Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
25
Michael Jackson kveðst
fómarlamb fjárkúgara
Los Angeles. Reuter.
ROKKSTJARNAN Michael Jackson sagðist í gær saklaus af
ásökunum um kynferðislega misnotkun 13 ára gamals pilts.
Hann sagðist vera fórnarlamb fólks sem reynt hefði að kúga
út úr sér 20 milljónir dollara og sagðist ánægður með að
málið varð opinbert því þar með væri fjárkúgunin úr sögunni.
Talsmenn Jacksons héldu ákaft
fram sakleysi stórstjörnunnar í
gær og sagðist hann sjálfur þess
fullviss að hann yrði hreinsaður
af áburðinum. Lögreglan í Los
Angeles hefur ekkert viljað segja
um málið annað en að staðfesta
að hafin væri rannsókn á meintu
hegningarlagabroti Jacksons.
Utvarpsstöðvar í Los Angeles
sögðu í gær að auðugur tannlækn-
ir í Beverly Hills, sem stæði í ill-
skeyttri deiiu við fyrrum konu sína
um forræði yfir 13 ára syni þeirra,
Jordan Chandler, hefði kært Jack-
son fyrir kynferðislega misnotkun
á syni sínum. Jackson og Chandler
hafa verið perluvinir og sá fyrr-
nefndi ausið piltinn dýrum gjöfum
og tekið hann og móður hans með
sér á ferðalögum.
Faðir Chandlers heldur því fram
að Jackson hafi ítrekað misnotað
piltinn kynferðislega á nokkura
Forsetakosnmgaslagur í Finnlandi
Engar sannan-
ír um spillingu
llclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
EKKERT hefur komið fram um, að Martti Ahtisaari, forseta-
frambjóðandi finnskra jafnaðarmanna, sé viðriðinn meint fjár-
málahneyksli í Wider-stofnuninni, sem starfrækt er í Helsinki
á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Það var Paavo Vayryn-
en, forsetaefni Miðflokksins, sem kom fram með þessar ásak-1
anir en við úttekt á stofnuninni kom ekkert misjafnt í ljós.
Málavextir voru þeir, að fyrir
nokkrum árum lék grunur á um
spillingu innan Wider-stofnunar-
innar eða að hún hefði þegið fé
utan við fjárlög ríkisins. Málið var
rannsakað meðal annars af hálfu
finnska utanríkisráðuneytisins.
Váyrynen, sem er fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, segir nú, að
Ahtisaari hafi reynt að gera lítið
úr þessum grunsemdum og segist
ekki geta útilokað, að hann hafi
átt fjárhagslegra hagsmuna að
gæta í málinu.
Finnskir fréttaskýrendur og
einnig Elisabeth Rehn, forsetaefni
Sænska þjóðarflokksins, hafa
harmað, að frambjóðendur til for-
mánaða tímabili. Krefst hann þess
að söngvaranum verði bannað að
hafa samband við Chandler en svo
mikil hefur vinátta þeirra verið að
þeir hafa talast við í síma allt að
fjórum sinnum á dag.
Móðir Chandlers sendi frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem hún
hafnaði því að eiga aðild að til-
raunum til að kúga fé af Jackson.
Sömuleiðis sagðist hún ekki vita
til þess að sonur sinn hefði verið
kynferðislega misnotaður og sagð-
ist hún slegin yfir ásökunum þess
efnis.
Vegna rannsóknar á málinu
gerði lögreglan í Los Angeles hús-
leit á búgarði Jacksons, Never-
land, norðvestur af borginni, og
íbúð hans í hverfinu Century City
í grennd við miðborgina. Lagði hún
hald á ýms gögn.
Ásakanirnar á hendur Michael
Jacksons hafa vakið athygli sakir
þess að hann er kunnur fyrir líkn-
arstörf í þágu barna, einkum al-
varlega sjúkra barna.
Reuter
Vinir?
