Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 16

Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 S AMKEPPNISHU GS J ÓN í L YFJ ADREIFIN GU eftir Þór Sigþórsson Hinn 18. ágúst sl. ritar fram- kvæmdastjóri Pharmaco hf. grein í Mbl. undir fyrirsögninni „Öfugsnúin einkavæðing“ þar sem hann ræðst að stjórnvöldum og stjómendum Lyfjaverslunar ríkisins (L.r.) fyrir fádæma sóun í fyrirtæki sem þó starfar í atvinnugrein sem að mati greinarhöfundar í felst vaxtarbrodd- ur og er í greinilegri sókn. Ekki verður komist hjá því að leiðrétta helstu rangfærslumar sem fram koma í grein hans og gera grein fyrir þeirri endurnýjun sem hafin er á framleiðsludeildum fyrirtækis- ins. Lyfjamarkaðurinn á íslandi Samkvæmt ritinu Islenski lyfja- markaðurinn (IDM) nam heildarsala skráðra lyfja rétt rúmum 2,5 millj- örðum króna á árinu 1992 á heild- söluverði án VSK. Að viðbættum óskráðum lyfjum má áætla að sala lyfja í heildsölu hafi numið u.þ.b, 2,7 milljörðum króna. Samkvæmt ofangreindu upplýs- ingariti um íslenska lyfjamarkaðinn stunda 8 fyrirtæki heildsöludreif- ingu lyfja á íslandi. Þeirra lang- stærst er fyrirtækið Pharmaco hf., með 55% markaðshlutdeild. Það er óumdeilanlegt að fyrirtæki með yfir helmings hlutdeild er markaðsráð- andi og hefur nánast einokunar- stöðu. Ríkissjóður er langstærsti greiðandi lyfjakostnaðar eða greiðir tæp 70%, með endurgreiðslum í gegnum tryggingakerfíð og greiðslu lyíjakostnaðar á sjúkrahúsum. Rík- isafskipti að lyíjamálum eru því afar mikil á íslandi og eðlilegt að hið opinbera reyni að hafa áhrif á lyfja- kostnað og einnig skipan lyfjamark- aðarins í heild. Samkeppnisstaða lyfjaumboðsmanna Hvernig má skýra hinn skjóta uppgang fyrirtækisins Pharmaco hf.? Allt frá því um miðjan áttunda áratuginn og fram til loka ársins 1990 náði Pharmaco hf. til sín fjölda umboða annarra rótgróinna lyfja- fyrirtækja í krafti sérstöðu sinnar. Þar sem fyrirtækið var nánast alfar- ið í eigu tiltekinna lyfsala og erf- ingja þeirra voru hagsmunatengsl þess við smásöludreifmguna ákaf- lega skýr,_ sérstaklega með tiiliti til sölu lausa’sölulyfja sem nemur um 20% af lyfjasölu apóteka. Önnur lyfjaumboðsfyrirtæki hafa staðið hölium fæti í samkeppninni um við- skiptasamböndin eins og dæmin hafa sannað. Alþingi setti skorður við eignaraðild lyfsala að lyfjaheild- sölufyrirtækjum þegar samþykkt voru lög um Lyfjadreifingu nr. 76/1982 og má hún ekki vera um- fram 5% af hlutafé. Lyfjaverslun ríkisins L.r. starfar samkvæmt sérstökum kafla í lögum um lyfjadreifmgu hvað varðar innflutning bóluefna og ann- arra ónæmisefna. í honum er enn fremur kveðið á um, að L.r. sé sjálf- stætt fyrirtæki með eigin stjórn. Áður fyrr hafði L.r. sameiginlegan fjárhag með ÁTVR en skilið var að fullu á milli fyrirtækjanna þann 1. júlí 1986, er undirritaður tók við forstöðu fyrirtækisins og hefur L.r. haft sjálfstæðan fjárhag allar götur síðan. Það skal skýrt tekið fram að L.r. hefur frá þessum tíma ekki fengið framlög á fjárlögum. Heildarvöru- sala fyrirtækisins nam á síðasta ári 811 milljónum kr. án VSK og benda áætlanir til þess að hún muni nema tæpum 900 milljónum í ár. Ársverk við fýrirtækið eru 68 en heildar- fjöldi starfsmanna 76. Rekstur þess greinist í lyfjaframleiðslu. Innflutn- ing