Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 15

Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 15 arfélög og vinnudeilur er mönnum mæltur réttur til að stofna stéttarfé- lög, en það er engin skylda. Ef menn hins vegar nota sér þennan rétt eru menn samkvæmt kjarasamningum og um leið a.m.k. óbeint samkvæmt landslögum þvingaðir til að vera í félaginu, enda hefur þeim verið falin í lögum ýmisleg hagsmunagæzla fyr- ir launþega og allvíðtækt stjómsýslu- hlutverk. Ef það hlutverk telst nægi- lega skilgreint kann svo að fara að menn séu þvingaðir til virks stuðnings við málstað stéttarfélaga sem þeir em andvígir af því að stéttarfélögin hættu að félög á einhvetju skeiði. Um algerlega fijáls félög, eins og til dæmis Hið íslenzka bókmenntafé- lag sem mér stendur næst er ekki þörf að ræða í þessu samhengi. Menn em almennt ekki knúðir til félagsað- ildar nema einhveijir þeir hagsmunir séu í húfi sem teljast mikilvægir. Sama á við um rétt manna til að standa utan félaga. Tilfærslur og orðaleikir af þessu tagi um samanburð á því hvers kon- ar félög falla undir 11. gr. sáttmál- ans og hver ekki breyta engu um endanlega niðurstöðu um rétt manna til að standa utan félaga. Ef fylgja á samsvörunarkenningu Jóns Stein- ars verða menn að skilgreina hvað sé félag í stað þess að skilgreina hversu gæzla almannahagsmuna og stjórnsýsla þurfí að vera ríkur þáttur í starfí þess til þess að skylda megi menn til aðildar þannig að standist 11. gr. mannréttindasáttmálans. Samsvömnarkenningin verndar eng- in mannréttindi. Leiðin er áfram opin til að þvinga menn í einhveija lög- skipaða hópa og leggja á þá þung- bæra skyldu til að styðja með virkum hætti málstað sem þeir em andvígir af því að hópamir heita ekki lengur félög og 11. gr. vemdar þá ekki. Niðurstaðan verður hin sama óháð nafngiftum og ávinningur enginn að umturna hefðbundinni málvenju. Annars er ég ekki einn um að hafna samsvömnarkenningu Jóns Steinars. Það hafa fleiri gert og nægir hér að benda á ummæli í dómi Mannréttindadómstólsins í máli Sig- urðar A. Siguijónssonar á þá leið að ekki sé nauðsynlegt í því máli að skera úr hvort réttur til að standa utan félags sé jafngildur rétti til að stofna og ganga í félag. Ef rökbund- ið með uppgerðum sakargiftum á aðra. í máli þessu felst alvaran í áformi að flytja inn í landið varning sem lög og reglur banna, sem fjöldi fólks varð vitni að, en ekki frásögn af þeim atburði nema að því leyti sem hún var röng. Frásögn Agnesar Bragadóttur af því að ráðuneytismenn hafí átt fmm- kvæði að því að koma frétt af atburð- inum til fjölmiðla væri frávik frá starfsreglum ráðuneytisins ef rétt væri. Fjölmiðlar hafa þröngar og strangar reglur varðandi upplýsingar um heimildir fyrir fréttum. Þrátt fyr- ir það hefur tekist að afla vitneskju sem sýnir fram á að réttu máli er hallað í frásögn Agnesar Bragadótt- ur. Því er hafnað að starfsmenn ráðu- neytisins hafí að fyrra bragði haft samband við fjóra tilgreinda fjöl- miðla, hvað þá fleiri, eins og að er látið liggja og boðið fréttir af kjötinn- flutningstilraun. í frétt fréttastofu Ríkisútvarpsins 29. júlí sl. er einnig hallað réttu máli um þetta atriði. Persónulega em mér það tíðindi að ég teljist hatursmaður utanríkis- ráðherra og svarinn persónulegur og pólitískur fjandmaður hans. Ég þekki engar slíkar hugrenningar í hans garð og hef oft haft ánægju af fram- göngu hans og orðfimi. Óvildarskrifum í málgagni hans í minn garð og starfsfélaga minna vísa ég til föðurhúsa sem ómakleg- um. Umfjölllun um mál þetta hefði auðvitað aldrei orðið sú sem hún varð hefðu aðrir átt í hlut en utanrík- isréðherrahjónin