Morgunblaðið - 07.08.1993, Page 1

Morgunblaðið - 07.08.1993, Page 1
40 SIÐURB STOFNAÐ 1913 175. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 7. AGUST 1993 Prentsmiðja Morg-unblaðsins Skæðir skóg- areldar í Frakklandi Ajaccio. Reuter. ÞRIR slökkviliðsmenn brenndust lífshættulega er þeir glímdu við skæða skógarelda á frönsku Mið- jarðarhafseynni Korsíku í gær. Sex starfsbræður þeirra hlutu sömuleiðis slæman bruna er þeir reyndu að hefta skógarelda upp af Rivierunni. Erfiðlega gekk að hemja eldana á þessum slóðum, við Toulon og Draguignan, vegna hvassviðris sem stuðlaði að hraðri útbreiðslu þeirra. Samkyn- hneigð pör gefinsam- an í Noregi Osló. Reuter. FIMM samkynhneigð pör voru gefin saman í Osló í gær eftir að Norðmenn urðu önnur þjóðin í heiminum til áð viðurkenna sambönd homma og lesbía með lögum. Um 1.000 manns fögnuðu pörun- um að lokinni athöfninni en um 10 kristnir menn sem mótmæltu at- höfninni féllu í skuggann. Norsk stjórnvöld neita að kalla athöfnina hjónavígslu, en munurinn á milli löggilds sambands og hjóna- bands er að samkynhneigð pör geta ekki ættleitt börn. Önnur lög eru annars sambærileg, að sögn tals- manns norska bama- og fjölskyldu- ráðuneytisins. Aðeins í Danmörku er að finna svipuð lög. Reuter Aðgerðir undirbúnar ALLT kapp er lagt á að orrustuþotur á flugmóðurskipum á Adríahafi verði tilbúnar til aðgerða ákveði SÞ eftir helgi að loftárásir skuli gerðar á stöðvar Bosníu-Serba við Sarajevo. Myndin var tekin á flugmóð- urskipinu Theodore Roosevelt í gær þar sem verið var að koma Sparrow-flugskeytum fyrir á orrustuþotum. Rússneski flotinn að sökkva Moskvu. Daily Telegraph. SKIP úr Kyrrahafsflota Sov- étrikjanna sálugn sökkva nú eitt af öðru á legunni undan flotastöðinni á Rússkíj-eyju á Japanshafi vegna niðurníðslu. Rússa skortir fjármuni til að halda skipunum við. Hafa þeir boð- ið mörg skip til niðurrifs til þess að afla fjár til þess að halda hluta flotans haffærum. Brotajárnskaup- menn hafa engan áhuga sýnt, ekki boðið í eitt einasta skip og því hafa þau verið látin ryðga á legunni við Rússkíj-eyju. Fjárskortur flotans bitnar ekki bara á skipunum. Foringjar í flota- stöðinni á Rússkíj-eyju létu skera niður kost fyrr á árinu með þeim afleiðingum að fjórir dátar dóu úr næringarskorti og fjöldi sýktist. Nýlega sagði Alexander Rútskoj varaforseti að rússneski flotinn væri ekki bardagafær og einungis væri hætt að stefna tveimur af fimm flugmóðurskipum út á opið haf. Viðræður um frið í Bosníu hefjast aftur í Genf eftir helgi Vaxandi andstaða við árásir á Bosníu-Serba Reuter Hamadi látinn laus LÍBANSKI mannræninginn Abbas Hamadi var látinn laus úr fangelsi í Þýskalandi í gær og fluttur til Beirút þar sem eldri bróðir hans, Abdul Hadi Hamadi, yfirmaður sveita Hizbollah-skæruliða, tók á móti honum. Bróðir Hamadi, Mohammad Ali, afplánar lífstíðardóm í Þýskalandi fyrir morð og mannrán er hann rændi þotu bandaríska flugfélagsins TWA árið 1985. A myndinni fylgja tveir þýskir lögreglumenn Hamadi til flug- vélar líbýska flugfélagsins Middle East Airlines í Frankfurt i gær. Kaupmannahöfn, Sarajevo, Genf. Reuter. SEX stunda fundur Ratkos