Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 8
8 ;C3 MOKGUNBLAÐIÐ; FIMMTÖÐAGUR 20, MAÍ 1993;. Njóttu lífsins! Borðaðu Kotasœlu og Léttost í sumar! OSIAOG SMIÖRSALAN SE - kjanii málsins! Fylgstu meb á þribjudögum! Á þribjudögum er gefiö út sérstakt íþróttablaö þar sem fjaliað er um allt þaö helsta sem gerst hefur í íþróttaheiminum innanlands og utan. Úrslit eru birt úr fjölmörgum greinum íþrótta, t.d. öllum deildum í knattspyrnu, hand- og körfuknattleik, einnig eru fréttir af golfi, júdó, blaki, karate, frjálsum íþróttum og kappakstri svo eitthvaö sé nefnt. Viðtöl eru tekin við íþróttafólk, umsagnir um leiki og lífleg umfjöllun um allt sem tengist íþróttum. ininni i alpagreinum Davis-bikarinn: Þrftugast! sigur Banda- ríkjanm BANDARÍKJAMENN tlyruiu Svtt^ndlngaumhelalMlúr. •RtaWk Dtvte-bilujnuns og vir P««» I þrftu9»*ta tlnn wm HJÓLADAGURINN Lögreglufylgd í Laugardalinn HJÓLADAGURINN verður í Reykjavík sunnudaginn 23. maí og verð- ur þá hjólað í Iögreglufylgd frá nokkrum félagsmiðstöðvum borgar- mnar og mður í Laugardal, þar skipulagða dagskrá. Lagt verður af stað frá félags- miðstöðvunum kl. 13.00, en þær eru Ársel, Fellahellir, Hólmas- el, Fjörgyn og Frostaskjól, og hjólað eftir leiðunum Sem sýndar eru á kortinu. Þegar í Laugardalinn kemur hefst dagskráin kl. 14.00 með klukkustundar langri þrautakeppni. Þá munu ýmis félagasamtök kynna hjólreiðar í sínu starfi s.s. íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiða- félag Reykjavíkur. Þá verður sett upp stutt braut og óvönum jafnt sem vönum hjóla- köppum á öllum aldri boðið að prófa nýjustu hjólatækni á fjallahjólum. Hjálmanotkun verður kynnt á staðnum og ýmislegt fleira gert. Að lokinni dagskrá kl. 16.00 hjóla hópamir til baka að félagsmið- stöðvunum í lögreglufýlgd. Samtök- in Iþróttir fyrir alla sem standa að hjóladeginum beina þeim tilmælum eindregið til foreldra og forráða- manna að böm inna við 10 ára ald- ur verði í fylgd fullorðinna á hjóla- sem þáttakendum er boðið upp á deginum. Þeim sem hafa áhuga á að dusta rykið af hjólakunnáttunni á næst- unni má líka benda að innan borgar- markanna em fleiri möguleikar til hjólreiða en einungis á gangstéttun- um. Til dæmis er Elliðaárdalurinn einstækt svæði fyrir hjólreiðamenn, ekkert síður en fótgangandi og býður upp á dágóðan hjólatúr. Að sama skapi má benda á Öskjuhlíðar- svæðið, þar sem ýmsir hjólreiða- menn leggja leið sína, það má hjóla um í Laugardalnum og í Fossvogin- um. Það er heldur ekkert sem segir að einungis megi hjóla á steyptum stígum. Því ekki að hjóla t.d. upp í Heiðmörk og reyna dálítið á sig í leiðinni. Eða út á Álftanes? En hvert svo sem leiðin liggur þá verður að hafa í huga að sömu umferðarreglur gilda hvort sem far- arskjótinn er á tveimur hjólum eða Ij'órum, vélknúinn eður ei og það, að hjólahjálmar eru ekki bara fyrir böm. Fullorðnir hjólreiðamenn eiga 1. Þrautakeppni 2. Hjólreiðakynning 3. Nýjasta hjólatækni 4. Hjálmanotkun kynnt Frostaskjól kt. 13:00 ... ,■ Laugardajur iFjörgyn *l. 13:00 Hólmasel kl. 13:00 Fellahellir! kl. 13:00 FRÉTTIR Hið árlega Neshlaup Gróttu og Trimmklúbbs Seltjamarness verður haldið laugardaginn 22. maí og hefst kl. 12.00 við Sundlaug Seltjarn- amess. , Hlaupnar verða þijár vega- lengdir 3,5 km, 7 km og 14 km og veitt verðlaun í öllum ald- ursflokkum kvenna og karla, 12 ára og yngri, 13 ára - 16 ára, 17 ára - 34 ára, 35 ára - 49 ára og 50 ára og eldri. Skráning verður í Gróttu- herberginu að morgni mótsdagsins og er boðið upp á fjölskylduafslátt á þáttökugjaldi. Meira um hlaup. Krabbameins- hlaupið verður inni í dagskrá Hvers- dagsleikanna á Akureyri, þann 26. maí. Hins vegar verður Krabha- meinshlaupið í Reykjavík á sínum hefðbundna stað þann 5. júní næst- komandi og þá hlaupið í Laugardaln- um. Sama dag fer fram Krabba- meinshlaup á Egilsstöðiim, Höfn í Hornafirði og í Grímsey. Landssamband Hjartasjúkiinga á tíu ára afmæli í ár og af því tilefni verður í október haldin viðamikil sýning í Perlunni sem bera mun yfir- skriftina „Heilsa og heilbrigði“. Undir- búningur fyrir þessa sýningu er þegar hafin og munu sýn- endur tengjast heilbrigðismálum með ýmsu móti, en heiðurssess skipar að sjálfsögðu Landsamband hjartasjúkl- inga. Hollt aðhafa íhuga í FLESTUM tilvikum er ekk- ert því til fyrirstöðu að hefja heilsurækt og fara að hreyfa sig. í nokkrum tiivikum er þó ráðlegt að leita til læknis áður en farið er af stað, eins og fram kemur í eftirfarandi ábendingum Kjartans Magn- ússonar iæknis Hugsir þú þér til hreyfings og: ■ ertmeðhjarta-eðaæðasjúk- dóm ■ ert með háþrýsting ■ ert með sykursýki eða annan efnaskiptasjúkdóm ■ ert karlmaður yfir fertugt með langa reykingasögu H ert í læknismeðferð I hefur fundið fyrir vanheilsu upp á síðkastið þá er ráðlagt að gera það í samráði við þinn lækni. Eins er ávailt gott að hafa í huga að: ■ líkaminn er ef til vill ekki búinn undir átök ■ að best er að fara sér hægt - þú hefur framtíðina fyrir þér ■ að til að koma í veg fyrir áverka í stoðkerfí, þ.e. vöðvum, sinafestum og liðum, er mikil- vægt að hita líkamann vel upp áður en til erfíðra æfinga kemur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.