Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 Iþróttadrykkur sem bætir vökvatap VERÐKÖNNUN VIKUNNAR Vero VÍFILFELL hefur nú hafið markaðssetningu á nýjum „íþrótta- og heilsudrykk án kolsýru hér á landi. Drykkur þessi, sem heitir Aquarius, hefur verið í langri og ýtarlegri þróun hjá Coca Cola Company. Hann hefur náð miklum og hröðum vinsældum erlend- is og má nefna að hann er nú þegar orðin vinsælasti íþróttadrykk- urinn á Spáni, segir í fréttatilkynningu frá Vífilfelli hf. „Aquarius er bragðgóður og frískandi drykkur án kolsýru, sem ekki aðeins slekkur þorsta heldur endurnýjar orku í líkamanum eftir góða líkamshreyfingu. Líkaminn verður fyrir vökvamissi meðan á þjálfun stendur eða annarri áreynslu og með vökvatapinu miss- ir líkaminn mikilvæg sölt og stein- efni. Aquarius bætir upp vökvamiss- inn og færir líkamanum aftur þau nauðsynlegu efni, sem hann þarf, segir ennfremur." I Þýskalandí hefur sala á Aquar- ius aukist um 155% á einu ári auk þess sem hann hefur hlotið miklar vinsældir í Japan og Kóreu. Drykk- urinn fæst í íþróttamiðstöðvum, heilsuræktarstöðvum, íþróttaleik- vöngum, matvöruverslunum, sölu- tumum og bensínstöðvum í 330 ml. dósum um land allt og inniheld- ur vatn, sykur, sítrónusýru, natr- íumsítrat, kaliumfosfat, kalsium- fosfat, þráavamarefni, bragðefni, bindiefni og salt. m 5 - Heilsudrykkur ón kolsýru. - Aquarius hefur verið í langri og ýtarlegri þróun hjá Coca Cola Company. Moda opnar verslun fyrir herra Sportlegur fatnaður frá Jack og Jones. MARGRÉT Jónsdóttir eigandi Vero Moda hyggst opna herrafataverslun í Kringlunni 2. september næstkomandi. Fatnaðurinn er frá Jack & Jones sem er dótturfyrirtæki Best Seller eins og Vero Moda. Að sögn Margrétar verður til sölu sportlegur herrafatnaður, peysur, buxur, bolir og jakkar auk nærfatnaðar og skótaus. „Við munum leggja áherslu á góðar vörur á góðu verði, eins og í Vero Moda-búðunum. Það hefur staðið til í nokkra mánuði að opna herrafataverslun en .ég var að leita að húsnæði." Eitt af dótturfyrirtækjum Best Seller framleiðir barnafatnað í sama anda og Vero Moda og Jack & Jones, en Margrét kvaðst ekki hafa hug á að bæta bamafata- deild við. Alla vega ekki að sinni. Hvað kostar áleggið? Skinka kr./kg Ymsar skinku- adpppppE tegundir Hangiálegg Malakoff Rúllupylsa kr./kg kr./kg kr./kg kr./kg Spægi- pylsa kr./kg 1 Höfn, Selfossi 1.339 SKINKUPYLSA 2.671 953 1.644 Ali 1.992 1.064 SKINKUPYLSA 1.079 1.452 1.840 ísienskt/ franskt eldhús 1.971 TILBOÐ* 2.467 TILBOÐ" 1.080 1.733 2.114 Borgarnes KB 1.735 1.298 BRAUÐSKINKA 2.536 1.197 1.298 1.874 Bautinn, Akureyri 1.305 SKÓLASKINKA 2.761 1.078 1.648 1.764 KARO 2.017 1.295 BRAUÐSKINKA 2.141 1.581 Meistarinn 2.204 1.499 BRAUÐSKINKA 2.569 1.688 1.960 SS 2.248 1.892 BRAUÐSKINKA 2.687 1.148 1.698 1.785 Goði 1.695 1.782 SKÓLASKINKA 2.781 1.262 1.809 1.915 Búrfell 1.690 1.299 1.299 ‘Kostar venjulega 2.319 kn/kg "Kostar venjulega 2.742 kr./kg Kjötálegg í úrvali, en verðið eins og frumskógur VERÐ á skinku reyndist vera á bilinu 847-3.129 krónur í skyndiverð- könnun sem Daglegt líf gerði fyrr í vikunni. Ömmuskinka frá Kjarna- fæði í tiltölulega stórum pakkningum var ódýrust og Bayonskinka frá íslensk-franska eldhúsinu dýrust. Skinka frá Búrfelli er einnig með þeim ódýrari og kostar kilóið af Heimilisskinku þaðan 999 kr. en í henni er folalda-og kindakjöt. í Ömmuskinku er jafnframt folaldakjöt. í meðfylgjandi töflu og vitaskuld er ekki tekið tillit til gæða. Tekið var mið af áleggi sem selt er í bréfum en í mörgum tilfellum er unnt að fá ódýrara álegg með því að kaupa stærri pakkningar. Gæðamunur kemur að einhveiju leyti fram í innihaldslýsingu frá framleiðendum en Jóhannes Gunn- arsson formaður Neytendasamtak- anna telur „óþolandi að gerólíkar vörur skuli vera seldar undir heitinu skinka.