Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 14

Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 Um akademískar kröfur eftir Sigurð Líndal Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður veitir mér nokkra til- sögn í akademískum vinnubrögðum í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. Tilefn- ið var viðtal sem birtist við mig 15. ágúst. Tilsögn hans lýtur að tveimur atriðum sem lúta skrifum hans um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar A. Sigurjónssonar leigubílstjóra og ég geri meðal ann- ars að umtalsefni í framangreindu viðtali. í skrifum undanfarið hefur Jón Steinar margítrekað að dómur Mann- réttindadómstólsins feli í sér þungan áfellisdþm yfir vinnubrögðum Ilæsta-^ réttar íslands, enda hafi báðir dóm- stólamir verið að dæma hliðstæð álitaefni eftir ákvæðum sem enginn munur sé á — 73. gr. stjómarskrár Islands og 11. gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu sem báðar lúta að rétti manna til að stofna félög. Viðfangs- efni dómstólanna hafí hins vegar ver- ið að skera úr'því hvort ákvæði þessi vemdi jafnframt rétt manna til að standa utan félaga. Lagasetningarvald dómstóla í áðurgreindu viðtali gat ég þess að við gerð mannréttindasáttmálans hefði því verið hafnað að setja þar ákvæði um rétt manna til að standa utan félaga. Þetta segir Jón Steinar að sé ónákvæmt — því hafí verið sleppt. Ekki breytir þetta neinu sem máli skiptir. Því var sleppt — ef menn vilja heldur nota það orð — af því að ekki náðist samkomulag milli þeirra ríkja sem upphaflega stóðu að sáttmálanum, og þannig var slíku ákvæði hafnað. Vissulega átti það að koma í hlut mannréttinda- nefndarinnar og dómstólsins að skýra sáttmálann, en með því var þessum stofnunum ekki fengið neitt lagasetningarvald. Álitamálið er þá hversu langt dómstóllinn getur geng- ið í því að móta ný ákvæði, meðal annars á þeim sviðum sem aðildarrík- in urðu á sínum tíma ásátt um að halda utan sáttmálans og hafa raun- ar enn sem komið er ekki gengið inn í neina alþjóðasáttmála sem að þessu lúta nema Mannréttindayfírlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 sem enn er þó einungis talin stefnuyfírlýs- ing. Mér virðist dómstólinn nú ganga lengra í að móta nýja reglu en vænta hefði mátt þegar hafður er í huga aðdragandi sáttmálans og hversu umdeilt þetta atriði hefur verið á vettvangi stjórnmála. A hvaða grundvelli var dæmt? Hingað til hefur Jón Steinar haldið því fram að báðir dómstólamir hafí dæmt eftir ákvæðum sem enginn munur sé á. En nú gengur hann lengra og segir að réttur manna til að standa utan félaga sé í raun betur tryggður í 73. gr. stjómarskrár ís- lands en 11. gr. mannréttindasáttmál- ans þar sem stjórnarskrárgreinin eigi sér ekki þá forsögu sem áður getur. Eigi að síður hafí Mannréttindadóm- stóllinn slegið því föstu að það hafí verið brot á sáttmálanum að lög- skylda Sigurð Sigurjónsson til að vera í Frama. Hér skal í fyrsta lagi hugað að 73. gr. stjómarskrárinnar. Eftir því sem ég kemst næst var sá tilgangur einn með setningu hennar að vemda fé- lagafrelsið og þannig hefur hún verið skýrð í ritum allra íslenzkra fræði- manna sem um hana hafa fjallað. Ákvæðið má rekja til frönsku stjóm- arskrárinnar frá 1791 og það ákvæði eins og önnur voru sett til að tryggja mönnum frelsi á ýmsum tilteknum sviðum gagnvart einvaldsstjóm þeirra tíma. Að svo miklu leyti sem á þeim tíma þurfti að vemda rétt manna til að standa utan félaga var það einna helzt gert með ákvæðum sem tryggðu atvinnufrelsi, sbr. 69. gr. stjómar- skrárinnar. Þeim var beint gegn ein- okun gildanna og iðnfélaganna sem um sumt voru áþekk stéttarfélögum nútímans. Sú ályktun Jóns Steinars að 73. gr. stjómarskrárinnar vemdi rétt manna til að standa utan félaga betur en 11. gr. mannréttindasáttmál- ans er röng. í annan stað er það rangt að