Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 21 um leyfi til að flytja inn rjúpur og hreindýrakjöt PÉTUR Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs, hefur í hyggju að sækja um leyfi til innflutnings á rjúpum og hrein- dýrakjöti fyrir komandi jólavertíð. 2 „Ég hef ekki trú á að rjúpurn- ar hækki mikið í ár miðað við fyrra ár, en þá kostuðu rjúp- umar í innkaupum frá 450 SS krónum og allt upp í 900 ^4 krónur sem á náttúrulega ■ ekki að þekkjast. Auðvitað má þessi matur vera dýr, en hann má aldrei vera það dýr að ekki hafi allir efni á honum. Það hefur sýnt sig að dregið hefur allverulega úr sölu á ijúpu sl. tvö ár, einfaldlega vegna þess að venjulegum neytendum er ekki gert kleift að kaupa hana,“ segir Pétur. 350 kr. í innkaupum Ef leyfið verður veitt, hyggst Pétur flytja ijúp- ur inn frá Rússlandi, nánar tiltekið af Kola- skaganum. „Rjúpur það- an eru af sama stofni og þær ijúpur, sem við veiðum hér. Rjúpnavið- skiptin fara yfirleitt fram í gegnum umboðs- skrifstofur í Svíþjóð og hef ég fengið það stað- fest að hingað komin innflutt ijúpa muni kosta í innkaupum 350 krónur. í útsölu myndi sú ijúpa kosta um 540 krónur.“ Helmingsverðlækkun Jafnhliða ætlar Pétur að sækja um leyfi fyrir innflutningi á hrein- dýrakjöti og áætlar hann að hrein- dýralærið komi til með að kosta í útsölu svipað og t.d. íslenskt lambalæri, eða innan við 1.000 krónur kílóið. Samkvæmt því myndi verð á hreindýrakjöti nást niður um helming, en hreindýra- læri kostar nú um 2.000 krónur kg út úr búð. „Ég get keypt hreindýrakjöt frá Grænlandi, þar sem dýrin ganga á einum hreinasta og ómengaðasta bletti jarðarinnar auk þess sem þar Flugbann á fiðurfénað Pétur segist ekki geta ímyndað sér að villtur fugl frá Rússlandi eigi að geta brotið í bága við íslensk búvörulög. „Ef svo væri, þyrftum við að setja flugbann á allan þann fiðurfénað, sem flýgur landa á milli. Það gefur augaleið. Með innflutningnum yrði einnig fundin lausn, sem mælir með frið- un ijúpnastofnsins hér á landi upp að vissu marki, eins og reyndar fyrrum umhverfisráðherra og fleiri góðir menn vildu á sínum tíma. Innflutningur á ijúpum kæmi ekki neinum í koll. Fyrst og fremst kæmi hann neytendum til góða. Vara má aldrei vera það dýr að ekki sé hægt að selja hana.“ lólamaturinn - Pétur Pétursson, kaup- maður, segir að innflutningur á ijúpum og hreindýrakjöti ætti að koma almennum neytendum til góða í lægra vöruverði auk þess sem sem góð lausn fengist fyrir frið- un upp að vissu marki. býr m.a. íslenskur hreindýrabóndi, sem selt hefur mikið af hreindýra- kjöti til annarra Evrópulanda. Mun meira eftirlit er haft með slátrun hreindýra á Grænlandi en á íslandi. Á Grænlandi eru hrein- dýrin leidd til slátrunar, en ekki skotin á færi uppi í fjöllum og síð- an dregin niður í byggð til að fá skrokkana stimplaða, eins og tíðk- ast hér. Grænlenska afurðin ætti því að vera mun hreinni en sú ís- lenska,“ segir kaupmaðurinn við Austurstæti að lokum. ■ JI Bláber Innflutt bláber má kaupa í versl unum ef menn gefast upp á berja leitinni hér heima í ár. Morgunblaðið/Kristinn III. Ai lokum: 1 dlsykur 4-5 eggjahvítur 3 msk. hveiti 4 msk. sykur 1 tsk. lyftiduft Allt það, sem á að fara í smjör- deigið, sett í hrærivél og hrært vel. Deigið sett í eld'fast mót. Bláberin sett ofan á deigið. Eggjahvítur og sykur stífþeytt og sett ofan á berin. Bakað í 20-30 mínútur við 180 gráður á celcíus. Borið fram með ís. Fylling: 1 -2 flysjuö epli 20Ö g bláber, eða aðrir ferskir ávextir Fljótleg berjakaka Epli og ber sett í botninn á smurðu eldföstu móti. Deig hrært vel saman og hellt yfir. Kanelsykri stráð yfir. Bakað í ofni við 180-200 gráður á celsíus í 30-40 mínútur. Þeyttur ijómi eða mjúkís borinn fram með kökunni. ■ JI 2egg SSP Kí MEISTAEINN RJÓMALÖGUÐ LIFRARKÆFA AÐUR 406,- ISLENSKT BLÓMKÁL MS KOKÓMJÓLK 250 ml ISLENSKT KÍNAKÁL MYLLU HEBLHVEITI BRAUÐ SKORIÐ FLORIDANA APPELSÍNU- OG EPLASAFI 3x200 ml AÐIJR 144,- HAGKAUP gœöi úrval þjó**’zlu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.