Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
37
íslensku sænskunemarnir ásamt kennaranum við ASSI pappaverk-
smiðjuna en auk sænskunámsins áttum við kost á að kynnast atvinnu-
háttum og menningarlífi í Norðurkollu.
ferkílómetra landsvæði svo eitrað
að þar er hvorki mönnum né skepn-
um vært. Við teljum að mengun á
þessu svæði sé svo alvarleg að grípa
verði fyrr en síðar til ýmissa ráð-
stafana. Og þessi mengun ógnar
ekki aðeins okkur þessum næstu
nágrönnum heldur meira og minna
lífríki norðurhvelsins og því er þetta
ekki eingöngu málefni okkar í Norð-
urkollu eða Rússa á Kólaskaga, hér
verða miklu fleiri þjóðir að koma
við sögu.“
Sivart Nordwall viðurkennir að
umhverfismál og mengunarvarnir
hafi til skamms tíma verið í ólestri
víðar en hjá Rússum og segir að
ekki séu margir áratugir síðan skólp
rann óhindrað í höfnina í Luleá en
segir jafnframt að nú sé fólk orðið
sér mun meðvitaðra um nauðsyn
agaðrar umgengni við náttúruna
sem felist ekki síst í því að viðhafa
almennilegar mengunarvarnir.
Tungumálin
Norðurkollulöndin hafa talsvert
mikla samvinnu á sviði tungumála-
kennslu og vill hver þjóðin kenna
hinni sitt mál og inní það hafa ís-
lendingar einnig blandast allmörg
síðustu árin en allt er það starf
fyrir tilstuðlan norrænu félaganna
á þessum svæðum. Þannig hafa
Svíar komið hingað til lands í
tveggja vikna íslenskunám, Norð-
menn og Svíar dvalið um skeið í
Finnlandi og lært talsverða finnsku
og íslendingar hafa sótt sænskun-
ámskeið á lýðháskólanum á Fram-
nesi í áraraðir. Svo var einnig í ár
og- vorum við alls 15 sem sátum
yfir sænskri málfræði, framburði
og ritæfingum í hálfan mánuð und-
ir stjórn Ingrid Westin sem hér var
sendikennari í nokkur ár.
Dvölin í Framnesi var öll hin
ánægjulegasta enda umhverfið
skemmtilegt og ekki síðri var fé-
lagsskapurinn við rúmlega 30 Finna
sem þarna voru í sama tilgangi og
rökræður við þá í gufubaðinu sem
þeim fannst aldrei nógu heitt! Auk
sænskunámsins gerðu stjórnendur
norrænu félaganna í Piteá og Nor-
rbotten léni sér far um að kynna
okkur Norðurkollu eftir mætti,
efndu til heimsókna og skoðana-
ferða auk þess sem margir í hópn-
um leituðu uppi starfsbræður og
systur og settu sig sérstaklega inní
málefni sinnar stéttar. Þannig flaut
ýmislegt með sterkum og veikum
sænskum sögnum inní heilagraut-
inn og spurning er bara hvernig
gengur að halda þessu til haga og
okkur og öðum til gagns.
Betri samgöngur?
Að lokum má spyija hvort og
hvernig ísland geti aukið samskipti
við þetta svæði en fram til þessa
hefur það auk tungumálakennsl-
unnar kannski helst verið kringum
skógræktarkynnisferðir, fiskveiðis-
ráðstefnur eða íþróttamót. Vafalítið
er að atvinnuháttum, skólamálum
og menningarstarfsemi svipar um
margt til íslenskra bæja og því
ættu þeir að koma á vinabæjarsam-
bandi við bæi á þessu svæði ef þeir
hafa það ekki þegar þar sem menn
gætu miðlað reynslu sinni í báðar
áttir.
Þegar slíkar hugmyndir eru skoð-
aðar reka menn sig strax á sam-
gönguvandann. Hann er fyrir hendi
innan norðurhluta Noregs, Svíþjóð-
ar og Finnlands því bæði eru flug-
samgöngur strjálar og vegakerfið
gisið. Enn meiri er vandi íslendinga
því flugleiðir liggja yfirleitt milli
Islands og höfuðborganna eða
stórra borga í suðurhluta landanna
og oft þarf að bæta hátt í öðru eins
flugfargjaldi við ef menn stefna á
Norðurkollu. Geta Flugleiðamenn
eða aðrir flugrekendur ekki fundið
markað á milljón íbúa svæði Norð-
urkollu? Það þarf ekki daglegar
ferðir heldur myndu viku- eða hálfs-
mánaðarlegar ferðir hluta úr ári
bæta mikið úr.
jt
Ekki var lakara að njóta veðurblíðunnar um leið og menn lásu lex-
íurnar.
Ferðamálaskóli íslands
Höfðabakka 9, Reykjavík. Sími 671466.
Starfsnám fyrir þá, sem starfa vilja við ferðaþjónustu. Nám, sem er viðurkennt
af Félagi ísl. ferðaskrifstofa. Alþjóðleg próf og réttindi (IATA).
Innritun stendur yfir.
Ath.: Fjöldi nemenda við skólann takmarkaður.
Sýningnm
Light
Nights
að ljúka
SÝNINGUM Ferðaleikhússins
á„„Light Nights" í Tjarnarbíói
lýkur á sunnudagskvöld. Þetta
er 24. sumarið sem leikhúsið
sýnir verkið.
Sýningin samanstendur af 24
atriðum, sem ætlað er að kynna
áhorfendum þjóðsögur, trú á tröll
og álfa, landnám íslands og annan
sögulegan fróðleik. Hlutverk sögu-
manns er leikið af Kristínu G.
Magnús.
Bjartar nætur
SIGURÐUR Örn Eiríksson, Þóra Katrín Gunnarsdóttir, Linda
Ásgeirsdóttir, Magnús Ragnarsson og Kristín G. Magnús sögumað-
ur í hlutverkum sínum.
Sýnt er hvert kvöld frá fímmtu- utan nokkrir þjóðlagatextar, en í
degi til sunnudags og hefjast sýn- miðaafgreiðslu er hægt að fá ritað-
ingar kl. 21. Allur texti er á ensku, an útdrátt á þýsku og frönsku.
VIÐEYJARSTOFA
q)(9
(hinni sögufrægu Viðeyjarstofu, „Slotinu",
er rekinn vandaður veitingastaður.
Þar svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu
fyrir 200 árum. Matseðillinn og matreiðslan
er þó með öðrum hætti en þá var.
Má freista þín
með fjögurra rétta sælkeramáltíð fyrir 2.980,- krónur?
Opið fimmtudaga - sunnudaga
frákl. 19:00 til 24:00.
Við bjóðum einnig upp á rjúkandi heitt kaffi og meðlæti
í Viðeyjarstofu: fimmtudaga - sunnudaga
og í Viðeyjamausti: mánudaga - miðvikudaga.
Opið frá klukkan 14:00 til 16:30.
<2)(£>
Upplýsingar og borðapantanir f símum 62 19 34 og 68 10 45
'-«.<■4 .’.J
I SULNASAL LAUCARDACSKVOLD!
Síðest var geggjuö stemmning - tivað gerist nú?
Hljómsveitin
Carl Maller - hljómborð
Einar Bragi - sax
Árni Scheving - bassi
Einar Scheving - trommur
ANDRE BACHMANN
BJARNI ARA
MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTTIR
ELLÝ VILHJÁLMS
V^TU Þ,G £/<Kl
M Conny
Eióistorgl 11. 2. hæó
■ lofargóðu!