Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 2

Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAQUR 26. ÁGÚST 1993 1.633 millj. í atvinnu- leysisbætur ALLS höfðu verið greiddar út um 1.633 milljónir króna í at- vinnuleysisbætur úr Atvinnuleys- istryggingasjóði frá áramótum til Ioka júlímánaðar. Sjóðnum voru ætlaðar 1.464 milljónir króna vegna atvinnuleysisbóta á árinu öllu á fjárlögum þessa árs. Hinn 1. júlí tóku gildi breyttar reglur um bótarétt hjá Atvinnuleys- istryggingasjóði sem fólu í sér að launamenn utan stéttarfélaga gætu átt rétt til atvinnuleysisbóta. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá sjóðnum í gær hafa 80 manns sótt um atvinnuleysisbætur á grundvelli þessa ákvæðis. 1. októ- ber munu sjálfstætt starfandi ein- yrkjar einnig öðlast rétt til atvinnu- leysisbóta. -----»»»----- Starfsemi varnarliðs Fundur var á mánudag og annar verður fljótlega Tíu metra hemlaför bíls sem lenti í árekstri við dreng á reiðhjóli Morgunblaðið/Jón Stefánsson Á slysstað ÞAÐ fór betur en á horfðist þegar Bjarni Einarsson, 12 ára, varð fyrir bíl á reiðhjóli sínu á mótum Stýrimannastígs og Ránargötu í gær. Bjarni var með hjálm á höfði og lenti í sandhrúgu sem var á götunni og marðist aðeins lítillega. Hjálmuríim og sandhrugan björguðu „ÉG KOM hjólandi eftir götunni þegar ég heyrði skyndilega mikið hemlahljóð. Síðan vissi ég ekki af mér fyrr en ég lenti í sandhrúgu og var allur dofinn. Verkamenn sem voru að vinna þarna komu fyrstir til mín og þeir hringdu á sjúkrabíl," sagði Bjarni Einarsson, 12 ára nemandi í Melaskólanum, sem varð fyrir bíl á mótum Stýrimannastigs og Ránargötu í gær. Talið er að reiðhjólahjálmur sem Bjarni var með og sandhrúgan hafi komið í veg fyrir alvarlegt slys. Stór sprunga kom í hjálminn. „Ég hélt að ég væri allur brotinn en ég er bara dálítið marinn. Ég sá bílinn en ég náði ekki að stoppa áður en bíllinn kom. Hann byijaði að hemla í um tíu metra fjarlægð frá mér og lenti á pedalanum á hjólinu. Ég kastaðist af hjólinu og lenti í sandhrúgunni," sagði Bjami. Vilja hraðahindranir íbúar í hverfmu segja umferðaröryggi lítið á þessum slóðum og telja að þar vanti hraðahindranir. Sævar Guð- bjömsson, íbúi við Stýrimannastíg, heyrði skellinn þegar Bjami varð fyrir bílnum þar sem hann var staddur á heimili sínu. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem óhöpp verði á þessum gatnamótum. „Frá því ég flutti hingað fyrir þrett- án árum hafa orðið þijú hjólreiðaslys á þessum gatna- mótum. Það er einhver guðsmildi yfir horninu'að því leyti að það hafa ekki orðið alvarleg slys hér,“ sagði Sævar. VIÐRÆÐUNEFND íslenskra sljórnvalda hitti fulltrúa Banda- ríkjastjórnar á fundi í Washington síðastliðinn mánudag til áfram- haldandi viðræðna um breytta starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar. Á fundinum var haldið áfram samningaviðræðum um hugsanlegar breytingar og aðlögun vamarliðsins að breyttum aðstæðum, bæði varð- andi sjóherinn og flugherinn og varð samkomulag um að halda viðræðum áfram fljótlega. Að ósk Bandaríkja- manna eru hugmyndir sem þeir lögðu fram á fundinum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði ennþá trúnaðarmál. Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagð- ist eiga von á að boðað yrði til ann- ars fundar mjög bráðlega. „Það var lögð áhersla á að reyna að komast að leiðarlokum í þessum viðræðum áður en greint væri frá efnisatrið- um,“ sagði Þorsteinn. -----» » ♦-... Reytingiir á loðnunni REYTINGSAFLI hefur verið á loðnumiðunum eftir góðan afla fyrr í vikunni. Um 240 þúsund tonn hafa borist á land á vertíð- inni, en þar af hafa verksmiðjur SR nyöls tekið á móti um 136 þúsund tonnum. Mest hefur borist af loðnu til SR mjöls á Siglufirði, um 55 þúsund tonn. Siguður VE landaði rúmlega 1.300 tonnum á Siglufirði í gær. Að sögn Kristbjöms Ámasonar