dóm- stólarnir, Hæstiréttur íslands og Mannréttindadómstóll Evrópu, dæmi eftir ákvæðum sem enginn munur sé á. Rétt er að hvorki í 73. gr. stjómar- skrárinnar né 11. gr. mannréttinda- sáttmálans er vikið að frelsi manna til að standa utan félaga. Hins vegar dregur Mannréttindadómstóllinn fram ýmisleg gögn og sjónarmið til viðbótar, meðal annars álitsgerðir, yfírlýsingar og meðmæli ýmissa nefnda og funda — sem ég nefni í viðtalinu — og reisir niðurstöðu sína á þeim. Einungis lítið brot af þessu lá fyrir þegar dómur Hæstaréttar féll 1988. Auk þess er með öllu óljóst hvaða gildi þetta efni hafí sem réttar- heimildir eða lögskýringargögn, með- a! annars hvort það geti talizt viðhlít- andi þegar dómstóllinn er að móta nýja reglu sem aðildarþjóðir sáttmál- ans hafa hingað til ekki viljað fallast á. Þess er að minnsta kosti tæpast að vænta að íslenzkir dómstólar leggi slíkt efni til grundvallar hvað sem síðar kann að verða. — Annars sýn- ist mér að hugsanlegt hefði verið að taka til greina kröfur Sigurðar með skírskotan til almennra grundvall- arreglna um mannfrelsi án þess að tekin væri afstaða til skýringa á 73. gr. stjómarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmálans, en sá þátt- ur er utan þessarar umræðu. Af framangreindum forsendum sem ekki standast dregur Jón Steinar þá fyrirvaralausu ályktun að rök mín séu í reynd orðin rök gegn því sem ég vil sanna og lætur að því liggja að ég sé kominn í mótsögn við sjálfan mig, en hann verður að sætta sig við það að hagræðingarstarf á sannleik- anum hans hefur engin áhrif á rök- semdafærslu mína. Kjami málsins er ekki sá hvort dómur Mannréttindadómstólsins sé þungur áfellisdómur yfir Hæstarétti, heldur miklu fremur hversu langt vald dómstóla nái til að móta reglur og í umboði hvers þeir setji þær. Það fæst Jón Steinar ekki til að ræða. Um rökbundin tengsl Hið síðara atriði sem Jón Steinar Sigurður Líndal „Kjarni málsins er ekki sá hvort dómur Mann- réttindadómstólsins sé þungur áfellisdómur yfir Hæstarétti, heldur miklu fremur hversu langt vald dómstóla nái til að móta reglur og í umboði hvers þeir setji þær. Það fæst Jón Steinar ekki til að ræða.“ ræðir í grein sinni er sú kenning að rökbundin tengsl séu milli réttar til að stofna félag og þess að standa utan félaga. Ef félagafrelsi sé vernd- að leiði óhjákvæmilega af því að rétt- ur manna til að standa utan félaga sé að sama skapi verndaður. Og til þess nú að bjarga þessari samsvörunarkenningu í horn grípur hann til þeirrar röksemdar að segja að félag sé ekki félag — eða svo að tilfærð séu eigin orð hans: „[. . .] Sj úkdómavarnir og sannleiksást eftir Sveinbjörn Dagfinnsson Undanfarna áratugi hafa íslensk stjórnvöld, eftir því sem aðstæður frekast leyfa, reynt að veijast því að smitsjúkdómar berist til landsins sem valdið geti nýjum sjúkdómum í húsdýrum, plöntum og fískum en á þessu sviði er staða lands okkar betri en flestra annarra og kann ef tekst að gæta hennar að gefa okkur nýja og góða möguleika þó síðar verði. Aldalöng einangrun búfjár hefur gert það að verkum að búfjárkvillar af völdum smitefna sem í öðrum löndum eru meinlausir geta hér á landi orðið að drepsóttum. íslenski hesturinn er laus við alla hættulega smitsjúkdóma sem vafalít- ið er einstakt með búfjárstofn. Sama verður ekki sagt um aðrar búfjárteg- undir þó giftusamlega, hafí ekki bor- ist hingað sumir þeirra sjúkdómar sem mönnum stendur hvað mest ógn af. Búfjársjúkdómar Smitsjúkdómar sem heija búfjár- stofna á íslandi eru innfluttir á sið- ustu öldum og áratugum með búfé og búfjárafurðum þó dæmi séu um að sjúkdómar hafí borist með mönn- um. Sérfræðingartelja, svo dæmi séu talin, að riðuveiki, hundafár, fjár- kláði, kýlapest, hringskirfí, gama- veiki, mæði, miltisbruni, svínapest og nautaberklar hafí borist með búfé eða búfjárafurðum til landsins á síð- astliðinum