Mladics, yfirhershöfðingi Bosníu-Serba, og Rasims Delics, foringja hersveita múslima, með Francis Briquem- ont yfirmanni herliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á flugvellinum í Sarajevo í gær varð árangurslaus. Þar var til umræðu tilboð um að sveitir sveitir Mladics hefðu sig á brott frá hæðum við borgina sem þeir hafa nýlega tekið. Vilja þeir afhenda gæsluliðum Samein- uðu þjóðanna yfirráðin en viðræður strönduðu á því að Mladic vildi fá að halda áfram lykilsvæðum á hæðunum og vildi ráða því hvar sveitir SÞ tækju sér stöðu. Briquemont sagði að þeir Mladic hefðu ólíkan skilning á herfræðí og atriðum er lytu að yfirráðum og eftirliti á hæðunum. Warren Christopher utanríkisráðherra Bandarikjanna ítrekaði í gærkvöldi hótanir um loftárásir á Serba slepptu þeir ekki kverkataki sínu á Sarajevo. Æ meira ber á gagn- rýni á þá hugmynd Bandaríkjamanna að hefja beri loftárásir á stöðvar Serba. um að gæsluliðar SÞ yrðu fyrir sprengjum í hugsanlegum loftárás- um væri ástæðulaus. Vi(ja opna flutningaleið Talsmenn SÞ sögðu í gær að sam- tökin hygðust opna á ný helstu flutn- ingaleið á landi með hjálpargögn til Sarajevo og annarra héraða í mið- hluta Bosníu. Tækist þetta ekki gætu rúmlega tvær milljónir manna týnt lífi vegna skorts á brýnum nauðsynjum á vetri komanda. Owen lávarður, sáttasemjari Evr- ópubandalagsins, sagði í gær að fulltrúar Serba, Króata og múslima hefðu samþykkt að taka á ný upp þráðinn í friðarviðræðunum í Genf éftir helgina. Hann sagði að enn bæri mikið í milli, einkum væri deilt um skiptingu Iandsins milli þjóða- brotanna. Kröfur Serba um að skipta einnig Saravejo mæta harðri and- spyrnu múslima. Danir gegn loftárásum Utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Petersen, sagði í viðtali við Berlingske Tidende í gær að hann væri andvígur ráðagerðum um loftá- rásir. Helveg Petersen sagðist m.a. byggia álit sitt á ummælum Owens lávarðar, sem telur að hótanir um loftárásir hafi aðeins þau áhrif að múslimar verði síður fúsir til friðar- viðræðna. Fulltrúar Atlantshafs- bandalagsins, NATO, munu á mánu- dag halda áfram að ræða hvort heíja beri loftárásir. „Þær þjóðir sem hafa eins og við herlið á svæðinu; Kanadamenn, Frakkar, Spánveijar, Bretar og fleiri, eru sammála okkur,“ sagði Helveg Petersen. „Það er ástæðu- laust að leyna því að það hefur ver- ið ágreiningur í málinu milli Banda- ríkjanna og Evrópuríkjanna. Aðal- ástæðan er sú staðreynd að Banda- ríkjamenn eru ekki með einn einasta hermann þarna“. Yfirmaður herliðs SÞ í Bosníu, Belginn Francis Brique- mont, gagnrýnir einnig árása-hug- myndina. Hins vegar sagði Richard Vincent hermarskálkur, formaður herstjórnarnefndar NÁTO, að ótti Sælir með feng af alsælu London. Reuter. BRESKA lögreglan fagnaði sigri í orrustu við fíkniefna- sala er hún lagði í gær hald á gífurlegt magn af fíkniefn- inu alsælu í Loudon. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er talið að verðmæti efnisins, sem gert var upptækt, nemi um 10 milljónum sterlings- punda, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, miðað við algengt gang- verð í London.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.