Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 26
26
MOKGUNBr.AtJttr-FlOTMTtJ'DAGUH 26. ÁGÚST'1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
27
JMtrflpjmM&Mi
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Rússar hóta Lit-
háum
Dregið hefur til tíðinda í sam-
skiptum Litháa og Rússa
síðustu dagana. Rússar stöðvuðu
óvænt brottflutning herliðs síns
frá Litháen og neita að ræða kröf-
ur um skaðabætur fyrir meira en
hálfrar aldar hemám. Sáttatónn
er þó í forseta Litháens, Algirdas
Brazauskas, sem kveðst bjartsýnn
á lausn déilunnar. „Við viljum
ekki kalt stríð við Rússa,“ sagði
forsetinn í fyrradag.
Sovétríkin hemámu Litháen,
Eistland og Lettland árið 1940 í
samræmi við leynisáttmála Hitlers
og Stalíns og vom löndin síðan
innlimuð í heimsveldi kommún-
ista. Ibúarnir þurftu að þola ótrú-
legar hremmingar og kúgun. Mik-
ill íjöldi þeirra var fluttur nauð-
ungarflutningum til Sovétríkj-
anna, þar sem þeir fórast í gúlag-
inu, en jafnframt var hafínn
skipulagður flutningur Rússa til
Eystrasaltsríkjanna til að tryggja
yfirráð þeirra þar. Lettland varð
verst úti í þessari tilraun sovét-
kommúnismans til að afmá þjóð-
ernisvitund íbúanna og tiyggja
þar rússnesk yfirráð um alla fram-
tíð. Nær helmingur íbúa Lettlands'
er af rússneskum upprana.
Við skyndilegt hran Sovétríkj-
anna árið 1991 breyttist staðan
og þá sannaðist rækilega, að
hálfrar aldar kúgun kommúnista
hafði ekki megnað að uppræta
þjóðernisást Eystrasaltsþjóðanna
eða kæfa frelsisþrá þeirra. Barátt-
an fyrir sjálfstæði ríkjanna fór í
fullan gang og lauk með sigri.
Ástandið var hins vegar ömurlegt
í þessum löndum, efnahagurinn í
rúst, sovéski herinn olli gífurleg-
um umhverfisspjöllum og síðast
en ekki síst var fjölmennur, rúss-
neskur her þar áfram. Eystra-
saltsþjóðimar hafa unnið að því
hörðum höndum að losna við her-
inn, en það hefur gengið brösu-
lega, þrátt fyrir mikinn alþjóðleg-
an þrýsting á Rússa.
Litháum hefur orðið mest
ágengt, en við hran Sovétríkjanna
var þar 30 þúsund manna her.
Nú munu um 2.500 rússneskir
hermenn eftir í landinu og átti
brottflutningi þeirra að vera lokið
31. ágúst næstkomandi. Það kom
því eins og þrama úr heiðskíra
lofti sl. sunnudag, þegar Moskvu-
stjómin tilkynnti, að ekki yrði
staðið við fyrirheit um brottflutn-
inginn heldur biði hann þess tíma
er Rússum sjálfum hentaði. Jafn-
framt vísaði rússneska utanríkis-
ráðuneytið á bug öllum kröfum
Litháa um skaðabætur vegna
hálfrar aldar hemáms. Því var og
lýst yfir, að yrðu rússneskir her-
menn eða fjölskyldur þeirra fyrir
aðkasti eða ögrun myndi rúss-
neska stjómin bregðast skjótt við
og af festu.
Tónninn í tilkynningu Moskvu-
stjómarinnar kom einnig á óvart,
því hann minnir mjög á hrokann
og hörkuna, sem Sovétstjómin
beitti fyrrum í samskiptum við
aðrar þjóðir, a.m.k. þær, sem hún
taldi sig hafa í fullu tré við. Menn
velta því fyrir sér, hvort um
stefnubreytingu sé að ræða í sam-
skiptum við næstu nágranna,
hugsanlega vegna átakanna við
harðlínumenn á rússneska þing-
inu. Bent er á, að rússneskir her-
foringjar styðji við bakið á göml-
um kommúnistum í nágrannaríkj-
um, allt frá Tadzhíkístan og Ge-
orgíu til Azerbajdzhan, í baráttu
þeirra við lýðræðisöflin og í
Moldavíu styðji þeir aðskilnaðar-
sinna, sem ógni fullveldi landsins.
