Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 Saudi-Arabar sagðir eyða um efni fram Mótmæla fréttumum fjármála- óreiðu London. Reuter. YFIRVÖLD í Saudi-Arabíu hafa mótmælt greinum í bandaríska dagblaðinu New York Times um saudi-arabísk efnahagsmál. Þar er sagt, að verulega hafi gengið á gjaldeyrisvarasjóði ríkisins vegna áralangrar óhófseyðslu í hergögn, styrki við nágrannaríkin og niðurgreiðslur innanlands. í greinunum í New York Times sagði, að þrátt fyrir gífurlegar tekjur af 'mestu olíulindum í heimi, hefðu ríkisútgjöld í Saudi-Arabíu verið meiri en þeim næmi enda stöðugur halli á fjárlögnm ríkisins í heilan áratug. Var vitnað í leynilega skýrslu Alþjóðagjáldeyrissjóðsins frá 1992 þar sem látnar væru í ljós miklar áhyggjur af þróuninni. Ollu þessar fréttir nokkurri ókyrrð á gjaldeyris- mörkuðum í arabaríkjum. í yfirlýsingu, sem Ghazi Algosa- ibi, sendiherra Saudi-Arabíu í Lond- on, birti í gær, segir, að greinamar gefí ekki rétta mynd af saudi-arab- ískum efnahagsmálum. Nefnir hann 10 atriði, sem mikilvæg séu fyrir rétt mat á efnahagslífínu en sleppt sé í New York T/mes-greinunum. Þar á meðal eru tölur yfír þjóðarfram- leiðslu; hagvöxt í olíuiðnaði og öðr- um; lækkun framfærsluvísitölunnar og aukin inn- og útlán í bönkum. ---------------- Barsebáck í g’ang- eft- ir viðgerð Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunbiaðsins. KJARNORKUVERIÐ í Barsebitck í Suður-Svíþjóð hefur fengpð rekstrarleyfi aftur, eftir að gert hefur verið við kælikerfi versins. I september var slökkt á kjama- kljúfunum, því í ljós hafði komið að kælikerfíð var óþétt. Eftir bráða- birgðaviðgerðir var aftur kveikt á kljúfunum eftir jól. Á sumrin eru kjúfamir ekki í gangi og sumarið var notað til varanlegra viðgerða á kæli- kerfí annars af tveimur kjamakljúf- um versins. Sækja mál gegn Serbum og Svartfellingum MÁLFLUTNINGUR hófst í gær fyrir Alþjóðadómstóln- morð, kerfísbundnar nauðganir og pyntingar í Bosníu. um í Haag í Hollandi í máli Bosníumanna á hendur í ræðustóli er Muhamed Sacirbey, einn af fulltrúum Serbum og Svartfellingum sem þeir saka um þjóðar- Bosníu. 18 herforingjar teknir af lífi í Norður-Kóreu Seoul. Reuter. ATJAN foringjar í her Norður-Kóreu hafa verið líflátnir vegna meintra áforma um að steypa Kim Il-sung forseta af stóli, að því er fréttastofan Yonhap í Suður-Kóreu skýrði frá I gær. Talsmaður norður-kóreska sendiráðsins í Peldng vís- aði fregninni á bug. Að sögn Yonhap hugðust for- ingjar í her Norður-Kóreu steypa Kim Il-sung og syni hans Kim Jong-il, í september í fyrra. Áform- in miðuðust við að taka forsetahöll- ina og aðrar stjórnarráðsbygging- ar með hersveitum sem lutu for- ystu foringjanna og handtaka feðgana. Á síðustu stundu hefði einn úr hópi samsærismanna svikið félaga sína og komið upp um áformin. Fréttastofan sagði að heimildar- menn hennar væru vel að sér um norður-kóresk málefni. Fyrrum foringi í landher Norður-Kóreu sem flýði nýverið til Suður-Kóreu sagði fréttamönnum í gær að hann hefði heyrt'úm misheppnað valda- rán í Pyongyang, höfuðborg Norð- ur-Kóreu, seint á síðasta ári. Hefðu a.m.k. 10 herforingjar verið teknir af lífí vegna þess. Geta skotið á herstöðvar Stjómvöld í Norður-Kóreu hafa lokið smíði tveggja af fjórum eld- flaugapöllum sem nota á til árása á bandarískar herstöðvar í Japan og Guam. Kom þetta fram á frétta- mannafundi sem flóttamaður frá Norður-Kóreu hélt í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, í fyrradag. Flóttamaðurinnn, Im Yong-son, . sem er þrítugur, segist hafa unnið í.fímm ár í byggingadeild varnar- málaráðuneytis Norður-Kóreu. Segist hann verið farinn að óttast um líf sitt eftir að hafa dreift bæklingum þar sem Kim Il-sung forseti og sonur hans Jong-il era fordæmdir. Þess vegna hafi hann flúið land. Im sagði að seint á síð- asta áratug hefðu N-Kóreumenn byijað að smíða ijóra neðanjarðar- eldflaugapalla. Þaðan ætti að vera hægt að skjóta langdrægum eld- flaugum á herstöðvar Bandaríkj- anna í Japan og Guam. Hundruð látist Hann sagði ennfremur frá því að hundrað verkfræðinga hefðu látist er kjamorkuofnar í rann- sóknastöðinni í Yongbyong vora teknir í sundur og fluttir á leyni- stað annars staðar í landinu. Stjómvöld í N-Kóreu hafa neitað að leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönn- um að skoða rannsóknastöðina en granur hefur leikið á að þar sé unnið að smíði kjamorkuvopna. Barist um fornfræga samgöngnmiðstöð í Herzegóvínu Bosníu-Króatar vilja gera Mostar að