Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGURl 20, MAÍ’ 199.3 G) 5 Skógar- ( hlíóarkriki Sandfell fv VC iKolhólI ^ iBúrfeiL^^ Húsfellsbruni CJ C|Húsfell ^fcjvalubót , Hetgafell Heiðmörk - Kaldársel, kl. 11:00 Um 3 klstr. ganga. fíúta frá B.S.I. austanmegin, komið verður við í Mörkinni 6. Kaldarsel Helgadalur \ Fjölskylduganga í Valaból, kl. 13:00 Um 1-1,5 klst. ganga. fíúta frá B.S.I. austan- megin, komið verður við íMörkinni 6, á Kópa- vogshálsi, við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Einnig er hægt að koma á eigin farartæki iKaldársel. FRÉTTIR Þeir sem ætla í verslunarleiðang- ur í Heilsuvikunni eiga þess kost að fara í morgunleikfimi í leið- inni. Heilsuræktar- stöðin Máttur verður með 10 mín- útna morgunleik- fimi í verslunum Hagkaups dagana 21., 24., 25. og 26 maí. Leikfimin fer fram í eftirfarandi verslunum, í Hólagarði og Grafarvogi kl. 09.15, í Skeifunni kl. 10.00, í verslununum í Kringlunni kl. 10.45 og í Kjörgarði og á Setjarn- arnesi kl. 11.30. Máttur mun einnig kynna starf- semi sýna í verslunum Hagkaups meðan á heilsuvikunni stendur og verður ekki eini aðilinn sem gerir slíkt, því að næringarfræð- ingur verður með kynningu í verslununum, Sjósleðaferðir munu kynna starfsemi sína, sem og fshestar, en það fyrirtæki ætl- ar á kynningunum að gefa ákveð- inn fjölda af frímiðum fyrir þá sem vilja fara á hestbak. Fimleika- sambandið stendur einnig fyrir sýningum í verslununum og sam- tökin Komið og dansið ætla að kynna starfsemina í verslununum, sem og fleiri íþróttafélög. Og enn meira af verslunum Hag- kaups. Mikið verður um kynningar og tilboð á ýmiskonar matvælum og vörum meðan á heilsuvikunni stendur og m.a. verður sérbakað sérstakt hollustu- brauð hjá Myliunni í tilefni vikunnar. Sérstök tilboð á ávöxtum og grænmeti verða í Hagkaup og ýmsir framleiðendur og innflytjendur koma til með að kynna vörur sínar og veita sérstök tilboð meðan á vikunni stendur. Það eru m.a. Mjólkursamsalan, ís- lensk-Ameríska, OJohnson og Kaaber, Osta og smjörsalan, Slát- urfélag Suðurlands, Isostar, Lýsi, I. Guðmundsson og fleiri. Kynning- ar allra þessara aðila verða í versl- ununum í Hólagarði, Grafarvogi, Kjörgarði, Sehjamamesi, Kringl- unni og í Skeifunni, en að auki í verslum í Njarðvík og á Akureyri. Ýmis ráð og leiðbeiningar er gott að hafa í farteskinu þegar fólk byijar líkamsþjálfun. Svör við ýms- —ö—-------- um spumingum ffy sem vakna má fá í /* ýmsum bókum og blöðum, en t.a.m. má benda á nokkr- ar handhægar bækur sem gefnar hafa verið út á undanfömum árum. Það er bók Iðnú, Iðnskólaútgáfunnar, sem ber heitið Þjálfun, heilsa, vellíðan - kennslubók í líkamsrækt og eins Skokkarinn, sem er samin af tveimur gamalreyndum skokkur- um, þeim Sigurði P. Sigmundssyni og Gunnari Páli Jóakimssyni. Þá gaf Vaka-Helgafell út fyrir alln- okkmm áram bók sem stendur fyrir sínu, en það er heilsuræktar- bók Sigrúnar Stefánsdóttur; fréttamanns og iþróttakennara, I fullu fjöri. Eins má benda á hand- hæga litla bók sem líkamsræktar- stöðin Máttur og ber heitið Offita og hreyfing áhrif mataræðis og líkamsþjálfunar á þyngdar- og fit- utap. Sjálfsagt má fleira nefna, og um að gera að spyijast fyrir í bóka- verslunum. Góðar gönguleiðir HVAÐ ER betra hægt að hugsa sér á björtu sumarkvöldi en að vera á gangi úti í náttúrunni og njóta í senn góðrar hreyfingar, útiveru og landsins? En það þarf ekki að leita langt út fyrir þéttbýlið til að finna skemmtilegar gönguleiðir, eins og þær sem hér eru nefndar, fengnar úr ritröð Einars Þ. Guðjohnsens, Gönguleiðir á íslandi. Álftanes Fjörugöngur á vestanverðu Alfta- nesinu eru áhugaverðar og ekki leiði- gjarnar, þótt farið sé aftur og aftur. Eftir mikil brim er stundum hægt að tína öðuskeljar á Hrakhólum, og oft eru þar selir að