Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
h
Heyrnartæki
sem hægt er að festa
á eyrnalokka fæst nú í Danmörku
ÞEIR Islendingar sem nota heyrnartæki
skipta þúsundum og hafa tækin tekið
örum breytingum á undanförnum árum.
Nýlega greindi Berlingske Tidende frá
nýjum heyrnartækjum, sem sérstaklega
eru hönnuð með konur í huga.
Ekki hefur verið rætt um inn-
flutning þessara tækja tii íslands
að sögn Jóns Erlings Jónssonar hjá
Heyrnar- og talmeinastöð íslands,
en að sögn hans eru aðallega tvær
gerðir heyrnartækja notaðar hér á
landi. Annars vegar heyrnartæki
sem hangir bak við eyrað og hins
vegar minna tæki sem komið er
fyrir í hlustinni fyrir vægari heym-
ardeyfu.
Greint er frá því í danska blaðinu
að hin nýju heymartæki séu lítil,
um 1,5 sentímetri að stærð og kom-
ist auðveldlega fyrir í hlustinni.
Tækið' er fest við eyrnalokk sem
getur verið misjafn í laginu og úr
ólíku efni. Sérstök festing gerir
mögulegt að skipta um eymalokka
til tilbreytingar.
Framleiddir hafa verið eyma-
lokkar úr gulli sem kosta rúmlega
100 þúsund íslenskar krónur, en
einnig ódýrari gerðir úr silfri og
plasti auk gull- og silfurhúðaðra
lokka. Þeir ódýmstu kosta rúmlega
2.000 ísl. krónur skv. Berlingske
Tidende og eru þeir seldir hjá eyma-
Festá
eyrnalokkinn
Heyrnartækið er fest
á eyrnalokk með sér-
stakri klemmu. Hægt er að eiga
nokkra eyrnalokka til skiptanna
og festa á heyrnartækið. Erfitt
er að sjá heyrnartækið þegar
búið er að festa eymalokk á það.
deild ríkisspítalans. Að sögn Steens
Olsen hjá deildinni henta nýju tæk-
in þeim best sem ekki em alvarlega
heyrnarskertir, eða upp að 50-70
desíbelum. Til viðbótar útgjalda
vegna eyrnalokka, þurfa heymar-
skertir sem kjósa þessi tæki að reiða
fram tæplega 60 þúsund ísl. krónur
fyrir eitt par af heyrnartækjum.
Kökuskreyting,
sósugerð og vínsmökkun
MATREIÐSLUKLÚBBUR Almenna bókafélagsins hf. hefur verið
starfræktur frá því i mars sl. og telur nú um 4.500 félaga. Einu sinni
í mánuði kemur út matreiðslubók á vegum klúbbsins og í tengslum
við útgáfuna er haldið námskeið. í september verður t.d. námskeið
í sósugerð og í sama mánuði verður ferðast um landið með köku-
skreytingarnámskeið undir leiðsögn Lindu Vestmann.
Andri Þór Guðmundsson hjá AB
segir kökuskreytingamámskeiðið
hafi verið haldið áður á vegum AB
og alltaf hafí verið upppantað á það.
f október verða svo vínsmökkun-
amámskeið á vegum Barkar Aðal-
steinssonar og Einars Thoroddsen
bæði fyrir byijendur og þjálfaðari.
Boðið verður upp á pastanámskeið
en AB mun gefa út bók um pasta-
rétti í október. Fyrir jólin verður
gefin út bók um smákökur og haldið
námskeið í sambandi við hana. Með
öllum bókunum er fylgirit, sem tekið
er saman af Sigurði Hall matreiðslu-
meistara.
Rúmlega tíu veitingahús bjóða
félögum í matreiðsluklúbbi AB 15%
afslátt af heildarupphæðinni, sem
keypt er fyrir. Mánaðarlega bætist
eitt nýtt veitingahús í hópinn. Klúbb-
félagar ero einnig virkir í að fylla
út gæðakönnunarkort, sem þeir fylla
út eftir hvert skipti, sem þeir hafa
farið út að borða á veitingastað.