höfuðstað sínum London. The Daily Telegraph. ÁTÖKIN milli Bosníu-Króata og múslima í borginni Mostar hafa orðið til að slíta sundur friðinn milli þessara tveggja þjóðar- brota sem reyndar börðust hlið við hlið gegn Serbum. Króatar stefna nú að því að géra borgina að höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns á þeim svæðum sem þeir krefjast þegar Bosníu-Herzegóv- ínu verður skipt I þrennt. Áður en átökin hófust með hemaði Serba í landinu 1991 var íbúaijöldi Mostar um 120.000, þar af vora 35% múslimar, álíka margir Króatar og hinir flestir Serbar. Sókn Króata að undan- fömu veldur því að nú reyna um 50.000 múslimar að hjara á 15 ferkílómetra svæði á vesturbakka Neretva-fljóts sem skiptir Mostar í tvennt. Þetta eru hermenn stjómarinnar í Sarajevo og íbúar múslimaþorpa á bardagasvæðun- um sem flúið hafa heimili sín. Fólkið er sumt orðið máttvana af hungri og þreytu, einnig er skort- ur á lyijum og vatni. Menn reyna að laumast niður að Neretva til að fylla vatnsfötur með graggugu árvatninu en leyniskyttur era hvarvetna á kreiki. Múslimaher- mennimir gefast þó ekki upp. Meginástæðan fyrir þrákelkni þeirra er sú að þeim hefur tekist að opna aðdráttarleið yfír íjöllin til borgarinnar Jablanica þar sem stjómarher múslima er öflugur. Orkuverið í Jablanica Tangarhald múslima á Ja- blanica getur reynst örlagaríkt. Haldi Króatar áfram að reyna að leggja alla Mostar undir sig gera múslimar ef til vill alvöra úr þeirri hótun sinni að sprengja í loft upp stífluna við Jablanica. Orkuverið þar getur annað rafmagnsþörf mikils hluta strandhéraða Króat- íu, frá Dubrovnik til Split í norðri. Slíkt áfall gæti riðið stjórn Fran- jos Tudjmans forseta í Zagreb að fullu. Mostar er fomfræg borg í Herzegóvínu, um hana liggur mikilvæg samgönguleið frá strandhéraðunum til Sarajevo og miðhéraða landsins. Borgin var m.a. viðskiptamiðstöð er Tyrkir réðu ríkjum á Balkanskaga, síðar mikilvæg stjómstöð keisaradæmis Habsborgara. Þar er víðfræg brú sem Tyrkir reistu á 16. öld yfír Neretva og hefur staðist vel tímans tönn en nú mun hún vera ónothæf. Er Serbar hörfuðu frá austurbakkanum 1992 undan gagnsókn Króata og múslima var dómkirkja Rétttrúnaðarkirkjunn- ar brennd og tvær þekktar mosk- ur hafa einnig orðið fyrir miklu tjóni. Mercedes fækkar stjórnend- um mest ÞÝSKU bílaverksmiðjumar Mercedes-Benz AG hafa ákveð- ið að fækka starfsmönnum um 14.000 frá og með áramótum og endurskipuleggja starfsem- ina til þess að auka samkeppn- isfæmi. Starfsmönnum í fólks- bílaframleiðslu verður fækkað um 6,5%, í vörabílaverksmiðj- um um 11% en til viðbótar verð- ur mönnum í stjómunarstöðum hjá Mercedes fækkað um 30%. Attali til fyrri starfa í París JACQUES Attali er horfínn til fyrri starfa hjá franska stjórn- sýsludómstólnum en hann neyddist til að hætta starfí bankastjóra við Evrópubank- ann í London vegna umdeildrar stjómunar og sóunar fíármuna við frágang í höfuðstöðvum bankans. Afsögn ráð- herra hafnað í Rússlandi RÚSSNESKA stjómin hafnaði í gær afsagnarbeiðni Sergej Glazjevs utanríkisviðskiptaráð- herra en áminnti hann fyrir stjórnarhætti og gagnrýni á samráðherra. Glazjev sagði af sér sl. laugardag vegna óstjóm- ar í ráðuneyti hans. Hann er 32 ára og yngsti ráðherra í Rússlandi í heila öld. Risaeðlur í teiknimynd STEVEN Spielberg, bandarísk- ur leikstjóri verðlaunamyndar- innar Júragarðurinn (Jurassic Park), ætlar að yfírfæra sög- una í teiknimynd. Verða efnis- tökin þó mun mildari svo teikni- myndin “verði hæf til sýninga fyrir böm. Osoneyðum fækkar senn NORÐUR-amerískir veðurfars- fræðingar segja að magn óson- eyðandi efna í gufuhvolfinu muni ná hámarki fyrir aldamót og fara síðan dvínandi. Era það niðurstöður rannsókna sem þeir birtu í vísindaritinu Science í gær. Sameinast um geisladiska FJÖGUR rafeindafyrirtæki, Victor, Sony og Matsushita í Japan og Philips í Hollandi, sömdu í gær um staðlaðan geisladisk fyrir myndefni, kvik- myndir og kerjnsluefni. Gengur hann undir nafninu karaoke- diskurinn, verður 12 sentimetr- ar í þvermál og getur geymt 74 mínútur af myndefni. Stórgróði Murdochs HAGNAÐUR á rekstri fyrir- tækja í eigu Qölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs á nýliðnu reikningsári nam 579 milljón- um Bandaríkjadala en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækk- aði þó í verði þar sem búist hafði verið við milljarðs dollara hagnaði. Hagnaður fyrirtækj- anna í fyrra nam 336 milljónum dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.