Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 4 ÚTIVIST Göngudagurinn Gengið í Trimmlandskeppni fatlaðra GÖNGUDAGUR Ferðafélags íslands verður haldinn 23. maí og býðst þá almenningi að taka þátt í styttri göngum, svokölluðum hverfa- göngum, sem farnar verða að kvöldi dagsins, kl. 20.00 og taka um það bil klukkustund. Að auki verður boðið upp á tvær lengri ferðir, eins og sést á meðfylgjandi korti. Hverfagöngurnar verða fjórar og hefjast kl. 20.00. Ganga um Elliðaárdal hefst við Mjódd og verður gengið und- ir fararstjórn Siguijóns Kristinsson- ar upp að Kermóafossi og um Ell- iðaárhólma og til baka í Mjóddina. Ganga um Laugardal leggur upp frá Mörkinni 6, sem er hús Ferðafé- lagsins. Gengið verður inn í Grasa- garðinn, að Þvottalaugunum og til baka um Laugarásinn. Fararstjóri verður Þórunn Þórðardóttir. Ganga um Öskjuhlíðina hefst við Perluna. Verður farið að landa- merkjasteininum Beneventum, hug- að að stríðsminjum og náttúrufari og gengið um skógarstíga. Ganga um Seltjarnarnes hefst við Seltjörn og verður gengið um Suðumes og fjörur undir leiðsögn Guðjóns Jónatanssonar. Lengri ferðir Tvær lengri ferðir verða í boði Ferðafélags íslands á göngudaginn. „Heiðmörk-KaldárseT1 er sú fyrri, en það er um þriggja klukkustunda ganga. Ferðin hefst kl. 11.00 og verður þá farið með rútu frá BSI, sem einnig kemur við í húsi Ferða- félagsins í Mörkinni 6. Ekið verður að Heiðmerkurreit Ferðafélagsins og gengið þaðan í Valaból og Kald- ársel. Viðkomustaðir í ferðinni eru Skógarhlíðarkriki, Strípshraun, Kolhóll og Búrfell. Síðari ferðin er rúmlega klukku- stundar „Fjölskylduganga um Vala- ból“ og verður farið kl. 13.00 með rútu frá BSÍ, en rútan kemur einn- ig við í Mörkinni 6, á Kópavogs- hálsi og við kirkjugarðinn í Hafnar- firði. Gengið verður frá Kaldárseli með Valahnúkum í Valaból og áð þar. Gengið verður til baka í Kald- ársel um Helgudal. ÞJÁLFUN Mikilvægt að þjátfa undir réttu álagi MARGS KONAR þjálfun, göngur, skokk, hlaup, sund, leikfimi og önnur hreyfing er orðin næsta algeng meðal almennings enda augu manna sifellt að opnast fyrir gildi hreyfingar. Sumir þjálfa til að halda sér I sæmilega líkamlegu formi, aðrir til að brenna fitu og grenna sig og enn aðrir eru í sér- stakri þrekþjálfun í því skyni að auka þol sitt. Um alla þjálf- un gildir að fara með gát og fara rétt að og hægt er að nota ýmis hjálpartæki til að kanna árangurinn. Páll Ólafsson íþróttakennari hefur síðasta árið stjórnað trimmhópi hjá KR og er nú að fara af stað með annan slíkan hóp í Hafnar- firði. Páll fer hér á eftir yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga og segir frá trimmhópunum. Nokkrar hjálparreglur: ■ Farið hægt af stað - hrað- inn er ekki aðalatriðið heldur tíminn. ■ Gangið og skokkið til skiptis. ■ Stundið þjálfun ekki sjaldnar en tvisvar í viku. ■ Þjálfið í félagsskap ann- arra - það gefur aðhald. I Veljið það form sem ykkur fiiinst skemmtilegast, sund, göngu, skokk, leik- fimi. ■ Látið veður ekki hindra - gerir þjálfunina að vana og klæðið ykkur eftir veðri. «- ■ Notið skó með þykkum og mjúkum sólum. ■ Mælið hentuga vegalengd og leið sem helst er fjarri bílaumferð. ■ Skráið hjá ykkur tíma, púls, vegalengd og veður. ■ Berið saman árangurinn á nokkurra mánaða fresti. Við alla þjálfun er rétt að fylgj- ast með ástandi líkamans og gildir það kannski fyrst og fremst um íþróttamenn en allir sem stunda skokk eða aðrar íþróttir sér til ánægju og heilsubótar hafa þó einn- ig mikið gagn af því að stunda ákveðnar lágmarksathuganir, segir Páll. „Það er mikilvægast að þjálfa undir réttu álagi og þá er ein aðferð- in sú að fylgjast með hjartslætti. Hægt er að mæla púlsinn með fíngr- unum en það verður aldrei mjög nákvæm mæling og þess vegna nota margir svokallaða þúlsmæla sem í dag eru þannig úr garði gerð- ir að ól með skynjara sem mælir rafboðin frá hjartanu er spennt utan um bijótkassann og á handlegginn setjum við eins konar úr sem nemur mælinguna og gefur allar upplýs- ingar. Ef púlsmæling á að koma okkur að gagni verður hún að vera ná- kvæm og við verðum líka að hafa ákveðna þekkingu til að nýta okkur mælinguna og þá vitneskju og upp- lýsingar sem hún getur gefið okk- ur.