Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 11 Markaðs- gjörningur _______Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Það fara ýmsar sögur af mynd- listarmanninum Tolla og hæfi- leikum hans til markaðssetningar listar sinnar. Og vissulega er þetta góður eiginleiki hjá listamanni, á síðustu og verstu tímum, eins og menn segja oft til launkíminnar áherslu orðum sínum, en nú á svo neyðar- lega vel við. Á vorum dögum er markaðs- setning á myndlist flókið mál og yfirgripsmikið og vil ég aftur vísa til þess, að heilt hefti hins heims- kunna tímarits „Kunstforuin" var um árið tileinkað þessum þætti einum og mætti gjarnan þýða það eintak yfir á íslenzku svo lista- menn sjái það svart á hvítu hvað um er að ræða. Á þessu sviði eru menn ennþá börn á Norðurlönd- um og sýnu yngst hér á landi. Það er þannig enginn galli og síst til ámælis, þótt menn kunni að koma list sinni á framfæri, sömuleiðis hefur fjöldi ágætra listamanna verið gangandi aug- lýsing um starfsgrein sína. En hvorugt gerir þó list viðkomandi rismeiri, en þeir ná í sumum til- vikum frekar til fjöldans með því móti. Hins vegar eru þeir einnig til, sem kæra sig ekki um neinn hávaða í kringum listrænar at- hafnir sínar og eiga bágt með að tengja þær almennri markaðs- setningu. Á síðustu tímum hefur mynd- list orðið meiri almenningseign en nokkru sinni áður, en það skeð- ur vegna þess að fjöltæknin hefur tekið hana í síauknum mæli í þjónustu sína, jafnframt því sem vettvangsumræða og listmiðlun er daglegt brauð í flestum mikils- háttar fjölmiðlum úti í hinum stóra heimi. Hér er í og með verið að þjóna stórauknum áhuga fólks á and- legum verðmætum og hámenn- ingu, sem er nokkurs konar mót- vægi við síbylju niðursuðuiðnað- arins og lágmenningarinnar. Menn taki líka eftir, að jafnvel lágmenningin tekur í þjónustu sína frábæra hönnuði hámenn- ingarinnar. Við Iifum sem sagt á nýjum tímum, en aukin nauðsyn þess að markaðssetja sig breytir þó ekki tilhneigingu fólks til að vinna í kyrrþey. Það telst svo auðvitað allt ann- ar handleggur, þegar lágmenning er hönnuð af hámenningaraðilum, en þegar lágmenning er kynnt innan um lágmenningu og þannig séð vil ég t.d. frekar sjá mikla myndlist nokkurn veginn í friði á söfnum og sýningarsölum, en í tívolíum, Disneylöndum eða al- mennum kaupmangsstöðum. Ekki er þó með öllu hægt að líkja þessu saman, því að verzlunarm- iðstöðvar eru margar með menn- ingarbrag og sérstaklega vel hannaðar. Ég hef séð þetta í Tókíó, þar Þorlákur Kristinsson listmál- ari. sem efstu hæðir sumra frábær- lega vel hannaðra stórverzlana eru lagðar undir listkynningar, og eru í sumum tilvikum starf- andi listhús. Eigendur þeirra hafa jafnvel keypt málverk fyrir millj- arði á vestrænum listaverkaupp- boðum. Sólliljur van Gogh, sem er eitt dýrasta málverk sögunnar, er þannig í glerskáp á safni sem staðsett er á efstu hæð í skýja- kljúf í Sinjuku-hverfinu. Hangir þar innan um mikið safn frá- bærra málverka, sem ég var svo lánsamur að skoða vel og gaum- gæfilega í fylgd Mariu Rodrique- es y Ruiz frá Costa Rica í desem- ber sl. En einhvern veginn gengur okkur í vestrinu illa að setja sam- semdarmerki milli almennra verzlunarhátta og mikillar listar nema hvað undantekningar snert- ir. Afmæli Kringlunnar hlýtur að vera þannig undantekning, en þar hefur nefndur Tolli komið fyrir 14 stórum málverkum á flekum sem hanga á festingum sem brugðið hefur verið í rjáfrið yfir göngugötunni. Kringlan hefur áður verið með sýningarframkvæmdir, en þær hafa ekki notið sín sem skyldi, t.d. skúlptúrsýning ungra lista- manna, en þá var stundum vont að greina á milli listaverka og annars sem til sýnis var. Þetta eru voldugir flekar sem hanga niður úr rjáfrinu og mál- verkin eru að sama skapi stór og nú gengur allt upp að því leyti, að enginn fer í grafgötur um hvað er málverk og hvað auglýs- ing eða viðbót út frá einhverri verzluninni. Málverk Tolla koma fyrir sumt á óvart og þá helst fyrir bjartari skurn og meira er hugað