Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 7
6 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 4- ■ 'Jjwmflh INTERNATIONAL Mikið úrval af fallegum og vönduðum sundbolum, bikini og skýlum ó börn og fullorðna. Einnig sundbolir í yfir stærðum. Fóst í öllum helstu sportvöruverslunum landsins. Heildsöludreifing sími 688085. Seinkum ellinni með hreyfingu og þjáHun „ÞAÐ SKIPTIR höfuðmáli fyrir aldraða að hreyfa sig því á þann hátt getum við best seinkað ellinni, þetta er forvörn gegn sjúkdóm- um og elli og það er aldrei of seint að byrja,“ segir Guðrún Nielsen íþróttakennari og formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Hún leggur áherslu á síðustu orðin sem eru einkunnarorð félagsins, sem var stofnað 1885 og hefur á stefnuskránni að vinna að uppbygg- ingu og útbreiðslu íþróttaiðkunnar aldraðra. Segir Guðrún að í stað þess að láta hreyfingarleysi og aldur vinna óhindrað að niðurbroti líkam- ans eigi menn að viðhalda í senn líkamlegum þrótti og andlegri reisn með því að stunda hreyfingu, svo sem göngur, sund, létta leikfimi, dans og fleira.“ „Síðustu árin hefur orðið heilmik- il vakning á sviði almennrar íþrótta- iðkunar bæði hér á landi sem ann- ars staðar og augu manna hafa opnast fyrir gildi hollustu á öllum sviðum og betra lífernis," segir Guðrún en hún hefur verið formaður félagsins frá upphafi og var meðal 60 stofnenda. Nú eru félagsmenn nokkuð á annað hundrað og geta allir orðið félagsmenn sem áhuga hafa á íþróttum aldraðra og er starfssvæðið alt landi. En hver er aðal starfsemi þess? „Við höfum staðið annað hvert ár fyrir námskeiðum fyrir kennara og leiðbeinendur sem vilja taka að sér þjálfun og leikfimi fyrir aldraða en við leggjum mikla áherslu á að menn sérhæfi sig til þessa starfs því þörf er á að gæta varúðar og vinna ávallt út frá þeirri grundvall- arreglu að íþróttaiðkun aldraðra er innlegg í heilsuvernd. Alls hafa um 200 manns sótt þessi námskeið okk- ar frá 40 stöðum víðs vegar af land- inu. Við höfum síðustu árin staðið fyrir sumardvöl að Laugarvatni þar sem menn stunda leikfimi, sund, gönguferðir, dans og annað skemmtilegt félagslíf og á hveiju ári stöndum við fyrir sérstökum útivistardögum. í ár verða þeir þrír, hinn fyrsti 21. maí á gervigrasvellinum í Laug- NYTT! UNGLINGA-AEROBIC 12-16 ARA Aerobic-kennarar World Class: Maggi Bjargey Gústi Dísa Jóna Birna Ágústa Kennt þrisvar í viku. Verð fyrir einn mánuá: 3.000 kr. Innritun er hafin í símum 30000 og 35000 Námskeiðið hefst 26. maí. -frábær leið til bættrar heilsu og betra lífs! ardal, sunddagur aldraðra verður 26. maí og 5. júní verður ratleikur í Grasagarðinum í Laugardal. Ernst Backman stjómar sundinu en Þor- steinn Einarsson fyrrum íþróttafull- trúi hinum tveimur liðunum. En al- mennt má segja um starfsemi fé- lagsins að hún miði að því að efla og ýta undir hvers konar íþróttaiðk- un og hreyfingu aldraðra." Gott að tengja starfið þj ónustumiðstöðvunum Guðrún segir að Félagsmála- stofnun Reykjavíkur hafi tekið þennan málaflokk mjög upp á arma sína og nú er boðið upp á þjálfun fyrir aldraða í flestum þjónustumið- stöðvunum. „Óskadraumur okkar er sá að aldraðir geti sem víðast á landinu fengið aðgang að aðstöðu til að stunda létta leikfimi, sund og dans og fleiri íþróttir. Það þarf ekki annað en einfaldan sal, litla sund- laug og leiðbeinanda og það hefur reynst mjög gott fyrirkomulag að tengja þetta starfi þjónustumið- stöðva aldraðra.