Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 36

Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 f önnur mannvirki ryðga og grotna niður og atvinna fer síminnkandi. Viðhorf manna eru ólík því sem menn eiga að venjast frá Norður- löndunum, t.d. hvað varðar umönn- un sjúkra. Á Kólaskaga tíðkast að loka menn inni á stórum stofnunum og geyma þar t.d. geðsjúka og fatl- aða í stað þess að búa þeim sérhönn- uð heimili þar sem þeim er veitt ákveðið fijálsræði og umönnun. Einnig má nefna að þrátt fyrir meira frelsi í Rússlandi geta menn ekki ferðast til útlanda nema að geta sýnt fram á formlegt boð það- an og aukið frelsi færir Rússum ekki endilega aukin viðskipti því rúblan er ekki beint auðveldur gjaldmiðill jafnvel þótt i Norður- kollu sé. En hvað geta vinabæimir gert? Bea Dahlström og hennar lið hafa komið ýmsu í verk. Sent sjúkrarúm sem hætt er að nota á spítölum í Norrbotten til spítalans í Kandalak- sja en við það eitt tekur spítalinn mörg skerf í átt til nútímans. Nýju (þrjátíu ára ,,gömlu“) rúmin frá Svíþjóð leysa af hólmi rúm frá því um aldamót, eru stillanleg á alla enda og kanta og auðvelda því hjúkrunarfólki störfin að mun. Þá hefur vinabærinn einnig staðið fyrir því að eina bakaríinu í Kandalaksja (sem á að þjóna 80 þúsund manns) voru send tæki úr nýlegu bakaríi í Piteá sem varð gjaldþrota. Eins dauði er annars brauð. Þá hefur bærinn staðið fyrir nemendaskipt- um og fullyrðir Bea Dahlström að báðir aðilar hafi mikið gagn að slíku. Mengunin ógnar En það er annað atriði sem íbúar í Norðurkollu hafa miklar áhyggjur af og það er mengun og henni hafa þeir kynnst æ betur með meiri þekk- ingu á Kólaskaga. Lýðháskólamir í Kiruna í Svíþjóð og Svanvik í Noregi hafa ásamt samtökum í Apatity á Kólaskaga hafið samstarf um víðtæka kynningu á umhverfis- málum. Standa þessir aðilar að út- gáfu tímaritsins Econord á norsku og rússnesku, starfrækja eins konar sumarbúðir í bæjunum þremur þar sem unglingar skiptast á að koma, halda tungumálanámskeið og fram- leiða myndbönd. Sivert Nordvall rektor lýðháskólans í Kiruna segir mjög aukinn áhuga vera á umhverf- ismálum alls staðar í Norðurkollu og þar með talið hjá íbúum á Kóla- skaga. „En við megum ekki láta hér staðar numið. Um þijú þúsund fer- kílómetrar skóglendis eru deyjandi á Kólaskaga og árlega bætast við nokkrir ferkílómetrar. Rússar eru í vandræðum með kjarnorkuúrgang og kælivatn hefur runnið óhindrað 40 stiga heitt út í náttúruna og kringum Monchegorsk eru um 300 Lýðháskólinn í Framnesi er við Öjebyn og þar er þessi kirkja sem umkringd er fjölmörgum smáhýsum. Bændur sem áttu langt að í kirkjusókn var stefnt reglulega til messu og bjuggu þeir þá ásamt fjölskyldum sínum í þessum litlu húsum. Hver fjölskylda hafði eitt herbergi. Húsunum er enn haldið við og þau notuð sem eins konar sumarhús. Stofnuð hafa verið samtök í Norðurkollu sem vakið hafa sérstaka athygli á ástandi umhverfismála á Kólaskaga, sérstaklega eftir að samskipti Rússa og íbúa Norðurkollu jukust. Sivert Nordvall (t.v.) og Bruno Larsson kynntu starfsemi Econord samtakanna. Margt sameiginlegt með ólík- um löndum í Norðurkollu Hvað getur Piteá í Svíþjóð átt sameiginlegt með bæjum eins ogKir- kenes í Noregi, Rovaniemi í Finnlandi og Raufarhöfn á íslandi? Engir íbúar þessar bæja tala sama tungumálið, enda þjóðirnar fjórar og stjórnarfar og hagkerfin mismunandi. Þessir bæir eiga þó það sameiginlegt að vera í útjaðri landa sinna, langan veg frá höfuðborgunum, búa yfir aðgangi að hráefnum eða auðlindum en berjast samt við fólksflótta þar sem atvinnutækifærunum fækk- ar og á seinustu