Mánaðargjald í matreiðsluklúbbi
AB er 1290 kr. ef greitt er með
greiðslukorti en 1440 kr. annars.
Inni í þessu gjaldi er mánaðarlega
bókin, fylgiritið, heimsendingar-
kostnaður og fleira. ■
Hverju vilja foreldrar
eyða í töskur og pennaveski?
UM síðustu helgi keyptu
foreldrar þriggja barna
skólatöskur, pennaveski og
smádót eins og blýanta og
strokleður fyrir krakkana
og borguðu innan við þrjú
þúsund krónur fyrir allt
saman. Það er líklega
óvenjulegt verð og þurfi
foreldrar að kaupa skóla-
töskur fyrir þrjú börn er
miklu líklegra að upphæð-
in nemi tuttugu þúsundum.
í rúmlega 6.000.
Hinar eiginlegu Sco-
ut-töskur kosta ná-
lægt 7.000 krónum.
Pennaveskl á 95
krónureAa 1.200?
gjJ Síðastliðinn föstudag var
haldin mikil útsala á
ggi göngum Kringlunnar og
•q meðal annars bauð Penninn
þar ódýrar skólatöskur og
S pennaveski. Hjón sem voru
| að kaupa fyrir tvö til þrjú
böm keyptu Benetton-skóla-
tösku, einn skólabakpoka
með myndum á af Mario
Bros úr Nintendó og aðra
tösku sem merkt var einhveijum
fígúrum. Þau kipptu með sér
tveímur svörtum nælontöskum
líka sem nýtast vel sem leikfimit-
öskur. Þá keyptu þau tíu
stílabækur og fjórar pakkningar
með Dracula-pennaveski, yddara,
blýanti, reglustiku og minnisbók
í. Alls borguðu hjónin 1.500 krón-
ur fyrir þijár skólatöskur, 500
fyrir báðar leikfímitöskumar, 150
krónur fyrir tíu stílabækur og 200
fyrir Dracula-pakkningarnar.
Þetta gerðu 2.350 krónur. Það
verður þó að segjast eins og er
að ekki var mikið lagt í umrædda
Nintendó-tösku, sem var þunnur
nælonpoki.
Meðalverðlð er frá 4.000 og
upp f 6.000
Skólatöskur eru á misjöfnu
Misjaf nt verð ó
skólatöskum
Gæði skólataska eru eins misjöfn
og úrvalið er mikið og verðið
sömuleiðis allt frá þúsund krón-
um og upp úr. Dýrustu töskurn-
ar kosta hátt á annan tug þús-
unda og eru þær frekar ætlaðar
framhaldsskólanemum heldur
en grunnskólakrökkum.
verði núna og hægt að fá þær á
nálægt þúsund krónur og upp úr.
Þær töskur sem kosta á annan
tug þúsunda era frekar fyrir
menntaskólakrakka en grann-
skólanema. Það má segja að með-
alverðið á töskum fyrir bömin sé
frá þijú og upp í sex þúsund krón-
ur. Oftast ræður úrslitum um
verðið gæðamunur og sumar
töskurnar eru með styrkingu í
baki, auka vösum eða hólfum,
fóðraðar eða bólstraðar.
Vinsælustu skólatöskumar
fyrir þá sem eru að byrja í skóla
hafa verið harðar Scout-töskur.
Nú era komnar eftirlíkingar af
þeim töskum og þær era aðeins
ódýrari þ.e.a.s. frá 4.000 og upp
Pennaveski er hægt að fá frá
95 krónum í Hagkaup en yfirleitt
eru hirslur fyrir smádótið á bilinu
frá tvö hundruð og upp í hátt á
annað þúsund. Oft er gæðamun
að ræða en einnig er varan oft
verðlögð eftir vinsældum sbr. það
skóladót sem merkt er körfu-
boltaliðum og risaeðlum.
