Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 10
(jio^c • 'MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDACIJK 20. MÁf 199H HVERSDAGSLEIKARNIR Askorun til allra um hreyfingu Hversdagsleikarnir, eða Challenge Day International eins og þeir nefnast á ensku, verða haldnir þann 26. maí nk. Þetta er í fyrsta skipti sem Islendingar taka þátt í leikunum, sem hafa verið haldnir frá því 1983, en hugmyndina að leikunum, eða svokölluðum áskor- endadegi, fékk Kanadamaðurinn Rus Kirsby fyrir tuttugu árum. Kirsby er áhugamaður um al- menningsíþróttir og Hvers- dagsleikamir em í raun áskorunar- dagur í almenningsíþróttum með það að markmiði að fá sem flesta til að hreyfa sig á einn eða annan máta. Má segja að hugmyndin hafi heldur betur fengið hljómgmnn og það víða um heim. Fyrstu leikarnir voru einungis haldnir í Kanada, þar sem Kirsby fékk íbúa tveggja byggðarlaga til að taka þátt með því að hreyfa sig í meira en 15 mínútur á tilteknum degi og sigraði það bæjarfélag sem hafði fleiri þátttakendur. Áhuginn hefur svo heldur betur vaxið og hugmyndin fengið hljómgrunn víða um heim, því að á Hversdagsleikun- um á síðasta ári er talið að 20 millj- ónir manna hafi tekið áskomn um hreyfingu og útivist. Hversdagsleikamir em ekki íþróttakeppni í venjulegum skilningi þess orðs, heidur ákveða bæir og borgir þátttöku og er dregið um við hvaða annan bæ eða borg hver keppir og í raun er keppt um fjölda þátttakenda. Sá staður sigrar sem hefur fleiri þátttakendur. Þátttakendur geta verið allir þeir sem staddir em innan bæjarmark- anna á Hversdagsleikadeginum og skiptir þá einu hvort það em íbúar, gestir, þeir sem sækja vinnu til stað- arins eða skrappu bara þangað í verslunarleiðangur. Þátttöku þarf að skrá, en að því loknu er hverjum þátttakenda frjálst að hreyfa sig á þann hátt sem hann sjálfur kýs, hvort heldur með því að vera þátttakandi í ein- hverri íþróttagrein, leik eða hreyf- ingu alment, svo framarlega sem hann hreyfir sig í minnst 15 mínút- ur samfleytt. Víða erlendis em þess dæmi að hópar og fyrirtæki hafi skipulagt sérstakar og oft á tíðum all frum- legar uppákomur sem hafa beint athyglinni að fyrirtækinu sjálfu og starfsfólki þess sem hefur tekið þátt í Hversdagsleikunum og al- mennt hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt. Hér á landi eru það Reykjavík og Akureyri sem taka þátt í Hvers- dagsleikunum. Reykjavík keppir við skoska héraðið Nitsdale, en Akur- eyringar keppa við ísraelska bæinn Askelon. Það er því tímabært fyrir þá sem verða staddir innan marka Reykjavíkur eða Akureyrar að huga að þvi með hvaða móti þeir vilja taka þátt í leikunum, hvort þeir ætla að hjóla, ganga, skokka, synda, dansa, sippa, leika knatt- spyrnu, körfubolta, handbolta, gera æfingar eða hvaðeina annað sem flokkast undir góða og holla hreyf- ingu. Svo er bara að skrá sig og taka þátt með sínu móti þann 26. maí. Skráning í Reykjavík er í síma 687123 eða með símbréfi 693678 og á Akureyri í símum 22722, 12098 og 27599. Sá staður sem tapar flaggar svo fána sigurvegar- anna næstu viku á eftir við ráðhús sitt. DAGSKRÁIN í REYKJAVÍK Hversdagsleikarnir í Reylqavík eru haldnir í samvinnu IFA og íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar, en Reykvíkingar keppa við íbúa