forvitnast um vegfarandann. Álftanes er þekkt fyrir fjölskrúðugt fulgalíf, og á vori og hausti er þar Ijöldinn allur af farfuglum á leið til og frá varpstöðv- um á norðlægari slóðum, svo sem margæsir og helsingjar, sem eru þama árvissir gestir. Nefna má tvær ágætar hringgöt- ur á nesinu. Önnur leiðin er frá Bessastöðum, og má ganga þar fyr- ir neðan garð og út á Bessastaðanes eftir ökuslóð. Vestast á Bessastaða- nesi komum við að rústum Skans- ins, sem þar var gerður á 17. öld til varnar gegn sjóræningjum. Þar getum við rifjað upp danskvæðið um Ola skans, sem bjó á Skansinum í lok síðustu aldar. Við höldum áfram með Seilunni, víkinni við Skansinn, og fylgjum svo ströndinni vestan við Breiðabólstað og Akrakot. Hinn hringurinn getur hafist við Kasthúsatjörn og má fylgja þaðan ströndinni til suðurs alveg að Mel- húsum eða jafnvel Hliði. Til baka má svo ganga eftir veginum kring- um kjarna byggðarinnar eða gegn- um byggðina að Kasthúsatjöm. Gálgahraun Gangan hefst við Álftanesveginn. Við göngum fyrst þvert norður yfir hraunið, sem þama er vel gróið og með ótal Iautum og bollum. Norður úr hrauninu skerst mjótt nes, Eski- nes, og er ágætt að stefna þangað. Síðan göngum við vestur með Lamb- húsatjöm, sem einhvern tíma hefur sjálfsagt verið réttnefni en er nú opinn til austurs og tengist þannig Skerjafirði. Jarðvegur er sem óðast að eyðast af Eskinesi og sjór gengur nú inn á hraunið. í hraunbrúninni eru tveir háir klettar, Gálgakiettar. Þar voru saka- menn hengdir fyrr á tímum, en valdsmenn gátu horft á heiman frá Bessastöðum og þurftu ekki að óm- aka sig á staðinn. Frá Gálgaklettum fylgjum við svo hraunbrúninni til vesturs og suður á veg. Búrfell - Búrfellsgjá Eitt skemmtilegasta göngusvæðið í nágrenni Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er um Búrfelisgjá og Búr- feil. Gönguna má byija við Hjaila- enda og fara þar yfir Heiðmerkur- girðinguna á prílunum. Komum við þá fljótlega að misgengisstalli. í gjánni undir honum er vatnsból, og er auðvelt að komast niður að vatn- inu. Aðeins lengra komum við að Gjárrétt, sem því miður er hranin að hluta. Þar skammt frá er gamalt aðhald eða náttból, sem gert hefir verið með því að hlaða fyrir hellis- skúta og er rétt að líta á það. Búrfellsgjá er engin gjá í vana- legri merkingu þess orðs, heldur hraunrás frá þeim tíma, er Búrfell gaus fyrir um 7.200 árum. Þama runnu öll hraunin, sem náðu til Hafn- arfjarðar, út á Álftanes og í Skerja- §örð. Nokkrar sveigjur eru á gjánni og þeim megin þar sem straumþung- inn mæddi á eru háir íhvolfír vegg- ir. Efst mjókkar gjáin og verður brött upp í sjálfan gíginn. Þar má sjá stafla af þunnum hraunlögum, og hellisskúta. Þama er mjög skemmtilegt að fara um og skoða þessi náttúruund- ur. Á einum stað við miðja gjána verður að gæta varúðar vegna djúpr- ar sprangu, sem þar er þvert yfir. Einnig má ganga á Búrfell frá Kaidárseii. Gangan hefst þá við vatnsbólið í Kaidárbotnum og er gengið með girðingunni yfir í Helgadal og svo eftir dalnum í átt að Búrfelli. Á þessari gönguleið eru nokkrir hraunhellar. Sumir blasa við, en til þess að komast í Hundrað- metrahelli eða Pólverjahelli þarf að klifra niður í gjá. Rétt fyrir sunnan Búrfell er stór og víðáttumikil gjá sem ber nafnið Kringlóttagjá, og er sjálfsagt að skoða hana. Göngur frá Hafnarfirði Nokkrar stuttar en góðar göngur geta hafist í sunnanverðum Hafnar- firði. Fyrst ber að telja göngu á Ásfjall, sem aðeins er 126 m yfir sjó, en frábært útsynisfjall. Gangan getur hafist við kirkjugarðinn og svo má fara nokkuð beint af augum á ijallið. Eftir að hafa notið útsýriis við vörðuna má halda áfram suður að Hvaleyrarvatni eða jafnvel alveg suður á Stórhöfða. Þaðan sést vel yfir Snókalöndin í Kapelluhrauninu, sem rann kringum árið 1005, og