misserum beinast augu æ meira að umhverfismál- um þar sem þeim finnst mengun sem oftast kemur frá öðrum og suðlægari svæðum vera farin að ógna sér. Sameiginleg vandamál eru einnig erfíðar samgöngur og áhugaleysi fyrirtækja og yfír- valda í að koma upp eða viðhalda rekstri og búsetu. Þessi svæði eru einfaldlega ekki í tísku. íbúar Norðurkollu eins og þetta svæði er gjaman nefnt, eiga einnig ýmislegt annað sameiginlegt nefni- lega baráttugleði og bjartsýni og þeir hafa trú á því að með því að þjóðirnar kynnist betur málefnum hver annarrar geti þeir stillt saman ýmsa strengi og lifað góðu og enn betra lífi um langa framtíð. Og þeir eiga kannski einnig það sam- eiginlegt að þeim er tiltölulega sama hvort yfirvöld þeirra í suðrinu hafa áhuga á þeim eða ekki. Þeir vita sem er að þeir munu áfram geta bjargað sér án þeirra og þess vegna eiga íbúar Norðurkollu nú margháttuð samskipti á sviði menn- ingarmála, skóla- og samgöngu- mála og í vaxandi mæli á sviði við- skipta. Hefur jafnvel yfirvöldum landanna í höfuðborgunum flarri Norðurkollu stundum fundist nóg um þessi samskipti. Norðurkolla nær yfir nyrsta hluta Finnlands eða Lapplands, Svíþjóð- ar, sem kallað er Norrbotten og Noregs en þar eru fylkin Nordland, Troms og Finnmark eða með öðrum orðum svæði þessara landa sem eru norðan heimskautsbaugs. ísland til- heyrir þessu svæði þar sem það hangir á heimskautsbaugnum og nú í seinni tíð hafa menn líka horft á Kólaskagann og vilja nú telja hann til Nordkalotten eða Norður- kollu. íbúar á þessu svæði losa rúm- lega milljón og ef við teljum Kóla- skagann með verða þeir talsvert yfír tvær milljónir. Vinabæir I þróunarhjálp Nokkrir bæir í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa á siðustu árum tekið upp samband við vinabæi sina á Kólaskaga og hófust þessi nýju tengsl eftir að Rússland opnaðist og samskipti landanna urðu auð- veldari. Sem dæmi um vinabæja- samskipti má nefna Piteá í Nor- rbotten léni en vinabær hans er Kandalaksja á Kólaskaga. Bea Da- hlström, sem stjórnað hefur starf- inu, segir að það hafi byijað eftir að einstaklingar frá Rússlandi sem boðnir voru til Piteá upplýstu um ástandið í heimabæ sínum. Það var og er í stuttu máli á þá lund að Kandalaksja sem var mikill fískveiði- og fískvinnslubær er nú í niðumíðslu þar sem fískveiðin hefur hrunið og vinnslan rheð og ekkert er að flytja þaðan lengur. Togarar, bryggjur, jámbrautir og LIVSFARLIG IVHLJO Meiriháttar SlÓRÍTSALt Bjóðum ný HANKOOK sumardekk fyrír fólksbíla með 40% afslætti. Frábærir hjólbarðar - einstakt tækifæri Verðsýnishorn: 145R12 Kr. 145R13 Kr. 155R13 Kr. 165R13 Kr. 175/70R13 Kr. 185/70R13 Kr. -3200- Kr. 1960 ■3480- Kr. 1990 -3-770 - Kr. 2260 •8950- Kr. 2370 -4290- Kr. 2570 •4600 Kr. 2790 175R14 Kr.-4960—Kr. 2970 185/70R14 Kr.~5460— Kr. 2990 205/70R14 Kr.~6350— Kr. 3790 165R15 Kr.4690- Kr. 2690 185/65R15 Kr.-6290-Kr. 3770 185/60R14 Kr. "5860- Kr. 3490 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080 Fyrirlestur um vísinda- samstarf AÐALRITARI Vísindastofnunar Evrópu, prófessor Peter Fricker, er staddur hér á landi og mun hann halda fyrirlestur um vísinda- samstarf í Evrópu í dag, fimmtu- dag. Fyrirlesturinn verðu í stofu 101 í Odda kl. 17. ------------ Bæjarráð Kópavogs Rýmkuð heimild fyr- ir vinnuvélar BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að verða við ósk Félags vinnuvélaeigenda um að rýmka heimild fyrir umferð á Kringlu- mýrarbraut. . Ákveðið hefur verið að ein akrein verði opnuð fyrir vinnuvélum eftir kl. 19 á kvöldin og frarh til kl. 7 að morgni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.