í Úkraínu gera þeir kröfu til Krím-
skaga og fleiri landsvæða. Þeirri
skýringu hefur verið hreyft, að
Rússar vilji koma sér upp eins
konar öryggissvæði í þessum lönd-
um svipað og Sovétríkin höfðu í
fyrrum leppríkjum sínum.
Rússneska ríkisstjórnin ætlar
ef til vill að nota áframhaldandi
hersetu í Litháen til að þrýsta á
þarlend stjórnvöld um eftirgjöf á
einhveijum sviðum, t.d. að fallið
verði frá kröfunni um skaðabætur
fyrir hernámið. Rússar hafa alfar-
ið neitað að greiða bætur vegna
framferðis kommúnistastjómar-
innar og segja, að engir hafi þurft
að líða jafnmikið af hennar völd-
um og Rússar sjálfir. „Það er
engu líkara, en að Rússland hafi
endurfæðst sem saklaust bam við
hran Sovétríkjanna," segir Júríj
Lúík, eistneskur ráðherra, í ný-
legri blaðagrein.
í samræmi við þessa afstöðu
féllust Rússar á, að greiða Lit-
háum bætur vegna dvalar hersins
þar eftir 1991, en frá því var einn-
ig fallið sl. sunnudag. Þessi þróun
hefur valdið ugg í nágrannalönd-
unum og á Vesturlöndum, auk
þess sem Litháar hafa brugðist
ókvæða við. Brazauskas forseti
aflýsti fundi, sem boðaður hafði
verið með Jeltsín Rússlandsfor-
seta, og hann ávarpaði þjóð sína
í sjónvarpi og útvarpi til að draga
úr ótta fólksins.
Síðustu fréttir herma, að sátta-
tónn sé í yfírvöldum landanna
beggja, en Rússar hafa þó enn
ekki hvikað í afstöðu sinni. Hótan-
ir þeirra og hroki í garð Litháa
er með öllu óþolandi. Rússum
þarf að gera ljóst, að þeir verða
að hverfa með her sinn allan frá
Eystrasaltsríkjunum. Þeir geti
ekki ætlast til síaukinnar aðstoðar
frá vestrænum ríkjum á meðan
þeir beiti nágranna sína hernaðar-
legri kúgun.
Islendingar vora í fararbroddi
þeirra, sem studdu sjálfstæðisbar-
áttu Eystrasaltsþjóðanna, en
þeirri baráttu lýkur ekki fyrr en
síðasti rússneski hermaðurinn
hefur snúið til síns heima. Nú ríð-
ur á, að Rússar finni fyrir því á
alþjóðavettvangi, að framkoma
þeirra gagnvart Litháen verður
ekki liðin.
Geir Ulfstein sérfræðingur við Óslóarháskóla á sviði hafréttar
Norðmenn hafa rétt til að
stöðva veiðar við Svalbarða
Jón Baldvin Hannibalsson segir íslensku sendinefndina hafa mætt
, japönskum stríðsmönnum“ við samningaborðið í Stokkhólmi
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAU ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra Is-
lands, að Islendingar geti tæpast sætt sig við verndaraðgerðir
Norðmanna í nágrenni Svalbarða hafa vakið mikla athygli í Nor-
egi. Geir Ulfstein, fræðimaður er starfar við allsherjarréttarstofnun
Óslóarháskóla, segir engan vafa leika á um rétt Norðmanna til að
stöðva hugsanlegar veiðar íslenskra fiskiskipa á verndarsvæði því
sem Norðmenn hafa skilgreint við Svalbarða. Ingvard Havnen, tals-
maður norska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að fyrir lægi að
norska strandgæslan hefði um það skýr fyrirmæli að tryggja að
norsk lög og reglugerðir væru í heiðri hafðar á þessum slóðum.
