Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993 C 9 Morgunblaðið/Sverrir Hvert sem leiðin liggur þá verður að hafa í huga að sömu umferðar- reglur gilda hvort sem fararskjótinn er á tveimur hjólum eða fjórum, vélknúinn eður ei og það, að hjálmar eru ekki bara fyrir börn. GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR NÆRINGARFRÆÐINGUR íþróttir, hreyfing ogmaftaraeði Hvað eigum við að borða þegar vi( sem stíga þetta stóra skref, það er breyta mataræðinu til að ná fullkoi nauðsynlegt, ef um keppnisíþróttir ganga, skokka, hlaupa eða þjálfa i manneldismarkmiðum Islendinga. Manneldismarkmið eru sett fram til að efla heilbrigði þjóðarinnar og draga úr velmegunar- sjúkdómum s.s. hjartasjúkdómum, krabbameini og sykursýki. Manneldismarkmiðin mæla með fjölbreyttri fæðu úr fæðuflokkunum flórum; mjólkurflokknum, kjöt- flokknum, kornflokknum og græn- metis-ávaxtaflokknum, drögum úr fitu, sykri, salti og áfengi, aukum neyslu á trefjaríku fæði. í manneldis- markmiðum er mælt með því að hlut- ur kolvetna í fæðu sé 50-60%, fitan fari ekki yfir 35% af orkunni og pró- tein sé að minnsta kosti 10%. íþrótta- fólk þarf að gæta þess að kolvetna- neyslan sé 60-70%, fítan helst 20-25% og prótein um 10-15%. Þeir íþróttamenn sem stunda lyft- ingar eða annað sem eykur kraft þeirra og vöðvamagn, þurfa að borða meira prótein en hinir sem stunda íþróttir sem reynslu á þol og úthald. Fæðan á að innihalda meira af kol- vetnum og minna af fitu. Lítum nán- ar á þessar þrjár orkulindir okkar, fitu, hvítu og kolvetni, og spyrjum: Hvaðan koma orkuefnin? Orkuefni fæðunnar eru eins og áður er nefnt kolvetni, fita og prótein. Áfengi gef- ur einnig orku en er ekki talið með sem daglegur þáttur í orkuneyslunni. Kolvetni fæst aðallega úr jurta- fæðu. Úr dýraríkinu fáum við aðeins laktósu í mjólk og mjólkurvörum. Kolvetnafæði má skipta í 3 flokka: • kornmatur, grautar, morgun- kom, brauð, kex, hrökkbrauð, hrís- gijón, spaghetti, núðlur, kartöflur og baunir. förum að stunda íþróttir? Margir fara að stunda íþróttir, vilja einnig nnum árangri. Oft getur það verið er að ræða. En þegar fólk fer að tækjum er réttast að borða eftir Borðið fjölbreytta fæðu Borðið minni sykur Notið minni fitu Notið minna salt Aukið neyslu trefja Borðið ekki of mikið í einu Kolvetnaríkt fæði getur þrefaldað þol í íþróttum. • sykur, sælgæti, ís, frostpinnar, gosdrykkir, sulta, hunang, sætar kökur, sætt kex, sætt morgunkorn. • grænmeti, rótarávextir, ávextir, ber, ávaxtasafí, mjólk, súrmjólk, létt- mjólk, undanrenna, mysa og fleiri mjólkurvörur. Fitu fáum við bæði úr jurta- og dýraríki, hér á landi fáum við fituna aðallega úr dýraríkinu. Fitan í matn- um er ekki aðeins hin sýnilega fíta, s.s. smjör, majónes, rjómi, kjötfita og matarolía, heldur er hún oft ósýni- leg — sést ekki með berum augum. Má nefna magurt kjöt og ýmsar kjöt- afurðir, egg, mjólk og flestar mjólk- urafurðir, svo sem engjaþykkni, þykkmjólk, jógúrt, ostar, feitur fiskur (lax, síld), hnetur, möndlur, ýmiss konar fræ, kökur og sælgæti. Prótein eru nauðsynleg bygging- arefni. Prótein fæst úr flestum