar sem vel eru gerð- ar þó svo að menn séu ekki á einu máli um þær í smáatriðum. Dæmi um við- byggingu sem er byggð þannig að ekki sést að byggt hefur verið við húsið er hús aðal- stöðva Eimskipa- félags íslands sem byggt var fyrir um það bil 20 árum. Halldór Jónsson arkitekt gerði uppdrætti að viðbyggingunni sem skildi rísa við hús Guðjóns Samúelssonar sem reist var á ár- unum 1920-1921. Halldór ákvað að fylgja gamla húsinu í öllum atriðum útlitslega. Fullyrða má að það átti vel við þarna enda var viðbyggingin það lítil að ekki var ástæða til þess að byggja við hús- ið byggingu í stíl nútímans. Dæmi um viðbyggingu sem er í algerri andstöðu við eldra húsið er viðbygging Gunnlaugs Hall- dórssonar við Landsbanka íslands í Austurstræti. Landsbankinn flutti í hús sitt sem var í endur- reisnarstíl árið 1899. Húsið skemmdist mikið í bruna árið 1915 og var þá byggt við það eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar. Guðjón nálgaðist verkið á sama hátt og Halldór Jónsson gerði þeg- ar hann byggði við Eimskipafé- lagshúsið og byggði nákvæmlega eins og gamla húsið var. Landsbankabyggingin varð fljótt of lítil fyrir bankann og var þá efnt til samkegpni um viðbygg- ingu við hana. í dómnefnd átti sæti Guðjón Samúelsson og fl. sem dæmdu Gunnlaugi verkið og var byggt samkvæmt hugmyndum hans. Þarna var um stóra viðbygg- ingu að ræða og ákvað Gunnlaug- ur að byggja við samkvæmt þeirri byggingalist og byggingatækni sem þá ríkti. Gunnlaugur tók á þessu verki af aga og aðdáunar- verðri dirfsku. Flestir eru sam- mála um að þetta sé vel gert þó svo að það hafi valdið deilum í upphafí og fram til þessa dags. Jónas frá Hriflu kallaði Gunnlaug „einhvern nýhyggjumann í bygg- ingalist“ um verkið, sem eins og áður segir hefur löngum hefur verið umdeilt. Sveinsbakarí við Bemhöftstorf- una eftir arkitektana Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon er dæmi um verk þar sem byggt er á gamaldags og á nýtískulegan hátt samtímis. Húsin eru gamal- dags í hlutföllum og að formi til en með efni og byggingaraðferð- um nútímans, þannig að andrúm þeirrar byggingar sem fyrir er er látið halda sér. Viðbyggingin er eins og afkvæmi gömlu húsanna og rökrétt framhald þeirra. Seinasta dæmið sem hér er fjall- að um að sinni er viðbygging við sundlaugar í Laugardal. Það verð- ur ekki um það deilt, að sundlaug- arnar í Laugardal eru sérstök bygging. Ahorfendapallarnir era einstakir hér á landi að forminu til og vegna þess að þeir voru reist- ir áratugum áður en þörf var fyr- ir þá. Fyrir nokkrum árum var Jes Einari Þorsteinssyni arkitekt falið að byggja við húsið byggingu fyr- ir búningsklefa til handa hinum almenna sundiðkanda. Það liggur í augum uppi að þarna er ekki auðvelt verkefni að fást við. í fljótu bragði virðist, eins og oftast, um þrjár leiðir að ræða. í fyrsta lagi að byggja í stíl við áhorfendapalla Einars Sveinssonar, í öðru lagi að byggja í andstöðu við það sem fyrir er og í þriðja lagi að leita lausnar sem tekur mið af því sem fyrir er án þess að apa eftir því. Jes Einar valdi síðasta kostinn og byggði lágreista, látlausa bygg- ingu sem er víkjandi fyrir hinu áberandi mannvirki Einars Sveins- sonar. Þetta eru tvær byggingar, sem standa þarna, ekki einungis í sátt við hvora aðra heldur einnig í sambandi við hvora aðra þannig að þær eru óaðskiljanlegar. Það er ekki auðvelt að hanna góða byggingu en þó leikur einn miðað við að hanna viðbyggingu við gott hús. Því þar verður verk- efnið margfalt flóknara og við- kvæmara. Það er gríðarlegur mun- ur á því að vita hvað er góð við- bygging þegar maður sér hana eða að hanna góða viðbyggingu. Þeir sem vita hvað er fallegt þegar þeir sjá það eru smekkmenn. Hin- ir sem geta skapað eitthvað fallegt eru oft kallaðir listamenn. eftir Hilmar Þór Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.