Dagblöð í Noregi fjölluðu í gær
ítarlega um fund íslendinga og
Norðmanna í í Stokkhólmi í Svíþjóð
á þriðjudag sem engum árangri
skilaði. Dagblaðið Verdens Gang
hafði eftir utanríkisráðherra ís-
lands að við samningaborðið hefði
íslenska sendinefndin mætt ,jap-
önskum stríðsmönnum“. í þessu
viðtali sem og í samtali við Aften-
posten kom skýrt fram það mat
Jóns Baldvins Hannibalssonar að
kosningar í Noregi í september og
yfírstandandi viðræður Norðmanna
við Evrópubandalagið hefðu bundið
hendur norsku ráðherranna. Aften-
posten greindi frá þeim ummælum
íslenska utanríkisráðherrans að ís-
lensku fulltrúarnir hefðu fengið að
kynnast „norskum hroka“ á fundin-
um í Svíþjóð og að hér eftir yrði
litið svo á af hálfu íslendinga að
„Smugan“ væri opið hafsvæði. Því
myndu íslensk stjórnvöld á engan
hátt hafa af því afskipti ef útgerð-
arfyrirtæki á Islandi sendu skip sín
til veiða í Barentshafi.
Réttarstaðan verði könnuð
Þegar ljóst var orðið að slitnað
hafði upp úr viðræðunum á þriðju-
Vinnslustöðin gerir m.a. út togar-
ann Breka sem fyrstur hélt af stað
í Smuguna en er nú á heimleið
dagskvöld lét Jón Baldvin Hannib-
alsson að því liggja að nú yrði
réttarstaða íslands hvað varðar
veiðar á verndarsvæðinu við Sval-
barða tekin til sérstakrar skoðunar.
„Við hyggjumst nú kanna nákvæm-
lega hver réttur íslenskra sjómanna
er á þessu svæði. Finnar hafa einir
þjóða viðurkennt aðgerðir Norð-
manna í nágrenni Svalbarða. Við
eigum erfitt með að sætta okkur
við þessa stöðu mála,“ sagði Jón
Baldvin.
Geir Ulfstein, sem um árabil
hefur starfað á sviði hafréttarmála
ásamt 20 öðrum togurum. Sighvat-
ur Bjamason segir að afli Breka sé
um 50 tonn þannig að túrinn komi
og vinnur nú að doktorsritgerð um
Svalbarðasáttmálann, sagði í gær
að ekki væri unnt að draga í efa
rétt Norðmanna til að stjórna físk-
veiðum á þessum slóðum. „Frá sjón-
armiði þjóðaréttar er mikill munur
annars vegar á „Smugunni“ og á
verndarsvæðinu í nágrenni Sval-
barða hins vegar. „Smugan“ er í
raun alþjóðlegt hafsvæði en það er
yfir allan vafa hafið að verndar-
svæðið við Svalbarða heyrir norskri
lögsögu til,“ sagði Ulfstein. Árið
1977 lýstu Norðmenn yfír því að
200 mílna fískverndarsvæði hefði
verið markað umhverfis Svalbarða
en fram til þessa hafa aðeins Finnar
lýst yfir því að þeir virði þann gjörn-
ing. Þessi staðreynd breytir engu
um rétt Norðmanna að mati Geirs
út á sléttu. „Hvað framtíðina varðar
get ég ekki tjáð mig um hana fyrr
en ég hef rætt við skipstjórann. Það
er þó ljóst að við höldum opnum
möguleikum á að senda skip aftur
á þessar slóðir," segir Sighvatur.
„Staðreyndin er að ef 5-6 togarar
hefðu farið á veiðamar nú hefði
dæmið orðið allt öðruvísi. Hinsvegar
fóra nær 30 togarar og þeir voru
allir að toga á svæði sem var ein
míla á’ breidd og 8 mílur á lengd.