Skóladót á raðgrelðslum
Skólafatnaður er til í miklu
úrvali og á misjöfnu verði. Verðið
stendur yfirleitt í stað frá í fyrra
en hefur þó líka lækkað sums-
staðar. Forráðamenn barna geta
þessvegna gert reyfarakaup gefi
þeir sér tíma til að spá í kaupin.
En það er auðvelt að sjá á eftir
mörgum þúsundköllum í skóladót
og jafnvel tugum þúsunda sé
fatnaður talinn með. Það era
margir sem keppa um þessi við-
skipti og nú býður Hagkaup við-
skiptavinum sínum vaxtalaus kjör
á Euro eða Visa ef keypt er sér-
vara fyrir meira en 25.000 krón-
ur. Tilboð þetta gildir til 25. sept-
ember. Upphæðin er sett á rað-
greiðslur, ekkert er borgað fyrsta
mánuðinn og síðan dreifast
greiðslurnar á fjóra mánuði. ■
grg
HELGARTIIBODIN
Hagkaup
Rjómalöguð lifrakæfa..........289
íslenskt blómkál.........109 kr. kg
íslenskt hvítkál..........49 kr. kg
íslenskt kínakál..........65 kr. kg
Myllu heilhveitibrauð, niðursneidd
..............................79 kr.
Kellogg’s Com Pops, 375 g..179 kr.
MS Floridana appelsínu- og epla-
safí, 3x200 ml..............99 kr.
MS Kókómjólk, 250 ml........35 kr.
Næstu helgar verða kynningar í
verslunum Hagkaupa á morgun-
mat, áleggi, brauði og ýmsum vör-
um, sem tengjast mataræði og nesti
skólabama.
Bónus
Kökubotnar....................49 kr.
Emmess Egils ísnálar.........267 kr.
Frón Cafe Noir................69 kr.
Ali lifrakæfa, gróf og fín...497 kr.
B&K ferskjur..................79 kr.
Gull kaffí, 500 g............159 kr.
Pizzaland pizza, 9 tommu.....165 kr.
Bónus minnir ennfremur á 5% af-
slátt af öllum vigtuðum ostum.
F&A
Jaffa appelsínuþykkni, 3 lítrar
........................280 kr.
Machintosh, 2kgdós........1.750 kr.
Goldberry blandaðir ávextir, 820 g
...........................137 kr.
Idum tómatsósa, 540 g........87 kr.
Elitesse kex, 40 stk........555 kr.
Hapdklæði, 50 x 90 cm......181 kr.
Veittur er 4% staðgreiðsluafsláttur
af ofantöldum verðum í F & A.
Fjarðarkaup
Sunquick með brúsa.........329 kr.
Kókómjólk, 18femur..........644 kr.
Óhreinsuð svið..........196 kr. kg
Hreinsuðsvið............296 kr. kg
Lambalifur..............199 kr. kg
Lambahjörtu.............199 kr. kg
Hvítvíns- og rósavínslegin lamba-
læri, hálfúrbeinuð......845 kr. kg
Grillsagaðir lambaframpartar
........................398 kr. kg
Heilhveiti- og bóndabrauð,
niðursneidd.............98 kr. stk.
Ferskarperar.............79 kr. kg
Grænvínber..............149 kr. kg
Kjöt og flskur
Rauðvínslegið lambalæri .699 kr. kg
Kindabjúgu..............390 kr. kg
Svikin héri.............298 kr. kg
Hafragijón, 1 kg.............59 kr.
WC-pappír, 8 rúllur.........149 kr.
Marmelade, 4 teg.............88 kr.
Kaffí, 500 g..............179 kr.
Kjöt og fískur minnir á grænmet-
istilboð alla fímmtudaga.