“ Rannsóknir hafí t.d. sýnt að vatns-og fituhiutfall sé afar mis- munandi og brýnt að unnar kjötvör- ur séu skilgreindar nánar svo fólk viti hvað það er að kaupa. Sem stendur virðist eina raun- hæfa leiðin til að átta sig á muninum vera sú að bragða á öllum tegundum og skrá hjá sér athugasemdir. Sam- rmgo Á v\. ;1 _a 1 »' • ' V4" ^ r\. \ V Áður Eik Beyki Mahony Eik fulning Verðdæmi: Nú stgr. 26.951 kr 27.320 kr 22.887 kr 49.856 kr MMfkf l9áe\W 'netftHHí Einnig takmarkað magn af /U,S§5@ utlitsgölluðum hurðum á hálfvirði ÁRMÚLA 8-10, SÍMI 81 28 88 Fullkom...inn ringo Gæðastimpill fyrir innihurðir kvæmt upplýsingum Daglegs lífs hafa Hollustuvernd, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins og kjöt- vinnslufyrirtæki innan Félags is- lenskra iðnrekenda undirbúið reglur um flokkun á unnum kjötvörum um nokkurt skeið. Blaðið hefur heimild- ir fyrir því að drög að reglum hafi verið tilbúnar fyrir tveimur árum enda segist Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum orðinn langeygur eftir þessum reglum. Ekki mun enn vera ljóst hvemig t.d. skinka verður flokkuð, en nokkuð víst að þegar reglumar taka gildi verði ekki allt selt sem skinka sem nú er leyfilegt að kalla skinku. Farið var í Hagkaup í Kringlunni og úrval af áleggi kannað þar, því oftast er ekki um að ræða verðmun milli verslana. Þó gefur Bónus ávallt afslátt af merktu verði við kassann. Ekki er greint frá öllum tegundum Ódýr sklnka var dýrari Blaðamenn Daglegs lífs sannreyndu í þessari ferð að sannarlega þurfa neytendur að hafa augun opin. í áleggsborðinu lágu skinkupakkar frá Karó í tveimur mismunandi stærðum. Sá stærri var um 600 g að þyngd og hinn minni um helm- ingi léttari. A stærri pakkan var límd gul stjarna með áletruninni „ódýrt“. Kílóverð á „ódým“ skinkunni var 1.449 kr. en á hinni 1.296. Verslunarstjóri sagði að lægra verðið væri rétt og mistök hefðu augljóslega átt sér stað við verð- merkingu hjá framleiðanda. Daglegt líf hafði samband við Karó þar sem verðmunurinn var skýrður með mannlegum mistökum starfsfólks. BT/SP/VÞJ mi BOKUR með berjum SAMKVÆMT öllu eðlilegu stend- ur beijatíminn nú sem hæst. Hinsvegar hefur veðurfarið síð- ur en svo stuðlað að góðri berja- sprettu á Norður- og Austurlandi í sumar þar sem undir venjuleg- um kringumstæðum er að finna ein gjöfulustu berjamið landsins. JJJJ Berjasprettan er með öðrum ■ orðum í algjöru lágmarki í ár, ír en ef svö ólíklega vill til að 55 einhvers staðar leynist blátt 05 berjalyng, er ekki úr vegi að láta fylgja uppskriftir af fljót- legum beijabökum. Gefist menn hinsvegar alveg upp á berjaleitinni, má alltaf grípa til þess að nota ferska ávexti í staðinn fyrir berinn. Jafn- framt má kaupa innflutt bláber í verslunum. Bláberjabaka I. Smjördeig: 100 g smjörvi 1 msk. sykur 150 g hveiti 2 eggjarauður II. Næst: 3-4 bollar blóber

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.