Það gengur ekki upp.“
Ulfstein. „Deilt er um hvort svæðið
við Svalbarða hafi sömu stöðu og
efnahagslögsaga Noregs, eins og
norsk stjórnvöld halda fram, eða
hvort Svalbarðasáttmálinn eigi
einnig að taka til verndarsvæðisins.
Samkvæmt Svalbarðasáttmálanum
hafa Norðmenn rétt til að stjórna
hvers kyns atvinnustarfsemi á
þessu svæði og skiptir þá engu
hvaða þjóð á í hlut, eina krafan er
sú að allir hljóti sömu meðferð.
Hins vegar kunna Norðmenn að
þurfa að veita kvóta með tilliti til
hefðbundinna veiða ef gæta á fullr-
ar sanngirni," sagði Ulfstein.
Stórfelldar veiðar verða ekki
liðnar
Hann kvaðst vera þeirrar hyggju
að norsk stjórnvöld hefðu fram til
þessa ekki viljað setja verndarsvæð-
ið við Svalbarða á oddinr. í veiðideil-
unni þar sem hætta væri á að slíkri
deilu yrði vísað til Alþjóðadómstóls-
ins í Haag. Hann sagðist því ekki
búast við að valdi yrði beitt til að
hrekja íslendinga frá verndarsvæð-
inu við Svabarða hæfu íslenskir
togarar veiðar þar. Þetta mat ætti
þó aðeins um veiðar einstakra
skipa. „Verði hafnar þar veiðar sem
ógna stofnunum munum við neyð-
ast til að beita hörku,“ sagði Geir
Ulfstein.
Eiríkur Ólafsson segir að hann
þurfí að kynna sér málið betur en
að í fljótu bragði sjái hann ekkert
því til fyrirstöðu að senda skip aftur
á þessi mið. „Menn fóra til veiða
við Bjarnarey hér á árum áður og
ég sé ekkert því til fyrirstöðu að
gera slíkt hið sama,“ segir Eiríkur.
„Við þurfum hinsvegar betri vitn-
eskju um þessi mið en við höfum
nú. Það er því gott að frystitogar-
arnir halda veiðunum áfram og afla
sér þannig veiðireynslu.11
Útiloka ekkert í framtíðinni
„Vandinn var að of margir fóru til veiða í einu,“ segir Sighvatur Bjarnason
ÚTGERÐARMENN hafa ekki gefist upp á veiðum í Smugunni í
Barentshafi og segja að vel komi til greina að senda togarana þang-
að aftur ef aflabrögð glæðast. Sighvatur Bjarnason framkvæmda-
sljóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að hann útiloki
ekkert í framtíðinni hvað veiðar á þessu svæði varðar. „Vandinn
nú var að of margir fóru til veiða í einu og voru að toga á of litlu
svæði,“ segir Sighvatur. Eiríkur Ólafsson útgerðarstjóri Ljósafells-
ins á Fáskrúðsfirði segir að hann sjái ekki ástæðu til annars en að
senda togarann aftur í Smuguna af aðstæður breytast þar.
Félagasamtök aldraðra velja sjálf verk-
taka til að byggja íbúðir á sínum vegum
• •
eftirMarkús Orn
Antonsson
Síðustu daga hefur nokkur um-
fjöllun staðið í ijölmiðlum um úthlut-
anir Reykjavíkurborgar á lóðum fyr-
ir íbúðir handa öldruðum. Margt
hefur verið rangtúlkað í þeirri um-
ræðu og annað sagt ósatt.
í forsíðufregn Tímans hinn 18.
ágúst sl., sem höfð er eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, er farið nokkuð
fijálslega með staðreyndir eins og
ekki er óalgengt, þegar umræddur
borgarfulltrúi á í hlut. Látið er að
því liggja, að uppgötvazt hafí eitt-
hvert áður óþekkt bréf Davíðs Odds-
sonar, borgarstjóra, frá árinu 1989,
þar sem hann hafi sett samtökunum
Réttarholti skilyrði um að eiga við-
skipti við byggingarfélagið Ár-
mannsfell vegna byggingar fjölbýlis-
húss fyrir aldraða við Réttarholts-
veg.