fæðu- tegundum nema hreinni fitu og unn- um sykri. Helstu próteingjafar eru mjólk og mjólkurafurðir, fískur, kjöt, egg, baunir. Iþróttafólk þarf að leggja áherslu á reglubundnar máltíðir, betra er að borða margar smáar en fáar stórar. Góður undirbúningur fyrir æfíngar er mikilvægur og það er ekki nóg að breyta um mataræði daginn fyrir keppni, lengri undirbúning þarf. Sýnt hefur verið fram á að íþrótta- fólk sem boðar kolvetnaríka fæðu hefur meira úthald en það sem borð- ar venjulegt fæði. Glýkógenforðinn (sykurforðinn) í vöðvum og lifur eykst þegar borðað er kolvetnaríkt fæði. Líkaminn brýtur glýkógen nið- ur í glúkósu sem nýtist sem orku- gjafí og því meiri forði, þvi meira úthald. Auk glúkósu notar líkaminn fitusýrur til orkumyndunar, en fitu- sýrubrennsla kallar á meira súrefni og við þá brennslu hægjum við á okkur. Til að hlaða á kolvetnahleðsl- una er nauðsynlegt að auka neyslu kolvetna, þ.e. borða mikið af brauði, kornmat, pasta, hrísgijónum og kart- öflum. Það er mjög gott að borða góða máltíð 2-3 klst. fyrir æfingu, þannig kemst maður hjá að maginn sé fullur, án þess að vera svangur. Það er best að borða ekkert klukku- stund fyrir æfingu. Við likamasþjálfun og aðra erfíðs- vinnu töpum við 1-2 lítrum af vökva á klst. með svita. Afköstin verða minni ef við fáum ekki nógu mikinn vökva. Vökvatap getur orsakað minna blóðflæði, lágan blóðþrýsing og hitaköst. Þorstatilfínningin virkar ekki alltaf nógu vel. Líkaminn þarf vökva áður en við fínnum til þorsta, það er því mikilvægt að drekka fyr- ir, á meðan og eftir æfíngu. Fyrir æfingu eða keppni á aðeins að drekka hreint vatn, 2 klst. fyrir æfingu er gott að drekka Vi lítra af ísskáps- köldu vatni (5 C°), ekki kaldara. Við æfingar er gott að drekka lVi-2 dl af vatni á 15 mín. fresti. Sykraðir drykkir eru óþarfi og gagna ekki nema áreynslan sé ströng og löng. TREKusa a venum & venlevsum Yfir 30 gerðir fáanlegar og þar á meðal: Model 820: Eitt vinsælasta fjallahjólið. 21 gfra. Shimano Altus C10 búnaður. 100% CroMoly stál í stelli. 5 stellstærðir og kvenstell". Litir: Svart eða hvítt/fjólublátt (tvílitt). Model 800: Mjög vinsælt. 18 gíra. Shimano Altus C20 búnaður. CroMoly stell í 5 stærðum. Einnig „kvenstell" í 2 stærðum. Litir: Svargrænt eða gul/grænt (tvílitt). JAZZ/VOLTAGE frá TREK USA. Trúlega mest selda fjallahjólið í dag. 18 gtra. Shimano búnaður. Háþanþolsstál og CroMoly í stelli. 5 stelistærðir og „kvensteir í 2 stærðum. Litir: Svart eða rauðgult/fjólublátt. Einnig mikið úrval af JAZZ/TREK barnahjóium. Helstu sölustaðir á landsbyggðinni: Pípulagningaþjónustan, Akranesi. Olíufélag útvegsmanna, ísafirði. Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Sportver, Akureyri. Hjólabær, Selfossi. Reiðhjólaverkstæði M.J., Keflavík. mm mm Reiðhjólaverslunin orninnB SKEIFUNNI T T, SÍMI 6T9890 [JQS RADGREIDSLUR VERSLAÐU VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ B0RGAR SIG - ALLTAF! BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI Otal möguleikar á matreiðslu, alltaf meyrt og gott, aðe’ 484§ í næstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.