að myndbyggingunni en áður. Bygg- ingin var alltaf veiki hlekkurinn í málverkum Tolla, væri hún þá með nokkru móti merkjanleg, því að sum málverkanna voru líkust beinalausum líkamningum og má það stundum hafa verið af ásetn- ingi gert. En einhvern veginn gekk manni illa við að sætta sig við klett í landslagi sem var eins og úr gúmmíi. Það er líka meiri stígandi í litameðferðinni, sem er líka ein tegund myndbyggingar þó minna markist hún af sam- hverfum og ósamhverfum lög- málum flatarmálsins. Málaragleðin er fyrir hendi, en mætti meira tengjast sköpunar- þörfinni, en hún er helst merkjan- leg í nær stjórnlausum ákafa listamannsins við að koma hug- myndunum frá sér. Málaragleði og sköpunarþörf er nefnilega ekki það sama frekar en magn og gæði og magnið helgast frekar af gæðunum en gæðin af magn- inu. í sjálfu sér er framkvæmd Tolla risavaxinn gjörningur, gerð- ur til að falla inn í þetta rými og hrífa gest og gangandi, helst toga í hann og hrista. Framkvæmdin er í sjálfu sér ögrandi en málverk- in hvert fyrir sig meira almenns eðlis og minna á sitthvað sem gert hefur verið áður í landslags- listinni. Eins og framsækinna listamanna er háttur sækir Tolli föng sín úr öllum áttum, en ár- angurinn er þó ekki nægilega afgerandi til að sjálf hans skíni í gegn. T.d. er jafnvel meiri Kjarv- al en Tolli í verki nr. 6, „Sumar- ið“, en er hins vegar litrænt séð einna líflegast samansett. Það eru helst myndir snöggra birtuskila, sem skera sig úr, t.d. í verkinu „Verði ljós“ (1) og þar þekkir maður helst vinnubrögð Tolla, en hér mætti litaáferðin vera efniskenndari og safaríkari. Myndin „Sól og ís“ (10) er hrein og klár og litaferlið í mynd- inni „Sólhvammur" (14) mark- visst. Sýningarskrárnar eru miklar um sig og óþjálar og jafnframt í litlu samræmi við framkvæmdina nema hvað stærðina snertir. Yfír þeim er einhver auglýsinga- og tívolíbragur og græna litaflæðið í kynningarskránni sem á að marka „negatíva" áritun lista- mannsins, er truflandi og gerir letrið ógreinilegra og formálana erfiðari. í lestri. Enginn frýr myndlistar- manninum Tolla dugs og áræðis og þeir eiginleikar vekja helst athygli varðandi framkvæmdina. Stjórnendur Kringlunnar eiga þakkir og aðdáun skildar fyrir að fylgja eftir stórhug lista- mannsins og gera hann að veru- leika. Borgarleikhúsið Sex leikrit frumsýnd í vetur STARFSFÓLK Leikfélags Reykjavíkur kom aftur saman eftir sum- arfrí í Borgarleikhúsinu í byijun vikunnar. Nokkrir nýir leikarar fá samning í vetur og hefur þegar verið samið við Eddu Heiðrúnu Backman. Sex ný leikrit verða sett á svið og Ronja ræningjadóttir kemur aftur í október. En verkin sem frumsýnd verða heita Spansk- flugan, Elín Helena, Englar í Ameríku, Eva Luna, Gleðigjafarnir og Hættuför. Fyrsta frumsýning vetrarins í Borgarleikhúsinu verður föstudag- inn 17. september. Þá fer Spansk- flugan á kreik á stóra sviðinu í gamanleik eftir Franz Arnold og Ernest Bach. Spanskflugan var fyrst sýnd hérlendis í Iðnó 1926 og hefur síðan margoft verið færð upp. Leikfélag Reykjavíkur sýndi hana síðast fyrir rúmum tuttugu árum og þá var var Guðrún As- mundsdóttir leikstjóri. Hún er það er hún aftur nú, en meðal leikenda eru Bessi Bjarnason, Helga Þ. Stephensen, Edda Heiðrún Back- man og Valdimar Örn Flygenring. Elín Helena er nýtt íslenskt leik- rit Árna Ibsens sem frumsýna á í októberbyrjun á litla sviðinu. Það fjallar um uppgjör ungrar konu við fortíðina; amerískan föður, íslenska móður og móðursystur sem býr vestanhafs. Ingunn Ásdísardóttir leikstýrir þeim Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jó- hannsdóttur, Hönnu Maríu Karls- dóttur og Þorsteini Gunnarssyni. Stuttu síðar, 22. október, hefjast á stóra sviðinu sýningar á Englum í Ameríku eftir Tony Kushner. Hlín Agnarsdóttir leikstýrir og dramat- úrg er Páll Baldvin Baldvinsson. Meðal leikenda eru Jakob Þór Ein- arsson, Árni Pétur Guðjónsson, Magnús Jónsson og Jón Hjartar- son. Englarnir hlutu bæði Tony og Pulitzer viðurkenningarnar