Aðrir fulltrúar minnihlutans sem
nú sitja borgarráðsfundi, þar á með-
al Siguijón Pétursson, vilja líka eigna
sér heiðurinn af þessari „uppljóstr-
un“ eins og bókun þeirra í borgar-
ráði 17. þ.m. ber með sér.
Umrætt bréf Davíðs Oddssonar
dags. 25. október 1989 er sent sam-
hljóða til Sjálfseignarstofnunarinnar
Réttarholts og Ármannsfells til stað-
festingar á ákvörðun borgarráðs frá
deginum áður um að úthluta sameig-
inlega til þessara tveggja aðila bygg-
ingarrétti fyrir íbúðir handa öldruð-
um á svæði við Hæðargarð og Rétt-
arholtsveg.
Báðir aðilar höfðu sótt um þessa
tilteknu lóð. Ármannsfell ásamt
Samtökum aldraðra í október 1988
en félagið Réttarholt nokkru síðar,
þ.e. snemma árs 1989. Samstarf
tókst milli Ármannsfells og Réttar-
holts og á fundi borgarráðs hinn 24.
október 1989 var eftirfarandi bókað:
„Lagt fram að nýju bréf skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings frá
16. þ.m., þar sem lagt er til að
Sj álfseignarstofnuninni Réttarholti
og Ármannsfelli hf. verði gefínn
kostur á byggingarrétti fyrir íbúðir
handa öldruðum á svæði við Hæðar-
garð og Réttarholtsveg. Samþykkt."
Þennan fund borgarráðs sat m.a.
Siguijón Pétursson og tók þátt í
hinni samhljóða ákvörðun um úthlut-
un til Ármannsfells og Réttarholts.
Sigrún Magnúsdóttir var líka á þess-
um fundi og gerði ekki neina athuga-
semd við afgreiðslu málsins.
í umræddu bréfí borgarstjóra, sem
sent var út daginn eftir, er nánar
fjallað um tæknilegar hliðar málsins:
Að hönnun verði unnin á vegum
Ármannsfells í samráði við Borgar-
skipulag Reykjavíkur, að Réttarholt
kjósi sérstaka byggingarnefnd til
samráðs um hönnunina en Ármanns-
fell skuli byggjá íbúðirnar og það
skilyrði sett að hús verði fokhelt og
lóð frágengin innan 30 mánaða frá
úthlutun.
Efnislega skiptir þetta orðlag í
bréfí borgarstjóra ekki neinu máli
varðandi úthlutunina sem slíka. Það
lá skýrt fyrir, að í samræmi við regl-
ur Reykjavíkurborgar hafði borgar-
ráð úthlutað byggingarrétti til Ár-
Markús Örn Antonsson
mannsfells og Réttarholts í samein-
ingu og borgarstjóri tilkynnir þá nið-
urstöðu með bréfi sínu.
Nú telja þau Sigrún Magnúsdóttir
og Siguijón Pétursson sitthvað „sér-
kennilegt" í þessu bréfi borgarstjóra
frá 1989, sem ekki sé tekið fram í
bréfum við „venjulegar úthlutanir".
Af þessu tilefni skal lögð áherzla á,
að bréf borgarstjóra var orðrétt end-
urrit af bréfi skrifstofustjóra borgar-
verkfræðings sem lagt var fyrir
borgarráð til staðfestingar 24. októ-
ber 1989 að viðstöddum Siguijóni
Péturssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur
„ Að minnsta kosti átta
öflugir byggingaraðilar
í samvinnu við félög
eldri borgara, Yerzlun-
armannafélag Reykja-
víkur, Hrafnistu auk -
Reykjavíkurborgar
sjálfrar, hafa látið að sér
kveða í slíkum fram-
kvæmdum síðustu ár.“
og án þess að þau fyndu nokkuð að
orðalagi þess.
