Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 [ÞRÓTTIR FYRIR ALLA Stefnt að 15.000 félagsmönnum MEÐAN á heilsuviku samtakanna íþróttir fyrir alla stendur halda samtökin upp á árs afmæli sitt. Þau voru stofnuð 24. maí 1992 að frumkvæði íþróttasambands íslands og byggð upp sem fjöldasamtök til eflingar almenningsíþróttum og útivist, undir kjörorðinu „Heilbrigt líf — hagur allra“. Félagsmenn í samtökunum nú eru um 8 þúsund, en markmið þeirra hefur verið að virkja sem flest samtök, stofnanir, fyrirtæki, starfshópa og aðra hópa sem láta sig varða hollustu og heilbrigði til samstarfs. Er vonast til að félaga- talan verði komin upp í 15 þúsund í lok þessa árs.' Gönguátakið enn í gangi Heilsuvikan, sem samtökin standa fyrir nú, er annað stóra verkefnið sem þau hafa staðið fyrir á þessu fyrsta starfsári. Fyrsta verkefnið var svokallað „Göngu- átak“ sem ÍFA gekkst fyrir í sam- vinnu við Skeljung hf og Ferðafélag íslands. Átakið hófst 22. október sl. með göngudeginum og fór þát- taka landsmanna fram úr björtustu vonum aðstandenda átaksins, en um 40% landsmanna tóku þátt í göngudeginum. Gönguátakinu er ekki lokið, því að það stendur yfir í eitt ár. Af öðrum viðburðum sem tengj- ast almenningsíþróttum og ÍFA hefur tengst á þessu fyrsta starfs- ári má nefna Skautadaginn, sem haldinn var í samvinnu við skauta- félögin og Bauer-skautaumboðið á Akureyri og í Reykjavík 1. desem- ber sl., Borgargöngu í samvinnu við Ferðafélag Islands um Reykja- nesfólkvang, en sú ganga er farin í ellefu áföngum. Sá fyrsti var 24. janúar sl. og sá síðasti verður 30. september nk. Þá átti ÍFA samvinnu við Körfuknattleikssamband Is- lands um aðalsmót í körfuknattleik. Kvennahlaup í júní í lok maí hefjast svo æfingahlaup Heilsuhússins og Bylgjunnar í sam- vinnu við Fijálsíþróttasamband ís- lands, en það verða vikuleg hlaup á hverjum miðvikudegi frá kl. 17.00 til 19.00. Næsta stórverkefnið að lokinni heilsuvikunni verður svo í samstarfi ÍFA og ÍSÍ, en það er Kvennahlaupið sem haldið verður 19. júní um land allt. Stefnt er að því að hlaupið verði á 50 stöðum og að a.m.k. 10 þúsund konur taki þátt í hlaupinu. SUNDDAGURINN Flestir syndi 200 metra EITT af því sem íþróttir fyrir alla standa að í heilsuvikunni er svokallaður Sunddagur og er það í samvinnu við Sundsamband Islands. Dagurinn er laugardag- urinn 22. maí og eru þá land- menn allir hvattir til að mæta í sína sundlaug og synda 200 metra. Skráning þáttakenda fer fram á sundsstöðum, en efnt er til keppni á milli bæjarfélaga og sigr- ar það bæjarfélag sem hefur flesta sundkappa miðað við íbúafjölda. Því bæjarfélagi sem sigrar verður að lokum afhentur bikar sem varð- veittur verður í viðkomandi sund- laug. Heilsuvikan í Reykjavík Fimmtudagur 20. maí: Kl. 10.30 Kl. 13-15 Föstudagur 21. maí: Kl. 14 Kl. 17 Kl. 17-18.30 Kl. 18.30 Laugardagur 22. maí: Kl. 11 Kl. 10 Kl. 11 Kl. 12 Kl. 13 Kl. 13 Kl. 14 Sunnudagur 23. maí: Kl. 10-17 Kl. 13 Kl. 13 - Mánudagur 24. maí: Kl. 16 Kl. 17 Kl. 17.30 Kl. 17.30 Kl. 18 KI. 18 Kl. 18.30 Þriðjudagur 25. maí: Kl. 16 KI. 17 Kl. 18 Kl. 20 Miðvikudagur 26. maí: Kl. 17 Kl. 18 Göngumessur frá Bústaðakirkju, Grafarvogi og Neskirkju. Afmælissýning Fimleikasambands íslands í Laugardalshöll. Sýningaratriði frá fimleikafélögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra — útivist, leikir o.fl. á gervigrasinu í Laugardal. Vormót Fimleikasambands íslands í Laugardalshöll. Hópakeppni í trompfim- leikum. Gallerí sport með kynningu i Kringlunni á júdó, tae kwon do og akito. Hlaupafélag Vesturbæjar. Hlaupið er frá og að Sundlaug Vesturbæjar, vega- lengdir 3, 5, 7 og 10 km. Landsbankahlaup í Laugardalnum. Mætingkl. 