Nóatún
Lambalifur..............199 kr. kg
Lambaþjörtu.............199 kr. kg
Lambanýra...............99 kr. kg
Hrossabjúgu............372 kr. kg
Bacon sparipakki.......786 kr. kg
Saltkjöt III fl........324 kr. kg
Saltaðarlambasíður.....199 kr. kg
Kínakál.................99 kr. kg
Londonlamb.............799 kr. kg
Lambahryggir...........588 kr. kg
Lambalæri.,............599 kr. kg
Marylandkex, 150 g..........79 kr.
Kantolan tekex, 200 g.......39 kr.
Jarðarbeijagrautur, 1 lítri.129 kr.
Prik þvottaefni, 70 dl.....299 kr.
Maling aspas, 430 g.........59 kr.
FiberKostmúsli, 375 g......185 kr.
Fiber Kost hunangsmúsli, 500 g
.........................216 kr.
Garðakaup
í Garðakaupum hefur verð á yfír 100
vörategundum verið lækkað og verða
þær á tilboðspöllum í viku. Meðal
þess era eftirfarandi vörategundir:
Pasta-og pizzasósur......frá 69 kr.
Pasta og spaghetti........frá 69 kr.
Niðursoðnir ávextir.....frá 62 kr.
Niðursoðið grænmeti.....frá 32 kr.
Bleiur.................frá 375 kr.
Matarolíur..............frá 96 kr.
Eldhúsrúllur............frá 69 kr.
Súpurídósum.............frá 41 kr.
Höfn-Þríhyrnlngur,
Selfossl og Hellu
Versluninni Höfn á Selfossi hefur
verið breytt, auk þess sem opnunar-
tími er nú frá 10-22. Þá hefur verð
á yfír 1.800 vöranúmerum verið
lækkað. Meðal vikutilboða í verslun-
inni eru:
Frón mjólkurkex..............121 kr.
McVitie’s Digestive kex......112 kr.
Hob nobs plain kex...........123 kr.
Nesquick, 400 g..............214 kr.
Findus marmeðlaði, 400 g.....116 kr.
Doleananas....................37 kr.
Ariel ultra, 2,8 kg..........815 kr.
Auk vikutilboðanna era helgartilboð
á grillkjöti írá Kjötvinnslu Hafnar.
Matvörumarkaðurinn
Akureyri
Kindabjúgu..............398 kr. kg
Ömmusperlar..............398 kr. kg
Hrossasperlar............225 kr. kg
Pizzur......................298 kr.
Einars heilhveiti-samlokubrauð
.......................... 99 kr.
Einars massarínukaka........199 kg.
Nautahakk...............699 kr. kg
Nautagúllas.............898 kr. kg
Nautafillet...........1.398 kr. kg
Nautasnitsel..........1.298 kr. kg
Tilboð
á Valhöll
allan september
HÓTEL Valhöll á Þingvöllum
býður gestum og gangandi upp
á sérstaka tilboðspakka, sem
gilda út septembermánuð eða
þangað tU hótelið lokar fyrir
veturinn.
Hótelið hefur yfír að ráða 29
herbergjum, þar af 27 tveggja
manna og tveimur eins manns.
Boðið er nú upp á þriggja rétta
kvöldverð, morgunvérð og gistingu
í eina nótt á 4.950 kr. á manninn
í tvíbýli. Tvær nætur, kvöldverður
og morgunmatur er á 7.900 kr.,
og ef dvalið er í þijár nætur í Þing-
vallasveitinni kostar pakkinn 8.850
á manninn 5 tvíbýli.
Þá er í boði hópafsláttur af.þessu
verði. Þannig myndi 10 manna hóp-
ur fá 15% afslátt af fyrrgreindu
verði. Tuttugu manna hópur fengi
25% afslátt og 30 einstaklingar í
hóp fengju 30% afslátt. ■
i
.
>
I
I
h