Fulltrúar minnihlutans dylgja um
að sjálfstæðismenn í borgarstjórn
hygli Ármannsfelli hf. með úthlutun-
um lóða fyrir íbúðir aldraðra og hafi
veitt fyrirtækinu einokunaraðstöðu á
því sviði. Undir þennan uppspuna
var tekið í skýrslu, sem félagsmála-
ráðherra kynnti nýverið. Að minnsta
kosti átta öflugir byggingaraðilar í
samvinnu við félög eldri borgara,
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur,
Hrafnistu auk Reykjavíkurborgar
sjálfrar, hafa látið að sér kveða í
slíkum framkvæmdum síðustu ár.
Staðreyndir málsins eru þær, að
fijáls félagasamtök aldraðra, sem
að þessum málum hafa ötullegast
unnið, velja byggingarverktaka sjálf
og sækja um lóðir ásamt þeim.
í bréfi Samtaka aldraðra mótt.
5. okt. 1988 segir m.a.:
„Við sækjum um lóðina í samvinnu
við Ármannsfell hf. eins og verið
hefur með undanfarin þijú verkefni,
þ.e. Bólstaðarhlíð, Dalbraut og Afla-
granda ... Við viljum taka fram að
við hefðum ekki klofið þessar bygg-
ingar án samstarfs við Ármannsfell
hf. og eram ákveðnir í að halda því
samstarfi áfram.“
í bréfi Félags eldri borgara dags.
27. des. 1989 segir m.a.:
„Félag eldri borgara óskar eftir
því að til endurúthlutunar komi og
að Byggingafélagið Gylfi og Gunnar
sf. verði lóðarhafi með félaginu og
samstarfsaðili um bygginguna."
Og ekki er annað að sjá en að vel
hafí tekizt til í samstarfí Ármanns-
fells og Réttarholts. Félagið sendi inn
umsókn í desember 1991 um að fá
úthlutað viðbótarlóð við Hæðargarð.
í bréfínu segir m.a.:
„Verði sú raunin á óskum við ein-
dregið eftir að fá lóðinni úthlutað
með byggingaraðila okkar, Ár-
mannsfelli hf.“
Það lýsir alvarlegri málefnafá-
tækt, hvernig borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins reynir að koma sér
á framfæri við fjölmiðla með óvönd-
uðum málflutningi eins og þeim, sem
fluttur er á forsíðu Tímans sl. mið-
vikudag. Borgarfulltrúinn hlýtur að
vita betur og ætti að meðhöndla
sannleikann af meiri gætni, hafandi
í huga að með upprifjun úr gerðabók-
um ráða og nefnda borgarinnar aftur
í tímann má auðveldlega fletta ofan
af þeirri blekkingariðju, sem svo stíft
er stunduð um sinn.
Höfundur er borgarstjóri.
Borgarverkfræðingur um Korpúlfsstaði
Um 5 til 10% útveggja
eru taldir nýtanlegir
UM 5 til 10% útveggja Korpúlfsstaða eru taldir nýtanlegir samkvæmt
greinargerð Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings, sem lögð
hefur verið fram í borgarráði. Ljóst er að allt efni til innréttinga
verður að vera nýtt. Lagt er til að fyrsta útboði sem fram átti að fara
í haust verði frestað þar til í febrúar þegar veðurskilyrði verða hag-
stæðari. Hulda Valtýsdóttir, formaður Korpúlfsstaðanefndar, segir,
að ávallt hafi verið haft að leiðarljósi að flýta sér hægt við það vanda-
sama verkefni sem uppbygging Korpúlfsstaða er.
Fram kemur að við endurbyggingu
á gömlu húsi er óhjákvæmilegt að
nota nýtt byggingarefni að meira eða
minna leyti og að þegar nota á gam-
alt hús í nýjum tilgangi er auðsætt
að nýtt efni vegur þyngra en ella.