MICHAEL Jackson (t.v.) og Jordan Chandler sem stórstjarnan er
sökuð um að hafa misnotað kynferðislega.
VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKAN
SACHS HÖQGDEYFAR
Ahtisaari
setaembættis skuli taka upp á
„skítkasti“ af þessu tagi. Ahtisaari
hefur hingað til verið langvinsæl-
astur allra frambjóðenda en kosn-
ingarnar verða upp úr næstu ára-
mótum.
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVIK
SíM1: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS
Angóla á líka
sína Sarajevo
Jóhannesarborg. Reuter.
STARFSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna segir að ástandið í
Angóla og þá einkum í borginni Cuito sé skelfilegt. Varlega
áætlað deyi þúsund manns daglega í borginni. Segir hún að
hér sé um að ræða hina gleymdu Sarajevo og vísar þannig
til ástandsins í höfuðborg Bosníu sem mikið hefur verið fjall-
að um í fjölmiðlum.
Mercedes Sayagues, sem er
háttsettur starfsmaður Matvæla-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir
að lítill áhugi sé á ástandinu í
Angóla þótt þar eigi sér stað mesti
harmleikur heimsins. Fulltrúi SÞ í
Angóla tók jafndjúpt í árinni fyrr
í vikunni og sagði hörmungarnar
í landinu meiri en í Sómalíu, Bosn-
íu og Kambódíu.
Landið hefur verið stríðshijáð í
u.þ.b. seytján ár. Stutt hlé varð á
átökum eftir friðarsamninga árið
1991 en eftir kosningar þar sem
UNITA-hreyfingin laut í lægra
haldi fór allt í bál og brand. UN-
ITA-skæruliðar ráða nú 70% lands-
ins en eitt helsta vígi stjórnarhers-
ins er í hinni umsetnu fjallaborg
Cuito. Sayagues lýsti hörmungun-
um á fréttamannafundi í Jóhannes-
arborg í gær. Hún sagði að foreldr-
ar sendu börn sín í burtu frá átaka-
svæðum og væru mörg þeirra glor-
soltin á vergangi. „Flokkar sol-
tinna barna hrekjast fram og til
baka og vita þau ekki hveijir for-
eldrar þeirrar eru né hvað þau
heita.“ Segir hún að ástandið eigi
eftir að versna þegar regntímabilið
hefst. Þá komi malarían og melt-
ingarsjúkdómar. Hætta sé á að þá
hrynji börnin niður eins og flugur.
Sayagues sagði að meira tjón
hefði verið unnið á mannvirkjum
í Angóla undanfarna níu mánuði
en í sextán ára borgarastríði sem
á undan fór. Talið er að tíu milljón
jarðsprengjur séu i landinu.
Matvælahjálp SÞ hefur boðað
neyðaraðstoð við Angóla en talið
er of hættulegt að koma íbúum
Cuito, sem er 600 km suðaustur
af höfuðborginni Luanda, til hjálp-
ar.
S E R H Æ F T
Skrifstofutækninám
HNITMIÐAÐRA
ÓDÝRARA
VANDAÐRA
STYTTRI NÁMSTÍMI
Verð á námskeið
er 4.956,-krónur
á mánuði!*
KENNSLUGREINAR:
- Windows gluggakerfl
- Word ritvinnsla íyrir Windows
- Excel töflureiknir
- Áætlanagerð
- Tölvufjarskipti
- Umbrotstækni
- Teikning og auglýsingar
- Bókfærsla - o.fl.
Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst
nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla
er lögð á notkun tölva í atvinnulífmu.
Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu.
Engrar undirbúningsmenntunar er kraflst.
Innritun fyrir haustönn er hafín.
Hringdu og fáðu sendan bækling
eða kíktu til okkar í kaffi.
Tölvuskóli Reykiaoíkur
BORGflRTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. lax 616696
•Skuldabréf i 20 mán. (19 afborganlr), vextir eru ekki innifaldir.