skip- stjóra er loðnan dreifðari á miðunum en áður og erfiðara að ná henni. Fundir bæjarstjórnar Bolungarvíkur um atvinnulíf á staðnum Revnt að tryffsda atvinnu Bolungarvík. t/ %J MIKIL fundarhöld voru hjá bæjarstjórn Bolungarvíkur í gær þar sem til umræðu voru horfur í atvinnumálum með tiUiti til atburða síðustu daga. Sem kunnugt er buðu tvö fyrirtæki á staðnum í frytsihúsið, al- menningshlutafélagið Ósvör hf., sem stofnað var við gjaldþrot E.G. og samstaða var um í þvi skyni að kaupa veiðiskip, veiðiheimildir og fiskvinnslufyrirtæki þrotabúsins, og Þuríður hf., sem er í eigu fjög- urra hluthafa og hafa haft rækjuverksmiðju þrotabúsins á leigu frá því í vor. Ósvör hf. verður nú að endurskoða vemlega sínar rekstraráætlanir þar sem þær gerðu ráð fyrir að félagið ræki bæði veiðar og • vinnslu, en vinnsluþátturinn er nú kominn í hendur annarra. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun vera fýrir- hugaður hluthafafundur í Ósvör hf. 7. september næstkomandi. Bæjarstjórn hélt fundi í gær með stjómarmönnum í útgerðarfýrirtæk- inu Græði hf. og Ósvör hf., en þau fyrirtæki eru í meirihlutaeign bæjar- trúi gat um hefur bæjarstjóm áhrif á gang mála í hlutafélögunum Græði og Ósvör en hefur engin áhrif á fram- vindu mála hjá Þuríði hf., sem nú hefur keypt stærsta fiskvinnslufyrir- tæki staðarins. Bæjarstjóm og fulltrúar verka- lýðsfélagsins vonast til að mál þróist þannig að atvinnulíf staðarins fari að taka á sig eðlilega mynd og unnt verði að veita sem flestum bæjarbú- um trygga atvinnu. „ - Gunnar sjóðs og verkalýðsfélags staðarins. Éinnig voru haldnir fundir með full- trúum Þuríðar hf. og stjómarmönn- um Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Upplýsingum safnað Bæjarfulltrúar sögðu að þessum fundarhöldum loknum að þeim hefði tekist að safna saman verulegum upplýsingum sem þeir muni nota á næstu dögum til að átta sig á stöðu atvinnumála. Eins og einn bæjarfull- Sjálfstæðisflokkurinn Ráðin franikvæmda- sljóri þingflokksins ÁSDÍS Halla Bragadóttir blaða- maður var í gær ráðin fram- kvæmdasljóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Ásdís Halla tekur við starfinu af Gústaf Níelssyni sagnfræðingi, sem gegnt hefur því undanfarin tvö ár, en hverfur nú að öðrum störfum. „Mér lízt mjög vel á að taka þetta starf að mér,“ sagði Ásdís Halla í samtali við Morgunblaðið. „Fram- undan eru mörg og ákaflega spenn- andi verkefni. Meðal annars er lands- fundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti.“ Ásdís Halla er 25 ára gömul, og er hún fyrsta konan, sem gegnir starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lauk BA-grófí í stjóm- málafræði frá Háskóla íslands 1991. Síðan hefur hún starfað sem blaða- maður á Morgunblaðinu. Ásdís Halla hefur meðal annars setið í stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands og í stjóm Þórs, félags ungra sjálfstæðis- manna á Akranesi.^ Sambýlismaður Ásdísar Höllu er Aðalsteinn Egill Jónasson lögmaður Morgunblaðií/Þorkell Nýr framkvæmdasljóri ÁSDÍS Halla Bragadóttir hefur verið ráðin framkvæmdasljóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. og eiga þau einn son, Jónas Aðal- stein. í dag Þorskstofnar Slæm staða í N-Atlantshafi 17 Michael Jackson Sakaður um kynferðislega mis- notkun 25 Kúa- og sauöfjárbændur Mælt er með markaðsgjaldi 31 Skot i myrkrí_________________ Borgnesingar halda golfmót um miðja nótt 50 Leiðari_______________________ Rússar hóta Litháum 24 Viðskipti/atvinnulíf Á dagskrá ► Gná hf. kaupir fiskimjölsverk- ^ Tónleikar Sting á Stöð 2 - smiðju í Bolungarvík - Aukin Leikkonan úr Guð gaf mér eyra umsvif Guðmundar Jónassonar finnur stóru ástina - Fróðleiks- hf. - Blikur á lofti hjá Body Shop molar um risaeðlur - Sigur eða - Ævintýraheimur Indiana Jones ósigur - Eiríkur snýr aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.