10. Hlaupahópur Grafarvogs fer í Heiðmörk og hleypur þar. Gallerí sport með kynningu á karate og kimi wasa. Stúdíó Ágústu og Hrafns með kynningu á pallaleikfími. Kynning á KR-hlaupahópnum í félagsheimili KR við Frostaskjól. Afmælismót Fimleikasambands íslands í Laugardalshöll. Keppni og sýningar- atriði. Andreas Weeker, margfaldur meistari frá Þýskalandi, verður með fím- leikasambandinu í Laugardalshöll þessa þijá daga. Bein útsending í RUV. Körfuknattleikssamband íslands með kynningu í Kringlunni, þar verður hjóla- stólakörfubolti, skotið á körfu og spilað 2/2. * Badmintonsamband íslands í TBR-húsinu í Laugardal. Opið fyrir alla. Leið- beinendur verða á staðnum og hluti af unglingalandsliðinu í badminton. Göngudagur fjölskyldunnar á vegum Ferðafélags íslands. Hjóladagur. G.Á. Pétursson. Hjólað verður frá félagsmiðstöðvunum Frosta- skjóli, Árseli, Hólmaseli, Fjörgyn og Fellahelli í lögreglufylgd að Laugardal. Þar verður dagskrá, þrautakeppnir o.fl. Frítt hjá líkamsræktarstöðvum: Máttur, Líkamsræktin Kjörgarði, Gym 80, Ræktin, World Class, Stúdíó Ágústu og Hrafns, Dansstúdíó Sóleyjar, Ár- mann Júdó Gym, Gallerí sport, Veggsport. Kynning á jóga í Kringlunni Kynning á taichi í Kringlunni Hlaupahópur Grafarvogs frá Hamraskóla. 1-8 km. Hlaupahópur Breiðholts, frá Gerðubergi, 3-6,5 km. Kynning á „Komið og dansið" í Kringlunni. Trimmklúbbur KR Hlaupafélag Vesturbæjar, hlaupið frá og að Sundlaug Vesturbæjar. Hress með kynningu á sinni starfsemi í Kringlunni. Ástbjörg Gunnarsdóttir, leikfimihópur, kynning á starfsemi í Kringlunni. Dansráð íslands í Kringlunni. Hverfagöngur með leiðsögumönnum. Ferðafélagíslands. Öskjuhlíð, Laugar- dalur, Elliðaárdalur. Blindrabolti íþróttasambands fatlaðra í Kringlunni. Þjóðdansafélagið, kynning í Kringlunni. Hversdagsleikarnir. Heilsutilboð íheilsuviku TILBOÐSPAKKI A HElLDSOLUVERÐI Verð aðeins kr. Pakki með hollum, ljúffengum matvörum, sem einfalt er að bæta inn í venjulegt mataræði. Heilbrigður lífsstíll með hæfilegri hreyfíngu og hollu fæði bætir heilsuna og eykur vellíðan. Heilbrigður lífsstíll í dag >/„/»- stuðlar að betra lífi síðar á ævinni. Éh Bcett heilsa —betri líðan Fagleg ráðgjöf eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 ’ HEILSUVIKAN Rennibrautarkeppni skokk og heilsurækt Í TILEFNI heilsuvikunnar verður í dag, fimmtudaginn 20. maí, hald- in sérstök rennibrautarkeppni í sundlaug Kópavogs. Keppt verður í þremur aldursflokkum og þrjú fyrstu sætin verðlaunuð, en hver keppandi fer tvær ferðir og verður betri tímatakan látin ráða. IGarðabæ fer á sunnudag, 23. Stjörnunnar verður einnig með maí, fram skokknámskeið und- kynningu á starfseminni og eru ir stjórn Sigurðar P. Sigurðssonar nánari upplýsingar veittar í og eru upplýsingar gefnar í síma íþróttahúsinu Ásgarði. 657635, en skráning á námskeiðið Líkamsræktarstöðin Hress á er einnig í þessum síma. í Garðabæ Bæjarhrauni í Hafnarfírði verður eru einnig haldnar æfíngar fyrir með dagskrá vegna heilsuvikunnar hlaup sumarsins á laugardögum mánudaginn 24. maí oger þá öllum kl. 10.00 og á þriðjudögum kl. sem vilja boðið að koma í ókeypis 18.10. Líkams- og heilsurækt heilsurækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.