skoska héraðs- ins Nitsdale, sem er um 60.000 manna samfélag. Eiginleg dagskrá Hversdags- leikanna í Reykjavík hefst kl. 7.30 þann 26. maí, þegar sund- staðir opna, en þeir verða opnir til kl. 21.00 og aðgangur ókeypis fyrir alla. Hins vegar verður tekið forskot á sæluna á miðnætti þann 25. maí, þegar unglingar í félags- miðstöðum borgarinnar hefja leik- ana með leik og dansi í Laugar- dalslaug. En skipulögð dagskrá er eftirfarandi: 0.00 Sundlaugaleikar félagsmið- stöðvanna í Laugardal 7.30. Sundstaðir í Reykjavík opnir almenningi til kl. 21.00 10.00 Skautasvellið í Laugardal. Upplýsingar um hlaupaleiðir og bað og búningsaðstaða fyrir' trimmara opin til kl. 19.00 12.00 Leikfimi á Lækjartorgi 14.00 Samtök áhugafólks um íþróttir aldraðra með sund í Sund- höll Reykjavíkur 17.00 Æfingahlaup Heilsuhússins og Bylgjunnar, ÍFA og FRÍ, frá skautasvellinu í Laugardal Auk þessarar skipulögðu dag- skrár verður komið upp tennis- netum og merktum völlum á eftir- farandi skólalóðum: við Hlíða- skóla, Breiðagerðisskóla og íþróttahús Hagaskóla. Auk þess verða tennisvellir á bílastæðinu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Frá Skautasvellinu í Laugardal verða merktar skokk- og göngu- leiðir, en einnig má benda á Ell- iðaárdalinn og Öskjuhlíðina til slíkrar útivem. Á skólalóðum verða ýmsir leikir s.s. körfu- knattleikur, knattspyrna, reip- tog, parís, brennó o.fl. og ÍTR hvetur starfshópa fyrirtækja og stofnana til sameiginlegrar þát- töku í Hversdagsleikunum, s.s. með fimmtán mínútna göngu- ferðum í hádegi eða kaffitíma. Þátttökuseðlar liggja frammi í Ráðhúsinu, á sundstöðum borgar- innar, í félagsmiðstöðvum, heilsu- ræktarstöðvum, Perlunni og hjá íþróttafélögum. Þeim þarf að skila í þar til gerða kassa á sömu stöð- um fýrir kl. 22.00 þann 25. maí, en einnig verður skráð þáttaka á Rás 2 og í síma 687123 eða með símbréfi 693678. Reglur leikanna ■ 1. Þátttakendur geta verið allir sem staddir em innan borgarmark- anna í viðkomandi borgum/bæjum, þar með taldir íbúar, fjölskyldur, gestir, nemendur og þeir sem vinna á staðnum. ■2. Til að taka þátt í Hversdags- leikunum er nóg að vera þátttak- andi í einhverri íþróttagrein, leik eða hreyfmgu almennt í að minnsta kosti 15 mínútur samfellt. ■3. Þátttaka er ekki bundinn við ákveðna staði. Alls staðar innan borgar/bæjarmarka er hægt að hreyfa sig, hvort heldur er heima við, í vinnunni, í leik, í íþróttamann- virkjum, í skólum og á bamaheimil- um, í æskulýðsmiðstöðvum, í görð- um o.s.frv. ■4. Til að vera með í heildarskor- inu þarf hver einstaklingur eða hópur að skrá sig á næsta skráning- arstað með því að hringja eða senda inn þar til gerð skráningarskírteini. Hver einstaklingur má aðeins skrá sig einu sinni. ■ 5. Keppnin fer fram 26. maí, á tímabilinu frá miðnætti 25. maí til kl. 22.00 að kvöldi þess 26. ■6. Sigurvegari er sú borg eða sá bær sem hefur hærra prósentuhlut- fall þátttakenda miðað við íbúa- §ölda. ■7. Stolt íbúanna er í veði, því sá bær eða sú borg sem tapar skal láta fána vinningsaðilanna blakta við ráðhús sitt í heila viku. HEILSURÆKT Að þykja vænl um þennan eina líkama „FÓLK sem er tilbúið að skuldbinda sig og trúir því að það geti haldið um stjórnvölinn og tekist á við ögrandi viðfangsefni, bregst oft við