“ Fitubrennsla eða aukið þol Páll segir að sú vitneskja sé m.a. að þekkja hámarkspúls en öll þjálf- un gengur út að að vinna út frá hlutfalli af eigin hámarkspúlsi. Þeir sem vilja auka þol og úthald þjálfa undir álagi sem er 70 til 85% af hámarkspúlsi en þeir sem aðeins þjálfa til að halda sér í formi og brenna fitu þurfa að þjálfa við 50 til 65% af hámarkspúlsi. Einföld þumalfingursregla til að finna há- markspúls er þessi: 220 mínus aldur gefur hámarkspúls. Á hún fyrst og fremst við óþjálfaða einstaklinga en þeir sem eru í góðri þjálfun geta verið með hærri púls. Hámarkspúls- inn fer líka lækkandi eftir aldri. „Við tiltölulega lítið álag brenn- um við fitu, þ.e. orkan sem við þurfum kemur aðallega frá fitu og það gerist þegar við höfum nægt súrefni til að vinna úr. Þegar álag- ið eykst kemur meira af orkunni frá sykrum sem þurfa minna súr- efni en fitan til að gefa mikla orku. Þegar svo er komið erum við farin að þjálfa nálægt hámarkspúlsi og þá höldum við ekki lengi út. Mjólk- ursýra fer að safnast í vöðvana og hún dregur úr afkastagetunni og við gefumst upp. Slík þjálfun er ekki æskileg í almennri þjálfun og því er púlsmæling góður kostur til að þjálfa alltaf undir réttu álagi.“ Að halda jöfnu álagi Páll segir að þeir sem þjálfa til að létta sig eða halda sér í formi þurfi að halda púlsinum í 110 til 130 slögum og segir að þjálfunar- Páll Ólafsson er hér að leggja upp með trimmhópinn frá KR og með púlsmælinn á úlnliðnum. tíminn þurfí að standa í 45 mínútur og lengur. Púlsmælar eru þannig úr garði gerðir að hægt er að stilla þá á ákveðinn púls og að þeir gefi merki þegar því álagi er náð. Þá geta menn haldið jöfnu álagi á þjálf- unartímanum og má festa mælana hvort sem er á handlegg eða t.d. á þrekhjól. En hverfum að trimmhóp- unum - hvernig hagar Páll starfi sínu með þeim? „Við hittumst tvisvar í viku við KR heimilið, hitum upp, skokkum síðan af stað og erum um það bil 25-45 mínútur á skokki. Hópurinn hefur starfað í ár og komu kringum 80 manns á kynningarfund áður en við byijuðum og yfir 20 manns hafa haldið út allan tímann og nú er aftur að fjölga þegar vorar. Þetta er mjög fijálsleg þjálfun og ég legg áherslu á að menn fari sér hægt og ofbjóði sér ekki. Við skokkum hægt, göngum inn á milli ef svo ber undir og förum 4 km hring. Þeir sem eru sprækir fara þó hraðar yfir og jafnvel lengri vegalengd en svo hittumst við að lokum við KR heimilið og teygjum og spjöllum saman. Síðan fara menn í sturtu þar eða heima. Ég hef boðið mönnum að nota púlsmæla og sumir gera það og ég mæli líka með því að menn skrái nokkur atriði hjá sér varðandi þjálf- unina, svo sem hversu lengi þjálfun- in stóð, vegalengd, veður og púls ef menn hafa mælt hann því séu þessi atriði skráð reglulega geta menn auðveldlega séð hvernig þeir standa. Það gildir ekki bara fyrir íþróttamenn þ.ví þeir sem stunda almenna þjálfun sér til heilsubótar þurfa að vita hvort þeim fer fram eða aftur!“ Fatnaður Páll er að lokum spurður hvað þurfi helst að hafa í huga varðandi skófatnað og annan búnað. „Skór verða að vera með þykkum sólum og sérstaklega hælum en þeir verða jafnframt að vera mjúkir og fjaðrandi og sólinn má ekki vera of stífur. Hann þarf líka að vera nokkuð grófur eða vel rifflaður. Skór mega hvorki vera of þröngir né of víðir og best er að nota venju- lega íþróttasokka. Um annan klæðnað er það að segja að betra er að vera meira klæddur en minna, því það er auð- veldara að tína af sér spjarirnar ef mönnum verður of heitt. Best er að vera í góðum innifatnaði sem dregur í sig raka og ytri galli verð- ur helst að vera vindþéttur og jafn- framt að geta hleypt loftinu út. Þá eru vettlingar æskilegir og höfuðfat er algjör nauðsyn því hitatapið er mest um höfuðið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.