Úttekt hefur verið ge'rð á veggjunum
og ástandi hússins og voru tveir
möguleikar kynntir fyrir Korpúlfs-
staðanefnd. Það var að nota hluta
útveggja, sennilega um 20%, með
styrkingum og fleiri endurbótum eða
endursteypa alla útveggi og undir-
stöður.
Gæðamunur
Kostnaður var áætlaður mjög svip-
aður en endursteypan aðeins dýrari
þegar einungis var litið á steypuvinn-
una sjálfa en að öllu meðtöldu var
viðgerðin talin vera 20 til 30 milljón-
um dýrari. Þá segir: „Ónákvæmni
þeirrar áætlunar vegna viðgerðar er
meiri. Auk þess verða útveggir með
þeirri aðferð óeðlilega þykkir eða allt
að 90 cm í stað 30 til 40 cm og gólf-
pláss um 100 fermetrum minna. Þá
verður um verulegan gæðamismun
að ræða varðandi endingu."
Greinargerðinni var vísað til um-
fjöllunar í Korpúlfsstaðanefnd og
sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður
nefndarinnar, að vilji nefndarinnar sé
að flýta sér hægt við framkvæmdir.
„Verkefnið er í raun tvíþætt," sagði
hún. í fyrsta lagi væri um að ræða
varðveislu þeirra verðmæta sem í
sjálfri byggingunni felast og í öðru
lagi hvernig koma ætti fyrir breyttri
starfsemi í húsinu.
Illa farnir
„Við athugun kom fljótlega í ljós
að veggir hússins voru illa farnir og
sennilegt að nýtanlegir væru aðeins
20% af útveggjum eins og þeir eru
nú,“ sagði Hulda. „Hins vegar var
ekki talið útilokað að styrkja þá og
endurbæta svo ekki þyrfti að bijóta
niður. Þetta var byggingadeild borg-
arverkfræðings beðin um að kanna
nánar áður en endanleg ákvörðun
yrði tekin um varðveisluaðferðir.
Jafnframt var að sjálfsögðu unnið að
fyrstu kostnaðaráætlunum eftir því
sem kostur var.“
Breyttar forsendur
Úttekt byggingadeildar verður
kynnt í nefndinni og þar tekin afstaða
til breyttra forsendna um varðveislu-
aðferðir. „Hér er í raun um að ræða
þann valkost um varðveislu húsa sem
ekki er þekktur nema í litlum mæli
hérlendis en er algengur með öðrum
þjóðum og viðurkenndur, nefnilega
að endurbyggja merkar byggingar í
sinni fyrri mynd þannig að útlínur
og svipmót haldist í umhverfinu. Þessi
lausn á uppbyggingu Korpúlfsstaða
er ekki ný af nálinni og hefur alltaf
komið til tals í nefndinni. Hins vegar
var alltaf ljóst að miklar breytingar
hlytu að verða innanhúss þegar
breyta á kúabúi í listamiðstöð," sagði
Hulda.
Hönnunarvinna
í tengslum við úttekt bygginga-
deildar kom í ljós að hönnunarvinna
er styttra á veg komin en áætlað var
og sagði Hulda að vegna þessa og
einnig vegna tiilagna um nokkuð
breyttar varðveisluaðferðir þótti eðli-
leg^. að framkvæmdum yrði frestað
fram í mars, sem er heppilegri árs-
tími. Frestun um nokkra mánuði ætti
ekki að skipta neinum sköpum.
Kjurugej með fuglana.
Kjurugej lýkur við að raða steinum í stallinn.
Hjálpaðu mér að fljúga
Umhverfislistaverk eftir Kjuregej Alexöndru Arg-
unovu afhjúpað við unglingageðdeildina við Dalbraut
HJÁLPAÐU mér að fljúga heitir umhverfislistaverk sem Kjuregej
Alexandra Argunova listþjálfi hefur skapað í samvinnu við börn á
unglingageðdeildinni við Dalbraut. Verkið verður afhjúpað í dag,
fimmtudaginn 26. ágúst, kl. 14.