eins vestur yfír Almenning. Rauðimelur - Slunkaríki Ef gamli vegurinn er genginn vestur frá Straumi, er fljótlega kom- ið að malargryfjum. Áður fyrr voru þarna tveir gjallhólar rauðir, Rauði- melur, og telur Jón Jónsson líkleg- ast, að þar hafi gosið í sjó einhvem tíma áður en hraun rann frá Hrútagjárdyngju umhverfis hólana. Skammt suðvestur af Rauðamel er lítið hús falið í hraunbolla. Húsið er byggt eins og. Slunkaríki á ísafirði, öfugt við það venjulega, veggfóðrið utan á og bárujárnið að innan. Úlfarsfell Úlfarsfell, 295 m, er eitt besta útsýnifiallið í næsta nágrenni Reykjavíkur. Auðveld leið er upp í gegnum skógarreitinn í vesturhlíð- unum. Þegar upp á brún er komið má ganga norður eftir Hamrahlíð- inni og líta niður yfir byggðina og halda svo austur á hæstu þúfu fjalls- ins. Þaðan er svo slétt leið suður af Qallinu á veginn vestan við bæinn Úlfarsfell. Hafravatn - Bringur Dijúgur hluti þessarar leiðar er eftir Seljadal, sem er yndislegur grænn dalur, sléttur í botninn, suð- austan undir Mosfellssveitarfellun- um. Gönguna má hefja við Hafra- vatn og fara hjá Þormóðsdal og fylgja síðan Seljadalsánni að mestu. Innst í dalnum er Hrafnagil og þar þrengist hann nokkuð og hækkar og þar fyrir innan tekur svo Leirdal- ur við. Þaðan er orðið stutt inn fyr- ir austurhomið á Grimmansfelli og niður að Bringum. Rétt hjá Bringum er Helgufoss í Köldukvísl og sjálf- sögðu að líta á hann í leiðinni. REYKJAVIKURMARAÞON MARKVISS UNDIRBUNINGUR MEÐ WORLD CLASS MEÐAL ANNARS: 1. Frjáls aögangur aö tækja-og þolfimisölum World Class. ■■■2. Hlaup þrisvar sinnum í viku. ■■■13. Þolpróf á hjólum í byrjun tímabilsins. S111Í1S4. Fitumælingar og fylgst með blóöþrýstingi. i5. Leiöbeiningar um mataræöi. ■6. Kenndar verða teygjuæfingar í byrjun timabilsins. B9M17. Leiöbeiningar hjá reyndum hlaupurum. 18. Ráðgjöf varöandi hlaupaskó. '19. Þrekpróf á miöju æfingatímabili. IÍSÍ®SÍS10. Allir fá World Class bol fyrir hlaupiö. LEIÐBEINEIMDUR: Bjargey Aðalsteinsdóttir, íþróttafræbingur. Dagbjört Leifsdóttir. íþróttakennari. Gunnar Guömundsson, íþróttakennari og fjórfaldur Islandsmeistari í 200 og 400 m spretthlaupi. Skráning er hjá World Class í símum 30000 og 35000. Þjálfun hefst 34. maí. -frábærleið til bættrarheilsu og betra lífs! YUCCA I I G U L L ◄ I ◄ I I í I I I Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur til að kaupa þetta einstaeða náttúrulega fæðubótarefni ... og hvers vegna! I mörg ár hafa farið fram rarmsóknir í Bandaríkjunum á YUCCA-plöntunni. ' Niðurstöður úr þeim rannsóknum sýna að saponin efnið íYUCCA-plöntunni hjálpar til að brjóta niður fæðuna og halda ristlinum hreinum. Niðurstöður margra erlendra læknaþinga undanfarin ár hafa verið á þann veg að um 65—70% allra sjúkdóma megi rekja til óhreininda I ristli og má þar nefna sjúkdóma eins og liðagigt, psoriasis, asma, að ónefndum ristilbólgum. YUCCA GULL hjálpar þér að halda þessu mikilvæga líffæri hreinu. TILVITNANIR í NEYTENDUR: „Meltingin hefur aldrei verið eins góð og eftir að ég fór að taka inn YUCCA GULL og öll uppþemba er horfin." „Á þeim fimm mánuðum sem ég hef notað YUCCA GULL hef ég getað hætt að nota gigtarlyf og magabólgurnar eru horfnar". „Ég hef verið með meltingartruflanir alla aevi, þar til ég fór að notaYUCCA GUL.“ VERÐIÐ ER SÉRLEGA HAGSTÆTT - GLAS MEÐ 30 DAGA SKAMMTI KOSTAR AÐEINS 570 KR. Sölustaðir: i Betro líf, Borgorkringlunni. Heilsubúóin, Reykjavíkun/egi 62, Hofnorf. Höndin hf., Tryggvobraut 22, Akureyri. Snyrtistofo Þórdísor, Goróorsbraut 2, Húsov. Stykkishólmsopótek, Stykkishólmi. Snyrtistofon Hebo, Siglufirði. Versl. Miðbær, Hringbrout 92, Keflovik. . Versl. Hólmgorður, Keflovik. I I I Einkaumboð á íslandi: beuRÆip Borgarkringlunni, simi 811380.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.