Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 13 Kynningarfundur FRÁ kynningu á tillögnm listaháskólanefndar. F.v.: Þórunn J. Hafstein, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu sem var nefndinni til aðstoðar, Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, og Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytissljóri í menntamálaráðuneytinu. Listaháskólanefnd skilar tillögum að fyrirkomulagi skólans Listaháskóla fylgir um- talsverð hagræðing Umhverfismat hér á landi tilbúið Mikilvægt skref til að koma í veg fyr- ir umhverfisslys LÖG sem nýlega voru samþykkt á Alþingi vegna EES gera meiri kröfur til þess að tekið sé tillit til umhverfisþátta þegar unnið er að skipulagi svæða. Skipulag ríkisins hefur verið að undirbúa sig undir þessar breytingar og nú hefur verið útbúið ítarlegt umhverfismat fyrir Skútustaðahrepp en í honum eru meðal annars Mývatn og Dimmu- borgir. Þetta umhverfismat er það fyrsta sinnar tegundar á íslandi og var meðal annars unnið að bandarískri fyrirmynd. Hugmyndin er að sá aukni kostnaður, sem fari í skipulagsgerð vegna umhverfis- mats, skili sér til baka í markvissari framkvæmdum og færri umhverf- isslysum svokölluðum. NEMENDUM mun fækka úr 438 í 298 við að sameina myndlistar- skóla, leiklistarskóla og tónlistarskóla á háskólastigi og ríflega sex milljóna króna sparnaður nást. Þetta kom fram í áliti listaháskóla- nefndar sem kynnti tillögur sínar að fyrirkomulagi skólans í gær. Skólinn verður sjálfseignarstofnun undir sljórn sem skipuð verður fulltrúum menntamálaráðuneytis, Rejkjavíkurborgar og félags sem ætlað er að stofna um Listaháskóla Islands og tekur skólinn sjálfur ákvarðanir um stefnumótun eftir að starfsemi hefst. í tillögunum er gert ráð fyrir að rekstarkostnaður eins skóla á há- skólastigi í stað þriggja á framhalds- skólastigi nemi tæplega 198 milljón- um króna en kostnaður við skólana þijá nemur nú rúmlega 204 milljörð- um króna á ári. Ríkissjóður lagði 108,708 m.kr. til listaskólanna þriggja á síðasta ári og borgarsjóður 77,800 m.kr, en áætluð framlög til listaháskóla eru áætluð 164,233 milljónir króna. Fækkun nemenda við sameiningu stafar af því að nemendur sem nú eru í undirbúningsnámi í listaskólun- um munu sækja þá menntun á fram- haldsskólastigi. Samt sem áður eiga samanlögð skólagjöld á háskólastigi að skila inn 21,5 m.kr. í stað 12 m.kr. í dag. Launagjöld munu hins vegar lækka, þó ekki sem nemur fækkun nemenda, auk. þesé sem hagræðing á að nást með samnýt- ingu húsnæðis, en skólinn verður á Laugarnesvegi 91, í húsi sem var áður í eigu SS. Ekki er ljóst hvenær af stofnun skólans verður, en að sögn Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráð- herra, mun hann leggja fram frum- varp til laga um skólann á næsta Alþingi. Hann segir þó engar niður- stöður fengnar um frágang hússins, en samkvæmt síðustu áætlunum kosti um hálfan milljarð króna að koma því í endanlegt horf. Mynd- lista- og handíðaskóli íslands flytur inn í hluta húsnæðisins í haust, þótt frágangi þess rýmis sé ekki fulllokið. Óháð sjálfseignarstofnun Björn Bjarnason, alþingismaður og formaður listaháskólanefndar, sagði að nefndin hefði verið einhuga í áliti sínu um að nauðsynlegt væri að koma á fót sjálfseignarstofnun um starfsemi listaháskóla, óháðri ríkisvaldinu, utan þess að verða að uppfylla gæðakröfur menntamála- ráðuneytisins um kennslu og náms- árangur. Skólinn mun sjálfur taka ákvarðanir um eigin þróun eftir að hann tekur til starfa í samráði við fjárveitingaraðila, s.s. hvort hann bjóði síðar meir upp á kennslu í fleiri listgreinum en nú eru ákveðnar. Félag um listaliáskóla í bígerð Að sögn Ólafs G. Einarssonar eiga greiðslur frá menntamálaráðuneyti ásamt styrkveitingum og skólagjöld- um að standa undir öllum rekstrarút- gjöldum skólans. Skólagjöld skulu þó aldrei vera hærri en sem nemur 10% af árlegri greiðslu ráðuneytisins fyrir hvert námsár. Kostnaður þess nú er rúmar 1,5 milljónir á hvern nemanda Leiklistarskóla Islands, rúm hálf milljón á hvern nemanda myndlistarskóla og um 320 þúsund á tónlistarnemenda. Þessar upphæð- ir eiga hins vegar ekki að verða hærri en 981 þúsund á leiklistarnem- anda, 518 þúsund á myndlistarnem- anda og 524 þúsund á tónlistarnem- anda Þegar er búið að kynna tillögur nefndarinnar fyrir aðstandendum hlutaðeigandi skóla og