Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 1
Heilsimkan erhafin Hollusta og hreyfing, heil- brigði og betri líðan. Þetta eru markmið- in sem flest okkar stefn- um að - með þó misjöfnum dugnaði og mismiklum árangri. En frá og með deginum í dag gefst lands- mönnum gott tækifæri til að taka sig á í þeim efnum sem varða hollustu og heilbrigði. Heilsuvikan hefst í dag, 20. maí og stendur til miðvikudagsins 26. maí. Heilsuvikan er skipulögð af samtökun- um íþróttir fyrir alla, með stuðn- ingi Skelj- ungs hf., Landsbank- ans og Sjóvá-AImennra og í samstarfi við fjölmarga aðila sem Iáta sér íþróttir og holl- ustumál varða. Alla vikuna verður skipulögð dagskrá í gangi og ættu flestir að finna sér eitthvað þar við hæfi. í vikulokin verða Islendingar í fyrsta sinn þátttakendur í Hversdagsleikunum, sem 20 milljónir manna kepptu í á sl. ári víðsvegar um heim. Þá keppir Reykjavík við hérað í Skotlandi og Akureyri við bæ í ísrael og vinnst keppnin á því einu að sem flestir taki þátt í henni. Víst yrðu það sætir sigrar, en stærstu sigrarnir vinnast með því að sem flestir noti stuðninginn og hvatninguna á Heilsuvikunni til að huga að hollri hreyfingu og leggja þann- ig grunninn að heilbrigðu líf- erni fyrir sig sjálfa. Og ekki til lítils að vinna. I þessu blaði er að finna gott yfirlit yfir það sem í boði er á Heilsuvikunni, auk gagnlegra ráða fyrir þá sem ætla að taka þátt í henni, með hveiju því móti sem þeir kjósa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.