Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 HEILSUVIKAN Þorlákshöfn Weetabix i Þorlákshafnarbúar ætla ekki að láta sitt eftir liggja meðan á heilsu- vikunni stendur og á Ungmennafélagið Þór í samstarfi við IFA um þau mál. Einnig hefur hreppsnefnd Olfushrepps ákveðið að styrkja framtakið. Dagskráin er eftirfarandi: Fimmtudaginn 20 maí er sundleikfimi kl. 19.30 og kl. 20.15 verður farin gönguferð frá_ íþróttamiðstöðinni. Á föstudag, sem er hjólreiðadagur fjöl- skyldunnar verður farin hjólreiðaferð frá íþrótt- amiðstöðinni kl. 20.00. Einnig verður boðið upp á göngu og skokk. Á laugardag hefst Landsbankahlaupið kl. 10.00 og í framhaldi af því eru allir hvattir til að mæta í sundlaugina og synda 200 metrana. Á sunnudag fer fram áheitasund Þórs. Á mánudag verður skokk og ganga frá íþróttamiðstöðinni kl. 20.00. Einnig hópleikfimi, sem fer fram innan dyra eða utan eftir veðri. Þriðjudaginn 25. maí verður í sundlauginni boðið upp á kennslu og tilsögn í sundi fyrir þá sem þess óska og laugin lokuð fyrir aðra gesti á meðan, eða frá kl. 21.00. Einnig verður boðið upp á tilsögn í lyftingatækj- um kl. 20.00 og í bad- minton á sama tíma. Á lokadegi heilsuvi- kunnar verður svo ganga, skokk, sund og þrektækni, auk þess sem víðavangshiaup Þórs verður þá hald- ið kl. 20.00. Seltjamames ÞEIR ÍBÚAR Selijarnarness sem hafa hug á hollri hreyfingu geta stund- að slíkt með ýmsu móti á heilsuvikunni, en aðaldagskráin þar er á þremur dögum. Föstudaginn 21. maí verður morg- unleikfimi í íþróttamiðstöð Sel- tjarnamess kl. 7.00-8.00 og vatns- leikfimi í Sundlaug Seltjarnarness á milli kl. 14.30 og 15.15. Á Eiðistorgi mun svo starfsfólks Heilsugæslu- stöðvarinnar, auk fulltrúa frá íþróttahópum, vera með kynningu og ráðgjöf á milli kl. 16.00 og 18.00 í Hagkaup. Laugardaginn 22. maí, hefst Neshlaup TKS og Gróttu kl. 12.00. KI. 13.00 verður synt í Sundlaug Seltjamarness. Mánudaginn 24. maí fara trimm- og gönguhópar frá Sundlaug Sel- tjamamess kl. 17.30 og verður kom- ið aftur um kl. 19.00. Gönguhópurinn Göngugarpar leggur svo af stað frá sundlauginni kl. 19.00 í klukkutíma göngu, en kl. 20.00 verður vatnsleik- fimi í sundlauginni og stendur til kl. 20.30. Loks verður morgunleikfimi í íþróttamiðstöð Seltjarnarness á þriðjudagsmorgun frá kl. 7.10 - 8.00. Úrval af RUNWAY jogging- og æfingagöllum á börn og fullorðna. Polyamid gallar og vindheldir og vatnsfráhrindandi Microfiber gallar, sem „anda“, á góðu verði. RUNWAY• Útsölustaðir: Útilíf, Glæsibæ Sportbúð Óskars, Keflavík Sportval, Kringlunni Akrasport, Akranesi Hummelbúðin, Ármúla 40 Sporthúsið, Akureyri Heildsöludreifing gquaAspopt sími 688085. Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. TREFJARIKT ORKURIKT FITUSNAUTT HOLLT OG GOTT ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM ) ÖRKIN 1012-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.