áratugum. Sjúkdómum þessum hefur síðan verið útrýmt eða haldið í skefjum með miklum til- kostnaði. Listinn mun samt langur yfír þá búfjársjúkdóma sem þrátt fyrir allt hafa ekki borist hingað og af þeim sjúkdómum stendur flestum hvað mest ógn af gin- og klaufaveiki. Eitt dæmi má rifja up um afleið- ingr af gin- og klaufaveiki. Veikin barst til Bretlands fyrir nokkuð mörgum árum með hráu kjöti sem flutt hafði verð inn frá Argentínu. Kjötleifar eða bein af þessu argen- tíska kjöti bárust í svín á bæ, þar sem kjötið hafði verið til neyslu. Þaðan breiddist veikin út með ógn- arhraða um nágrennið og varð að stórfaraldri. Niðurskurði var m.a. beitt til útrýmingar veikinni. í far- aldrinum þurfti að fella eða drápust 114.000 svín, 212.000 nautgripir og 108.000 sauðkindur. Beinn kostnað- ur breska ríkisins vegna bóta, launa- greiðslna og annars var 35,1 milljón sterlingspunda. Óbeint tjón er talið hafa verið tvöföld þessi upphæð. Hættan á að gin- og klaufaveiki berist hingað vofír stöðugt yfír að mati sérfræðinga. Hún blossaði t.d. upp sl. vor á Italíu og var þá rakin til Austur-Evrópulanda. Varnaraðgerðir Mat íslenskra sérfræðinga á ógn þeirri sem vofir yfír ef nýir sjúkdóm- ar berast til landsins í húsdýr, plönt- ur og físka, veldur því að þeir eru mjög á varðbergi og leggja þunga áherslu á það við stjórnvöld að hafa sem mesta aðgát gagnvart hverskon- ar innflutningi sem gæti futt með sér nýja smitsjúkdóma. Á þeirri forsendu hafa verið sett ýmis lagaákvæði á liðnum áratugum og af núgildandi lögum um slíkt efni má nefna lög um eftirlit með fram- leiðslu á fóðurvörum, lög um loðdýra- rækt, lög um innflutning plantna og lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim frá því í apríl sl. í reglugerð nr. 251 frá 1992 um tollfijálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum, 5. gr., eru meðal vara sem innflutn- ingur er bannaður á eftirtaldar vöru- tegundir: Undir fyrsta tölulið eru talin upp ávana- og fíkniefnalyf, þ. á m. heróín, kókaín, kannabis o.fl. Undir öðrum tölulið ertalið upp ósoð- ið kjötmeti og kjötvörur ýmiskonar. Þurrkað kjötmeti ósoðið, reykt svíns- læri, beikon, svínahryggir, reyktar ósoðnar pylsur, ósoðnir fuglar, fugla- innyfli fersk eða fryst, innmatur, svið og blóð. I þriðja tölulið er talin upp ósoðin mjólk, ósoðin egg, eggja- duft og sykraðar eggjarauður. Flestar nálægar þjóðir hafa strangt eftirlit með innflutningi mat- væla í þágu sjúkdómavama. Svíar hafa t.d. vegna salmonellusýkinga ítrekað bannað innflutning á kjöti frá Danmörku. Síðast gerðist það í júní- lok þessa árs. Tollgæslumenn landsins hafa það viðfangsefni að framfylgja Iögum og reglum, vegna innflutningsbanns á matvælum og er verulegt magn á hveiju ári tekið af þeim sem leitast við að sniðganga lög og reglur og því miður eru sagnir um að eitthvað komist inn í landið af slíkri bannvöru því margra virðist freista erlent kjötá matarborðið. Sveinbjörn Dagfinnsson „Persónulega eru mér það tíðindi að ég teljist hatursmaður utanríkis- ráðherra og svarinn persónulegur og póli- tískur fjandmaður hans. Framkvæmd mála virðist ekki samræmd hjá tollgæsluyfirvöldum, þannig sæta þeir sektum sem staðn- ir eru að brotum annars staðar en á Keflavíkurflugvelli auk þess að ólög- mætur innflutningur er tekinn af þeim og brenndur. Sektum hefur ekki verið beitt gagnvart þeim sem leitast við að bijóta eða bijóta reglur á Keflavíkurflugvelli um ólögmætan innflutning matvæla. Nýlegur atburður á Keflavíkur- flugvelli hefur valdið mikilli umræðu, án vafa fyrir þá sök að þar átti eigin- kona utanríkisráðherra sem var á ferð með manni sínum hlut að máli, en hún reiddi á farangursvagni þeirra matvæli, sem óheimilt er að flytja inn Málinu er þannig háttað, að Mann- réttindadómstóllinn hefur talið að félög, sem stofnuð eru með landslög- um til að gegna skilgreindum