Verkið er tveggja metra hár
steyptur stallur sem unglingarnir
og Kjuregej hafa skreytt með ís-
lenskum steinum sem þau hafa
safnað. Þar ofan á verður komið
fyrir tveimur fuglum, móður og
unga, úr galvaníseruðu smíðajámi
sem Magnús Stefánsson, jámsmið-
ur, mótaði. Fuglana hafa ungling-
arnir málað í björtum litum með
sérstakri útimálningu undir leið-
sögn Söru Vilbergsdóttur, mynd-
listarkonu, sem starfar á deildinni.
Hugmyndina að því að gera ein-
hvers konar umhverfislistaverk
með unglingunum á deildinni átti
Bergljót Ragnars, myndlistarkona,
sem starfaði þar fyrir nokkrum
árum. Sú hugmynd lifði meðal
starfsfólksins þó að til fram-
kvæmda kæmi ekki fyrr en síðar.
Fyrir rúmu ári bað Páll Ásgeirs-
son, yfírlæknir, Kuregej um að
hanna slíkt listaverk og að stjórna
framkvæmdum við það. „Eg var
fljót að segja já án þess að hafa
hugmynd um hvað þetta "krafðist
mikillar vinnu,“ sagði Kjuregej.
Hún baðar brosandi út höndunum
og bætir við: „Ég kom með þessa
ofsalega stóru og sniðugu hug-
mynd um að tengja þetta allt við
náttúruna.“
Unglingarnir og starfsfólk deild-
arinnar unnu síðan verkið í samein-
ingu eftir teikningum Kjuregej.
Núna er það tilbúið þó að vinnunni
við það ljúki aldrei. Það þarf að
mála fuglinn upp á nýtt að nokkr-
um árum liðnum og raða nýjum
steinum í stallinn í stað þeirra sem
hrynja úr. Þannig mun listaverkið
þróast og breytast með tímanum.
Með verkefninu hefur verið leit-
ast við að vekja áhuga unglinganna
á náttúrunni. Tilgangurinn er að
örva hugmyndaflugið og virkja
orku þeirra til að skapa eitthvað
fallegt. „Við reyndum þannig að
hjálpa þeim að finna í sjálfum sér
það góða og jákvæða sem í öllu
fólki býr,“ segir Kjuregej.
„Við erum búin að ferðast mikið
frá í fyrra. Við höfum farið í dags-
ferðir út á Selatanga, að Stranda-
kirkju, upp á Esju og víðar. Stund-
um var veðrið svo gott og allt svo
fallegt í kringum okkur. Krakkarn-
ir gátu slappað af og safnað stein-
um,“ heldur hún áfram.
Verkið sýnir hjálpina á táknræn-
an hátt. Við erum náttúrunnar
börn alveg eins og fuglamir. Ég
vildi ekki hafa grátandi bam bú-
andi í styttu uppi á stalli. Ég vildi
frekar nota fuglinn sem biður um
hjálp til að öðlast frelsi," segir Kju-
regej.
Unginn er með annan vænginn
fastan í ís og hann biður móður
sína um að hjálpa sér að losna.
Kjuregej er fædd og uppalin í Jakú-
tíu í Síberíu, einhveiju kaldasta
landi sem mannkynið hefur tekið
sér bólfestu á. I hennar huga er
ís tákn fyrri mikla eifiðleika og
einangrun. Þannig táknar verkið
þau vandamál sem margir ungling-
amir á deildinni eru að glíma við.
Engir styrkir fengust til verksins
en Ríkisspítalar lögðu til rútur í
ferðimar og efni. Kjuregej vill
koma á framfæri þakklæti til sam-
starfsfólks síns, sérstaklega Ha-
gerup Isaksen, umsjónarmanns, og
hans manna fyrir að steypa stallinn
og Gyrit Hagmann, deildarlækni,
sem útvegaði fallega steina úr eig-
in safni í verkið.
Texti: Þorgerður Ragnarsdóttir.