Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 191. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Borís Jeltsín forseti Rússlands sækir heim Pólverja og Tékka Brottflutningi rússneska her- liðsins hraðað Varsjá, Prag. Reuter. TÉKKNESKA þingið mælti með því í gær að Vaclav Havel forseti undirritaði samning um friðsamleg samskipti og samvinnu við Rússa í dag en Borís N. Jeltsín Rússlandsforseti kemur til Prag í opin- bera heimsókn í dag. Hann kemur frá Póllandi þar sem hann átti viðræður við Lech Walesa forseta á þriðjudagskvöld og undirritaði vináttusamning. Brottflutningi rússneska herliðsins í Póllandi verð- ur flýtt, þeir síðustu munu hverfa heim 1. október en áttu að fara í desemberlok. Walesa sagði að með þessari fyrstu opinberu heimsókn Jeltsíns væri verið bergja á síðustu dropun- um í þeim „beiska kaleik" sem sameiginleg hörmungasaga þjóð- anna hefði verið. Jeltsín hét fyrir sitt leyti að tími ofríkis af hálfu Rússa í þessum samskiptum væri á enda. Pólveijar og Rússar sömdu m.a. um að iögð yrði gríðarmikil gasleiðsla frá Norður-Rússlandi um Pólland til Þýskalands. Krzysztof Skubiszewski utanríkis- ráðherra Póllands hvatti Atlants- hafsbandalagið í gær til að hraða inntöku nýrra aðildarríkja en Jelts- ín sagði í heimsókn sinni að Rússar myndu ekki leggjast gegn aðild Póllands að bandalaginu. Rússneski forsetinn lagði auk þess blómsveig að minnismerki um 4.000 pólska liðsforingja sem sov- éski einræðisherrann Jósef Stalín lét öryggislögreglu sína myrða í Katyn-skógi í stríðinu. Fram á síð- ustu ár kenndu Rússar ávallt Þjóð- veijum um morðin. Alls gáfust um 15.000 pólskir liðsforingjar upp fyrir heijum Rússa er tóku austur- héruð landsins 1939; ekkert er vit- að um örlög 11.000 þeirra. Eystrasaltsríkin Athygli vekur að samtímis því sem Rússar reyna mjög að bæta samskiptin við Pólveija er allt í hnút varðandi brottflutning rúss- neska herliðsins frá Eystrasalts- ríkjunum, þ. á m. Litháen. Pólveij- ar eiga landamæri að Litháen þar sem býr allstór minnihiutahópur Pólveija. Lettneska utanríkisráðu- neytið gaf í gær út yfirlýsingu um að tregða Rússa til að kalla herlið sitt heim væri brot á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og skapaði spennu í þeim. Reuter Katyn-fórnarlömb heiðruð BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti kyssir borða á blómsveig við minnismerki í Varsjá um pólska liðsforingja sem öryggislögregla Stalins lét myrða. Olíufund- ur á Græn- landi lof- ar góðu Kaupmannahðfn. FrA Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. OLÍA hefur fundist við boranir á Nuussuaq-skaga á vestanverðu Grænlandi. Áður hafa fundist vís- bendingar um olíu en fundurinn nú er sá lang öruggasti fram að þessu. Jarðfræðistofnunin á Grænlandi hefur undanfarið borað í tilrauna- skyni á Nuussuaq-skaga á vestan- verðu Græniandi. Flemming G. Christiansen ríkisjarðfræðingur sagði í viðtali við danska sjónvarpið að boranimar sýndu merki um olíu bæði við yfirborðið og allt niður á 448 metra dýpi. Hingað til hafa ver- ið vangaveltur á kreiki um olíulindir við Grænland, en ekkert olíufélag hefur viljað ráðast í olíuleit. Christ- ansen telur að eftir boranimar nú sé líklegt að stóru félögin muni fá áhuga á frekar tilraunaborunum og olíuleit við Grænland. Samningur Dana og Grænlend- inga um hráefnisnýtingu á Græn- landi rennur út 1995. Grænlendingar hafa gagnrýnt ákaft þá nefnd, sem hefur farið með þau mál og hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Poul Nyr- up Rasmussen, forsætisráðherra ■ Dana, sem er þessa dagana í Græn- landsheimsókn, sagði að sér kæmi gagnrýnin á óvart og þætti hún mið- ur, en lofaði að beita sér fyrir viðræð- um um nýtingu hráefna strax næsta ár í stað 1995. Kína og Pakistan beitt refsi- aðgerðum Dubai. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN til- kynnti í gær, að ákveðið hefði verið að beita stjórnvöld í Kína og Pakistan efnahags- legnm refsiaðgerðum vegna brota þeirra á alþjóðlegum samningum um bann við út- breiðslu kjamorku- og efna- vopna. Kínverskt skip, sem Bandaríkjamenn segja _ vera að flytja efnavopn til Irans, stefndi til hafnar í Saudi- Arabíu í gær en þar ætluðu saudi-arabískir og kínverskir embættismenn að skoða farm- inn. Bandarískir embættismenn segja, að í farmi kínverska skips- ins, sem fylgst hefur verið með frá 3. ágúst, séu efni, sem írak- ar og Iranir settu í fallbyssukúl- ur í stríðinu milli þeirra 1980-88. Auk efnavopnafarms- ins til írana saka Bandaríkja- menn Kínveija um að hafa selt Pakistönum M-ll-eldflauga- tækni þvert ofan í gefin loforð. Refsiaðgerðirnar fela í sér, að næstu tvö ár verður bannað að selja til Kína og Pakistans ýmis tæki og búnað, sem nota má í hemaðarlegum tilgangi. Norskir ráðamenn eftir árangurslausan fund um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi Gagnrýna viðbrögð íslend- inga og hvetja til stillingar Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. HVOSS ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra eftir að fundur Norðmanna og íslendinga í Stokkhólmi um veiðar í Barentshafi fór út um þúfur í fyrradag hafa vakið mikil viðbrögð í Noregi. Utanríkisráðherra Noregs segist vona að starfsbróðir sinn „róist“ í bráð. Sjávarútvegsráðherrann segist ekki vilja svara íslend- ingum í sömu mynt því þá megi búast við að Islendingar hækki enn tóninn. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, vísar því á bug að kosningabaráttan í Noregi hafl haft áhrif á afstöðu Norð- manna. „Spurningar um alþjóðlegan hafrétt og fiskkvóta eru flókn- ar. Þeim mun mikilvægara er að við gætum tungu okkar,“ sagði hún við NTB-fréttastofuna. Kveðst hún þeirrar skoðunar að það þurfi frekari viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda til að lausn á deilunni finnist. Johan Jorgen Holst, utanríkisráð- herra Noregs, segir Norðmenn ætíð reiðubúna til að ræða við íslendinga um grundvallaratriði er varði ábyrga stjórnun auðlinda. En „tvö atriði ætlum við ekki að semja um: Smug- una og kvóta handa Islendingum í Barentshafinu," segir hann. Haft er eftir Holst og sjávarútvegsráðherr- anum, Jan Henry T. Olsen, að von- andi komist íslendingar að því að veiðar í norðri borgi sig ekki. Haft er eftir Jóni Baldvin í norsk- um fjölmiðlum að Islendingar muni nú kanna réttarstöðu sína hvað varð- ar veiðar á verndarsvæði Norð- manna við Svalbarða. Káre Ludvigs- en, formaður sjómannasamtaka í Tromso, segir að norsk stjórnvöld verði að hindra með valdi að íslensk- ir togarar taki Barentshafið til hand- argagns. Lars Kjoren, skipherra hjá norsku strandgæslunni, segir í sam- tali við Aftenposten að þar á bæ muni menn ekki horfa aðgerðarlaus- ir á ólöglegar veiðar á verndarsvæð- inu. „Við höfum skýr fyrirmæli um að hafa afskipti af slíku,“ segir hann. Erik Ianke, blaðafulltrúi hjá yfir- stjórn norska hersins, en strand- gæslan heyrir þar undir, segir að viðbrögð við ólöglegum veiðum á verndarsvæðinu við Svalbarða verði þau sömu og ef um veiðar innan norsku efnahagslögsögunnar væri að ræða. Þó yrði lagt strangara mat á valdbeitingu og hvert tilfelli skoð- að. Islendingar ganga of langt Norska dagblaðið Aftenposten fjallar í dag um fiskveiðideiluna í leiðara og segir ummæli þau sem höfð hafi verið eftir íslenskum ráða- mönnum í senn „meiðandi" og „á skjön við háttvísi í samskiptum þjóða“. Blaðið telur ummæli utanrík- isráðherra til marks um að íslend- ingar sækist eftir deilum við Norð- menn. Nú þegar íslendingar hóti því að hafa verndarsvæðið við Svalbarða að engu sé of langt gengið. „íslend- ingar eru þekktir fyrir óbilgirni í fiskstríðum sínum. Þeir setja aðeins fram kröfur án þess að bjóða nokkuð í staðinn,“ segir í leiðara blaðsins, en þess er jafnframt getið að um- mæli norska sjávarútvegsráðherrans um „sjóræningjaveiðar“ íslendinga hafi einnig átt þátt í að magna deil- una. Sjá fréttir á miðopnu. Hjálpar- gögntil Mostar Mostar. Reuter. BÍLALEST Sameinuðu þjóð- anna kom með þjálpargögn til borgarinnar Mostar í Bosniu í gærkvöldi. Lengi hafði staðið í stappi við Króata sem sitja um borgina að leyfa lestinni að fara í gegn til aðþrengdra múslima í borg- inni. Um 250 tonn af matvælum voru í flutningalestinni og var þegar í gærkvöldi byrjað að dreifa þeim. Fyrr í gær vörpuðu bandarískar flutningavélar 13.000 matarbögglum yfir borgina. Sjá „Bosníu-Króatar..." á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.