stjórn- sýsluverkefnum, séu alls ekki félög í skilningi 11. gr. sáttmálans." Dómstóllinn notar nú reyndar orðið félag (association) í dómi sínum, þannig að ekki er Jón Steinar alls kostar nákvæmur. Athygli vekur einnig að Jón Steinar nefnir einungis félög sem stofnuð séu með landslög- um. Nú er mér ekki kunnugt um það hvort algengt er í Evrópu að félög séu stofnuð með þeim hætti. Hins vegar heyrir slíkt til algerra undan- tekninga hér á landi og því varla ástæða til að ræða þau hér. Hitt er tíðkast að félög séu stofnuð að fijálsu frumkvæði manna, en sé síðan með lögum fengin einhvers kon- ar gæzla almannahagsmuna og þá jafnframt tiltekið stjórnsýsluhlutverk á afmörkuðu sviði. Kemur þá einkum tvennt til: Annars vegar að lögboðið sé að sá félagsskapur skuli vera til, enda gæti það almannahagsmuna og gegni þar af leiðandi tilteknu stjórn- sýsluhlutverki; hins vegar að mönnum sé fijálst að stofna félag — en það annist samkvæmt landslögum til- tekna gæzlu almannahagsmuna og gegni stjómsýsluhlutverki í samræmi við það, ef stofnað verður. Dæmi um hið fyrrnefnda er Lög- mannafélag íslands, sem stofnað var 1911, en löggilt til nokkurs eftirlitshlutverks með lögmönnum með Iögum um málflytjendur sem sett voru 1942. Enginn lagaboð knúðu lögmenn til að stofna félagið, en þegar það hafði starfað í rúm 30 ár var því falið framangreint hlut- verk og skylduaðild lögleidd. Ef Lög- mannafélagið hefði aldrei verið stofnað hefði vafalaust mátt haga eftirliti með lögmönnum á annan hátt, t.d. hefði dómsmálaráðuneytið getað annazt það. Eftir framan- greinda löggildingu verður félagið ekki langt niður nema lögum verði breytt. En sú leið var valin að lög- þvinga menn til virks stuðnings við málstað sem menn eru ef til vill and- vígir, en samkvæmt kenningu Jóns er það leyfilegt af því að Lögmanna- félagið hætti árið 1942 að vera félag samkvæmt 11. gr. sáttmálans. Dæmi um hið síðarnefnda eru al- menn stéttarfélög. í lögum um stétt- í iandið og voru þau gerð upptæk af tollgæslu. Sakbending og sannleiksást I umfjöllun fjölmiðla um mál þetta, hefur það m.a. gerst að blaðamaður á Morgunblaðinu, Agnes Bragadótt- ir, veittist að starfsmönnum landbún- aðarráðuneytisins og fjölmiðlafólki. I grein hennar undir fyrirsögninni „Sannleiksást fjölmiðla" segir hún m.a.: „Ég hef upplýsingar um að starfsmenn landbúnaðarráðuneytis- ins höfðu að fyrra bragði samband við fjölmiðla og buðu fram upplýs- ingar um meinta kjötinnflutningstil- raun,“ og nefndi í þessu sambandi Tímann, DV, Pressuna og Stöð 2. I málgagni utanríkisráðherra, Al- þýðublaðinu, í nafnlausri grein undir fyrirsögninni „Glæpareifari aldarinn- ar“ er sakbending, þar sem nefndir eru þrír ráðuneytismenn „sem létu til skarar skríða“ við að upplýsa fjöl- miðla um meint kjötsmygl utanríkis- ráðherrafrúarinnar". Einn þeirra sem sakbending beinist að er undirritað- ur. í greininni segir m.a.: „Eðlilegast er því að álykta að frágengnum ráð- herra sé hér um að ræða ráðuneytis- stjórann Sveinbjörn Dagfinnsson, eða skrifstofustjóra hans, viðtakanda minnisblaðsins frá „Deep Throat“ ... Þetta eru með öðrum orðum menn- irnir í innsta hring, sem ásamt með öðrum í landbúnaðarráðuneytinu létu til skarar skríða við að upplýsa fjöl- miðla um meint kjötsmygl utanríkis- ráðherrafrúarinnar ... Þessi fram- varðasveit landbúnaðarkerfisins hat- ar reyndar utanríkisráðherra og for- mann Alþýðuflokksins eins og pest- ina, eftir margvísleg átök vð hann í ýmsum ríkisstjórnum út af landbún- aðarmálum ... Mennirnir að baki fréttunum, sem duldust bak við nafn- leynd, eru allir svarnir pólitískir eða persónulegir fjandmenn utanríkis- ráðherrans, og vildu koma á hann höggi, hvað sem það kostaði." Hér er beitt þekktum brögðum áróðursmeistara á ýmsum tímum. Misgerðir eða áformað brot skal fal-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.