og dreifingu lyfja, hjúkrunar- vöru og efnavöru. I kjölfar ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar um einka- væðingu L.r. var sjálfstætt ráð- gjafafyrirtæki, Kaupþing hf., fengið til þess að gera úttekt á starfsemi L.r. og lyfjamarkaðnum í heild. Einnig skyldi gerð tillaga til fjár- málaráðherra um með hvaða hætti staðið skyldi að einkavæðingu fyrir- tækisins. Kaupþing skilaði ítarlegri skýrslu um málið í október á sl. ári og er niðurstaðan í stuttu máli sú að lokið verði uppbyggingu fram- leiðsluþáttanna jafnhliða einkavæð- ingu fyrirtækisins, enda mun fjár- festingin skila sér að fullu á eðlileg- um afskriftartíma að viðbættum fjármagnskostnaði. Einnig var lögð áhersla á að einkavæðing L.r. leiddi ekki til samþjöppunar á markaðnum og þar með minni samkeppni. í skýrslu Kaupþings er eðlilega tekið mið af samkeppnisstöðu fyrirtækja, hagsmunum ríkisins sem eiganda fyrirtækisins og langstærsta greið- anda lyfja og einnig atvinnuhags- muna þeirra 76 starfsmanna sem eiga afkomu sína undir rekstri fyrir- tækisins. „Atvinnugrein í sókn“ Auk þróunar og markaðssetning- ar eftirlíkingalyfja fyrir íslenskan markað vinnur fyrirtækið að nokkr- um samstarfsverkefnum á sviði lyíjaframieiðslu og hefur þegar ver- ið sótt um alþjóðlegt einkaleyfi fyr- ir tveimur þeirra. Þá hefur L.r. unn- ið að stofnun nýrrar dreypilyfjaverk- smiðju í Litháen _ í samstarfí við sænskan aðila og íslenska heilsufé- lagið hf. og þróun á heilsuvörum úr hráefnum tengdum Bláa lóninu í samstarfi við Heilsufélagið við Bláa lónið hf. Undangengin rúm 2 ár hefur verið unnið að endurskipu- lagningu framleiðsludeilda fyrir- tækisins í samráði við breskt ráð- gjafarfyrirtæki. Hagkvæmasti kosturinn er að endurbyggja verksmiðjuna í núver- andi húsnæði. Er kostnaður við framkvæmdina sjálfa áætlaður ca 140 milljónir og fjárfestingar í tækj- um nema 45 milljónum. Gert er ráð fyrir að fjármagna endurbygging- una af eigin fé og með lántöku og mun fyrirtækið standa sjálft skil á greiðslum. Alþingi heimilaði L.r. á fjárlögum fyrir árið 1993 að veija ákveðinni upphæð til framkvæmd- anna. En víkjum nú að grein fram- kvæmdastjórans. „Hlutverki Lyfjaverslunar ríkisins lokið“ I grein sinni fyrirskipar fram- kvæmdastjórinn stjórnvöldum að leggja L.r. þegar í stað niður þar sem „hlutverki Lyfjaverslunar ríkis- ins sé lokið og eðlilegt hefði verið að fara sömu leið og Halldór Blön- dal fór með Skipaútgerð ríkisins — leggja Lyfjaverslun ríkisins niður“. Þessari merku niðurstöðu hefur hann væntanlega komist að eftir nákvæman samanburð á rekstri og afkomu þessara fyrirtækja! Að vísu eru fordæmi fyrir því að lyfjafram- leiðslufyrirtæki hafi verið Iögð niður á íslandi. Slík gerðist þegar fyrir- tækjasamsteypan Pharmaco-Delta hf. keypti lyfjaframleiðslufyrirtækið Toro hf. Við það misstu nánast allir starfsmenn Toro hf atvinnu sína. Verði „Toro-leiðin“ farin er ljóst að ekki mun skapast neitt vandamál varðandi starfsmenn L.r. Þeir munu bara bætast í ört vaxandi hóp at- vinnulausra á íslandi. Hins vegar gæti það vafíst eilítið fyrir stjóm- völdum hvað gera á við þann tæpa milljarð sem fyrirtækið veltir. Fram- kvæmdastjórinn hefur e.t.v. ráð handa þeim í því efni. „Kostnaðarsöm einkavæðing" Að