Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 11
C 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 DAGSKRÁIN Á AKUREYRI FRÉTTIR LACOSTE Á DEGI Hversdagsleikanna verð- ur háð áskorendakeppni á milli Akureyrarbæjar og ísraelska bæj- arins Áskeion. Sigri Akureyri mun fáni bæjarins blakta við hún hjá ráðhúsi Askelon í heila viku, ella verður það á hinn veginn. En Akureyringar ætla sér sigur og verður heilmikið um að vera í bænum þennan dag, þótt vissulega geti þátttakendur í ieikunum allt eins hreyft sig heima við eða hreinlega hvar sem þeir kjósa inn- an bæjarmarkanna. Allt sem þarf er að skrá þátttökuna og hreyfa sig í að minnsta kosti 15 mínútur samfellt. Fyrir aldraða Það sem boðið verður upp á í bænum samkvæmt skipulagðri dag- skrá á Hversdagsleikunum er m.a. ganga og léttar æfingar fyrir aldr- aða kl. 9.00 í Víðilundi og kl. 10.00 í Húsi aldraðra Miðbærinn I miðbænum verður margt um að vera. Kl. 14.00 verður júdó og fim- leikar kl. 15.00. Púlsinn verður með pallaæfingar á Ráðhústorgi kl. 16.00 og allan daginn verður æft á hjólabrettum við Dynheima. Krabbameinshlaupið hefst við Dyn- heima kl. 18.30, en skráning verður á sama stað frá kl. 18.00. í Krabba- meinshlaupinu verður hægt að ganga, hlaupa og hjóla, Lúðrasveit Tónlistarskóla Eyjafjarðar leikur fyr- ir þátttakendur og í göngugötunni verða blóðþrýstingsmæiingar á milli kl. 17.00 og 18.00. Kjarnaskógur Útivistarsvæðið í Kjarnaskógi verður opið allan daginn, en þar er mjög góð aðstaða til íþrótta og úti- veru, ekki síst fyrir hópa og félaga- samtök og skorað á slíka aðila að nýta svæðið til þátttöku í Hversdags- leikunum. Sundlaugin Dagskrá verður í sundlauginni yfír daginn og aðgangur ókeypis. Sundfélagið Óðinn verður með sund- leikfimi fyrir hádegið, en eftir há- degið verður hátíð fyrir börn og unglinga á milli kl. 17.00 og 19.00. Farið verður í ýmsa leiki, hljómsveit- ir leika á svæðinu, keppt verður í ýmsum greinum, barnakór Lundar- skóla syngur og loks verður grill- veisla. Á milli kl. 17.00 og 21.00 verður svokallað sunddiskó. Dagskrá fyrir unglinga 13 ára og eldri hefst svo kl. 21.00 og stend- ur til kl. 23.30 og þar verða hljóm- sveitir, farið í ýmsa leiki og boðið upp á grillveislu. Bent er á að börn yngri en 8 ára sem koma í sundlaug- ina yfir daginn verða að vera í fylgd með 14 ára eða eldri. íþróttasvæðin íþróttasvæði Þórs verður opið all- an daginn fyrir trimmara. í Hamri verður boðið upp á líkamsrækt, heita potta og gufuböð ókeypis. Gott er að fara í gönguferðir frá Hamri og í leiki á félagssvæðinu. Á íþrótta- svæði KA verður einnig opið allan daginn fyrir leiki, gönguferðir, knatt- spyrnu o.fl., auk þess sem líkams- ræktin verður opin. Ferðafélag Akureyrar Ferðafélagið býður upp á göngu- ferðir innan bæjarins í fylgsd leið- sögumanna og eru tveir valkostir í þeim efnum. Innbærinn og fjaran er önnur ferðin, en hin er Oddeyrin, hernámsárin og liðnir dagar. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar kl. 17.30 frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar á Strandgötu 23 og er áætlað að þeim ljúki um kl. 19.00. Fjölmargir fleiri Af öðrum aðilum á Akureyri sem leggja sitt af mörkunum til Hvers- dagsleikana má nefna Golfklúbb Akureyrar og Skotfélag Akur- eyrar, en svæði félagsins, sem er í malarnámum í landi Glerár, verður opið kl. 17.00-22.00. Hestafélögin hvetja allt hestaáhugafólk til að njóta dagsins með því að fara á bak og á Bjargi verður opið hús boðið upp á líkamsrækt, boccia og bogfimi á milli kl. 17.00 og 21.00. Nökkvi, félag