vestan- hafs sem besta nýja leikritið í ár. Þeir voru frumsýndir á Broadway fyrir ári og liafa síðan verið settir á svið víðar í Bandaríkjunum. Til Evrópu komu Englarnir í vor, á sviði breska þjóðleikhússins í Lond- on, og uppfærslan í Borgarleikhús- inu verður önnur í Evrópu. Leikrit- ið verður síðan í sviðsett í fleiri evrópskum leikhúsum á næsta ári. Eva Luna stærsta sýningin Jólasýning Borgarleikhússins og sú viðamesta á næsta leikári verður Eva Luna, með á fjórða tug leik- ara, dansara og hljóðfæraleikara. Þeir Kjartan Ragnarsson, Egill Ólafsson og Óskar Jónasson vinna leikrit með söngvum upp úr sög- unni eftir Isabelle Allende. Kjartan leikstýrir, Óskar sér um Ieikmynd og búninga og Egill semur tónlist- ina. í sýningunni leikur sjö manna hljómsveit og_ valið hefur verið í aðalhlutverk. í þeim verða Sólveig Arnarsdóttir, Égill Ólafsson og Edda Heiðrún Backman. í febrúar verður frumsýnd á stóra sviðinu kómedían Gleðigjaf- arnir (Sunshine Boys) eftir Neil Simon. Hann er líka höfundur leik- ritsins Heima hjá ömmu sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í fyrra. En Gleðigjöfunum segir af tveim rosknum gamanleikurum sem ekki hafa talast við í áratug. Umboðs- maður nokkur og frændi annars þeirra tekur sig þá til og fær þá til að koma fram saman á nýjan leik. Gleðigjafana leika Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason, sem heiðraður verður sjötugur með sýningunni. Leikstjóri verður Gísli Rúnar Jónsson, en hann þýddi verkið jafnframt og staðfærði. Hættuför heitir barnaleikrit sem frumsýnt verður á litla sviðinu í janúar. Það er eftir Tove Janson, höfund Múmínbókanna, og við sögu koma gamlir kunningjar eins og hemúllinn, Þöngull og Þrasi, Snúð- ur og Snabbi og Morrinn. Páll Bald- vin Baldvinsson leikstýrir Hönnu Maríu Karlsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Sigrúnu Waage. Mannabreytingar í vikunni er verið að ganga frá nýjum samningum við leikara Leik- félags Reykjavíkur. Edda Heiðrún Backman hefur fengið fastráðn- ingu, sem jafnan er til eins árs og endurnýjast síðan sjálfkrafa nema annar aðili segi upp samningnum. Tveir leikarar aðrir fá fastan samn- ing að sögn Sigurðar Hróarssonar leikhússtjóra. Af sviði Borgarleik- hússins hverfur hins vegar í bili Guðrún Gísladóttir, sem fengið hef- ur ársfrí. Hún leikur í Þjóðleikhús- inu í vetur. Almennur fundur um: „ Líf rænt samfélag" og lífrænan landbúnað haldinn í Leikskálum, Vík í Mýrdal 2. september kl. 13.30 Allt áhugafólk um vistvæna þróun og framtíö íslensks landbúnaöar er eindregiö hvatt til aö mæta. Þátttöku ber aö tilkynna til Gunnars Á. Gunnarssonar, Vík, símum 98-71389 og 98-71293, fax 98-71205 og 98-71219. Þátttökugjald kr. 550, veitingar innifaldar Fundarefní: Almenn kynning á núverandi umfangi llfræns landbúnaöar I heiminum og hlutverk hans í sjálfbærri þróun. Hvernig lífrænn landbúnaöur getur oröiö vaxtarbroddur í íslenskum þjóöarbúskap. Getur „Lífrænt samfélag,, rutt brautina, gefiö fordæmi og oröiö lifandi tilraunastofa I þróun atvinnulífs og umhverfismála? Dagskrá: Setning: Baldvin Jónsson, fundarstjóri. Ávörp: Sigurgeir Þorgeirsson, aöstoöarm. landbúnaöarráöherra. Fulltrúi umhverfisráöherra Jón Hetgason, form. Búnaðarfélags íslands. Sveinn Runólfsson, Landgræöslustjóri. Kynnlng: Gunnar Á. Gunnarsson, verkefnisstjóri, kynnir þróunarverkefniö „Lífrænt samfélag". Hervé La Prairie, fuiltrúi stjórnar IFOAM*, kynnir hlutverk bóndans í Frakklandi. Bernward Geier, framkvæmdastjóri IFOAM, kynnir lífrænan búskap I heiminum. Erindi formanns og framkvæmdastjóra IFOAM verða flutt á ensku og þýdd í lok fundarins fyrir þá sem þess óska. *IFOAM: International Federation of Organic Agricultural Movement er alþjóöleg hreyfmg 500 lífrænna samfétaga í 80 löndum. ®BL)NAÐARBANKI ÍSLANDS Vík HAGKAUP IE<0)EWf V H 0 ir Cérr Prtptrttitai (íslenska heilsufélagið hf.) MOUUSIt I Nlilll NIUU (fiheilsuhúsið OOflfp "7,7aðalstöðin [ i ] | þ- ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.