vísu getur framkvæmdastjór- inn fallist á þá ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að fara næstbestu leiðina — einkavæðingarleiðina, þar sem „frumvarpið hreyfði t.d. ekki við nokkram manni ef ekki kæmi annað til“. Þó era að hans mati fram- kvæmdir og fjárfestingar L.r. „í himinhrópandi mótsögn við allt ann- að sem er að gerast í þessu þjóðfé- lagi og yfirlýsta stefnu stjórnvalda". Hafi framkvæmdastjórinn fylgst með stefnu Ijármálaráðherra varð- andi einkavæðingu L.r. ætti honum að vera Ijóst að hún hefur frá upp- hafi verið sú að skila fyrirtækinu sterku á almennan markað og við- halda með þeim hætti samkeppni. White hefur gefið út mikinn fjölda bóka og skrifað tímarits- greinar um útlitshönnun prent- gagna. Hann hefur einnig veitt ýmsum fjölþjóðafyrirtækjum ráð- gjöf í útgáfumálum. Þar má nefna IBM, Estma Kodak, Hewlett- Packard, Ranx-Xeros, National Geographic, New York Times o.fl. White hefur haldið yfír 900 nám- skeið og námstefnur víða um heim og verður á fyrirlestraferð um Norðurlöndin. Námstefnan höfðar til allra þeirra er fást við útgáfur og hönn- Þessi stefna hefur meðal annars birst í því að heimila vandlega undir- búna fjárfestingar- og rekstraráætl- un fyrirtækisins þó að fyrir Alþingi liggi framvarp um einkavæðingu þess. Rétt er að þessi einkavæðing- arstefna er „öfugsnúin" hagsmun- um Pharmaco hf. en stjómvöld hljóta að biðjast velvirðingar á því að hafa hreyft við framkvæmda- stjóranum! „Hundraða milljóna sóun“ Framkvæmdastjórinn krefst upp- lýsinga um hvaðan fjármagnið komi og staðhæfir jafnframt að „með því að taka fjármagn frá ríkinu til þess að fjármagna sterkari stöðu Lyfja- verslunar ríkisins gagnvart sam- keppnisaðilum er auðvitað verið að skapa ójafnræði í aðstöðu". Stöðu Pharmaco hf. gagnvart öðram lyfja- fyrirtækjum hefur verið lýst hér að framan og einnig fjármögnun fram- kvæmda L.r. Allt frá því að undir- búningur framkvæmdanna var haf- inn hefur fjárfestingum í fram- leiðsludeildum verið stillt mjög í hóf með hagkvæmni heildarfram- kvæmd'a að markmiði. Á sama hátt mætti spyija hvaðan það fjármagn kom sem Pharmaco-Delta hf. notaði til kaupa Toro hf., Frigg hf., Gos- drykkjadeild Sanitas hf. (seinna Gosan hf.), íslensk matvæli hf., rekstur Lindalax hf., rekstur Ís- landslax hf., Viking Brugg hf. o.fl. Undirritaður verður að játa að um- svif L.r. era harla lítilfjörleg í þess- um samanburði en voru sumar þess- ara fjárfestinga e.t.v. „átakanleg dæmi“ um fjárfestingarmistök? „Kænskufullur undirbúningur" Framkvæmdastjórinn átelur enn „sóun á fjármunum í staðinn fyrir að nota sama fjármagn til að skapa atvinnu fyrir fjölda fólks“ o.s.frv. Erfitt er að skilja hvaðan höfundi kemur það vald að ræða opinberlega í riti af þvílíkri fyrirlitningu um at- vinnuhagsmuni 76 starfsmanna L.r. sem hafa staðið dyggilega að þrótt- mikilli uppbyggingu fyrirtækisins undanfarin ár. Þótt greinarhöfundi sé mikið niðri fyrir og í mun að koma í veg fyrir framkvæmdir L.r. er ljóst að viss siðferðismörk ber að virða í slíkri baráttu. Af orðum höfundar má einnig ráða að framkvæmdir L.r. séu hrein- lega fjármagnaðar með þeim fjár- munum sem ríkisstjórnin veitti til atvinnusköpunar. Erfitt að sjá að tilgangurinn sé annar en að skapa