fulltrúum samtaka listamanna og sagði Ólafur að undirtektir þeirra hefðu verið já- kvæðar. Listaskólanefndin leggur til að stofnað verði félag um skólann hið fyrsta og verði það skipað ein- staklingum, fyrirtækjum og samtök- um listamanna og kjósi meirihluta stjórnar. Stefán Thors forstjóri Skipulags ríkisins segir að vegna nýju laganna verði framkvæmdir, sem gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið og náttúruauðlindir, háðar umhverfis- mati og þurfi því m.a. að koma inn á borð hjá Skipulagi ríkisins áður en þær verði að veruleika. Umhverfísmatið er í skýrsluformi, þó þannig að ekki eru dregnar nein- ar niðurstöður í lokin heldur er um að ræða yfirgripsmikla samantekt á eldri gögnum um svæðið auk þess sem einhveijum nýjum upplýsingum hefur verið bætt inn. Upplýsingarnar í skýrslunni eru mikið til sótt í samt- öl við sérfræðinga, sem kannað hafa svæðið. Sjónarmið um verndun og nýtingu skoðuð Fjórar tillögur að skipulagi Skútu- staðahrepps eru settar fram í um- hverfismatinu og miðast þær við allt frá hinni mestu vemdun að hinni mestu nýtingu að sögn Ingva Þor- steinssonar ritstjóra skýrslunnar. Þannig ætti Kísiliðjan t.d. að hætta starfsemi skv. einni tillögunni en hefja nám á öðrum stað skv. ann- arri. Þegar síðan verður unnið að framtíðarskipulagi Skútustaða- hrepps verður að ákveða hvort ein tillaga sé nógu góð eða hvort taka verði inn í þætti úr öllum tillögunum. Markmiðið er að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar að sögn Ingva. Einn megin tilgangurinn með umhverfismatinu er að áður en skipulagslegar ákvarðanir eru teknar sé hægt að fletta upp í skýrslunni og sjá á fljótlegan hátt hvaða áhrif mannvirkin munu hafa á umhverfíð. Svæði íslands vel könnuð Áætlað er að kostnaður við um- hverfismat verði 10% til 30% af kostnaði við að gera skipulag. Stefán Thors segir að í Skútustaðahreppi hafí fyrst og fremst verið um að ræða samantekt á rannsóknum enda hafí svæðið verið mjög vel kannað fyrir. Hann telur hins vegar ekki að það þýði að kostnaður við það mat hafí verið minni en hann verður ann- arstaðar á landinu því flest svæði landsins séu þegar mjög vel könnuð. Lýst yfir áhyggjum af stöðu fyrirtækja í skipaiðnaði STJÓRN MÁLMS, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, lýsir í fréttatilkynningu yfir þungum áhyggjum vegna alvarlegrar stöðu margra fyrirtækja í skipaiðnaði. Tekið er fram að því miður sé ekki um einstök afmörkuð tilvik að ræða heldur lýsandi dæmi um hvernig komið sé fyrir íslenskum skipaiðnaði enda þótt nýleg úttekt hafi staðfest að greinin væri ágætlega samkeppnisfær við erlend fyrirtæki ef litið sé framhjá víðtækum styrkjakerfum sem þar þrífist. „Samtök fyrirtækja í skipaiðnaði hafa undanfarin ár varað mjög ein- dregið við gríðarlegum útflutningi verkefna í greininni. Jafnframt hef- ur verið fullyrt að svo stórfelld und- anskot verkefna til erlendra aðila leiði til þess að staða íslenskra skipaiðnaðarfyrirtækja veikist og að lokum sé hætta á að greinin lognist út af,“ segir í tilkynning- unni og bætt er við að því miður hafi þessi aðvörunarorð ekki verið tekin alvarlega og afleiðingin blasi nú við. „Staða samkeppnishæfra skipaiðnaðarfyrirtækja er orðin það veik að til auðnar horfir og miklum verðmætum i mannvirkjum, tækj- um og verkþekkingu kastað á glæ með sama áframhaldi." Viðbrögð Stjórnin tekur fram að hún hafi bent á að meðal annarra þjóða sé oftast brugðist við slíkum vanda með altækum aðgerðum en ekki horft aðgerðarlaust á þar til engu verði við bjargað. Þá kemur fram að félagið hafí síðustu mánuði lagt fram tillögur um aðgerðir til úrbóta og eigi þær sér flestar fordæmi meðal samkeppnisþjóða okkar eða styðjist við alþjóðlega viðskipta- samninga. „Ennfremur hefur verið bent á að þau verðmæti sem standa undir greiðslum vegna kostnaðar við skipasmíðar og -viðgerðir er- lendis eru teknar úr sameiginlegri auðlind allra íslendinga. íslenskur skipaiðnaður hefur lagt sitt af mörkum til þess að unnt sé að nýta fiskistofnana og gerir þá kröfu að hagsmunir hans verði metnir þegar afrakstrinum er skipt,“ segir í nið- urlagi. ★ ★ ' ÐISISQ DISLO D'is KLUBBURINN kótekoro^ Alli Bergás - Gísli Sveinn Hollywood/Sigtún rifja upp gamlar rispur. MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í S: 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.