Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 17 Slæm staða þorskstofna í Norður-Atlantshafi ÞORSKSTOFNAR í Norður-Atlantshafi hafa flestir minnkað mjög á síðustu árum og er talið að ofveiði og breytingum á veðurfari sé helst um að kenna. Veðurfar hefur ætíð haft mikil áhrif á vðxt og viðgang þorskstofnsins en það var ekki fyrr en á þessari öld sem veiðar manna fóru að hafa merkjanleg áhrif á stofnstærðina. Þetta kom fram á ráðstefnu Alþjóðahafrannsóknaráðsins um þorskinn og áhrif veðurfars á vöxt hans og viðgang sem nú er haldin í Reykjavík. Á fyrstu tveimur dögum ráðstefn- unnar var fjallað m.a. um þróun og stöðu helstu þorskstofna í Norður- Atlantshafi, og sveiflur í þeim. Reynt var að meta veðurfarsleg áhrif á þessar sveiflur svo og áhrif annarra fisktegunda ásamt sjávarspendýrum og fuglum á vöxt og viðgang þorsk- stofna. Helstu þorskstofnar í Norður-Atl- antshafi eru í Barentshafi, við ís- land, við Færeyjar, í Hvítahafi, við Grænland og við strönd Norður- Ameríku eða í Maineflóa, á George- banka og í St. Lawrenceflóa. íslenski stofninn ofveiddur Sigfús A. Schopka, fískifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flutti er- indi á ráðstefnunni um sveiflur í ís- lenska þorskstofninum á þessari öld en stofninn er hinn næststærsti í Norður-Atlantshafí. Líffræðilegar rannsóknir á stofninum hófust í upp- hafi aldarinnar og liggja fyrir kerfís- bundnar mælingar frá öðrum ára- tugi hennar. Reynt hefur verið að reikna út breytingar á stofnstærð og nýliðun og þær bornar saman við breytingar á veðurfari og veiðar á sama tíma. Þá hafa tengslin milli íslensku og grænlensku þorskstofn- anna verið gaumgæfð og reynt að meta hugsanleg áhrif minni veiða úr hinum grænlenska á auknar veið- ar á íslandsmiðum á sama tíma. Sigfús telur að veiðistofninn (fjög- urra ára þorskur og eldri) hafi náð hámarki árið 1928 og þá náð 3,3 milljónum tonna. en síðan minnkað í sveiflum og sé nú aðeins 600 þús- und tonn. Þá hafi hrygningarstofn- inn einnig minnkað að sama skapi. Um 1930 hafi hann oft verið um ein og hálf milljón tonna og fram yfir 1960 hafi hann alltaf verið yfír ein milljón tonna. Síðan hafí hallað veru- lega undan fæti með síaukinni sókn og nú sé hann talinn vera um 2-300 þúsund tonn. Þá hafi tíu ára gamall þorskur og eldri yfírleitt verið um þriðjungur stofnsins um 1930 en nú sé hann hverfandi. Niðurstaða Sig- fúsar er því sú að fyrir síðari heims- styijöld hafí veiðar úr þorskstofnin- um verið í hófí og þá hafi sveiflur í stofnstærð þorsks í hafínu kringum ísland og Grænland aðallega ráðist af veðurfarslegum þáttum. Orsakir þess að stofninn hafí minnkað síðan og þá aðallega á síðustu árum megi hins vegar rekja til samspils tveggja þátta; breytinga á veðurfari og of mikillar sóknar í stofninn. Samdráttur við strendur N-Ameríku Á ráðstefnunni var fjallað sérstak- lega um þorskstofnana undan ströndum Norður-Ameríku eða á Georgebanka, í Maineflóa og við Nova Scotia. Þorskstofninn við La- brador og Nýfundnaland var áður fýrr einn hinn stærsti í N-Atlants- hafí en er nú algerlega hruninn. Stofnarnir á þessum svæðum hafa verið nýttir öldum saman og gegnt veigamiklu hlutverki í veiðum Kanada- og Bandaríkjamanna. Veið- arnar færðust mjög í aukana eftir 1960 en drógust síðan saman eftir 1970. Eftir 