siglingamanna, verður með siglingar frá Torfunefsbryggju kl. 17.00- 21.00 og svæði Skautaféiags Akur- eyrar verður opið fyrir hjólaskauta- menn. Þá verða Iþróttamannvirkin við Glerárskóla opin allan daginn og aðgangur ókeypis, en þar er hægt að trimma, fara í sund, potta og t.d. æfa badminton á milli kl. 17.00 og 20.00. Yngstu bæjarbúarnir Yngstu kynslóðirnar á Akureyri munu heldur ekki láta sitt eftir liggja, því að 21 leikskóli, skóladagheim- ili og gæsluvellir ætla að taka þátt í Hversdagsleikunum bæði fyrir og eftir hádegi. Enn fleiri aðilar munu sjálfsagt bætast við í þennan hóp og svo má ekki gleyma þeim þátttakendum sem ætla að stunda holla hreyfingu sam- kvæmt sinni eigin áætlun, getu og áhuga. Heilsuvikan í Mosfellsbæ DAGSKRÁ heilsuvikunnar í Mosfellsbæ fer að mestu fram á föstu- dag og laugardag og verður þá ýmislegt gert, ekki síst það sem snýr að hestamennsku. Föstudaginn 21. maí kl. 18.00 er hlaup á vegum Skokkklúbbs Mosfellsbæjar og mæting við Varm- árlaug kl. 18.00. Bæði verður hægt að ganga og skokka og eru vega- lengdirnar þrír, fimm og sjö kíló- metrar. Sama dag kl. 20.00 heldur Félag kjósver- skra karlrembusvína sína árlegu karlareið og verður lagt af stað frá hesthúsabyggð Hesta- mannafélagsins Harðar á Varmárbökkum. Laugardaginn 22. maí á milli kl. 9.00 og 12.00 verður í íþrótta- húsinu á Varmá, loka- dagur hreyfi-, þroska- og leikjanámskeiðs fyr- ir börn á aldrinum 3-5 ára. Þetta námskeið er á vegum íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins. Sama dag kl. 14.00 hefst Vorhá- tíð foreldra- og kennarafélags Varmárskóla með skrúðgöngu frá Nóatúni. Hin árlega kvennareið Harðar- kvenna verður svo farin kl. 17.00 sama dag og lagt af stað frá hest- húsabyggð Harðarfé- laga á Varmárbökkum. Mánudaginn 24. maí verður svo Skokkklúb- burinn með 3ja km göngu um fallega skóg- arleið og er mæting kl. 19.30 við Varmárlaug. Að lokinni göngunni veðrur kynningarfund- ur í tónmenntasal skól- ans, þar sem Bergur Heimir Bergsson, íþróttalíffræðingur flyt- ur erindi sem ber yfir- skriftina: Ný viðhorf til almenningsíþrótta, reglulega - rólega - rétt hjá. Einnig verður stutt kynning á Skokkklúbbi Mosfellsbæjar. Meðan á Heilsuvikunni stendur verður mikil skipulögð dagskrá í gangi í Kringlunni. Auk sérstakra kynninga í verslunum og á göngum Kringlunnar munu ýmsir aðilar kynna starfsemina s.s. Gallerí Sport, Körfuknattleikssambandið, íþrótta- samband fatlaðra, Veggsport, Mátt- ur, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Dan- skólar Reykjavíkur, félagið Komið og dansið, Stúdíó ágústu og Hrafns og fleiri aðilar sem starfa að íþróttum og hollustu með einu eða öðru móti. Hjúkrunarfræðingar verða á staðnum og í tilefni heilsuvikunnar verður sjúkraþjálfarar með sjúkraleikfimi fyrir starfsfólk Kringlunnar. Þann 24 maí verður ókeypis inn á heilsuræktir víðs vegar um land, sem og í Reykjavík, sbr. dagskrá heilsuvikunnar. Af aðilum á lands- byggðinni má nefna, Stúdíó Dan á ísafirði, Táp og fjör á Egilsstöðum, Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa í Keflavík, Líkamsræktina á Akra- nesi, Orkuver á Höfn í Homafirði, Þrekvirki á Ólafsfirði og á Stöðvar- fírði verður Pjóla Þorsteinsdóttir með eróbikktíma fyrir alla. Pólóskyrtur og bolir Ekki bara fyrir kylfinga — Margir litir ÚTILÍF w GUESIBÆ. SMfff 812922 Weetabix $ — HJARTANS INeetabix TREFJARIKT ORKURÍKT FITUSNAUTT HOLLT... og gott með mjólk, súrmjólk, AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. ÖRKIN 1012-10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.