og margt mátt vera ósagt. Vonandi er að henni fylgi það gott að fleirum en áður sé ljóst á hvaða forsendum er spomað við inn- flutningi matvæla og annars vam- ings sem getur borið nýja sjúkdóma inn í land okkar þannig að fleiri liðs- menn bætist í varnarbaráttuna. in tengsl eru milli félagafrelsis og réttar til að standa utan félags er ekki ljóst hvers vegna dómstóllinn setur þessa athugasemd í dóminn. Akademískar umræður og ofsatrú Auðvitað má færa rök fyrir ólíkum skýringum á 73. gr. stjórnarskrár- innar og 11. gr. mannréttindasátt- málans og það hefur vissuleg verið gert. Einnig mætti rökstyðja rétt manna til að standa utan félaga með skírskotun til almennra grundvallar- reglna mannréttinda eins og áður var ymprað á. En þegar mál eru fyrir dómstólum liggur allajafna fyrir rök- semdafærsla aðila og allir hafa nokk- uð til síns máls. Mál liggja sjaldnast þannig fyrir að einn aðili hafi að öllu leyti rétt fyrir sér en aðrir rangt. Hlutverk dómstólsins er að vega og meta röksemdir bæði þær sem lúta að lögum og staðreyndum. Síðan fellir hann dóm á grundvelli þeirra sem hann telur þyngstar á metunum. Þama geta verið mörg álitamál. Þar sem mikill vafí er komast dómstólar einatt að ólíkri niðurstöðu og stund- um er ágreiningur innan dómstóls þannig að dómarar skila sératkvæð- um. í þessu felast engir áfellisdómar. Jón Steinar skírskotar óspart til „akademískra krafna" um leið og hann lýsir skoðunum sínum og rök- semdum sem algildum sannindum En nú fer að verða mál til komið að hann gerir sér ljóst að „akademísk" umræða getur aldrei farið fram á grundvelli þeirrar ofsatrúar sem hann er haldinn á eigin skoðanir. Hún leiðir hann út í kappræðu í stað rökræðu þar sem hann einfaldar hlutina að hætti lýðskrumara stjórn- málanna og kýs frekar að ræða per- sónur viðmælenda sinna en rök þeirra. Höfundur er prófessor við lagndeiid Háskóla íslands. Listdansskóli íslands Nýtt skólaár að hefjast KENNSLA í Listdansskóla Is- lands hefst þriðjudaginn 7. sept- ember. Skólinn verður starf- ræktur með svipuðu sniði og undanfarin ár og verða inntökp- próf dagana 1. og 2. september nk. Lágmarksaldur nemenda er 9 ár og er skráning I inn- tökupróf mánudaginn 30. og 31. ágúst milli kl. 15 og 19. Listdansskólinn bryddar upp á þeim nýmælum í vetur að hefja kennslu í Keflavík, kennt verður að Hafnargötu 23, í Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa. Þá verður í vetur boð- ið upp á sérstaka tíma fyrir stráka og einnig fyrir gamla ballettnemend- ur sem vilja halda sér í formi með því að taka ballettíma tvisvar í viku. Kennarar í vetur verða Ingibjörg Björnsdóttir, Alan Howard, Auður Bjarnadóttir, Nanna Ólafsdóttir, David Greenall og Guðmundur Helgason. FLÍSAR :Í3 !»! W iif'1 Stórhöfða 17, við GulUnbrú, sími 67 48 44 Fyrfr þá sem vfflj a meira o grænmeti Ef þu ert a græninetislinunni höfum viö hjá Pizza Hut pizzuna fyrir þig, því grænmetispizzan okkar er lilaðin hollu og fersku grænmeti. Þegar inikið af gæða sveppum blandast hinni frægu Pizza Hut tómatblöndu, ásamt grænni og matarmikilli papriku, bragðmiklum tómötum og ilmandi lauk, er útkoman frábær. Og þegar tvö lög af ekta osti eru komin yfir er Pizza Hut grænmetispizzan fullkomnuð. Pizza Hut — einfaldlega meira af öllu ’-Hut Hótel Esja • 680809 • Mjódd • 682208 Frí heimsendingarþjónusta Um leið og við hjá Pizza Hut á Islandi fögnum 5 ára afmæli, fagnar Pizza Hut veitingahúsakeðjan 35 ára afmæli. Við erum stolt af því að tilheyra stærstu pizzukeðju í lieimi með yfir 9.000 veitingastaði Höfundur er r&ðuneytisstjóri i landbúnaðarráðuneyti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.