1976 stækkuðu stofn- amir aftur og jókst veiði úr þeim að sama skapi og náði hún áður óþekktu hámarki árið 1982. Eftir þetta fóru stofnamir að minnka en lítið var þó dregið úr sókn í þá fyrr en á síðustu árum. Benda nýlegar rannsóknir til að stofnamir séu nú í lágmarki. Dr. F.M. Serchuk, yfir- maður rannsóknadeildar Northeast Fisheries Center í Massachusetts, telur að ofveiði eigi tvímælalaust mestan þátt í slæmu ástandi þeirra nú en álítur jafnframt að veðurfars- legir og líffræðilegir. þættir hafí einnig haft áhrif í þá veru. Sveiflur í fiskveiðum í St. Lawrenceflóa. Ghislain A. Chouinard, frá sjávar- útvegsráðuneyti Kanada, flutti er- indi um sveiflur í þorskstofnum í St. Lawrenceflóa sem er á milli meginlands Norður-Ameríku og Ný- fundnalands. Stöðugt streymi fersk- vatns úr St. Lawrencefljóti er ein- kennandi fyrir flóann og í honum em tveir þorskstofnar. Frá því á sjö- unda áratugnum hefur þorskafli úr þessum tveimur stofnum sveiflast frá 54-76 þúsund tonn á ári og hafa þeir minnkað nokkuð á síðustu ámm. Chouinard telur að þrátt fyrir auknar veiðar úr stofnunum á síð- ustu árum séu meginorsakir minnk- unarinnar minni nýliðun vegna breytinga á veðurfari. Hann telur einnig að betri nýliðun á áttunda áratugnum en hinum níunda megi sennilega rekja til hærri sjávarhita þrátt fyrir minni hrygningarstofn. Lágur sjávarhiti og minni þorskveiði á síðustu árum styðji þessa kenningu enn frekar. Svend Aage Horsted, frá Græn- Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokks óskaði eftir að kannað yrði hvort löglega hafí verið staðið að fjárútlátum varðandi athugun og úttekt fyrir sjálfstæðis- menn á hugmyndum þeirra um einkavæðingu. Bent er á að engin tillaga hafi verið samþykkt í borgar- ráði eða borgarstjórn um að láta slíka athugun fara fram. Þá segir, „Ef skilningur sjálfstæðismanna, sem kemur fram í bókun borgar- stjóra í borgarráði 29. júní s.l., er réttur, er þá Framsóknarflokknum ekki heimilt að fela verkfræði- eða lögfræðistofum að gera úttektir til grundvallar tillöguflutningi fulltrúa flokksins í borgarstjórn og senda lensku hafrannsóknastofnuninni, flutti erindi sem byggist á niðurstöð- um hans og hafði samið um sveiflur á stofnstærð þorsks við Grænland og hugsanlegar orsakir þeirra. Sagði Horsted að allt benti til að þorskur hefði verið við Grænland frá örófí alda og stofnstærð og útbreiðsla hefði farið eftir umhverfíslegum þáttum. Hlýindaskeið sem hófst um 1920 hafí til dæmis leitt til þess að sérstakur stofn komst á laggirnar við Vestur-Grænland og skilaði hann sterkum árgöngum á milli 1930 og 1960 með skömmu millibili. Horsted telur ljóst að umtalsverður hluti þess þorsks sem hafí veiðst við Vestur- Grænland komi frá hrygningar- stöðvum við ísland. Hlýindaskeiðinu lauk seint á sjöunda áratugnum. Horsted telur að vestur-grænlenski þorskstofninn hafi ekki skilað góðum stofni síðan heldur hafí allir góðir árgangar verið af íslenskum upp- runa. Síðasti árgangurinn sem hægt hafí verið að veiða sæmilega úr hafí verið frá 1984-85 og hafi horfíð af miðunum við Vestur-Grænland um 1990. Nú sé líklega jafnlítið af þorski á þessu svæði og var um síðustu aldamót. Færeyski þorskstofninn í lágmarki H. Jákupsstovu, frá Fiskrann- sóknastofu Færeyja, fjallaði um sveiflur í færeyska þorskstofninum og sagði að þrátt fyrir mikla sókn í stofninn mestan hluta aldarinnar hafí afli verið tiltölulega stöðugur eða frá 20-40 þúsund tonn. Framan af hafí þessi stöðugleiki borið styrk- leika stofnsins vitni og endurspeglað heppilegar umhverfisaðstæður en einnig bendi margt til þess að veitt' Vandræði á veiðislóð Þorskveiðar við austurströnd Kanada skoðaðar í sögulegu ijósi Kenningar um hrunið Bent er á ofveiði, göngur af svæðum, loftslag, slæm fæðuskilyrði, seli ,.