“ Hvað vinnst með því að aldraðir stundi hreyfingu eða fþróttir? „Við erum sannfærð um og það hafa reyndar erlendar rannsóknir sýnt að haldi menn áfram þjálfun og hreyfingu eftir að starfsævinni lýkur má viðhalda heilsu og starfs- hæfni og draga þannig úr sjúkraleg- um. Fólk sem er sæmilega á sig komið líkamlega fær síður ýmsa kvilla sem geta orðið erfíðir. Við getum ekki komist framhjá ellinni en við getum bætt heilsuna og hald- ið reisn okkar og sjálfstæði lengur ef við hugsum aðeins um að þjálfa okkur andlega og líkamlega. Þetta þarf ekki að vera flókið: Klukku- stundar löng ganga á hverjum degi gerir mikið, við höfum mörg aðgang að sundstöðum, við getum kannski komist í leikfímihóp, sundhóp eða danshóp og þannig mætti iengi telja. Aðalatriðið er að byija að hreyfa sig en þeir sem eru veikir fyrir eða hafa ekki stundað neinar íþróttir um ævina eða fyrlt1 mjög löngu síð- aidradra. Aldraðir í leikfimi hjá Soffíu í Lönguhliðinni. Valdi- mar er lengst til hægri. an verða kannski að leita ráða hjá lækni áður en þeir fara af stað. Það er ekki of seint hvorki fyrir kyrr- setumanninn eða aðra, það geta allir verið með og það hafa allir gott af hreyfíngunni. Norskur lækn- ir lýsti þessu ágætlega á þennan hátt: Við skulum vinna að því að deyja ung - eins seint og kostur er.“ Karlarnir latir í húsnæði aldraðra við Lönguhlíð í Reykjavík hittum við Soffíu Stef- ánsdóttur íþróttakennara sem þjálf- ar þar hópa tvisvar í viku og hún kemur reyndar víðar við en þar: „Ég byijaði fyrir 20 árum í Norð- urbrún þegar sú hugmynd kom fram að bjóða öldruðum upp á skipulagða hreyfingu eða leikfimi og það höfðu nú ekki margir trú á því þá að þetta yrði notað. Fyrst var einn tími í viku en fljótlega urðu þeir fleiri og nú er boðið upp á svona leikfimi á 13 eða 14 stöðum í Reykjavík. Það þarf hins vegar að koma körlunum betur af stað, þeir eru of latir og nenna varla í leikfími en þurfa þess þó ekkert síður en konurnar." Hvernig fer venjulegur tími fram? „Við byijum á léttum æfingum, hreyfum öll liðamót frá tám og upp í höfuð og notum mikið stólana til að styðjast við. Þegar menn eru orðnir vel heitir og liðugir notum við kannski bolta, bönd eða annað sem gerir æfingarnar kannski skemmtilegri og stundum eigum við til að stíga nokkur dansspor og við notum alltaf tónlist í tímunum. Hluti af ánægjunni er líka sá fé- . lagsskapur sem fólkið fær hvert með öðru og að loknum tímanum fara allir saman í kaffi og hef ég orðið vör við að þessi hreyfing hefur mikla þýðingu fyrir fólkið. Sumir hafa verið í tímum hjá mér frá upp- hafi og eru orðnir mun liðugri og léttari á sér þótt þeir hafi kannski elst um 20 ár. Það sýnir bara að hreyfíngin gerir þeim gott,“ segir Soffía að lokum. Var eins og spýtukarl Og það eru ekki allt unglömb í tímunum hjá Soffíu því þarna var til dæmis Vilhjálmur Hallgrímsson sem er orðinn 94 ára og hafði ekki mikið fyrir æfíngunum frekar en aðrir í hópnum: „Ég mæti alltaf tvisvar í viku og tek þessar ákveðnu æfingar. Það er reynt að hreyfa allan skrokkinn enda er það alveg nauðsynlegt fyrir okkur og þetta er ekkert annað en fyrirbyggjandi starf. Ég bý nú hérna við Lönguhlíðina og við sitjum mik- ið og föndrum óg dundum eitthvað þannig og hreyfum okkur ekki mik- ið. Mér fannst ég eiginlega vera orðinn eins og spýtukarl eftir að hafa dvalist hérna um skeið!“ Vilhjálmur var til sjós og starfaði síðan lengst af sem rafvirki og var því ekki beint kyrrsetumaður: „Ævi- starfið skiptir ekki miklu máli þegar ellin er annars vegar því hreyfingar- leysið leggur alla í rúmið fyrr eða síðar og því er ekki síður nauðsyn- legt fyrir mig en aðra að stunda þessa leikfimi. Og mér fínnst ég ekki lengur vera eins og spýtukarl - nú er þetta allt annað og ég hætti ekki í tímunum hjá Soffíu fyrr en í fulla hnefana," segir Vilhjálmur og var þotinn. LANDSBANKAHLAUPIÐ Hlaupið á 37 stöðum á landinu LANDABANKAHLAUPIÐ hefur verið hald- ið undanfarin ár og þátttaka farið vaxandi, en að þessu sinni er það haldið í áttunda sinn, sem samstarfsverkefni Landsbankans og Frjálsíþróttasambands íslands, laugar- daginn 22. maí. Hlaupið verður á 37 stöðum á landinu, þar sem útibú bankans eru, og hefst hlaupið víðast kl. 11.00. Á liðnu ári hlupu 5380 krakkar á 34 stöðum vítt og breitt um landið, þannig að búist er við meiri þátttöku í ár. Rétt til þátttöku hafa allir krakkar á aldrinum 10 til 13 ára og er þeim skipt í riðla eftir aldri og kyni. Allir þátttakendur