streituaðstæðum með gagnverk- andi áhrifum — kynnir sér málin, leitar úrræða og lærir af þeim. Einstaklingar með lítið streituþol og ráðleysisinn- rætingu bregðast trúlega við með hörfun, veigra sér við aðgerðum, telja sig ófæra um að breyta aðstæðum og því er þeim ógnað af öllu sem ruggar lífsfleyinu. Það er þetta fólk sem hættir helst til að veikjast við óvæntar aðstæður." sinni Ræktaðu hugann og heilsuna, sem gefin var út hér fyr- ir síðustu jól. Og þetta eru orð að sönnu, því hugarfar og viðhorf geta skipta sköpum þegar kemur að heilbrigði líkamans — þessa eina sem við eignumst og sitjum uppi með hvort sem okkur líkar betur eða verr. „Heilsuræktin verður að hefjast í hugann ef hún á að koma að gagni,“ segir Guðrún Bergmann, sem vel þekkir til fræða Borysen- kos. Guðrún, sem er framkvæmda- stjóri Betra lífs og leiðbeinandi á námskeiðum í sjálfsrækt, segist á námskeiðunum verða áþreifanlega vör við neikvætt hugarfar, sérstak- lega kvenna, gagnvart líkömum sínum. „Ef ég bið konur að setja niður á blað þau atriði sem þær era ánægðar með hjá sér, þá er mjög algengt að þær svari: augun, hend- urnar, nefið, negiurnar og jafnvel bakið. Þær eru aldrei ánægðar með líkamann sem þeim var gefinn í heildina. Af hveiju? Jú, það er vegna þess að líkaminn er ekki eins og forskriftin sem alls staðar blasir við, það er ekki líkami ungl- ingsstúlku á síðum tískutímarita. Vegna þessarar óánægju em margar konur með neikvæðar til- finningar gagnvart eigin líkama og neikvæðar tilfinningar draga úr styrk og sjálfsöryggi. Fari konur eða karlar að líta neikvætt á þennan eina líkama sem þau koma til með að eignast um ævina þá er víst að honum verður ekki sinnt af ást og álúð. Það verð- ur farið verr með hann en heimilis- bílinn, sem passað er upp á að smyrja og skoða og þrífa. Samt Við eigum bara einn líkama sem við eigum að vera þakklát fyrir og- láta okkur þykja vænt um. Því um hverja hugsar maður betur en þá sem manni þykir vænt um? er alltaf hægt að fá sér nýjan bíl. Ég er viss um að ef ekki er hugað að heilbrigði líkamans með jákvæðu hugarfari af því að við- komandi þykir vænt um sjálfan sig og vænt um líkamann sinn, þá er til lítils að taka ákvarðanir um heilbrigðara líferni, mataræði og hreyfíngu. Þá er einungis verið að hreyfa sig eða borða hollari mat vegna skilaboða frá utanaðkom- andi aðilum. Ákvörðunin er ekki tekin með heilum hug og gengur aldrei til lengdar. Maðurinn sem fer í megmn og skokkar á morgnana vegna þess að vinnufélagamir era farnir að hafa orð á því hvað hann sé orðinn feitur — hann hugsar ekki: Mikið var gott að vakna svona snemma og njóta útiverunnar. Mikið var þetta góður matur sem ég borðaði í hádeginu, eða mikið er ég gæfu- samur að geta notið þess að lifa. Nei, þessi maður hugsar sem svo — ég missti af því að sofa út í morgun, eða þá: ég missti af því að fá mér súkkulaði með kaffinu. Hugarástandið er allt á einn veg, allt neikvætt gagnvart líkamanum og einkennist af áhyggjum út af einhveijum ímynduðum skorti. Auðvitað gefst þessi maður mjög fljótlega upp. Við eigum bara einn líkama sem við eigum að vera þakklát fyrir og láta okkur þykja vænt um. Því um hveija hugsar maður betur en þá sem manni þykir vænt um?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.