| og aðrar afætur. Banda- ríkin ~-/s\>4S Í4R> St.Lawrenci / Nýfundna- flái land 4T Kxr^x /H \3Pn ^ \ ? Í'”\3PS ! x 30 Veiðisvæði Sögulegt meoatta 1> Kvótinn 1992 Kvotinn 1993 Kvotasapá 1994 2 J, 3KL Norðurslóð 278.000 44.00021 - Veiðibann - 3NO Stóribanki3) 75.000 10.200 10.200 6.000 3Ps Kanada/Frakkl. 49.000 21 44.000 20.000 6.000 3Pn-4RS Norðurflóinn 79.000 35.000 31.000 20.000 4TVn Suðurflóinn 56.000 43.000 13.000 8.000 4VsW A-Nova Scotia 52.000 35.000 11.000 2.500 4X V-Nova Scotia 21.000 20.000 26.000 7.000 5Z Georgesbanki3) 17.000 15.000 15.000 2.000 1) Byggt á 30-40 ára veiðitímabili og tekur með afla erlendra skipa fram til ársins 1977 að efnahagslögsagan varfaerð út í 200 sjómílur. 2) Veiðibannið var sett á i júlí 1992 3) Að auki veiðar utan efnahagslögsögu hafí verið úr honum af skynsemi. Á síðustu árum hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina og hafa stofninn og afli úr honum náð áður óþekktu lág- marki. Helstu orsakir þess telur Já- kupsstovu vera gegndarlausa of- veiði, slaka nýliðun og verri árganga en áður. Þorskstofninn á uppleið i Barentshafi Þorskstofninn í Barentshafí er lík- lega sá stærsti í heimi. Mikið hrun varð í stofninum á síðasta áratug en þá varð hahn minni en milljón tonn en hafði verið 4-5 milljónir tonna á sjötta áratugnum. Á ráð- stefnunni hélt Odd Nakken, for- stöðumaður norsku Hafrannsókna- stofnunarinnar, erindi um stofninn og er skoðun hans sú að gegndar- laus ofveiði hafí átt mesta sök’ á hruni hans. Nakken telur að veðurf- ar hafí einnig nokkur áhrif á nýliðun þorsksins auk veiða annarra dýra- tegunda á honum. Mjög var dregið úr sókn í stofninn með samkomulagi Rússa og Norðmanna frá árinu 1989 og hefur hann rétt nokkuð úr kútn- um síðan. Lögmæti fjárútláta Sjálfstæðismanna Aðalregla að leit- að sé samþykkis I SVARI borgarendurskoðunar við fyrirspurn um hvort löglega hafi verið staði að fjárútlátum vegna hugmynda Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu, segir að aðalreglan sé sú að leitað sé samþykkis sveitar- stjórnar áður en til fjárútláta komi. reikninginn til borgarstjóðs." Samþykki sveitastjórnar I svari borgarendurskoðenda er vísað til Sveitarstjórnarlaga þar sem segir að:, „Til útgjalda, sem ekki eru lögbundin, samningsbundin eða leið- ir af fyrri samþykkt sveitarstjórnar, má ekki stofna nema til komi sam- þykki sveitarstjórnar." Bent er á að aðalreglan sé sú, að leitað sé sam- þykkis sveitarstjórna áður en til fjár- útláta kemur. Miðað við orðalag greinarinnar um lögmæti fjárútláta, hefur hins vegar verið litið svo á að slíkt sé heimilt ef tryggt þyki að til komi samþykki sveitarstjórnar. l RÚMFATA Í Skeifunni 13 Auðbrekku3 Norðurtanga 3 ( rReykjavík Kópavogi Akureyri 1(91)68 74 99 (91)4 04 60 (96)2 66 62

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.