fá viðurkenningar- skjal og derhúfu og hressingu að loknu hlaupi, en að auki fá þrír fyrstu hlaupararnir í hverjum riðli verðlaunapening. Þátttakendur þurfa að láta skrá sig í næsta Landsbankaútibúi, þar verða afhent rásnúmer og upplýsingar um hlaupið. Landsbankahlaupið, í Laugardal, Reykjavík 22. maí 1993 Annars staðar á landinu: Gervigrasvöllur Börn fædd 1980 og 1981 Gervigrasvöllur Börn fædd 1982 og 1983 Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Keflavík Sandgerði Grindavík Akranes Reykholt Hellissandur Ólafsvík Grundarfjörður Króksfjarððarnes Patreksfjörður Tálkafjörður Bíldudalur ísafjörður Skagaströnd Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Kópasker Raufarhöfn Vopnafjörður Seyðisfjörður Egilsstaððir Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfj örður Stöðvarfjörður Breiððdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hvolsvöllur Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Þorlákshöfn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993 €~~7 Trimmhópar á höfuðborgarsvæðinu ÞEIR SEM hafa áhuga á að njóta hollrar hreyfingar í hressum félags- skap eiga þess kost á ýmsum svæðum, því að starfandi eru nokkrir trimmhópar sem hittast reglulega og hlaupa, ganga eða skokka. Félagarnir eru á öllum aldri og nýliðar alltaf velkomnir, en nánari upplýsingar um einstaka hópa máfá í samtökunum Iþróttir fyrir alla í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á meðal trimmhópa eru: Hlaupafélag Vesturbæjar Hlaupið er kl. 18.30 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og hefst það við sundlaug Vesturbæjar og lýkur því á sama stað. Vega- lengdirnar eru 3, 5, 7 og 10 km. Umsjón hefur Ólafur Þorsteinsson. Hlaupahópur Grafarvogs í Grafarvoginum er hlaupið á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 17.30 og á laugardögum kl. 10.00. Hlaup- ið hefst við Hamraskóla og eru vegalengdir 1-8 km. Erla Gunnars- dóttir hefur umsjón með hlaupa- hópnum. Þess má geta að laugar- daginn 22. maí ætlar Grafarvogs- hópurinn að fara í Heiðmörk og hlaupa þar. Trimmklúbbur Breiðholts Hlaupið er frá Gerðubergi á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 17.30, hlaupið niður í Víðidal, aftur til baka og farið í heita pottinn á eft- ir. Vegalengdir eur 2, 3 og 6,5 km. Sigríður Níelsdóttir hefur umsjón með hópnum. Skokkklúbbur Mosfellsbæjar Hlaupið er á mánudögum og mið- vikudögum kl. 19.30, föstudögum kl.18.00 og laugardögum kl. 10.00 frá Varmárlaug. Vegalengdir eru 3-10 km. Umsjón með hópnum hefur Anna Gísladóttir. Trimmklúbbur við KR-heimilið Hlaupið er á mánudögum og mið- vikudögum kl. 18.00. í tilefni heilsuvikunnar verður kynningar- fundur í Félagsheimili KR við Frostaskjól kl. 13.00 laugardaginn 22. mái. Á mánudag, 24. maí, verð- ur göngupróf/þoipróf við heimilið kl. 18.15 og á miðvikudaginn 26. maí verður ganga/skokk frá KR- heimilinu kl. 18.15. Umsjón með hópnum hefur Páll Ólafsson. Trimmhópur Hafnarfjarðar Starfsemi þessa hóps er nýhafin, en leiðbeinandi er Páll Ólafsson, íþróttakennari. Hópurinn hittist í Kaplakrika á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.15 og er bæði skokkað og gengið. Trimmklúbbur Seltjarnarness Hlaupið er frá Sundlaug Seltjarnar- ness á mánudögum og miðvikudög- um kl. 17.30 og á laugardögum kl. 11.30, en til stendur að flytja laug- ardagstímann fram til kl. 10.00. Vegalengdir eru 3-20 km. Þess má geta að trimmklúbbur þessi er sá fyrsti sem fór af stað. Sumarnámskeið í Reykjavík '93 Foreldrar - kynnið ykkur sumarnámskeið fyrir börn og unglinga sem í boði eru á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, íþróttafélaga og samtaka í Reykjavík. Allar upplýsingar um fjölbreytni námskeiða, tímabil og kostnað er að finna í bæklingnum „SUMARSTARF í REYKJAVÍK '93“ sem dreift var í grunnskólum og leikskólum borgarinnar í vor. Skráning er þegar hafin á flest námskeiðana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.