tortryggni milli þeirra stjómvalda er hann reynir að hafa áhrif á og sveitarstjórna. Hið rétta er að fram- kvæmd L.r við endurbygginguna kemur til viðbótar átaki ríkisstjórn- arinnar til nýsköpunar í atvinnumál- un prentgagna. Hvort sem eru starfsmenn auglýsingastofa, blaða eða fyrirtækja sem stunda útgáfu á kynningarefni. White mun fjalla um hvemig megi beita hönnun í prentuðu máli til að grípa athygli lesenda og leiða þá í gegnum efn- ið. Meðal annars er lögð áhersla á notkun auðs svæðis í prentgrip- um og samspil leturs við myndefn- ið. Námstefnan verður haldin á Holiday Inn og fer fram á ensku, en dreift verður námsgögnum á íslensku sem unnin hafa verið udp Þór Sigþórsson „En greinin ristir í raun mun dýpra heldur en gagnrýni höfundar á fjárfestingu L.r. Með henni er vegið að grundvallarþáttum einkavæðingarstefn- unnar.“ um á tímum þegar því miður ríkir erfitt atvinnuástand. Lokaorð Ljóst er að grein framkvæmda- stjóra Pharmaco hf. er ekki beint til þeirra sem þekkja til íslenskra lyfjamála, til þess era rangfærslur í henni of augljósar. Markmiðið með greininni er sýnilega að slá ryki í augu almennings, beita stjómmála- menn þrýstingi og með þeim hætti koma í veg fyrir að opinbert fyrir- tæki nái að framkvæma nauðsyn- legar fjárfestingar- og rekstraráætl- anir. En greinin ristir í raun mun dýpra heldur en gagnrýni höfundar á fjárfestingu L.r. Með henni er vegið að grandvallarþáttum einka- væðingarstefnunnar. Gegn þeirri ákvörðun fjármálaráðuneytis að skila opinbera fyrirtæki þannig út á markaðinn að það höfði til al- mennra fjárfesta. Það stríðir gegn hagsmunum greinarhöfundar. Víða erlendis, t.d. í, Bretlandi tíðkast að leggja ríkisfyrirtækjum til fjármagn við einkavæðingu til þess að búa þau undir samkeppni á fijálsum markaði. Slíkt hefur einnig verið gert á íslandi og má þar nefna Síld- arverksmiðjur ríkisins. Því komu engin viðbrögð frá framkvæmda- stjóranum gegn þeirri ráðstöfun? Komist samkeppnisaðilar upp með að segja stjórnvöldum fyrir verkum í eiginhagsmunaskyni með hvaða hætti skuli staðið að einkavæðingu opinberra fyrirtækja mun aldrei skapast sátt um einkavæðingu á íslandi. Stjómvöld hafa ekki látið skipa sér fyrir verkum í þessu máli — þannig er farið „um samkeppnis- hugsjón flokks einkaframtaksins, Sjálfstæðisflokksins". Höfundur er lyfjafræðingur og forstjóri Lyfja vcrslurmr ríkisins. Jan V. White / úr kennsluefni Whites. Þátttöku- fjöldi er takmarkaður við 50 manns og ber þátttakendum að tilkynna sig hjá Iðntæknistofnun. Þátttökugjald er 12.000 kr. Námstefna í hönn- LIFIÐ ER LIST! un prentgripa Lífga&u uppá Hlveruna, gefóu sjálfum þér og vinum jDÍnum, myndverk, listgripi, nytjahluti, tísku- og klassíska skartgripi. Kort, minjagripir og bækur frá ÞjóSminjasafni Islands. Við seljum hinar heimsþekktu vörur frá Rede Guzzini. Erum í alfaraleiS í listrænu umhverfi. USTGALLERÍ Listfiúsinu í Laugardal • Engjateigi 19 • Sími og fax: 3 28 86 IÐNTÆKNISTOFNUN og Prenttæknistofnun halda námstefnu í út- litshönnun prentgripa föstudaginn 3. september nk. Stjórnandi og fyrirlesari námstefnunnar verður Bandaríkjamaðurinn Jan V. White, sem er einn virtasti og eftirsóttasti fyrirlesari í heiminum á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.